Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Qupperneq 21
DV. MÁNUDAGUR 2. MAl 1983.
21
AIDS
(acquired
immunede-
ficiency
syndrome)
Þessi sjúkdómur er nýr af nálinni
hann greindist fyrst 1981 hjá homosex-
ual körlum í Bandaríkjunum. Er enn
algengastur meðal þeirra en hefur síö-
an líka fundist hjá konum, bömum,
heterosex-körlum, blóðþegum, Haiti-
búum og í innflytjendum þaöan til
Bandaríkjanna, einnig eiturlyfjaneyt-
endum sem sprauta sig.
AIDS fannst þannig að tíðni fágætra
sjúkdóma fór skyndilega aö aukast.
Má þar nefna sjaldgæft krabbamein
(Kaposis Sarcoma) og fáséðar lungna-
bólgur (Pneumocystitis Carinii). I
þessum sjúkdómi er hluti ónæmiskerf-
is líkamans slegið út. Þá geta gosiö
upp ýmsar sýkingar, einkum þó veiru-
og sveppasýkingar, einkennin em því
á ýmsa vegu. Sameiginlegt einkenni
er: Utbreiddareitlastækkanir.
AIDS var í fyrstu kynsjúkdómur
homosex-karla en hefur fundist í ööru
fólki í auknum mæli. Sýkillinn eða það
sem þessu veldur er ófundið enn. Talið
er þó að valdurinn hafi komist með
blóögjöfum inn í blóöbanka í Banda-
ríkjunum og þaðan til blóðþega.
Smitleiðir:
— Kynmök
— Blóögjafir
— Eiturlyf í æð eöa við notkun
óhreinna nála (sama nálin er oft notuð
lengi).
Fjöldi sjúkiinga í Bandaríkjunum 15.
maí 1982 var 593 en um 1200—1300 í
apríl 1983.1 desember 1982 höfðu fund-
ist 11 tilfelli í Bretlandi og þá hafði
AIDS einnig greinst í Kaupmannahöfn.
I mars 1983 haföi 1 tilfelli greinst á
Islandi.
Meöferð við AIDS er engin ennþá og
dánartíðni er talin á bilinu 80—100%.
Mikil vinna er nú lögð í að rannsaka
AIDS, einkum í Bandaríkjunum og
mikið um sjúkdóminn ritað í vísinda-
ritum sem tengjast læknisfræöi.
Flatlús (pediculosis pubis
— náskyld höfuðlús)
Berst á milb við nána snertingu, til
dæmis kynmök. Getur líka borist á
milli foreldra og bama.
Einkenni: Lúsin kemur einkum í
skapahár en getur líka komið í hár
hvar sem er á líkamanum. Þá veröur
vart við kláða og stundum útbrot. Sjá
má lúsina sem dökka díla við hársræt-
urnar, sem og nit á hárum.
Meðferð: Quellada-sjampó eða
Quellada-lausn. Bæöi innihalda skor-
dýraeitrið Lindan en það sama eitur
mun eitthvað notað hérlendis til að úöa
á garðagróöur á vorin en er þá auðvit-
að í miklu sterkari lausnum. Quellada
er hægt að fá í apótekum og þarf ekki
lyfseöil til kaupa á því. Lika skyldi
gæta þess aö þvo vel fatnað og sængur-
föt tilaölosna viðlúsina.
Kláðamaur (sarcoptes scapiei)
Kláðamaurinn berst á milli fólks við
nána snertingu, líkt og flatlúsin.
Kláðamaur hefur annað lífsmunstur
en flatlús og kýs að grafa sér göng inn í
húðina. Þar er einkum kvendýrið á
ferð og verpir það eggjum í enda gang-
anna.
Einkenni:
— Mikill kláöi.
— Sjá má um 1 sm langar rauðar
rákir og 1—2 mm breiðar en þar undir
erugöngin.
Meðferö: Quellada lausn.
HERPES SIMPLEX-SÝK-
INGAR (VEIRUSÝKINGAR)
Herpes Simplex, týpa 1, veldur
áblæstri á vörum. Herpes Simplex,
týpa II, veldur líkum útbrotum á
og/eöa við kynfæri. Hvor um sig getur
valdið útbrotum á stað hins. Smitleiðir
beggja: Snerting og fyrir týpu II, eink-
um kynmök.
Meðgöngutími: 2—5 dagar.
Einkenni: Vessafylltar smáblöörur
myndast á og/eöa við kynfæri. Blöðr-
urnar springa svo að grunn sár mynd-
ast. Sárin gróa yfirleitt innan 10 daga.
Vessinn úr blöðrunum og sárunum
inniheldur veirumar og er smitandi.
Snerting viö blöðrurnar og sárin er
sársaukafull. Af öðmm einkennum
sem stundum koma fram má nef na:
— Væg einkenni um heilahimnu-
bólguofttilstaöar
— Þvagteppu sem verður vegna
óþæginda viö þvaglát.
— Þunglyndi en það er sammerkt
við sjúkdóma á þessum hluta líkamans
að sjúklingar eru títt býsna áhyggju-
fullir og líta framtíðina fremur döpr-
umaugum.
Veira þessi tekur sér bólfestu í lík-
ama sjúklingsins og er talin halda til í
taugahnoöa aftur viö hrygg í hæð við
mjaðmargrind. Venjulegast er henni
haldiö niðri þar af ónæmiskerfi líkam-
ans en hún á það til, líkt og gerist með
áblástursveiru, að valda útbrotum á
ný. Venjulega líður æ lengra á milli
einkenna og einnig standa þau skemur
yfir og þá oftast vægari.
Engin lyf eni ennþá til sem vinna á
sýklinum. Nota má mýkjandi smyrsl á
útbrotin sem og verkjalyf. Eins skyldi
fresta samförum uns útbrot eru að
fullu gróin til aö foröast aö smita frá
sér.
Þótt þessi sjúkdómur sé „ólækn-
andi” er hann ekki svo hræðilegur í
sjálfu sér. Hann er að flestu leyti mjög
svo sambærilegur við áblástur á vör-
um.
Hins vegar ber bamshafandi konum,
sem fengið hafa slík útbrot, að láta
kvensjúkdómalækninn eöa þann lækni
sem um þær sér, vita af því. Þaö er
gert vegna þess að böm geta smitast
viö fæöingu ef móöirin er þá með slík
útbrot.
Fundaborð, 3 stærðir,
Fundastólar með örm-
um og án arma
Raðstólar, hornborö,
blómakassar,
3 stærðir.
Notkun smokksins hefur aukist mjög
mikið síðustu árin um leið og pillan
verður óvinsælli vegna ýmissa auka-
verkana sem hún getur haft. Sumir
telja líka að smokkurinn sé besta vörn-
in gegn kynsjúkdómum og telja að með
því að gera fólki auðveldara að nota
þá sé hægt að draga verulega úr tíðni
kynsjúkdóma.
Skrifstofuhúsgögn
Hjá okkur fáið þið allar
gerðir af vönduðum
og sterkum SKRIF-
STOFUHÚSGÖGNUM
Skrifborð, 3 stærðir.
Vélritunarborð, fri-
standandi og föst.
Tölvuborð.
Hillueiningar, ýmsar
útfærslur.
Léttir skermveggir, 4
stærðir.
Skrifborðsstólar
Sendum
um land allt.
Hagstætt verð
ö taögreiösluatsla ttur
eða góðir greiðsluski/má/ar.
HUSGOGN
Skemmuvegi 4,
Kópavogi,
Sími73100