Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 6
 6 ' DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Bragðprófuná páskaeggjum: Öll fengu eggin góða dóma Hin árlega bragöprófun á páska-: eggjum fór fram á ritstjórn DV núna fyrir helgina. Blaöamenn glöddust eins og börn þegar komið var meö eitt egg frá hverjum framleiðendanna þriggja. Eggin voru öll keypt í sömu verslun- inni, Víði í Starmýri. Þau voru ámóta stór en nokkuð misjafnlega þung. Eggið frá Nóa var 410 grömm. Það kostaði 151 krónu. 1 því var poki af hrískúlum, málsháttur, 3 kúlur, 4 brjóstsykurmolar, 5 konfektmolar og 3 karamellur. Utaná var ungi. Eggið frá Mónu var 320 grömm. Það kostaði 128 krónur. I því voru 10 kúlur, 11 konfektmolar og málsháttur. Utan á var sykurkarl og ungi. Eggið frá Crystal var 500 grömm og kostaði 198 krónur. I því voru 10 konfektmolar og málsháttur. Utan á varsúkkulaðimoli í bréfi og ungi. öll fengueggingóðadóma.Umegg- ið frá Nóa var sagt að það væri: best, mjög gott, í miöjunni af gæðum eggj- anna, í því væri ekta rjómasúkkulaöi, eins og svissneskt súkkulaði, mjög gott fyrir börnin, því mikið væri innan í því, of sætt, of þunnt í því súkkulaöið, væm- ið og mjög líkt og eggið frá Mónu. Eggið frá Mónu fékk eftirfarandi dóma: best, mjög gott, passlega sætt, úr dekkra súkkulaði en Nóa eggið, skárra en hin eggin, meira fyrir eldra fólkið en það yngra, bestu kaupin, of sætt og sætara en Nóa eggið. Eggiö frá Crystal fékk þessa dóma: best, mjög frambærilegt, gott, þykkast í því súkkulaðiö, vantarmeiri fyllingu, of lítiö innan í því, of mikiö dropabragð af súkkulaðinu, frískast, áberandi best og verst. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu eru dómar manna misjafnir. Það sem einum þykir gott finnst öðrum af- leitt og öfugt. En í heild fengu eggin eins og fyrr sagði góða dóma. Menn voru sammála um að öll væru þau þess virði að kaupa þau, ef menn á annað borð vildu eyöa fjármunum sínum í svona hiuti. Hvort það er skynsamlegt skal hins vegar ekki lagöur á dómur. DS Myndbönd vanmerkt — upplýsingar á íslensku vantar — Einsogframhefurkomiðífjöl- iölum undanfarið eru mikil brögð að ’í að myndbönd sem leigð eru út á al- ennum markaði séu vanmerkt. — eð þessum orðum hefst ályktun frá jórn Neytendafélags Reykjavíkur og, igrennis. Stjómin vill vekja athygli úrra sem starfa við sölu, útleigu eða ra dreifingu á myndböndum á með-' annars vanmerkingum. t ályktun stjómarinnar segir enn- smur: Oft er erfitt fyrir neytandann i átta sig á því hvaða myndefni er á boðstólum. Sérstaklega hefur verið bent á það hvemig skeytingarleysi af þessu tagi bitnar á bömum, því að oft vill brenna við að myndir, sem ekki eru við hæfi barna, séu ekki auðkenndar eðavið þeimvarað. Slíkt er í senn vanræksla gagnvart neytendum og brot gegn lögum um vernd bama og unglinga. Stjómin vill jafnframt benda á það aðmerking á myndböndum almennter ófullnægjandi. Þannig verður val neyt- enda á myndefni meira og minna tilviljunum háð og oft „leigja þeir kött- Fái ungbörnin ekki nógað borða verða þau greindarskert Fái börn ekki næga næringu í fmmbernsku leiöir það til þess að heilinn stækkar ekki eölilega, sem veldur aftur greindarskorti. Þetta kom fram í erindi dr. Myron Winick, forstöðumanns Næiingarstofnunar Columbiaháskólans í New York, á aðalfundi Manneldisfélagsins, sem haldinn vará dögunum. Með rannsóknum hafa menn kom- istaðþvíaðíupphafi bemskufjölgar öllum frumum mjög hratt. Síðan kemur tími þar sem f rumunum f jölg- ar hægar en þær stækka. Loks kemur tími þar sem frumum hættir aö fjölga en þær sem fyrir em stækka. Fmmum í heila manna fjölgar mest fyrir fæðingu og fyrsta æviárið. 1 löndum þriðja heimsins, þar sem vannæring bama er mikil, hefur komið í ljós að hún kann að valda um 30% greindarskerðingu, fyrir nú ut- an allan þann mikla ungbamadauöa semfylgir þessum vágesti. I Bandaríkjunum hafa börn sem ættleidd voru frá Kóreu verið rann- sökuð. 1 ljós kom að ef börnin voru ættleidd mjög ung náðu þau sér vel á strik og greindþeirra náðivelmeðal- lagi. En ef bömin vom orðin þriggja til fimm ára þegar þau voru ættleidd varð námsárangur þeirra verri og greindarvísitalan lægri en hjá hinum hópnum. En greind þeirra varð samt umtalsvert meiri en þeirra bama sem kyrr vom heima í næringarleys- inuíKóreu. DS Bömin í þriöja heiminum sem þjást af næringarskortí varða iík- lega greindarskert vegna þess að þau fengu ekki nóg að borða i frumbernsku. Eggin þrjú. Þau voru númeruð og reynt að koma i vag fyrir það eins og unnt var að mann vissu hvað var frá hverjum framlelðanda. Blaðamenn glöddust eins og böm aðfáað bragða á páskaeggjunum. DV-myndir Bj.Bj. Neytendafóiag Reykjavikur og nágrennis bendir á að lélegar merkingar á myndsegulböndum bitni sér- staklega iiia á börnum. DV-mynd S. inn í sekknum”. Skorað er á þá aðila sem annast þessa þjónustu aö bæta hið bráðasta úr merkingum á myndbönd- um. Greinargóðar upplýsingar á íslensku ættu aö fylgja hverri mynd, þar sem fram kæmu allar helstu upplýsingar sem að haldi mættu koma fyrir neyt- endur. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.