Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS1983. Eimskip: Hagnaður 1982 eftir 5 tapár Hagnaöur af rekstri Eimskipafélags Islands á síðasta ári var 7,9 milljónir króna, og er þetta í fyrsta sinn á síðast- liðnum fimm árum aö hagnaður er á rekstri fyrirtækisins. Þetta kom fram í ræðu Halldórs H. Jónssonar, stjórnar- formanns Eimskips, á aðalfundi félagsins. Jákvæða rekstrarafkomu á árinu 1982 má fyrst og fremst rekja til mikilla flutninga, sem voru á fyrri hluta ársins, og góðrar nýtingar á skipaflota félagsins þá. Einnig á aukin hagræðing og endurskipulagning sinn þátt í hinni jákvæðu afkomu. Heildarflutningar Eimskips minnk- uðu á árinu 1982 um 12 af hundraði, miðað við árið á undan. Voru þá 646 þúsund tonn en 566 þúsund tonn 1982. Stafar þetta af tvennu. Annars vegar hætti félagið siglingum fyrir erlenda aðila milli hafna erlendis, en hins vegar varð verulegur samdráttur í heildarútflutningi landsmanna á árinu 1982. -SþS Skipið, sem Eimskipafélag tslands hefur nýlega gert samninga um kaup á, verður stærsta skip í eigu félagsins fyrir utan eikjuskipin Alafoss og Eyrarfoss. Eimskip: Samð um kaup á nýju skipi afhent í september Nýtt skip bætist í kaupskipaflota landsmanna í september nasstkom- andi. Þá verður Eimskipafélagi Islands afhent þýska skipið John Wulff sem það hefur nýlega gengið frá samningum um kaup á. Skipið er smíðað í Þýskalandi árið 1977 og hefur tæplega fjögur þúsund tonna burðargetu. Lestarrými er 225 þúsund rúmfet. Kaupverö skipsins er tæplega fjórar milljónir dollara, en kaupverö á sambærilegu nýju skipi væri tæplega sjö milljónir dollara. Skipið er sérstaklega gert til stór- flutninga, en er að auki vel búið til gámaflutninga og getur flutt 160 20 feta gáma. Lengd skipsins er 93,4 metrar og breidd 14,5 metrar. Aðalvél er af MAK gerð, þrjú þúsund hestöfl og brennir svartolíu. Ganghraði skipsins er 14 mílurá klukkustund. -SþS DV-þátttakendur fyrir framan leikhúsið, þar sem þeir sáu hinn sérstæða söngleik „CATS” (Kettimir). Leikhúsið, New London Theatre, er með sviði i miðju og áhorf endur allt í kring um sviðið. HRATT FLAUG STUND MEÐ DV í LONDON Allur hópurinn dvaldi á sama hótelinu, The White House Hotel, og er eitt af betri hótelum Lundúna. Hótelið er vel staðsett með tilliti til samgangna til og frá miðborginni, stendur viö Regents Park, rétt hjá Great Portland neöanjarðar- brautarstööinni. Fullyrða má, að þátttakendur í þessari fyrstu ferð sem DV efnir til fyrir áskrifendur í samvinnu viö feröaskrifstofu hafi kunnaö vel að nýta tímann meöan á ferðinni stóð. Það vakti athygli fararstjóra og fulltrúa DV á staönum, að þátt- takendur í ferðinni létu engan tíma fara til ónýtis, voru ýmist í kynnis- ferðum í borginni eða tóku þátt í þeim dagskrám sem ráðgerðar höfðu verið og tilheyrðu ferðinni. DV hópurinn kom heim frá London sl. sunnudag, rétt eftir miðnætti, og tók þeim miklu viðbrigðum að koma úr 14—15 stiga hita Lundúna- borgar í hríðarmuggu og frost eins og sönnum Islendingum sæmir, með brosi og ánægju út að eyrum eftir vel heppnaðaferð. DV mun gefa lesendum nánari innsýn í þessa fyrstu utanlandsferð áskrifenda blaðsins nk. laugardag, birta myndir úr ferðinni og segja frá helstuviðburðum. -GA 1 þann mund, er 60 alþingismenn tóku saman pjönkur sínar og bjuggust til heimferðar af Alþingi Islendinga var næstum jafnstór hópur DV-áskrifenda að leggja af stað í vikuferð til Lundúna. Ferð þessi var farin að frumkvæði Dagblaðsins Vísis, en á vegum Ferðaskrifstofunnar Polaris. Ferðin stóð í átta daga og tókst eins og best verður á kosið. Fararstjóri var Brynja Runólfs- dóttir og var hennar hlutur að aðstoöa og ráðleggja þeim sem þess óskuðu og ókunnir eru krókóttu samfélagi stórborgarinnar. Og hér er komið ur kinverskum hádegisverði i Soho, þar sem annar ritstjóra 'DV, Jónas Kristjánsson, útskýrði fyrir mönnum „Cheng Chang ku”... og allt það. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Hin tvö aukaframboð Þau kvennaframboð, sem þegar eru komin fram virðast benda til þess, að framboðin séu af vinstri væng stjómmálanna og þurfi borgaralegu flokkarair ekki að óttast um verulegt fylgistap. Þannig gæti sagan endurtekið sig frá sveitar- stjóraarkosningunum, en þá vora það fyrst og fremst alþýðubanda- lagsmenn, sem misstu fylgi til kvennaframboðanna. Nú virðast konuraar ætia að bjóða fram víðar en þá og verður fróðlegt að sjá fylgi þeirra, en hæpið er að þær komist með konu á þing; það tókst aðeins einu sinni, þegar fröken Ingibjörg H. Bjaraason var í framboði af lands- Iista kvennaframboðs. Að vísu verður ekki sagt að konur hafi haft mikinn framgang í próf- kjörum borgaralegu flokkanna, en þó héldu þær sætum sínum. Hins veg- ar var Soffía Guðmundsdóttir felld úr framboðssæti fyrir norðan og má búast við að róttækar konur þar kjósi k vennaf ramboðið. Vitanlega munu kvenna- framboðin ekki hafa nein áhrif á stjóra landsins. En þau munu hins vegar hafa í för með sér, að meira verður leitað eftir konum til framboðs hjá stjóramálaflokkunum, og ætti kvennahlutur þá að verða með sæmilegum hætti innan1 nokkurra kjörtímabila. Hitt er annað, að konur hafa almennt minni áhuga á stjóramálum en karlar og vilja frekar vinna áhugamálum sín- um framgang með öðram hætti en bjóða sig fram til þings eða bæjar- stjóraar. Ef borgaralegu flokkarair taka höndum saman um stjórnarsamstarf er hins vegar nauðsynlegt, að konur skipi embætti ráðherra og virðist engin frekar þar koma til greina en Ragnhildur Helgadóttir, enda hefur hún mesta stjórnmálareynslu þeirra kvenna, sem nú hafa opinber afskipti af stjóramálum og myndi sóma sér vel í ráðherraembætti, hvort heldur í embætti menntamálaráðherra eða utanríkisráðherra. Kvennaframboðið mun að sjáif- sögðu fá eitthvað af óánægðum at- kvæðum frá hægri, þótt það verði minna. Það mun aftur verða til þess að Bandalag jafnaðarmanna mun missa spón úr aski sínum en kjós- endafylgi Vilmundar er hins vegar enn svo mikið, að nær öruggt er að hann nái kosningu til Alþingis. Til þess að ná kosningu hér i Reykjavík verður Vilmundur eð fá nokkur þús- und atkvæði, og takist honum það mun hann óhjákvæmilega taka með sér eitthvað af uppbótarþing- mnnnnm úr öðrum kjördæmum. Þessi hópur manna nær hugsanlega lykilaðstöðu eftir kosningar og getur ráðið stjóraarmyndun. En alit getur gerst. Nokkru fyrir kosningaraar i Vestur-Þýskalandi virtist sem flokkur græningja myndi ná miklu fylgi en hins vegar myndi flokkur frjálsra demókrata þurrkast út af Sambandsþinginu í Bonn. Sá fiokkur hefur baft mjög mikil áhrif í Vestur-Þýskalandi og langt umfram kjörfylgi, svipað og Alþýðu- flokkurinn hér á landi. En því nær sem dró kosningum þeim mun meira minnkaði fylgi græningja, en fylgi frjálsra demókrata jókst. Og þannig gæti cinnig farið hér. Þótt margar af hugmyndum Vilmundar Gylfasonar séu góðar era aðrar að sama skapi óraunhæfar og hann sleppir algjörlega að minnast á sum atriði, svo sem eins og til þess að styggja ekki borgaralega sinnað fólk, sem fær frá honum stefnuskrá senda í pósti. Þannig hefur hann t.d. ekki minnst á afstöðuna til varaarliðsins í stefnuskrá sinni og lætur hana liggja milli hluta, liklega til þess að geta fengið eitthvað af atkvæðum her- stöðvaandstæðinga. En menn taka eftir svona og sjálfsagt verður Vil- mundur knúinn sagna um afstöðu Bandalagsins til hersins áður en menn ganga að kjörborði. Staða Bandalags jafnaðarmanna og Alþýðuflokksins er eins og fyrr segir svipuð flokki græningja og frjálsra demókrata. En kjósendur hér verða að gera upp á milli þessara flokka, og gæti þá farið svo, að menn kysu heidur að kasta atkvæði sinu á flokk, sem hefur komið mörgu góðu til leiðar gegnum tíðina og skipað sér oftar en hitt með hinum borgaralegu öfium, heldur en kjósa flokk, sem virðist ekki hafa fótfestu í neinni af hefðum lýðræðis og þingræðis á íslandi. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.