Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 24. JUNl 1983. Reglugerð um hergagna- flutninga með flugvélum Samgönguráðherra, Matthías Bjamason, hefur sett reglugerö um flutning hergagna með loftförum. Reglugerðin er sett á grundvelli laga um loftferðir. 11. grein segir: „Hergögn má eigi flytja með loftförum skráöum á Is- landi eða erlendum loftförum sem íslenskur aðili notar eða ræður yfir nema með leyfi ráðherra. Sama gild- ir um loftför er hefja sig til flugs, lenda á eða fljúga yfir íslenskt yfir- ráðasvæði. Ákvæði þetta á ekki við um Landhelgisgæslu Islands og íslensk lögregluyfirvöld. ’ ’ 12. grein reglugerðarinnar er skil- greint hvað átt sé viö meö hergögn- um. Það eru skotvopn stærri en 5,6 millímetrar að hlaupvídd (22 kali- ber), eldvörpur, búnaður til myrkv- unar eða reykmyndunar, hvers kon- ar skotpallar eöa losunarbúnaður fyrir sprengjur, eldflaugar, flug- skeyti, tundurskeyti og tundurdufl. Skotfæri og aðrar hleðslur, sprengi- og tundurefni ásamt púðri í fyrr- greind vopn teljast til hergagna sam- kvæmt reglugerðinni, sem og hand- og jarðsprengjur. Ennfremur sér- hvert það tæki sem ætlað er til dreif- ingar efna í kjamorku-, lífrænum- eöa efnahemaði, sem og hleöslur í þau. Ekki skiptir máli hvort her- gagnið er flutt samansett eða í hlut- um. Til hergagna teljast þó ekki venju- leg veiði- og markskotvopn, sem og neyðar- og viðvörunarbúnaður loft- farsins og annað það sem nauðsyn- legt má telja vegna öryggis flugsins, áhafnarinnar og farþeganna. Sama gildir um skotelda og þess háttar. Það var nefnd, sem Steingrímur Hermannsson skipaði á sínum tíma, sem samdi reglugerðina. Upphaf- lega áttu sæti í nefhdinni þeir Birgir Guðjónsson, samgögnuráöuneyti, Agnar Kofoed-Hansen flugmála- stjóri, Arni Guðjónsson lögmaður, Gunnar Helgason, Flugleiðum, Jón Ámason, Amarflugi, Ragnar Karls- son flugvirki og Örn Sigurðsson, dómsmálaráðuneyti. Síðar komu inn í nefndinaRagnhildur Hjaltadóttir í stað Birgis og Pétur Einarsson flug- málastjóri í stað Agnars. -KMU • • A HOFN HORNAFIRÐI Við Bflasölu Hornaíjarðar (Gegnt Vélsmiðjunni) Laugardag og sunnudag kl. 2-5. súni 8782 NI5SAN CHERRY og PlNISSAN SUNNY Tökum allar gerðir af eldri bílum upp í nýja Við sýnum bankagreidda: Sölumaður Ingvars Helgasonar hf. verður á sýningunni og gengur að fullu frá kaupum og sölu. Gamli bíllinn metinn á staðnum og tekinn upp í þann nýja, og auðvitað verður sá nýi á staðnum. Auk þess bjóðum við StOVlíOStlcg lCLHCíkjÖT Sýningargestumgefsteiimigkosturáað skoða yfirbyggðan NISSAN KING CAB ferðabfl í sérflokki Notið tækifærið og kaupið fallega og góða bíla á góðu verði og einstökum greiðsluskilmálum VERJJ) VELKOMIN INGVAR HELGASON HF. Nýja bankaþjónustan: Sparar mörgum Hin nýja þjónusta sem bankar og sparisjóðir í Reykjavík veita við- skiptavinum sínum við öflun veð- bókarvottorða og þinglýsinga hjá borgarfógetaembættinu hefur fengið góðan hljómgrann meðal fólks. Hver þekkir ekkí hið mikla umstang og þann mikla tíma sem í slika hluti fer. Þetta kemur því til meö að spara mörgum sporin og/eða strætis- vagnaferðimar. Bankarnir munu svo nota sín eigin farartæki við þjónustu þessa, að sögn Sigurðar Gústafssonar, deildar- stjóra í verðbréfadeild Landsbanka Islands. Hann sagði einnig að öll úti- bú Landsbankans í Reykjavík sendu umsóknir veöbókarvottorða símleið- is til aðalbankans en veöskuldabréf og annað þeim fylgjandi yrði sótt í hinum hefðbundnu ferðum banka- bílsins milli útibúanna. Eins og komið hefur fram í fjöl- miölum verður byrjað aö veita þjón- ustu þessa nk. mánudag, 27. júní. _______________________-AA Skuggahverfið íReykjavík: Tillögur unnar um íbúða- byggð Til athugunar er nú hjá skipulags- yfirvöldum og borgaryfírvöldum að breyta landnotkun á lóðunum á svæðinu, milli Hverfisgötu og Skúla- götu, sem oftast er nefnt Skugga- hverfi. I aöalskipulagi frá 1960 er gert ráð fyrir að þetta svæði verði iönaðar- og vörugeymslusvæði. I samræmi við breytt viðhorf haf a ver- ið unnar tillögur að því að breyta svæðinu í íbúðasvæði með miðbæjar- starfsemi. Samkvæmt upplýsingum Hjör- leifs Kvaran, skrifstofustjóra borgarverkfræðings, hefur allt svæð- ið sem afmarkast af Snorrabraut, Hverfisgötu, Ingólfsstræti og Skúla- götu verið til umfjöllunar hjá skipu- lagsnefnd borgarinnar að undan- fömu. Á fundi nefndarinnar síöast- liðinn mánudag var samþykkt að taka eina lóö út úr, lóö Eimskipafélagsins við Skúlagötu sem notuð hefur verið fyrir bílastæöi, og fela tveimur arki- tektastofum að vinna tillögu um hvernig byggja mætti á hennL „Með því að taka fyrir einn reit, ef svo má segja, geta menn séð út úr þessu ólíku tillögum sem berast, hvaða möguleika slíkur reitur gefur hugsanlega,” sagði HjÖrleifur. Hann kvaö ekki unnt að sjá á þessu stigi hvemig hugsanleg íbúðabyggð yrði á svæðinu, það yrði að ráðast af þeim tillögum sem bæmst. -PÁ Spegilsmálið: „Rannsóknin að hefjast” „Rannsókn Spegilsmálsins er aö hefjast hjá rannsóknarlögreglunni,” sagöi Hallvarður Einvarðsson. „Rfkissaksóknari hefur falið em- bættinu að kanna ætluð hegningar- lagabrot við útgáfu 2. tölublaðs Spegilsins og brot á tilteknum ábyrgðarreglum. Eiginleg rannsókn er að hefjast en athugun á þeim gögnum sem fylgdu bréfi sak- sóknara hefur farið fram. Rannsókn- inni verður hraðað sem kostur er,” sagðíHallvarðurEinvarðsson. ýs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.