Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Síða 5
DV. FÖSTUDAGUR 24. JUNI1983. 5 Afnám flugvallarskatts?: Tekur af okkur leiðindaorö sem af okkur fer eriendis —segir Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins Einn af þeim sköttum sem taliö er að núverandi ríkisstjóm hafi áhuga á að lagður verði niður er flugvallar- skatturinn. Hann var fyrst lagður á árið 1976 og námu tekj ur ríkiss jóðs af honum 24,9 milljónumkróna í fyrra. Skatturinn, sem er brottfarar- skattur, nemur nú 250 krónum á hvem farþega eldri en tólf ára sem fer frá Islandi en tólf ára og yngri greiða 125 krónur. I innanlandsflugi er skatturinn 18 krónur á hvern far- þega eldri en tólf ára, yngri en tólf ára greiða helming þeirrar upp- hæðar. Þar sem flugvallarskatturinn hefur sérstaklega vakið óánægju út- lendinga, sem koma hingað til lands, leituöum við álits Kjartans Láms- sonar, forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins, á hugmyndinni um niður- fellingu skattsins. „Eg tel það mjög jákvætt ef af þessu verður,” segir Kjartan. „Hins vegar tel ég að þetta ráði ekki nein- um verulegum úrslitum varðandi ferðamannastrauminn hingað en aðalatriöið er að þetta mundi taka af okkur þaö leiðinlega orð sem af okkur fer, að við séum hinir mestu ræningjar þegar til Islands er komiö. Það þurfi sem sé að kaupa sig út úr landinu og sé vart á það bætandi jafndýrt og það er að lifa hérna,” segir Kjartan. ,,Eg hef margoft heyrt það, bæði hjá erlendum ferðaskrifstofu- mönnum og eins erlendum ferða- mönnum sem komið hafa hingað til lands, aö þeim finnist þessi skattur vera mjög óréttlátur og því mundi ég fagna því ef hann yrði afnuminn,” segir Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríksins. Sem fyrr segir hefur ríkissjóöur haft umtalsverðar tekjur af inn- heimtu flugvallarskattsins og nema áætlaðar tekjur af honum á þessu ári 39 milljónum króna. Okkur lék því forvitni á að vita hvernig þessu tekjutapi yrði mætt af hálfu ríkis- sjóös ef af niðurfellingu skattsins yrði. Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra segir að niðurfelling flug- vallarskatts hafi ekki veriö rædd innan ríkisstjórnarinnar. Hins vegar sé það ekkert launungarmál að áhugi sé fyrir að leggja niður ýmsa skatta og þá komi flugvallarskatturinn ekkert síður til greina en einhver annar skattur. En þar sem hann hefur ekki verið ræddur sérstaklega hefur ekki heldur verið rætt hvemig aflað skuli tekna í hans stað. SþS Vestmannaeyjar: SKÓLAFERDALAGK) ER „UT’ IEYJUM” Sólveig Guðmundsdóttir, 14 óra stúlka fró Kvennabrekku í Miðdölum. „Kom mér mest á óvart hve eyjan er lítil. En það er skemmtilegt að koma hingað.” Fró Friðbirni Ö. Valtýssyni, frétta- ritara DV í Vestmannaeyjum: Skólakrakkar hafa sótt óvenju mikið til Vestmannaeyja að undanförnu í skólaferðalögum sínum. Og ekki alls fyrir löngu rákumst við Guömundur Sigfússon ljósmyndari á eitilhressan hóp krakka úr héraðsskólanum að Laugumí Dalasýslu. Skólastjórinn sjálfur, Guðjón Sigurðsson, var í forsvari fyrir krakkana sem voru önnum kafnir við að slá upp tjaldbúðum í Herjólfsdal. „Það hefur verið föst venja að fara með eldri bekki Laugaskóla í ferðalag að loknu skólastarfi og Vestmanna- eyjar urðu nú fyrir valinu,” sagði Guðjón. Hann bætti síðan við að ekki hefði verið hægt að fara fyrr af stað vegna sauðburðarins. Hópurinn kom með Herjólfi og ætlaði að staldra við í nokkra daga. Getum við Eyjamenn ekki sagt annað en við séum ánægöir með þessar heimsóknir og vonum að eyjamar reynist bæði skemmtilegar og gestrisnar eins og alltafáður. -JGH Slegið upp og um sig i Herjólfsdalnum. Hér sést hluti hópsins úr Dölunum ásamt Guðjóni Sigurðssyni skólastjóra, Ólafi H. Jónssyni og bilstjóranum, Kristjáni Sæmundssyni frá Teigi i Hvammssveit. VOLVO340 Volvo meo bílasýningu í Eyjum Hittumst heil í Eyjum! Vlætum öll á jeppakeppnina. Bunnudaginn 25. júlí verða fjórir iressir Volvomenn í Vestmannaeyjum neð 4 bíla til sýnis. Þeirra á neðal verða tveir splúnkunýjir Volvo 340 og einn þrumugóður Lapplander, sem auðvitað verða lánaðir í reynsluakstur. Auk þess sýna þeir draumabíl allra útgerðarmanna, Volvo F610 - lipran og léttan vörubíl, sem á sér fáa líka. Með í ferðinni er jeppabíllinn ósigrandi sem tekur þátt í jeppakeppninni. VELTIR Hr /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.