Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Qupperneq 4
4 DV. MÁNUDAGUR2. MAl 1983. Dalaskyriö þykir með betra skyri á iandi hór og er ástæðan sögð sú að gamlar og grónar framleiðsluað- ferðir eru i heiðri hafðar. íþessum sivalningi veltist skyrið ípokunum i um 6 klukkustundir meðan m ysan erað renna úrþvi. DV-myndir: JBH Mjólkursamlagið í Búðardal: Dalaostur er sérgrein 9 Sigurður Rúnar Friðjónsson er mjólkurbússtfóri Mjólkursamlagsins i Búðar- dal. Það er hann sem á stærstan heiður af þvihversu vel tókst t»7 með yrju- Dalamenn hafa nýverið haslað sér vöU sem ostagerðarmenn í betra lagi. Þeir eru að verða fáir áhugamennirnir um osta sem ekki kannast viö Dalabrie og Dalayrju sem komu stormandi inn á ostamarkaðinn fyrir nokkrum mán- uðum. Þessar tegundir hafa hlotið ein- róma lof og þykja á engan hátt gefa eftir systkinum sínum í útlandinu. Mjókursamlagiö í Búðardal var stofnaö 18. mars 1964. Þjónarþaönorð- anverðu SnæfeUsnesi, Dalasýslu og Austur-Barðastrandarsýslu. Neyt- endamarkaðurinn er um 6200 manns en auk þess fer osturinn út um aUt land. Sér Osta- og smjörsalan um dreifinguna á honum. Fjöldi innleggj- enda hjá mjókursamlaginu er 97 og mjólkurmagnið árið 1982 var 2.706.278 lítrar. Fastráðnir starfsmenn eru 16 en yfir sumartímann vinna þama 22 menn. Samlagið hefur yfir góðum bUa- kosti að ráða, aðkeyrslubílar eru 3 en útkeyrslubUar 2. Árið 1978 var tekin í notkun myndar- leg viðbygging við mjóUcursamlagiö og er ostagerðin þar. Á sl. ári voru þar framleidd 140 tonn af venjulegum gulum gouda-osti. Á „mjólkurdögun- um”, sem haldnir voru í Reykjavík 11. og 12. nóvember síðastUöinn, voru svo kynntir nýju brie- og yrjuostarnir. Salan hefur síðan aukist stöðugt og er svo komiö að mjólkursamlagið hefur ekki undan að framleiða. Þaö stendur Velferð fatlaðra í hættu Stjórn Samtaka norrænna öryrkja- bandalaga hóf fund sinn í Reykjavík í síðustu viku. Formaður samtakanna, Rolf Utberg, sagði m.a. í ræðu sinni: „ Velferð okkar er í hættu. Spamaður og niöurskurður opinberra útgjalda í löndum okkar hefur í för með sér rýrn- um á réttindum okkar og hlunnindum. Af þessum ástæöum verða fatlaðir að herða baráttu sína fyrir áframhald- andi velferö og jafnrétti og fyrir rétt- indum sínum til fullrar hlutdeildar í samfélagsstarfinu.” Öryrkjabandalagið undirbjó allar móttökur á Islandi. Fund þennan sat samstarfsfólk Öryrkjabandalagsins á Norðurlöndum. -KA þó til bóta með nýjum tækjum sem væntanleg em innan tíðar. JBH og brieostinn. Þarna er Sigurður Rúnar inni i gerjunarlagernum þar sem osturinn tekur út þroska sinn eftir að i hann hefur verið blandað hreinrækt- aðri myglu frá Danmörku. Hitastigið við gerjunina er 12—14° C og rakastig- ið er 95%. FRAMLEIDSLA C-VÍTAMÍNS —einn möguleika í orkuf rekum iðnaðáSuðurlandi Nú standa yfir frumkannanír og forathuganir á þremur möguleikum í iðnaöi á Suðurlandi. Hér er um að ræða framleiðslu á c-vítamíni, kísil- karbíði og hitaþolnum efnum. Þorsteinn Garðarsson, iðnráðgjafi á Suðurlandi, sagði í samtali við DV aö nokkur aðdragandi væri aö þess- um athugunum. I ágúst 1982 var Iðn- tæknistofnun skrifaö bréf þar sem farið var fram á úttekt á orkufrekum iönaði á Suðurlandi. Uttektin kom nokkrum mánuðum síöar og var þar bent á þessa möguleika. Viðræður viö Iöntæknistofnun fóru fram og fimm manna nefnd var skipuð til að vinna aö málinu. Það er mat Iöntæknistofnunar að þrir möguleikar komi til greina í iönaði á Suöurlandi: framleiðsla á c- vitamíni, kísilkarbíði eða hitaþoln- um efnum. Til c-vítamínframleiðslu þarf mikla gufu en hráefnið er glúkósi. Að öUum líkindum færi sú framleiðsla fram í Hverageröi, ef af yrði. TU framleiðslu á kísilkarbíði þarf mikla orku en það er notað til slípunar. Þriðji kosturinn var síðan hita- og tæringarþolin efni til nota í iðnaði, svo sem áloxíð og karbónítrít. Þorsteinn sagði að sökum þess hve orkukostnaður væri stór hluti af sölu- verði umræddrar framleiðslu yrði magnið ekki mikið. Sótt hefur verið um fjárveitingu til iðnaöarráðuneyt- isins en sérstakur liöur er til iðnaö- arrannsókna á fjárlögum. Helming- ur kostnaöar við rannsóknir kemur frá Iðnþróunarsjóði Suðurlands en helmingur er greiddur af ríkinu. Þor- steinn sagði það skýrast í október- nóvember á þessu ári hvort ráðist yröi í hagkvæmniathuganir á þess- um þremurkostum. -PÁ Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Verkalýðurinn rekinn í hús 1. maí Margt ber við á langri leið, og á það við um sextíu ára sögu fyrsta maí hátíðarhalda í landinu. Fyrstu göngurnar voru ekki fjölmennar og heldur ekki ýkja vel klæddar í mis- jöfnum veðrum vordaga. Engu að síður létu menn sig hafa það að þramma á þessum degi til réttlætingar sjálfum sér og verka- lýðshreyfingunni í öðrum löndum. Ræðumenn þeyttu hvatningarorðum sínum út í gustkaldan vorvindinn, kröfðu samfélagið um réttlæti og starfsbræður sína um bræðralag, og gekk hvort tveggja misjafnlega. En mannfjöldinn óx með bættum kjörum, og jafnframt komu fram kröfuliö um fyrsta maí sjálfan. Prúðbúið fólk, sem hafði lagt metnað sinn í ákveöin fataefni, vildi ekki láta rigna á sig, þcgar það var að sýna samstööu með verkalýð, sem það sá ekki í annan tíma. Raunverulegur verkalýður á íslandi hefur nú eignast rauða millistétt að bandamönnum, fólk sem vinnur hjá því opinbera og í skólakerfinu, gáfumannalið, sem vill hafa vit fyrir verkalýðnum, en hefur í raun áunnið það eitt að koma há- tíðarhöldunum 1. maí undir þak, þar sem fólki er gert að hlusta á grenjandi popp-hljómsveitir. Hafnarverkamenn og Iðjuverka- fólk er í dag orðinn minnstur hluti þeirra, sem þátt taka í 1. maí göngu. i staðinn setur rauða millistéttin svip sinn á gönguna, með vott af loðkrögum um hálsinn og tvískiptingu í launum á milli há- skólamenntaöra og hinna, sem hafa ekki nema stúdentspróf. Auk þess fylgir alltaf nokkur hópur, sem flokkast annars staðar, en vill láta sjá sig i samfélagi öreiganna. Ekkert af þessu fólki er reiðubúið til að þola slydduhríð fyrir pólitíska innsýn og ærugildi. Það er heldur ekki klætt tU þess að þola erfitt veður og ekki vant því að vinna aö hugsjónum sín- um utan dyra. Af þessum sökum hefur verið brugðið á það ráð að fara meö hátíðarhöldin undir þak í iþróttahöllinni. Grenjandi popp á svo að lyfta hugum öreiganna tU nokkurrar framtíðarsýnar. Nú hafa væntanlega komið í íþróttahöllina þeir Eðvarð Sigurðsson og Tryggvi EmUssön. Sigurður Guönason hefur horft á þá af annarri hæð. Og ætli þeim hafi þótt nokkur munur á því, sem gáfu- menn og rauð mUIistétt hafa búið verkalýðshreyfingunni á hátíðardegi hennar, og þeim aðstæðum, sem þeir voru aldir upp við. Hinar reiddu dúnsængur íþróttahallarinnar biðu útivistarmanna, eins og þar væri verið að taka á móti verkalýðs- hreyfingu, sem komin væri að fótum fram. Og segja má, að rauða millistéttin og gáfumennirnir í Al- þýðubandalaginu hafi hagað þessu þannig, að nú sé ekkert eftir nema minningin um verkalýðshreyfingu Tryggva Emilssonar. Rauða miilistéttin mundi duga skammt í Novudeilum. Hún mundi skríða undir skrifborðin, eins og hún skríöur nú undir þak 1. maí, á degi sem hún hefur engan þátt átt í að skapa. Raunverulegt verkafólk, hafnar- verkamenn, stúlkur í fiski, Iðjuverkafólk, Sóknarkonur, nýtur virðingar í baráttu sinni fyrir bætt- um lífskjörum. Barátta þessa fólks tekur raunar aldrei enda. 1 svoköll- uðum ríkjum þess er það hlunnfarið. Nýjasta dæmið er Pólland. Rauða millistéttin á íslandi og gáfumenn- irnir í Alþýðubandalaginu líta svo á, að fyrrnefnt verkafólk sé svo illa menntaö eða illa gefið, aö það verði að veita því nokkra forustu, einnig á þess eigin hátíðardegi. En vegna veðurfars á íslandi, sem hefur dugað verkafólki til hátíðarhalda í sextíu ár, skal byrjaö á því að drífa það undir þak eins og ákveðinn nytja- fénað á haustdögum. Sannleikurinn er sá, að raunverulegur verkalýður hefur alltaf átt talsmenn innan sinna raða, sem gátu komið fyrir sig orði og þarf ekki á hjálp að halda. Við minnumst Ölafs Friðrikssonar, Sigurðar Guðnasonar og Tryggva Emilssonar. Þeir þurftu ekki þak til að gleðjast á góöum degi. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.