Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Blaðsíða 8
DV. FÖSTUDAGUR 24. JUNl 1983. Laus staða Viö Fjölbrautaskólann á Akranesi er laus til umsóknar kennarastaöa í stæröfræöi og eðlisfræöi. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu fyrir 15. júlí nk. — Umsóknareyðublöð fást í ráöuneytinu. Menntamálaráðunej tiö 21. júní 1983. FRÁ MENNTA- MÁLARÁÐUNEYTINU Staöa kennara með sérmenntun í stærðfræði, eölisfræöi og helst einnig tölvufræðum — forritun — viö Stýrimannaskólann í Reykjavík er laus til umsóknar. Umsóknir meö upplýsingum um námsferil og fyrri störf send- ist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík fyrir 15. júlí. Menntamálaráðune> tið TILKYNNING TIL SÍMNOTENDA A blaösíðu 458 í símaskrá 1983 hefur misprentast svæðisnúmer símstöðvarinnar Vogar Vatnsleysustrandarhreppi. Svæöis- númerið er 92 ekki 99. Vinsamlegast skrifið inn á blaösíöu 458 svæðisnúmer 92 í stað 99. Póst- og símamálastofnunin BÍLARAFMAGN - BIFVÉLAVIÐGERÐIR Tökum aö okkur a/lar a/mennar viðgerðir á bí/araf- magni og einnig viðgerðir á störturum, alterna- torum og dínamóum. • EIIMIMIG ALMENNAR BÍLA VIÐGEROIR. • GÓD OG VÖIMDUÐ ÞJÓIMUSTA. • QFiÐÁ LAUGARDÖGUM. • Sími 40667 og 40173. 1« « » »1 VINNUVÉLAEIGENDUR Tökum aö okkur slit- og viögerðarsuður á tækj- um ykkar þar sem þau eru staðsett hverju sinni. FRAMKVÆMDAMENN - VERKTAKAR Færanleg verkstæðisaðstaða okkar gerir okkur kleift að framkvæma alls kyns járniðnaðar-, verkefni nánast hvar sem er. i * Sími: 78600 á daginn CTAI **CjPKA og 40880 á kvöldin. SIJ»)U-0(i VIÍMíEttWAWlWVIISTAN ««»»i □ □ □ □ □ □ D D D D D D D D D D D (Aamn fDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDO D D D D D □ I D D D D D D D D D D D D □ D D D D D □ D D D D D Allar vörur fyrirtækisins með 50% afslætti Við breytum rekstrinum og seljum því allar vörur verslunarinnar i dag og næstu daga með helmingsafslætti. Missið ekki af útsölu ársins. Auðbrekku 44—46, Kópavogi. Sími 45300. □ ^ D □□aaaDDaaaaDDDDDDaaaDDODDDDaDDDaaaDDDDDODDDDD Neytendur INIeytendur _________Neytendur Ráð til að hætta reykingum: Best að hætta skyndilega geyma í huga sér hvað það var sem f ékk bá til aö reykja. Hingað hringdi maöur um daginn og var ákaflega óánægður með þá verðhækkun sem varð um mánaða- mótin á tóbaki. Sagðist hann ekki geta lifaö án þessa nautnalyfs og sér þætti ósanngjamt að vera sífellt að borga skatta til samfélagsins af þessari nautn sinni. Satt best að segja vorkenndi ég honum litiö. Benti á að án tóbaks væri hægt að komast á meðan matur sem hækkaöi jafnmikiö ef ekki meira í verði væri ómissandi. „Hægt að komast, já. En hvernig?” spurði maðurinn. Mér varð svarafátt því erfitt er fyrir okk- ur þessi sem ekki höfum reykt að gefa þeim ráö sem reykja um það hvemig best er aö hætta. Síðan ég ræddi við manninn hefur mér borist dönsk bók um það að hætta að reykja. Bókin heitir Farvel tobak. Hún hefur verið gefin út nokkrum sinnum í Danmörku. I henni em spurningar og svör um hættur þær sem fylgja reykingum, áætlun um að hætta, skoðanakönnun um ástæðu reykinga og síðast en ekki síst 20 góö ráð fyrir þá sem virkilega vilja hætta. I þeirri von aömaðurinn sem hringdi í mig og aðrir reykinga- menn hafi nokkurt gagn af fara þau hér á eftir. Best er að hætta í eitt skipti fyrir öll. Ef hins vegar fólk er sannfært um að það sé gersamlega útilokað er ráð að reyna aö minnka reykingam- ar smám saman. Þessi tuttugu góöu ráð hjálpa þeim sem ætla að fara þessa leið. 1. Áður en þú hættir að reykja skaltu pakka öllum sígarettu- pökkunum þínum inn í fallegan gjafapappír. I hvert sinn sem þig langar í sígarettu er bréfið tekið utan af pakkanum og skrifað á pappírinn hvemig aðstæður vom í þetta sinnið. Hvað varstu að gera? Hvemig leið þér? Varstu glaður, hryggur, fýldur eða leið þér vel. Hvers vegna var svona mikilvægt að reykja einmitt á þessu augnabliki? Sé ekki mögu- leiki á þvi aö skrifa niður jafnóö- um verða menn að reyna að Heilbrigður og ríkur 2. Hafðu yfir setninguna „Það er betra að vera heilbrigður og rík- ur en veikur og fátækur” í hvert sinn sem þig langar í reyk. Kannski finnst þér þessi setning hljóma bjánalega. En hún gerir sitt gagn engu að síður. Skrifaöu setninguna einnig á blað. Og haföu hana yfir í huganum hvað eftir annaö. Meö því hefur þú áhrif á undirmeðvitundina og hún fer að vinna fyrir þig og styð- urákvörðun þína. 3. Mikið tóbak reykja menn af tóm- um leiða. Ef þér leiðist fáðu þér þá göngutúr, farðu í leikfimi, stingdu upp í þig tyggigúmmíi eða sestu niður með handavinnu. Borðaðu bara ekkert fitandi. 4. Hugsaðu um það að þeir sem reykja deyja fyrr en hinir. Tölur frá Danmörku benda til þess að þar deyi 5 þúsund manna árlega af völdum reykinga. (Hér á landi em sambærilegar tölur 2—3 hundraðáári.) 5. Langi þig í tóbak segðu sjálfum þér þá að þú munir bíða með það í 3 mínútur. Byrjaðu strax að gera eitthvað, helst eitthvað skemmtilegt, og þá bregst sjald- an að þú gleymir tóbakinu. 6. Efþúgeturómögulegaslepptþví að reykja, reyktu þá aðeins hálfa sígarettu. 7. Burstaðu tennumar oft. Þá hverfur lykt og bragö af tóbaki og guli liturinn sem farinn er að koma á tennumar einnig. Stubbakrukka 8. Fylltu glerkmkku af sígarettu- stubbum og ösku. I hvert sinn sem þig langar í reyk horföu þá á krukkuna. Nægi það ekki, skrúf- aðu þá lokið af og andaðu að þér „ilminum” úr henni. 9. Veldu þér ákveðinn dag til að hætta reykingum. Nýársdag, af- mælisdaginn þinn eða afmælis- dag bamanna þinna. Það væri sú besta afmælisgjöf sem þú gæfir þeim. Veldu þó dag sem ekki er alltoflangtíburtu. 10. Ef þú reykir einkum í vinnunni veldu þá f rídag til að hætta. 11. Kauptu þér ekki heila pakkningu af sígarettum í einu. Kauptu aö- eins einn pakka og aldrei fyrr en þú ert búinn úr þeim sem þú ert aðreykja. 12. Ef þú getur ekki hætt að reykja skyndilega en vilt minnka reyk- ingamar þá skaltu breyta reyk- ingavenjum þínum. Hættu að reykja til dæmis í bílnum og þeg- ar þú horfir á sjónvarp. Ef þú reykir mest innan um annað fólk, reyktu þá aðeins einn. Og ef þú reykir mest einn, reyktu þá aö- eins innan um annaðfólk. 13. Spyrðu sjálfan þig: „Þarf ég virkilega þessa sígarettu eða er þetta aðeins slæmur vani?” 14. Akveddu að reykja aðeins á tveggja klukkustunda fresti. Þegar klukkan slær á sléttri tölu, klukkan 8,10,12 og svo framveg- is eða þegar klukkan slær á odda- tölu, klukkan 9, 11, 13 og svo framvegis. 15. Dragðu það eins og þú getur að kveikja þér í fyrstu sígarettu dagsins. Reyndu að lengja tím- ann um klukkustund daglega. Sparaðu andvirðiö 16. Leggðuáhverjumdegiíglerílát þá peninga sem sparast hafa við það að reykja ekki. Teldu pening- ana þegar þig langar í reyk. Kmkkan fyllist á ótrúlega skömmum tíma. 17. Hugsaðu um það að hættan á lungnakrabba er margfalt minni hjá þeim sem ekki reykja en hjá reykingafólki. 18. Reyndu að anda ekki djúpt að þér ef þú telur þig verða að reykja. 19. Reyndu að reykja smávindla, helst langa og granna í staðinn fyrir sígarettur. Þetta getur verið millistig yfir í það að hætta alveg. Þeir sem reykja pípu eða vindla ættu að skipta y fir í sígarettur. 20. Gerirðu þér fullkomna grein fyr- ir því að þaö er aldrei of seint að hætta að reykja?Þegar þú hættir byrjar heilsan strax að batna. Hættan á alvarlegumsjúkdómum minnkar jafnframt. Eftir nokkurra ára hlé verður likaminn nærri því jafngóður og líkami þeirra sem aldrei hafa reykt. Þar með em ráðin upptalin. Þeir sem vilja hins vegar eignast bókina í heild geta það eflaust með því að skrifa til Danmerkur. Bókin hefur verið gefin þar og þeir sem vilja hafa síðan styrkt krabbameinsfélagið sem bókina gefur út. Gera má ráð fyrir því að til Islands myndi hún kosta eitthvað. Heimilisfangið er: Kræftens Bekæmpelse Solundsvej 1 2100 Kebenhavn 0. Sími01-29 88 66. -DS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.