Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Síða 39
DV. MANUDAGUR2. MAI1983. 39 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Eggert bárust gjafir góðar. Gjöf frá flokki Eggert Haukdal þingmað- ur átti afmæli um daginn og hélt mikla veislu þar sem fjöldi manna kom og sam- fagnaði honum. Honum voru gefnar margar gjafir og höfðinglegar. Athygli vakti að félagar hans í Sjáifstæðis- fiokknum gáfu honum Ferða- bék Eggerts og Bjarna. Mcnn bafa síðan velt því fyrir sér hvort þar hafi einhver falin skilaboð verið á fcrðinni'. Sverrir gaf. ... og þjóðinni líka! Eggert fékk líka að gjöf aðra bók og ekki síðri. Það var hin eigulega litprentaða útgáfa Skarðsbókar sem Sverrir Hermannsson, fram- kvæmdástjóri Framkvæmda- stofnunar, færði stjórnarfor- manninum fyrir hönd stofn- unarinnar. Því er þessa getið hér aö Framkvæmdastofnun er í eigu þjóðarinnar og ekki nema sjáifsagt að þjóðin viti hverjar gjafir húu gefur. Sögulegar sætt ir! Fyrir kosningarnar 1979 var í vissum blöðum mikið rætt um „sögulegar sættir”. Þar var átt við það að Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- bandaiagið gengju til stjórn- arsamstarfs og var fyrir- myudin að þessum sáttum sótt alla leið til ítalíu. Af þeim sögulegu sáttum varð ekki, eins og kunnugt er, og var Sjálfstæðisflokkurinn mest- megnis í stjómarandstöðu eftir kosningarnar. En nú virðist samkvæmt áreiðaniegum fréttum úr dagblöðum, stefna í sam- starfs Sjálfstæðisflokks, Kvennaframboðs og cinhvers þriðja aðiiá. Og það verða að teljast hinar sögulegustu sættir því ósamkomulag milli karia og kvenna á sér mun lengri sögu en ágreiningurinn milli Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks! Framhjáganga Albert Guðmundsson sagði í viötali við Timann í fyrri viku að það yrði erfiöara að . ganga framhjá honum en oft áður við úthlutun ráðherra- embætta. Saklaust ungmenni scm las þessa frétt spurði: „Hvcrs vegna? Hefur hann fitnað svona? Erfitt að krækja fyrir Albert. Víst voru það klókindi! Það birtist undarleg frétt í Tímanum núna fyrir helgi þar sem ekki fóru saman fyrirsögn og innihald. Þar var fjallað um skipulag á loðnurannsóknum Norð- manna og íslendinga en Haf- rannsóknastofnun hefur ráð- stafað sinum skipum svo að ckki verður unnt að mæla loönu fyrr en seint á árinu. í fyrirsögn segir: „Ekki um klækjabrögð fiskifræðinga að ræða,” og er það haft eftir Jakobi Jónssyni. i fréttinni er aftur á móti sagt: „Jakob Jakobsson fiskifræðingur sagði t samtali við Ttmann að það væri rétt að hér væri um klækjabrögð Ifafrann- sóknastofnunar að ræða.” Þeim ber ekki aiveg satnan nöfnunum Jónssyni og Jakobssyni. Umsjón: ÖlafurB. Guðnason PRJÓNAGARN - ÚTSAUMUR - SMYRNA HOF ÚTSAUMSMYNDIRNAR PARIÐ Á STRÚNDINNI OG ELSKENDURNIR Ennfremur: Á vængjum ást- arinnar, Draumadísin og fi. Ný sending af finnsku bómullar- V og hörgarni. — Sjón er sögu ríkari. Póstsendum dagtega. - INGÓLFSSTRÆT11 (GEGNT GAMLA BÍÚI). SÍM116764. Vapona og Shelltox: Lyktarlausar flugnafælur Lyktarlausu flugnafælurnar fást á afgreiðslustöðum Shell. Þær eru til í tveimur stærðum og endast í að minnsta kosti fjóra mánuði. Skeljungur h.f. Leikskólínn Bæjarból óskar eftir að ráða fóstru hálfan daginn frá og með 15. júní. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 40970. FÉLAGSMÁLARÁÐ GARÐABÆJAR K\S\^' óskast í eftirtaldar bifreiðir og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 3. maí 1983, kl. 13—16, í porti bak við skrifstofu vora, Borgartúni 7 Reykjavík, og víðar. Rover 3500 fólksbifr. Mazda 929 fólksbifr. Volvo 244 DL fólksbifr. Volvo P144 fólksbifr. Volvo P144 fólksbifr. Ford Cortina fólksbifr. Ford Cortina fólksbifr. Mazda 323 fólksbifr. Mazda 323 fólksbifr. Ford Escort sendibifr. Ford Escort sendibifr. Ford Econoline sendibifr. Chevrolet Suburban 4x4 sendibifr. Ford Bronco Ford Bronco Simca XR fólksbifr. Lada Sport torfærubifr. Toyota Hi lux pickup Land Rover dísil UAZ 452 torfærubifr. BMW bifhjól BMW bifhjól árg. 1979 árg.1979 árg.1976 árg.1971 árg.1971 árg. 1979 árg.1976 árg. 1980 árg.1980 árg.1977 árg.1977 árg.1974 árg.1980 árg.1974 árg. 1974 árg.1980 árg.1978 árg.1976 árg. 1975 árg.1979 árg.1972 árg.1973 Til sýnis á birgðastöð Pósts og síma við Vestur- landsveg: Int. Scout torfærubifr., skemmd eftir veltu árg. 1977 Til sýnis hjá véladeild Vegagerðar ríkisins, Borg- artúnið: Volvo F-85-42 vörubifr. árg. 1966 Volvo F-86-49 vörubifr. árg. 1973 Hiab-Foco 245 bílkrani árg. 1973 Til sýnis í vöruskemmu Ríkisskipa við Reykja- víkurhöfn: KVAB dráttarkerra árg. 1966 Clarktor 6 dráttarkerra árg. 1959 7 stk. tengivagnar. Burðarþol 3 tonn Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn að hafna tilboðum sem ekki telj- ast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.