Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Qupperneq 29
DV. MÁNUDAGUR2. MAI1983.
29
Gary Burton. Tónlist kvartetts hans er Ijúf og leikandi, lagræn og full
sveiflu.
Tilhlökkunaref ni fyrir jassunnendur:
Gary Burton leikur
í Gamla bíói 10. maí
Hinn heimskunni víbrafónleikari
Gary Burton er væntanlegur til Islands
eftir næstu helgi og mun hann halda
tónleika í Gamla bíói hinn 10. maí á-
samt hljómsveit sinni. I henni eru Jim
Odgren, er leikur á altsaxófón, Steve
Swallow, er leikur á rafbassa, og Mike
Hyman, trymbill. Sá síðasttaldi hefur
raunar komið hingað tvisvar áður,
með kvartett trompetleikarans John
McNeil í september 1979 og kvintett
Stan Getz á Listahátíð 1980. Jazzvakn-
ing og Menningarstofnun Banda-
ríkjanna á Islandi standa að tónleikun-
um.
Gary Burton er 37 ára gamall og
hefur síðustu 15 árin veriö kosinn
víbrafónleikari ársins hjá jasstímaritinu
Down Beat. Frá 1967 hefur hann haft
sína eigin hljómsveit og hefur margur
jazzjöfurinn leikið með henni. Burton
er upprunalega píanisti og leikur því
mikið hljóma og notar jafnan fjóra
kjuða. Meðleikarar Burtons eru allt
færir menn, Jim Odgren er ungur og
efnilegur altisti sem þorir að blása
kröftuglega í hljóðfæri sitt, Mike
Hyman er einnig ungur og lipur og
Steve Swallow hefur lengi verið í hópi
virtustu bassaleikara jassins, jafnt á
kontrabassa sem rafbassa.
Forsala aðgöngumiða aö þessum
jassviðburöi verður í Fálkanum á
Laugavegi 24 og hefst í dag, 2. maí.
-pA.
HLUSTENDAKÖNNUN
RÍKISÚTVARPSINS
— fer fram 2.-8. maí
Ríkisútvarpið stendur fyrir hlust- á, hversu vel, hvar staddir og
endakönnun 2.-8. maí. Spuminga- hvernig þeim hafi líkað. Auk þess
listar um dagskrá ríkisfjölmiðlanna eru spumingar um almenn viðhorf
þessa viku hafa veriö sendir til 1500 til efnis í útvarpi og sjónvarpi og til
manns af öllu landinu ó aldrinum landshlutaútvarps.
15—70 ára. Niöurstöður könnunarinnar verða
Með könnuninni fylgir dagbók þar hafðar til hliðsjónar við gerö dag-
sem þátttakendur eiga að merkja við skrár Ríkisútvarpsins.
það sem þeir hafa hlustað eða horft -ás.
Mígrensamtökin 5 ára
Um þetta leyti em fimm ár síðan
Mígrensamtökin voru stofnuð. I sam-
tökunum em ekki einungis þeir sem
þjást af mígren heldur einnig fyrrver-
andi mígrensjúklingar og aðstand-
endur núverandi sjúklinga.
Markmið samtakanna era að auka
samkennd og samstöðu mígren-
sjúklinga, að veita fræðslu með
fræðslufundum, útgáfu fréttabréfs og
annars fræðsluefnis, að berjast fyrir
bættum rannsóknum og meðferð, t.d.
meðgöngudeildarþjónustuo. fl.
Unnið hefur verið að þessum málum
og félagið hefur fengið aðstöðu fyrir
mígrensjúklinga á göngudeild Tauga-
deildar Landspítalans.
-KA.
„Kætumst meöan kostur er. . ." Það var glatt á hjalla í Ármúlaskóla i gær
þegar stúdentsefni skólans hóldu „ dimission ". D V-m ynd: Bjarnleifur.
Drauma-reiðhjólið fro Frakklandi
komið aftur
• Tourist ferðahjól, 10
gíra, með breiðum
dekkjum, 24” og 26”.
• Ljós, bögglaberi að
framan og aftan, stand-
ari, pumpa, og bjalla.
• Aldur frá 8 ára.
Auk þess mikið úrval af reiðhjólum fyrir alla, krakka,
konur og kalla.
Racer-keppnishjól, 10 gíra, dekk 26” og 28”.
Racer keppnishjól fyrir börn, 3 gíra, dekk 18”—24”.
3 gíra kven- og karlmannshjól, breið dekk 26”.
Fótbremsuhjól, dekk 20”—26”.
Reiðhjólavarahlutir í
miklu úrvali; töskur,
körfur, lásar, hraðamæl-
ar, bílafælur o.fl.
l/erslunin <§>
MA RKIð
Suðurlandsbraut 30— Sími 35320
Varahluta- og
viðgerðar-
þjónusta
Árs ábyrgð
TONLEIKAR
The FALL
AUSTURBÆJARBÍÓ,
föstudaginn 6 maí, kl. 21.
forsala: Gramm, Fálkinn, Stuðbúðin
ÞEYR
ISS!
MÓRALL
v