Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 32
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS1983. Ú Andlát Valgeröur Pálsdóttir lést 14. mars. Hún fæddist 20. mars 1899 að Tungu í Fáskrúðsfirði, dóttir hjónanna Elín- borgar Stefánsdóttur og Páls Þor- steinssonar. Valgerður giftist Skúla Gunnlaugssyni en hann lést áriö 1966. Þau hjónin eignuðust þrjá syni. Utför Valgerðar verður gerð frá Bræðra- tungukirkju í dag kl. 14. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi verður jarðsunginn frá Hafnarf jarðar- kirkju miðvikudaginn 23. mars kl. 15. Hanna Jónsdóttir, áður Hlíðagerði 21, lést í Borgarspítalanum 16. mars. Jarðsett verður frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 24. mars kl. 13.30. Njáll Guðmundsson fyrrv. skólastjóri, Klapparási 2, lést 18. mars. Jarðarför- in fer fram fimmtudaginn 24. mars kl. 10.30 frá Bústaðakirkju. Sigríður Jóna Þorbergsdóttir frá Látr- um í Aðalvík, Háaleitisbraut 26, lést að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíö 20. mars. Borney Giordan andaðist þann 15. mars í Miami Florida. Árni Sigurbjörnsson er látinn. Jarðar- •förin hefur farið fram. Guðríður Guðnadóttir frá Karlsskála lést á sjúkrahúsi í Vastervik í Svíþjóð 19. mars. Valtýr Bjamason fyrrv. yfirlæknir, Stigahlíð 85, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 23. mars kl. 13.30. Guöbjörg Kristín Bárðardóttir, kenn- ari, Austurvegi 13 Isafirði, lést í Reykjavík 19. þessa mánaöar. Guðný Berentsdóttir, Hringbraut 44 Keflavík, verður jarösungin þriðjudag- inn 22. mars kl. 14 frá Keflavíkur- kirkju. Fundir Kynningarfundir framsóknarmanna í IMorðurlandi vestra Almennir kynningarfundir sérframboðs framsóknarmanna á Norðurlandi vestra verða haldnir sem hér segir: Miðgarði þriðjudaginn 22. mars kl. 14, Félagsheimili Hvammstanga miðvikudaginn 23. mars kl. 21. Frambjóðendur listans mæta á fundinum. Fólk er hvatt til að koma og kynna sér ástæöur fyrir sérframboði og fleira. Frambjóðendur. Kynningarfundir hjá Samhygð eru í samskiptamiðstöðinni Skólavörðustíg 36, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 20.30. Fundarboð Hússtjórnarkennarafélag Islands og Mann- eldisfélag Islands boða til sameiginlegs fundar um Kennslu í heimilisfræðum og skólanesti. Dagskrá: 1. Salome Þorkelsdóttir ræðir um tillögu til þingsályktunar um eflingu heimilisfræða í grunnskólum. 2. Bryndis Steinþórsdóttir námsstjóri segir frá stöðu heimilisfræða i grunnskólum í dag. 3. Oddur Helgason framkvæmdastjóri segir frá tilraun með skólanesti i grunnskólum í Reykjavík. 4. Hússtjórnakennararnir Benedikta G. Waage og Anna Finnsdóttir kynna skólanesti. 5. Laufey Steingrímsdóttir stjónar umræðum. Á fundinum verður fyrst rætt um heimilis- fræði í skólakerfinu og hugsanlegar breyt- ingar í framtíðinni. Því næst verður fjallað um skólanesti, en til umræðu er að taka upp skólamáltíðir í grunnskólum Reykjavíkur. Þegar hafa verið hafnar tilraunir með þaö í tveimur skólum og verður á fundinum rætt um kosti og galla þessa fyrirkomulags. Fólk er eindregið hvatt til að mæta og kynna sér málin. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Lög- bergi, Háskóla Islands, þriðjudaginn 22. mars, kl. 20.30 og er öllum opinn. Stjómin. JC Árbær og JC Vík keppa til úrslita í ræðukeppni Reykjavíkur- svæðis í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30 aö Armúla 36. Aðalfundir Aðalfundur Húsmæðra- fólags Reykjavíkur veröur í félagsheimilinu aö Baldursgötu 9 þriöjudaginn 22. mars kl. 20.30. Venjuleg aöal- fundarstörf, önnur mál. Kaffiveitingar. Félagskonur f jölmennið. Tilkynningar Borgfirðingafélagið í Reykjavík Spilakvöld verður haldið að Siðumúla 35, föstudaginn 25, mars kl. 20.30. Heildar- verðlaun afhent. Mætið vel og stundvíslega. Tónlistarskólinn í Reykjavík Kór Tónhstarskólans í Reykjavík heldur tón- leika í Norræna húsinu þriöjudaginn 22. mars kl. 20.30. Á efnisskránni eru lög eftir Brahms, Distler, Kodaly og ítalskir Madrigalar. Stjórnandi kórsins er Marteinn H. Friðriks- son, en einnig stjórna nemendur úr tón- menntakennaradeild. Aðgangur er ókeypis. Opinn fundur með ungu fólki Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins boðar til opins fundar með ungu fólki á Reykjavíkur svæðinu um húsnæðismál ungs fólks, mið- vikudaginn 23. mars kl. 20 í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Fyrirsögn fundarins verður: Ertu að flytja að heiman? — vantar þig húsnæði? — hverjir eru valkostir ungs fólks sem vill kaupa, byggja eða leigja? 1 upphafi fundarins verða flutt stutt kynningar- erindi. Frummælendur verða þessir: Þorsteinn Steingrímsson, fasteignasali. Hverjir eru möguleikar að eignast eldra húsnæði? Jón RúnarSveinsson, félagsfræðingur. Ástandið á leigumarkaðinum. Bjami Axelsson, tæk'nifræðingur formaður stjónar Aðalbóls. Hvað er byggingarsamvinnufélag? Ingi Valur Jóhannsson, félagsfræðingur. Fjármögnun húsnæðismála. Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra. Hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar i húsnæSis- málum? Á eftir inngangserindum verða pallborðs- umræður þar sem tækifæri gefst að beina fyrirspumum til frummælenda. Æskulýös- fylkingin vill sérstaklega hvetja ungt fólk til að kynna sér þá möguleika sem fyrir hendi eru til að koma þaki yfir höfuðið. ÆskuIýðsfylkingAlþýðubandalagsins. Sænskunámskeið í Framnás lýðháskóla Dagana 1.—12. ágúst nk. verður haldið nám- skeið í sænsku fyrir Islendinga í lýðháskól- anum í Framnás í Noröur-Svíþjóð. Þeir sem hyggja á þátttöku verða að taka þátt í for- námskeiði í Reykjavík sem ráðgert er að verðil.—3. júlí. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um skipulag námskeiðsins og þátttökukostnaö fást á skrifstofu Norræna félagsins í Norræna húsinu, sími 10165. Umsóknarfrestur er til 20. april. Undirbúningsnefnd. BELLA Ég er hvorki merkileg né leiðin- leg. Þú getur sparað þér að reyna að sannfæra mig um slíkt. Ný fyrirtæki Stofnuð hefur verið Bókhaldsstofan hf. á Eskifirði. Tilgangur félagsins er að reka bókhaldsþjónústu og reikningsuppgjör. I stjóm eru Alrún Kristmannsdóttir Strandgötu 21a, Kristmann Jónsson Lambeyrarbraut 7 og Arnheiður Clausen sama stað. Stofnendur auk ofangreindra: Gísli Benediktsson Strandgötu 21a og Guðrún Kristmannsdóttir, Fossgötu 4, öil á Eskifirði. Stofnuö hefur verið Vík, bílaleiga hf. í Reykjavík. Utibú er í Súðavík. Tilgangur félagsins er útleiga á bif- reiðum án ökumanns, rekstur fast- eigna og lánastarfsemi. I stjórn eru Elvar Bæringsson Hraunbæ 130 Rvk., Jósteinn Kristjánsson Ystaseli 28 Rvk og Auðunn Karlsson Nesvegi 5 Súöavík. Stofnendur auk ofangreindra eru: Gyða Brynjólfsdóttir Ystaseli 28 Rvk., Kristján Jósteinsson Lynghálsi 8 Rvk., Inga Lára Þórhallsdóttir, Hraunbæ 130 Rvk., Gunnar Bærings- son Skipasundi 83 Rvk., Fríður Jóns-, dóttir Nesvegi 5 Súðavík og Hinrik Matthíasson, Einilundi 2 Garðabæ. Stofnað hefur verið Verktakaiönaöur hf. í Hafnarfirði. Tilgangur félagsins er að hafa með höndum verktakastarf- semi í byggingariðnaöi, kaup og sölu á fasteignum, lánastarfsemi svo og annan skyldan atvinnurekstur. 1 stjóm eru Ámi Már Jensen Arnar- hrauni 16 Hafnarfiröi, Halldóra Halldórsdóttir sama stað og Gunnar M. Ulfsson, Vesturbrún 2 Rvk. Stofnendur auk ofangreindra eru HeimirörnJenson Efstasundi 81 Rvk. og Kristján Einarsson Freyjugötu 15 Rvk. Stofnaö hefur veriö Frysti- og kæligámar hf. á Hvolsvelli. Tilgangur félagsins er innflutningur og saia á vélum og tækjum, rekstur fasteigna og lánastarfsemi. I stjórn em Hendrik Tausen Litlagerði 2b Hvolsvelli, Ás- geir Sigurbergsson Hraunbæ 12a Rvk og Magnfríður Jónsdóttir Litlagerði 2b. Stofnendur auk ofangreindra eru Páll Marteinn Hendriksson Litlagerði 2b Hvolsvelli. Stofnaö hefur verið Garðaverk hf. í Garöabæ. Tilgangur félagsins er aö stunda hvers konar byggingar- og verktakastarfsemi og aðra skylda starfsemi, innflutning, kaup, sölu, rekstur og leigu fasteigna og lánastarf- semi. I stjóm eru Magnús Kristinsson, Holtsbúö 24 Garðabæ, Guðrún S. Jóns- dóttir Birkigrund 54 Kópavogi og Svavar Höskuldsson Grjótaseli 5 Rvk. Stofnendurauk ofangreindra eruEdda Erlendsdóttir Holtsbúð24Garðabæog Hörður Jónsson Birkigrund 54 Kópa- vogi. Stofnað hefur verið Austurverk hf. í Egilsstaðahreppi, Suður-Múlasýslu. Tilgangur félagsins er rekstur alhliða byggingar- og verktakaþjónustu, rekstur vinnuvéla og skyld starfsemi. I stjórn em Haukur Ingvarsson Furu- völlum 6 Egilsstööum, Stormur Þór Þorvarðsson Lagarfelli 2 Fellum, Sigfús Þór Ingólfsson Brávöllum 2 Egilsstöðum, Þorkell Sigurbjömsson, Sólvöllum 4 Egilsstöðum og Guðmundur Ármann Guömundsson, Brávöllum 12 Egilsstööum, Ásmundur Þór Kristinsson Koltröð 6 Egils- stöðum og Davíð Arnljótsson Hvassa- leiti 32 Reykjavík. Stofnað hefur verið Tæknival hf. í Reykjavík. Tilgangur félagsins er framleiðsla, innflutningur, sala og viðhald á tölvu- og rafeindabúnaði ásamt rekstri fasteigna og lánastarf- semi. I stjóm eru Eiríkur K. Þor- björnsson Krummahólum 6 Rvk., Rúnar Sigurðsson Háaleitisbraut 17 Rvk., Dóra Hallbjörnsdóttir, sama stað, Erla Guðjónsdóttir, Kmmmahólum 6 Rvk. Stofnendur auk ofangreindra em Hrefna Kristjáns- dóttir Vogagerði 11 Vogum og Oskar Sigurðsson Góuholti 6 Isafiröi. Stofnað hefur verið Músikmarkaður- inn hf. í Reykjavík. Utibú er á Seltjarnamesi. Tilgangur félagsins er inn- og útflutningur, heildsala, smá- sala, umboðssala, útgáfustarfsemi, rekstur fasteigna og annar skyldur at- vinnurekstur svo og lánastarfsemi. I stjóm eru Ágúst H. Elíasson Mávahlíö 5 Rvk., Þorleifur Gíslason Melabraut 72 Seltjarnamesi og Þorbjörg Finns- dóttir, sama stað. Stofnendur auk ofan- greindra em Anna Steinunn Ágústs- dóttir, Mávahlíð 5 Rvk., og Einar Ingi Ágústsson, Spítalastíg 3 Rvk. Stofnað hefur veriö Þór hf. á Þórshöfn, Norður-Þingeyjarsýslu. Tilgangur félagsins er verkun og sala sjávarafurða, hvers konar útgerð, inn- kaup á veiðarfæmm til eigin nota og hvers konar veiðarfæragerð. I stjórn eru Jóhann Jónsson Langanesvegi 33 Þórshöfn, Jónas Jóhannsson Hálsvegi 3 Þórshöfn og Árni I. Helgason, Langanesvegi 39 Þórshöfn. Stofnendur auk ofangreindra em Þorbjörg Þor- finnsdóttir Hálsvegi 3 Þórshöfn og Geir hf. Þórshöfn. Stofnað hefur verið Fjölver hf. í Reykjavík. Tilgangur félagsins er að reka rannsóknarstofu og verkfræöi- þjónustu, eiga og reka fasteignir og annar skyldur atvinnurekstur. I stjórn em Sveinbjöm E. Bjömsson Hálsaseli 51 Rvk., Hjörtur Hjartar Einarsnesi 12 Rvk., Magnús Gunnarsson Þemu- nesi 10 Rvk., Halldór Magnússon, Sunnubraut 36 Kópavogi, Sigurkarl Torfason, Mánabraut 14 Kópavogi og Friðgeir Indriöason Melbæ 6 Rvk.. Stofnendur auk ofangreindra eru Olíu- félagið Skeljungur hf. Suðurlands- braut 4 Rvk., Olíufélagið hf. Suöur- landsbraut 18 Rvk., Olíuverslun Islands hf. Hafnarstræti 5 Rvk., Indriði Pálsson Safamýri 16, Rvk, Vilhjálmur Jónsson Skildinganesi 26, Rvk, og Þórður Ásgeirsson Lindar- braut28 Seltjamarnesi. Stofnað hefur veriö Styrkur hf. í Reykjavík. Tilgangur félagsins er inn- flutnings- og smásöluverslun, rekstur fasteigna, lánastarfsemi og skyldur rekstur. I stjórn em Jón H. Olafsson Gaukshólum 2 Rvk., Hallur Kristvins- son Efstasundi 94 Rvk., Guömundur Vigfússon Tjamarbóli 12 Seltjarnar- nesi, Sigurður Þorvaldsson Karfavogi 17 Rvk. og Gunnar Christiansen Hamrahlíð 33 Rvk. Stofnandi auk ofangreindra er Omar Siggeirsson Eiðstorgi 1 Seltjamarnesi. Stofnað hefur veriö félagiö Garðar Guðmundsson hf. í Olafsfirði. Tilgangur félagsins er útgerð, fisk- veiðar, fiskvinnsla og önnur starfsemi tengd sjávarútvegi. I stjórn em Garöar Guðmundsson Hlíöarvegi 50, Maron Björnsson Hlíöarvegi 54, Barði Jakobsson Hlíöarvegi 41, Halldór Guömundsson Brekkugötu 25 og Guömundur Garðarsson Kirkjuvegi 15. Stofnendur auk ofangreindra eru Guðmundur Olafsson hf. Hlíöarvegi 50, Sigríður Hannesdóttir sama stað. Hannes Garðarsson sama stað, Hall- dóra Garðarsdóttir Hlíðarvegi 54, Olöf Garðarsdóttir Hlíðarvegi41 og Þuríður Sigmundsdóttir Kirkjuvegi 15, öll á Olafsfirði. Stofnað hefur verið Ritvinnslan hf. í Reykjavík. Tilgangur félagsins er al- menn rafreikni- og tölvuvinnsla, bókhaldsþjónusta, ritvinnsla, innheimtustarfsemi, skrifstofuþjón- usta, umboössala eigna, almenn ráðgjafastarfsemi og önnur hliðstæð starfsemi svo og rekstur fasteigna og lánastarfsemi. I stjórn em Þórður Sverrisson Hringbraut 68 Hafnarfiröi, Hannes Guðmundsson Maríubakka 12 Rvk., og Magnús Guðmundsson Rauðalæk 61 Rvk. Stofnendur auk ofangreindra era Ingibjörg Halldórs- dóttir Maríubakka 12 Rvk, Lilja Héöinsdóttir Hringbraut 68 Hafnar- firði og Valdimar öm Sverrisson Brekkutúni 16 Kópavogi. Stofnað hefur verið Hótel Búðar- dalur hf. í Búöardal, Laxárdalshreppi, Dalasýslu. Tilgangur félagsins er að standa fyrir veitinga- og gistihúsa- rekstri i Búðardal, kaup og sala fast- eigna, lánastarfsemi og annar skyldur atvinnurekstur. I stjóm eruSigurbjörn Sveinsson Sunnubraut 7, Oli J. Olafs- son og Gísli Gunnlaugason Gunnars- braut 7, f.h. Laxárdalshrepps. Björg Ríkharðsdóttir Ægisbraut 7 og Sigurður Rúnar Friðjónsson Stekkjar- hvammi 1. Stofnendur auk ofan- greindra em Kristinn Jónsson Gunnarsbraut 3, Sigríður K. Árna- dóttir Sunnubraut 23 og Guðmundur Erlendsson Miðbraut 6, öll í Búðardal. Stofnað hefur verið Rammi hf. í Njarðvík. Tilgangur félagsins er að reka verksmiðju til framleiöslu á gluggum, hurðum og öðru til hús- bygginga, efnissala, innflutningur, rekstur fasteigna og lánastarfsemi. I stjóm eru Anton S. Jónsson Heiðar- brún 11, Gísli G. Björnsson Heiðar- homi 3, Sigurþór Stefánsson Hring- braut 72 og Einar Guðberg Gunnars- son Hólabraut 10. Stofnendur auk ofan- greindra eru Guðný Sigurðardóttir Hólabraut 10, Brýndís Osk Halldórs- dóttir Heiðarhorni 3, Elsa Pálsdóttir Hringbraut 72, Jakob Traustason Blikabraut 13, Áskell Agnarsson Heiðarbraut 25, öll í Keflavík. Stofnuð hefur verið Steinullarverk- smiöjan hf. á Sauöárkróki. Tilgangur félagsins er að reisa og reka verk- smiðjuáSauöárkróki til framleiðslu á steinull og hafa með höndum þá fram- leiðslu og skyldan rekstur. I stjórn em Arni Guömundsson, Hólmagmnd 4 Sauðárkróki, Jafet S. Olafsson Álfheimum 48 Rvk., Jón Ásbergsson Smáragrund 1 Sauðárkróki, Magnús Pétursson Efstasundi 68 Rvk., Olafur Friðriksson Birkihlíð 10 Sauðárkróki, Stefán Guðmundsson Fellstúni 9 Sauðárkróki, Stefán S. Guðmundsson Suðurgötu 8 Sauðárkróki, Þorbjörn Ámason Háuhlíö 15 Sauöárkróki, Guörún Hallgrímsdóttir Fálkagötu 19 Rvk., Guðmundur Guðmundsson Gmndarstíg 14 Sauöárkróki, Rúnar Bachmann Skagfiröingarbraut 37 Sauðárkróki, Ulfur Sveinsson Ingveldarstöðum Skaröshreppi, Bragi Skúlason Hólmagrund 22 Sauöárkróki og Magnús Sigurjónsson Víðigrund 11 Sauðárkróki. Stofnendur auk ofan- greindra era Ríkisstjórn Islands f.h. ríkissjóðs og Steinullarfélagið hf. Sauðárkróki. Stofnað hefur verið Stokkfiskur hf. í Ölfushreppi, Ámessýslu. Tilgangur félagsins er fiskvinnsla, fóöurfram- leiðsla, fiskeldi, rekstur fasteigna og lánastarfsemi. I stjórn em Þorsteinn Ingason Kárhóli Reykjadal S-Þing. Ömar Haraldsson Hraunbæ 2 Rvk. og Sighvatur Sigurðsson Vesturbergi 120 Rvk. Stofnendur auk ofangreindra em Ingi Tryggvason Kárhóli Reykjadal S- Þing. og Steingrímur Ingason sama stað. 80 ára er 1 dag, 22. mars, Ingibjörg Kristmundsdóttir ljósmóðir frá Drangsnesi, nú Fannborg 1 Kópavogi. — Afmælisbarniö er aö heiman í dag, en hún ætlar að taka á móti gestum föstudaginn 8. apríl næstkomandi í Fannborg 1, eftir kl. 16. Sjötugur er í dag Bjami Pétursson Walen búfræðingur, fyrrverandi bústjóri á Kópavogsbúinu. Bjami er fæddur í Vikebygd í Noregi, en flutti til Islands 1934 og stundaði um árabil búskap áður en hann gerðist bústjóri Kópavogshælis. Eiginkona Bjama er Svanborg Sæmundsdóttir vefnaðarkennari. Böm þeirra eru Elísabet Berta nemi í félagsráðgjöf í Noregi og Dr. Magni Skarphéðinn landbúnaðarlíffræðingur starfsmaöur Sameinuðu Þjóðanna í Nígeríu. Bjami er nú til heimilis að Furu- grund 34 Kópavogi og tekur þar á móti gestumeftir kl. 16 í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.