Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Page 23
DV. LAUGARDAGUR 21. MAÍ1983. 23 Popp Popp Popp Popp Popp MIENAT WORKI Colin Hay hefur orðið. „Það var bara eitt af þessum nöfnum. Við áttum aö byrja að spila á pöbbi einum og við vorum nafnlausir. Men At Work var ein af fjölmörgum litlausum uppá- stungum, aö okkur fannst. Og þegar við gengum inn á sviðið spurðum við bara, ja, af hverju ddö Men At Work eins og eitthvað annað? Þetta er hræöilega venjulegt nafn og engin sniðug saga á bak við það.” Og þannig gekk um nokkurt skeiö. Einn góðan veðurdag komu útsendarar CBS hljómplötufyrirtækisins. Ekki að beiðni Men At Work heldur æsts aödáanda þeirra sem að sögn trúði meira á mátt þeirra og megin en þeir sjálfir. Tónlistin fékk brátt fast form. Kannski að hún sé dæmigerð fyrir Astralíu. Eitt er það sem bendir í þá átt. Fyrir nokkru vakti önnur áströlsk hljómsveit, Mental As Any- thing, umtalsverða athygli hérlendis sem í Bretlandi með plötu sinni Cats & Dogs. Tónlist þessara tveggja hljómsveita er merkilega lík. Báðar sækja þær hugmyndir og fyrirmynd- ir aftur til 7. áratugarins þegar létt og kitlandi melódia og einfaldar og auðmeltar útsetningar voru fyrsta boðoröiö. Enda segja Men At Work sjálfir (og vart er ástæða til að þýða þann frasa): „.. . our music has a lot of simiiarities to 60s good-time popp tunes — the sing-along chorus- es and strong melodies.” Og þeir bæta viö að meginmunurinn liggi í textunum. Þeir séu ekki jafnbjart- sýnir og jákvæðir og þeir voru hér í eina tíð. Poppspekúlantar hafa auðvitaö reynt að marka tónlist Men At Work bás. Einn lýsti henni samblandi af nýbylgju, „popp’n’roll” og engilsax- neskri þjóölagatónlist. Ekki verri lýsing en hver önnur. Aðrir hafa þóst greina áhrif frá Police (Rödd Hays svipi til Stongs og reggeaáhrif), Cars og Traffic (sérstaklega flautu- og saxófónleikur Hams). Hvað sem öllu líður leika Men At Work létt og melódískt rokk. Vandað að allri gerð. Men At Work þykja húmoristar vel fyrir ofan meðallag. Því fengu ís- lenskir Skonrokksgláparar að kynn- ast fyrir stuttu þegar videóspólan Down Under birtist á skjánum. Men At Work þykja einkar skemmtilegir á sviði. Liflegir og litríkir. Skopskyn- ið birtist oft í textum þeirra þótt þeir séu langt í frá að vera einn brandari út í gegn. Það fer dálítið í taugarnar á Könunum að skilja ekki orð og orðasambönd sem virðast sér- áströlsk. Þar birtist húmorinn meöal annars. Dæmi (úr Down Under): A Fried-out combie: hálfónýtt Volks- wagen rúgbrauð. Vegemite: kjöttætlur fyrir ofurhuga aðéta. Yonnie: steinn, Docket (úr laginu Helpless Automation): þýðir ekki neitt en rímar á móti „pocket”. -TT. Það hefur smám saman orðið lýð- um ljóst að popp og rokk dafna bæri- lega í fleiri löndum heldur en Bret- landi og Bandaríkjunum. Meira aö segja Bretar og Bandarikjamenn viðurkenna orðið að svo sé. Það má til sanns vegar færa að i Eyjaálfu sé einhver frjóasti jarðvegur popps- ins/rokksins þessi misserin, utan móðurlandanna tveggja. Frá Ástra- líu hafa frá öndverðu komið nafntog- aðir listamenn á borð við hina jarm- andi Bee Gees bræður og Oliviu New- ton-John hina fögru. Og viö skulum bæta hinum smávöxnu en kraftmiklu AC/DCvið. En hægan nú. Þessir þrír aðilar munu ekki ástralskir nema að nafn- inu til. Allir eru þeir nefnilega inn- flytjendur en ekki innfæddir Ástral- ir. A þetta benda fimmmenningar er nefna sig Men At Work og hafa ný- lega slegið hressilega í gegn í Banda- ríkjunum og Evrópu. Þeir segja að tæpast megi líta á Gibbbræður, Oli- víu og AC/DC sem dæmigerð sýnis- horn af ástralskri poppmúsík. Af orðum þeirra má ráða að sjálfir séu þeir nær því aö kallast „hin týpíska ástralska poppgrúppa”. Og ef svo er er ekki ástæða til að ör- vænta. Men At Work gáfu út plötuna Business As Usual í hittifyrra en hún vakti fyrst verulega athygli í öðrum heimsálfum seint á síðasta ári. Fyrst lagið „Who Can It Be Now” og síðan „Down Under” sem notið hefur fá- dæma vinsælda. Nú í mars kom önn- ur breiðskífa sem nefnist Cargo og hefur lagið Over Kill náð aö klifra hátt á vinsældalista. Men At Work virðast því f astir í sessi. Hljómsveitina skipa fimm menn. Fyrstan skal telja Colin Hay sem er eigandi hinnar hásu en viðkunnan- legu söngraddar sem er aðalsmerki Men At Work. Hay semur að auki flest laganna og öll sem einhverjum vinsældum hafa náð. Hann leikur auk þess á gítar. Sólógítaristi er hins vegar Ron Strykert og hefur hann vakið mikla athygli sem slíkur enda stíll hans sérstæður um margt. Þeg- ar hann var eitt sinn í viðtali spurður hverjir helstu áhrifa valdar hans sem gítarleikara væru svaraöi Ron: „Brennivín.. og margir breskir gít- aristar, sér í lagi Jeff Beck.” Þeir Hay og Strykert hafa lengi staðið saman. Allt frá þvi þeir störfuðu í banka og hættu saman og héldu á vit frægðarinnar til Melboume. A litlum pöbbi í borginni hittu þeir gamlan skólafélaga Hays og trommara, Jim Speiser, og John Rees bassaleikara sem stundaði tónlistarnám á píanó og fiðlu. Þeir tveir slógust í hópinn. Við sama tónlistarskóla og Rees nam var annar vinur Hays við nám. Sá hét Greg Ham, saxófón-, flautu- og hljómborðsleikari. Liðið varfullskip- að. Saman byrjuðu Men At Work að spila á litlum pöbbum fyrir lítinn pening. En hvaðan kom nafnið? Hodgson ad hætta Frá vinstri: Creg Ham, Ron Strykert, Colin Hay, John Rees og Jerry Speiser. Fyrir um tveimur mánuðum til- kynnti höfuðpaur Supertramp, Roger Hodgson, aö hann væri aö hætta. Þetta fékkst staöfest skömmu síðar. Af ein- hverjum ástæðum fór fregnin alveg framhjá mér. Ef svo skyldi vera um fleiri er þetta itrekaö hér. Supertramp þarf ekki að kynna enda eitt stærsta nafnið i rokkinu síðasta áratug. Hljóm- sveitin var stofnuð 1970 og frá 1974 (Crime Of The Century) hafa engin mannaskipti orðiö. Ásamt Rick Davies hefur Hodgson samiö flest þau lög sem Supertramp hefur skilið eftir sig. Lög á borð við The Logical Song, Breakfast In America, Fool’s Overture og It’s Raining Again. Og með Hodgson hverf- ur einnig hin sérstæða háa og tæra rödd sem verið hefur svo einkennandi fyrir Supertramp. Supertramp er þó ekki þar með úr sögunni. Hinir fjórir ætla að halda ótrauðir áfram og hyggjast að sögn hverfa aftur til þeirra hugmynda sem mótuðu Crime Of The Century hvað mest. Og einnig hyggjast þeir snúa sér i auknum mæli að video og kvikmynd- um. Það má því búast við nokkrum breytingum á þeim bæ. Þess ber að geta að áður en Hodgson segir endanlega skiliö við félaga sína ætlar hann ásamt þeim að halda i hljómleikaferðalag í sumar. Þeir verða á ferðinni í Evrópu í júní og júlí en í Bandarík junum í ágúst og septem- ber. -TT. » - Roger Hodgson (fyrir miðju) er að hætta með gömlu félögunum sinum en þeir hyggjast halda uppi merkinu. F.v. John A. Helliwell, Rick Davies, Hodgson, Bob Siebenberg og Dougie Thomson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.