Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Qupperneq 6
6
DV. MÁNUDAGUR2. MA! 1983.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Æskulýðsráð gef ur út:
Upplýsingar
um sumarstarf
—fyrir böm og unglinga
I síðustu viku var dreift í alla grunn-
skóla borgarinnar bæklingi sem Æsku-
lýösráö Reykjavíkur hefur gefiö út. I
bæklingi þessum er greint frá fram-
boöi í sumarstarf barna og unglinga
1983
Þaö er árviss viðburður aö Æsku-
lýösráö Reykjavíkur gefi út bæklingtil
kynningar á sumarstarfi sem fram fer
á vegum ráösins í borginni. Og er þessi
bæklingur meö sama sniöi og var í
fyrra. Auk upplýsinga um starfsemi á
vegum ráösins eru einnig upplýsingar
frá Skátasambandi Reykjavíkur um
sumarstarf skátanna að Ulfljótsvatni,
og KFUM og KFUK í Vatnaskógi og
Vindáshlíö. Mörg íþróttafélögin verða
meö knattspymuskóla og æfingar og er
getið í bæklingnum hvar nánari
upplýsingar era veittar um þá starf-
semi.
Sem fyrr verða sundnámskeiö á
mörgum sundstöðum í borginni og eru
námskeiðin haldin fyrir böm fædd 1976
og eldri. Hvert námskeiö kostar 350
krónur. Upplýsingar um bamaleik-
velli, starfsvelli, skólagaröana, vinnu-
skólann og fleiri staði er aö finna þama
líka.
Undanfarin ár hafa verið haldin
íþrótta- og leikjanámskeiö fyrir börn á
aldrinum 6—12 ára og svo verður einn-
ig í sumar, dagana 1,—15. júní. Þátt-
tökugjald er 70 krónur.
I öllum félagsmiöstöðvum æsku-
lýösráös, þaö er Árseli, Bústöðum,
Fellahelli, Tónabæ og Þróttheimum
veröa leikja- og starfsnámskeið fyrir
6—12 ára börn. Námskeiðin standa yfir
ýmist í eina viku eða tvær, í Bústööum
er hvert námskeiö í viku, en á hinum
stööunum í tvær vikur. Á vikunám-
skeiði er þátttökugjald 300 krónur en á
hálfsmánaðamámskeiðin 500krónur.
Á þessum dagnámskeiöum í félags-
miöstöðvunum starfa leiöbeinendur
með bömunum og unglingunum aö
skipulagningu leikja og ýmiskonar úti-
starfi á leikvöllum og útivistarsvæö-
um. Fariö verður í skoöunar— og
kynnisferöir meö krakkana og er
kostnaöur vegna ferðanna innifalinn í
þátttökugjaldinu. t félagsmiðstöðvun-
um veröur einnig í sumar kvöldstarf
fyrir unglinga 13ára ogeldri.
Reiöskólinn í Saltvík hefur verið
geysilega vinsæll undanfarin ár. Nám-
skeið þar hefjast 30.maí og kostar
hvert tveggja vikna námskeiö 1600
krónur. Þaustandayfirtil 19. ágúst.
Sama tímabil veröa siglinganám-
skeiö í Nauthólsvík, bæði byrjenda- og
framhaldsnámskeið. Á námskeiöun-
um í Nauthólsvík er kennd meö-
ferö og sigling á seglbátum, einfaldar
siglingareglur, varúö og viöbrögö viö
óhöppum og umhiröa búnaöar. Þátt-
tökugjald á byrjendanámskeiöi er 400
krónur og 500 krónur á framhaldsnám-
skeiðin. Nokkur kvöld í viku fer fram
opiö starf fyrir alla fjölskylduna í
Nauthólsvík, svo og á laugardeginum
síödegis. Þessi nýbreytni í starfi var
tekin upp í fyrrasumar og gafst vel.
Margar fjölskyldur lögðu leið sína í
Nauthólsvík, leigðu báta og sigldu sér
til skemmtunar á góöviörisdögum.
Bækling þennan, sem öll skólabörn í
borginni hafa nú fengið í hendur,
ættu sem flestir foreldrar aö fara yfir
meö bömum sínum. Hafi foreldrar í
hyggju aö finna sumarstarf í borginni
viö hæfi fyrir börn sín, em flestallar
upplýsingar í bæklingnum „Sumar-
starf fyrir böm og unglinga 1983”.
Sömuleiðis upplýsingar um
sumarstarf ísveit. -ÞG
Rétt/erö
á réttu verði55jaSSi'
LUXEMBURG - ÞÝSKALAND
Flogið er til Luxemburg og farið í skoðunarfcrö um borgina og litið við í Cookpit-inn um
kvöldið. Gist í Lux fyrstu nóttina. Næsta dag hefst 3ja daga rútuferð um einhver fegurstu
vínræktarhéruð Evrópu. Ekið verður um Mósel- og Rínardali með öllum sínum litln, fögru
þorpum og veitingastöðum. Þar gefst tækifæri til að njóta ódýrra veitinga og bragða eitthvað
af hinum frægu Mósel- og Rínarvínum. Einnig verður ekið til hinna vinalegu og frægu borga
Koblenz - Heidelberg þar sem gist verður. Komið verður við í Trier á heimleið þar sem tími
verður til að líta inn í einhverjar af hinum stóru verslunum sem þar eru.
Verð kr. 10.580.- Brottför 13. maí OPID LAUGARDAG
Innifalið: Fiug - gisting - morgunverður - rútuferð - leiðsógn - ísl. fararstjórí KL. 9—12.
Nýttu þér nýja orlofsaukann - Takmarkaður sætafjöldi ^
öll almenn farseðlaþjónusta
innanlands og utan.
FERDASSSVAL
Ferðaskrffstofa - Kirkjustræti 8 - Símar: 19296 og 26660
„Verö hækkar
og fólk hættir
að kaupa egg”
— segir formaður Félags matvörukaup-
manna um einkasölu á eggjum
„Kaupmenn eru sannfæröir um það
aö einkasala á eggjum mun leiða til
verðhækkunar,” sagöi Olafur Björns-
son, formaður Félags matvömkaup-
manna. Þaö félag ásamt Félagi kjöt-
verslana hefur sent frá sér fréttatil-
kynningu um fyrirhugaöa einkasölu á
eggjum. Þar er henni mótmælt harö-
lega. Era þetta fjóröu samtökin sem
senda frá sér slík mótmæli. Áöur hafa
mótmælt Neytendasamtökin, Hús-
mæörafélag Reykjavíkur og Landsam-
band bakarameistara.
„Þegar framboö og eftirspurn ráöa
ekki lengur veröi heldur einhverjir 6
menn er ljóst að verðið kemur til meö
aö hækka. Þaö leiðir til þess að fólk
minnkar eggjakaup. Sem þýöir aftur
þaö aö eggin í búöunum veröa eldri og
verri. Verð á brauöum og kökum kem-
ur einnig til meö að hækka svo fólk
minnkar líka kaup á þeim. Þaö gæti
haft þær afleiöingar aö fólk fer aö
kaupa í auknum mæli útlendar kökur
og brauð,” sagöi Olafur.
Hann var spurður að því hvort ekki
mætti einu gilda fyrir kaupmenn hvort
fólk keypti egg eöa ekki, hvort þaö
keypti þá ekkf bara eitthvað annaö í
staðinn.
„I staöinn fyrir egg? Hvaö er hægt
aö fá í staðinn? Nei, það sem gerist er
þaö aö fólk hættir að baka. Þá selst
minna af hveiti, lyftidufti og öðram
bökunarvörum. Fólk hættir einnig aö
spæla sér egg í létta máltíö eins og þaö
hefur gert. Afleiöing gæti líka veriö að
fólk færi aö kaupa innfluttan eggja-
massa og nota hann í staðinn fyrir egg
í kökur og brauð. Sjá allir hvert þaö
getur leitt,” sagöi hann.
I ályktun Félags matvörukaup-
manna og Félags k jötverslana segir að
kaupmenn telji þaö eölilegt aö frjáls
samkeppni ríki í sölu á eggjum. Olatur
sagöi um það aö hann og aðrir kaup-
menn væra sannfærðir um aö þannig
fengist lægst verö og mest gæöi, neyt-
endum í hag. „I öllum þeim eggja-
hallæram sem verið er aö tala um og í
öllu því mikla framboöi sem verið hef-
ur á milli hefur það aldrei komiö fyrir
aö skemmd egg hafi veriö seld. Eggin
hafa þvert á móti verið góö og oft á tíö-
um mjög ódýr,” sagöi hann.
I ályktun kaupmannanna segir aö
þeir muni ekki sætta sig viö einokun á
eggjum.
________________________DS
Verðmerkingar
um áramót
Verölagsstofnun hefur nú í undir-
búningi nýjar reglur um verömerking-
ar í brauögeröarhúsum sem ætlaö er
aö taka gildi frá og meö næstu áramót-
um. Helstu atriði í þessum nýju regl-
um eru aö auk einingarverös skuli get-
ið um nettóþyngd og verð á kg eöa 100 g
á brauöum. Á smábrauðum þarf þó aö-
eins aö geta um þyngd, auk einingar-
verðs.
Verömerkingar á kökum veröa
óbreyttar, þaö er aö verðmerkja skal
með einingaveröi. Ástæöan fyrir því aö
þessar nýju reglur era settar er ein-
föld. Þyngd á brauöum er mjög mis-
jöfn hjá einstökum framleiðenda og
einnig milli einstakra brauötegunda
hjá sama framleiöanda.
Samanburður á verði er því vart
mögulegur fyrir hinn almenna neyt-
anda eins og málum er nú háttaö. Meö
verðmerkingu á kg eöa 100 g á brauð-
um skapast hinsvegar möguleikar
fyrir neytendur aö gera enn frekari
verðsamanburð á þessari vörutegund
en verið hefur og þar meö auka hag-
kvæmniinnkaupasinna. -ÞG
Vítamínhomið:
D-vítamín
Uppgötvun D-vítamíns kom í kjölfar
beinkramar sem menn nefndu oft
ensku veikina. Á latínu heitir sjúkdóm-
urinn rakitis. D-vítamínhópurinn er
unninn úr sterolum. Þau era í flokki mcð
efnum eins og kólesteróli, gaUsöltum
og kynhormónum. I hópnum eru mikil-
vægust D2 og D3 vítamínin.
Gjafar
Lýsi er besti D-vítamíngjafinn. En auk
þess er mikið af því í feitum fiski, lif ur,
mjólk og mjólkurvörum og einnig í
eggjum.
Ergosterol nefnist efni sem er í
mörgum grænmetistegundum. Ur því
myndar líkaminn D-vítamín. Sólin
skapar einnig nokkuð af D-vítamíni í
líkama manna.
Skortur
Þaö alvarlegasta sem gerist ef menn
skortir D-vítamín er þaö aö beinin
þroskast ekki rétt. D-vítamín hjálpar
til viö uppnám kalsíumsameinda í
þömnunum. Skorti þaö nægir kalk og
fosfór ekki til beinmyndunar. Beina-
grindin veröur því afmynduð og menn
era sagðir meö beinkröm.
Þetta gerist eingöngu hjá bömum.
En jafnvel bein fuUoröinna þola ekki
D-vítamínskort. Þau veröa Un og menn
fá sjúkdóm sem kallaður er
osteomalaci. Hægðatregöa, veikir
Sólin erágætis vitamingjafi.
vöövar og taugar fylgja einnig í kjölfar
D-vítamínskorts.
Annað
Of stór skammtur af D-vítamíni er
hættulegur. 100 alþjóðlegar einingar
(skammstafað á íslensku AE og á
erlendum málum IE) á hvert kUó
mannsins á dag er talinn hættulegur
skammtur. Þannig má 70 kUóa maöur
ekki taka meira en 7.000 alþjóða ein-
ingar á dag. Of stór skammtur veldur
því aö mjúkir vöðvar safna í sig kalki.
Næst verður f jaUaö um E-vítamín.
Þýtt/DS