Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Síða 6
DV. LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983. Um og eftir 1890 geröust þeir undarlegu atburöir i Austur-Eyja- f jailabreppi, sem hér á eftir verður skýrt frá. Þá tók við starfl sýslu- manns i Rangárvallasýslu maður að nafni Páll Briem og átti bann eftir aö ráðskast með örlög tuga sveita- manna í breppnum næstu fimm árin sem hann gegndi starfi sinu. Skömmu eftir að Páll tók við embætti fór hann að ríða um sveitir Austur- Eyjafjaliahrepps með oddvitanum Jóni Hjörleifssyni og yfirheyra ýmsa saklausa sveitamenn um hvort þeir hefðu stundað þjófnað eða brotið á annan hátt af sér. Þrátt fyrir engar sannanir kærði hann suma þessa menn fyrir ýmis lagabrot og hafði þá með sér að Þorvaldseyri tU Þorvalds bónda Bjarnasonar, sem þar stjórn- aði býli, og varpaði þeim í tugthús. Þar máttu hinir saklausu dúsa við illt viðurværi i lengri eða skemmri tíma, eöa þangaö tU PáU hafði fundið. upp sennUegar sektir á mennina tU að dæma þá tU fangeisisvistar. Þess- ari gegndarlausu valdniðslu hélt sýsiumaðurinn áfram næstu fimm ár og þurftu hreppsbúar að líða miklar kvalir og óréttlæti fyrir þetta fram- ferði vald' tnannsins. Erfitt er að finna skýringu á þessum athöfnum hans, aðra en þá að hann hafi verið haidinn sérstakri mannfyrirlitningu, eUegar undarlegri þörf fyrir að sýna yfirmáttugt vald sitt með þessum miður drengUega bætti. Litið sem ekkert hefur verið skrif- að um þessa valdníðslu sýslumanns- ins í sagnfræðirit og má hún heita næsta óþekktur hluti íslandssög- unnar. Mun orsökin einkum vera sú, að Austur-EyjafjaUahreppur var fremur einangrað samfélag á þeim tíma sem þessir atburðir gerðust. Samtímamenn þekktu því ekki þess- ar aðfarir sýslumanns, og þeir fáu sem eitthvað heyrðu tU þeirra voru alókunnugir öUum málavöxtum. Hér á eftir verður birt frásögn frá þessum undarlegu atburðum í Austur-Eyjafjallahreppi, en hún er fengin úr einstakri heimUd sem varðveist hefur i áratugi og ekki hefur birst áður opinberlega. Hana skrifaði Sigurður HaUdórsson, bónd) frá Skarðsblið i nefndum hreppi, en hann var uppi á þeim árum þegar PáU Briem gegndi sýslumanns- embætti sínu í RangárvaUasýslu. Siguröur varð beint vitni að aðförum sýslumannsins að breppsbúum, og varð s jáifur fyrir valdhroka hans. Þessi merkUega sagnfræðiheimUd er birt hér svo tii óbreytt eins og Sigurður reit hana fyrir tæpri öld síðan, en þó nokkuð stytt. Er still Sig- urðar og setningaskipan iátin haida sér óbreytt, sem vonandi ætti að auð- velda lesendum að upplifa þann aldarhátt og það andrúmsloft sem rikti í Austur-EyjafjaUahreppi mttli áranna 1890 og 1895 þegar eftirfar- andi atburðir gerðust. -SER. Það var áriö 1890, aö Páll Briem fékk Rangárvallasýslu og kom hann í hana í september sama ár, en stuttu eftir vet- urnætur fór aö sjást heldur en ekki mannreið um héraðið (Austur-Eyja- fjallahrepp). Menn fóru að veröa for- vitnir, sem sáu þetta álengdar, en voru ekki lengi í óvissu, því það fréttist skjótt, hvað þetta var. Þaö var þá ný- komni sýslumaðurinn og Jón Hjörleifs- son í Eystri-Skógum, sem þá var hreppstjóri, og voru þeir aö sækja hvern mannahópinn á fætur öðrum og fóru meö þá aö Þorvaldseyri. Þetta áttu þá allt aö vera þjófar. Aö þessu voru þeir, þar til stóra timburhúsið á Þorvaldseyri var oröiö fullt, en þegar þaö þraut, var fariö aö troöa fólkinu í hesthús eöa aöra óþrifa kofa. Mér og öðrum fór aö þykja þetta nokkuð einkennilegt, allt haföi gengið sinn vanagang og ekkert horfiö. Svo dynur þetta yfir eins og skrugga úr heiöskíru lofti. Nú fór aö heyrast hverj- ar voru sakirnar, sem þeir voru ákærö- ir fyrir, og var þaö þá helzt, hvaö þeir heföu hirt af f jörum. Nú ætla ég aö lýsa því hvernig fariö var meö fólkið, mátti segja alsaklaust, og ætla ég nú lítilsháttar aö skýra frá, hvernig þaö gekk tU. „Þaö var nokkru eftir aö þetta byrj- aði aö hreppstjóri, Jón Hjörleifsson, kallaöi menn saman úr sveitinni til þess að moka útfall suður viö sjó og Einstök frásögn ár Islandssögunni sem ekki hefur áður birst opinberlega: Austur- EyjafjaUu málin — eða gegndarlaus valdníðsla og hrokafullar aðfarir sýslumannsins Páls Briem að hreppsbiium uinlir Fjöllum sem hann ákærði saklausa f yrir stuldi og haf ði í langan tima saklausa i haldi á Þorvaldseyri við illan og ömurlegan aðbánað pjgfp! Sóð heim að Þorvaldseyrí i Austur-Eyjafjallahreppi. Þangað voru saklausir sveitabændur leiddir i valdatíð Páls sýslumanns Briem og settir i hald við illt viðurværi. Á þessum árum réð Þorvaldur Bjarnason rikjum á Þorvaldseyri, en hann ku vera fyrirmynd Björns á Leirum sem er ein sögupersónan i bók Halldórs Laxness, Paradisarheimt. DV-mynd: GVA. var þar maður frá hverjum bæ, sem ekki var búið að taka fasta. Var hrepp- stjórinn þar yfirmaður. Þar fóru menn aö spyrja hann tíðinda frá Þorvalds- eyri, og varö nokkurt tal út af þessu. Þá segi ég: „Ég er alveg hissa á því, aö þú skulir sitja dag eftir dag yfir þessu og vera bæði hreppstjóri og odd- viti í hreppnum.” Þá sagöi hann: „Sýslumaöur skipar mér þaö.” Þá segi ég: „Getur verið, en trúaö gæti ég því eins vel, aö þiö Þorvaldur séuö aö segja sýslumanni einhverjar óhróöurs- sögur um sveitunga ykkar og aö sýslu- maður sé einhver ræfill, sem dansi eft- ir ykkar pípu.” Þá sá ég, aö honum mislíkaði, og hann sagöi: „Þú veröur líklega látinn sanna þetta.” Þá sagöi ég: „Sanna hvaö? Já, þaö aö ég ímynda mér, að vinnubrögö ykkar núna á Þorvaldseyri muni ekki vera öll sem heiöarlegust, og ég ætla aö bæta því viö, aö mér finnst þaö nokkuö und- arlegt, aö sýslumaðurinn, sem engan þekkir hér, og enginn þekkir, skuli byrjaáþessu.” Sýslumaður heldur heim að Skarðshlíð Nokkru eftir þetta var ég um kvöld uppi í heygarði aö láta í meisana. Þá kemur þangaö til mín Olafur nábúi minn og segir mér, aö sýslumaöurinn sé kominn og Jón hreppstjóri, og hafi sýslumaöur beöiö sig um hús og aö vera vott aö því, aö hann ætli aö yfir- heyra Sigurö Halldórsson. Sagöist hann hafa sagt, aö hann mætti fá hús, en sagðist hafa beðið hann aö láta sig vera lausan viö aö vera vott og hafi hann þá sent austur aö Drangshlíö. Þá sagöi ég: „Alltaf ert þú eins, Olafur minn, en viö skulum vera rólegir hvaö sem á dynur.” í því er kallaö á mig inn og undir eins kemur inn Björn í Drangshlíö og segir nokkuö alvarlega: „Hvað á ég að vilja hingaö?” Þá segir sýslumaður: „Eg ætla aö biöja þig aö vera vott meðan ég yfirheyri hann Sig- urö Halldórsson, því hann Olafur vildi ekki vera vottur.” Þá segi ég: „Þess var von af honum. Hann hefur kannske hugsaö, að mér væri móögun í því, en það er ekki tilfellið, því mér er alveg sama hvor er, Björn eöa Olafur, og helzt vildi ég að þeir yröu báöir vottar ef ég er yfirheyrður, því ég vil mikið heldur aö þaö séu vinir mínir en óvin- ir.” Nú fer sýslumaður aö tala og minn- ast á þaö, sem ég heföi átt aö segja viö útfallsgröftinn, og sagði, aö Jón Hjör- leifsson heföi sagt sér aö ég hefði sagt, að Þorvaldur á Þorvaldseyri og hann væru aö bera í sig óhróðurssögur og hann væri sá ræfill aö trúa því og myndi dansa eftir þeirra pípu. Þá sagöi ég: „Hefur þú, hreppstjóri góö- ur, boriö sýslumanni svona sögur? Ég veit aö þú manst hvað ég sagði,” og haföi upp þau sömu orö og áður er sagt. „Trúaö gæti ég o.s.frv., og ekki veikir það mig í trúnni hér eftir, aö vinnubrögð ykkar á Þorvaldseyri muni ekki öll vera sem heiöarlegust, og þú manst víst eftir því, Jón hreppstjóri, þegar þú komst á heimili mitt og tveir menn meö þér og sagðir aö ég heföi fariö íram aö Krókvelli til þess aö spana hana Steinvöru upp til þess aö þræta. Ég veit þaö, aö ég átti ekki aö spana hana upp til þess aö þræta og líka ekki að ráðleggja henni aö meö- ganga, en þó skal ég meðkennast þaö aö ég er ekki alveg saklaus af því síðarnefnda og fyrir þaö held ég hún hafi meögengið.” Þá sagöi sýslumaöur: „Þetta er satt, hún er búin aö segja mér þaö.” Jón hreppstjóri steinþagði og sagöi ekki orö. Ekki veit ég hvort sýslumaöur bókaöi nokkuð af þessu, ég held helzt ekki. Svo fóru þeir burtu, og ekki hefur þetta verið nefnt við mig síðan. Þar var þá ekkert til að éta Ég ætla aö minnast meira á áöur- nefnda Steinvöru. Hún bjó á Krókvelli meö manni, sem hét Pétur. Hann fór út á Eyrarbakka, en á heimleið var hann tekinn og settur í gæzluvarðhald á Þor- valdseyri. Þaö var fyrir mörgum ár- um, að þau bjuggu í tómthúsi í svo- nefndum Svaöbælismúla. Þaö var þar sem sauöahúsin hans ÞorvaldS standa nú. Pétur meögengur aö þegar þau bjuggu í áöurnefndum Múla, þá hafi hann tekið eina kind og skoriö hana, því þar hafi þá ekkert verið aö éta, svo var þétta nefnt viö Steinvöru, en hún var nokkuð stíf og vildi ekki meöganga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.