Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Blaðsíða 12
DV.FÖSTUDAGUR24. JUNI1983. DAGBLAÐJÐ-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stibmarformaður og útgáfustiúri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. AöstoOarrilstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastiórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI Bóóll. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiösla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI lf.SÍMI27022. Sími rilstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI1». Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblað22 kr. Mesta hættan Mesta hættan viö núverandi stjórnarsamstarf er, aö í því myndist bandalag fyrirgreiöslumanna. Landsmenn munu fæstir hafa gert sér fulla grein fyrir hættum fyrirgreiöslupólitíkurinnar. Kannski finnst mörg- um lítið merkilegt, þótt einhver kjósandinn fái fyrir- greiðslu af almannafé til eins eða annars. En hér er býsna stórt mál á ferö. Þegar saman safnast allt það fjármagn, sem fyrir tilstilli stjórnmálamanna hefur farið fram hjá markaðskerfinu til slíks, er um að ræða þungan bagga á þjóðina í heild. Þetta f jármagn rennur til einstaklinga og fyrirtækja án nauðsynlegs tillits til arösemi. Öarðbær at- vinnurekstur er styrklur í stað þess að féð gangi til arð- bærs rekstrar, sem bætir lífskjör okkar. Við sitjum uppi með reikningana. Þannig hefur fyrirgreiðslustefnan veriö einhver helzti skekkjuvaldurinn í atvinnurekstri landsmanna. Þessi stefna hefur ríkt um langt árabil, hverjir sem set- iö hafa í ríkisstjórnum. Henni hefur verið andmælt og mótmælin farið vaxandi. En jafnan hafa þeir ráðið ferö, sem vildu halda stefnunni. Sérhver ,,gæðingur” í flokki eða kjördæmi var landsföðurnum mikilvægur. Menn slepptu því aö gera upp reikningana í heild sinni og viður- kenna kostnaðinn fyrir landsmenn. Fyrirgreiðslupólitíkin hefur ráðið í landbúnaðarmál- um, eins og allir þekkja. Hún hefur lengi ríkt í sjávarút- vegsmálum með afleiðingum, sem nú hafa orðið æ ljósari í of stórum fiskiskipaflota og hallarekstri. Fyrirgreiðslu- póltíkin hefur sett svip sinn á stefnu í iðnaðarmálum, þar sem dundaö hefur verið við gæluverkefni í stað alhliða uppbyggingar. Hvarvetna má finna gæðinga landsfeðranna, sem hafa hreiðrað um sig í skjóli fyrir- greiðslunnar. Þeir, sem hafa opin augu fyrir þessum vanda, munu gera sér vonir um, að núverandi ríkisstjórn hverfi af þessari braut. En stórtækir fyrirgreiðslumenn eru enn víða viö kjöt- katla. Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi viö mótun ríkjandi stefnu. Ött og títt hefur verið að staðið, og kemur ekki á óvart, þótt ráðherrar hafi gleymt svosem þremur skipum, sem lofað hefur verið í öllum látunum. Nú reynir á nýja ráðherra Framsóknar, hver töggur verður í þeim að sveigja frá þessari stefnu. Athyglin mun mjög beinast að Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráð- herra. Hann hefur fyrrum virzt hafa skilning á hættun-- um. Sjálfstæðisflokkurinn er enn sem fyrr skiptur í marga hluta. Flokkurinn er eins konar bandalag manna með margvíslega stefnu. Allir vita, að í rööum forystumanna Sjálfstæðisflokksins eru öflugir fyrirgreiöslupostular fyrri ára. I flokksforystunni eru einnig aðrir, sem vilja stefnubreytingu í þessum efnum. Ymislegt, sem frá ráðherrum hefur komið frá stjórnar- mynduninni, lofar góðu. Þar sjást þess merki, að reynt verði að draga stjórnmálamenn að einhverju út úr fyrir- greiðslukerfinu og vinda ofan af ríkisbákninu. Margt af slíku er þó enn óreynt. Illa færi, ef útkoman yrði bandalag fyrirgreiðsluforingja beggja flokkanna. Við höfum sízt efni á slíkri eyðslu nú, þegar að hefur kreppt. Það fjármagn, sem til er, verður að fá farveg til arðbærs rekstrar, sem bætir kjör þjóöarinnar. Haukur Helgason. glasabömum Á mánudagskvöldið í fyrri viku sýndi sjónvarpið ástralska mynd um tæknifrjóvganir á konum. Mörgu af því efni, sem þar var f jallað um, hef- ur áður verið frá sagt í blöðum. Sams konar tækni hefur verið iðkuð á kúm og sauðfé með góðum árangri nokkra áratugi, og minnist ég þess, að erlend dýraverndunarsamtök hafa mótmælt tæknifrjóvgun. Ekki hefur þó verið tekið mark á slíkri gagnrýni. Fyrir nokkru síðan bárust fréttir af því, að hér á landi, hefðu konur fengið þunga úr svonefndum sæöis- bönkum, og vakti þaö nokkurt umtal. Hin ástralska mynd hlýtur enn að vekja til umhugsunar, hvort leyfá eigi tæknif rjóvganir á konum. Hverjir eru foreldrarnir? Nú er það svo i íslenskum lögum, og raunar held ég í lögum flestra þjóða heims, að skorður eru settar við því, að náin skyldmenni eigi böm saman. Ráða þar bæði siðfræðilegar og erfðafræðilegar forsendur. Þessi lög hafa það í för með sér, að nauð- synlegt er f}rir menn að vita eitt- hvað um uppruna sinn, a.m.k. er nauðsynlegt, að setja reglur um, að menn ljúgi ekki vísvitandi um ætt og uppruna. Vandamál þessu tengd hafa komið upp tengd ættleiöingum. Er frægt mál úr Svíþjóð, að systkin voru alin upp sitt á hvorum staðnum, og vissi hvorugt af hinu. Þau hittast síðan ókunnar manneskjur og fella hugi saman. Þau eignast saman bam, og ætla að giftast, en þá kemur hið sanna í ljós. Voru þau dæmd fyrir blóðskömm. Þótti mörgum það haröir kostir, en öllu alvarlegra þótti þó, að láta bömin ekki vita af því, að þau ættu systkini. Neitaði faðerni Ef mig brestur ekki minni, mun það einnig hafa komið fyrir á Norðurlöndum, að eiginmaður háfi • „Væri gaman að vita, hvort íslenska kirkjan hefur mótað afstöðu um þessi mál, og þá jafnframt, hvort hún hefur gert til- lögur umlöggjöf.” Grein þessi er skrifuð í kjölfar skrifa Jónasar Bjamasonar efna- verkfræðings í DV miðvikudaginn 15. júní. Hann fjallar þar um stóriðju- mál og bendir á þekkingarleysi kvennalistanna í þeim efnum. Jónasi virðast skrif kvennalistanna gegn stóriðju vera undir áhrifum frá villu- kenningum kommúnista eins og hann orðar það. Stóriðjumál eru mikilvæg. Þess vegna er rétt að reifa þauörlítið. Hvað er stóriðja? Þegar talað er um stóriðju, er þá átt við rekstarformið, þ.e. stórt í sniðum, stórt fyrirtæki eða vísar stóriðja til hvers eðlis iðjan er, þ.e. hvað er framleitt og hvernig þaö er gert? Höfuðmáli skiptir hvor skil- greiningin er notuð þegar ræða á um kosti og galla stóriðju. Ef átt er við hið fyrmefnda (stóra iðju) þegar talað er um stóriðju þá er ljóst að hugtakið stór í þessu sambandi er af- stætt. Það sem er stórfyrirtæki á Is- landi er ef til vill smáfyrirtæki eriendis. Stærð fyrirtækis er ekki höfuðatriði þegar rætt er um stóriðju heldur snýst spumingin fremur um hvers eðlis iðjan er. Hvers konar iðja er stóriðja? Orkufrek, fjármagnsfrek, tækni- frek, umfangsmikil og frek á um- hverfi. Orkufrek vegna þess að stór- iðja snýst um efnaiðnað sem krefst mikillar orku. Unnin eru ákveðin efnasambönd úr náttúrunni. Þessi efnasambönd finnast ekki í hreinu og einangruðu formi í náttúrunni sjálfri. Dæmi um þetta er t.d. ál- vinnsla. Alið sem slíkt finnst ekki í náttúrinni heldur er það unnið úr súr- áli. Umbreyting báxits í súrál og ál erorkufrektferli. F jármagnsfrek vegna þess að stór- iðja byggir á flóknum umbúnaöi og tækjakosti. Bæði mannvirki, tæki og starfsfólk krefst mjög sérhæfðrar og tæknilegrar þekkingar. Stærð stóriðju skiptir talsverðu máli. Stærðin skiptir aðallega máli í tengslum við ýmsa aöra þætti svo sem mikla orkunotkun og gífurlega fjárfestingu. Stóriðja þarf að vera stór: I fyrsta lagi til þess að koma fyrir þeim búnaöi sem starfsemi hennarbyggirá. I öðru lagi til þess aö geta framleitt nægilegt magn svo hún geti staöið undir tilkostnaði. Það borgar sig ekki að byggja upp stóriöjuver ef framleiða á lítið magn af einhverri vöru. Tilkostnaðurinn er alltof mikill. Það er því stóriðjunni lífs- nauðsynlegt að vera sem stærst og framleiða sem mest til þess aö standa undir sjálfri sér, að ekki sé talað um ef iðjan á auk þess að skUa arði. Jónas segir í grein sinni að stór- iðja notfæri sér stærðarhagkvæmni. Stór iðja er ekki endUega hag- kvæmari en smáiöja. Það fer algjör- lega eftir því hvað framleitt er hvort hagkvæmara er að hafa fyrirtæki Guðrún Einarsdóttir stór eða smá í sniðum. Orkufrekur iðnaður krefst þess að iðjan sé stór vegna þess hvers eðlis hún er. Stóriðja er þess eðlis að hún byggir á miðstýrðum framleiðsluháttum. Vegna mikU tUkostnaðar og sér- hæfingar er stóriöja mjög ósveigjan- legt fyrirbæri. Hún er sett upp meö framleiðslu einhvers ákveðins efnis í huga. Ekki er auðvelt að breyta verksmiöjunni þannig að framleiða megi eitthvað annað í staðinn sem meiri þörf er á. Linurnar eru lagðar í byrjun í smáatriðum og ekki er auðvelt að bregða út af. Má líkja stóriðjuverum við miðstýrt skrif- stofuveldi þar sem flókið kerfi, tU- kostnaður og sérhæfing kemur í veg fyrir sveigjanleika og breytanleika. Mestur hluti orkunnar fer i að halda þessu dýra og flókna kerfi gangandi. Hvernig kerfið kemur svo að notum við hinar margvíslegustu aðstæður sem skapast er svo annað mál. Hvað á t.d. að gera við dýrt álver þegar eftirspurn eftir áli minnkar eða er þegar fuUnægt? — Hvenær verður það? — Þegar umhverfisröskunin er orðin óþolandi? — Þegar eitthvert annað efni en ál feUur betur að lífs- stU okkar? — Hvenær verður það? — Hvers konar áhættu erum við að taka með hinni eða þessari stóriðj- unni? Stóriðja er „frek á umhverfið”, það að leggja undir sig stórt landsvæði vegna umfangs stóriðju- versins er aukaatriði á móts viö hitt að hún mengar. Stóriðja mengar ekki vegna þess hve hún er stór heldur fremur vegna þess hvað hún framleiðir. Ef fjárhagsleg sjónarmið eru ein- göngu látin ráða og menn vUja setja upp orkufrekan iðnað vegna þess að hann selst þá er ljóst að koma verður á fót stórum stóriðjuverum tU þess að arðurinn verði umtalsveröur. Eins er því farið með iönaö sem ekki er orkufrekur ef gróðasjónarmiðin eru aUsráðandi. Þá skiptir lika öUu máU að hafa fyrirtækin sem stærst og framleiða sem mest. Gróöi er í sjálfu sér þó ekki af hinu iUa. Máli skiptir hvemig hann er fenginn og hverjum hann kemur tU nota. Hugsanlegur fjármagnsgróöi af stór- iöju er dýrkeyptari en annar gróði vegna þess hverjar afleiðingar stór- iðju eru. Afleiðingar stóriðju Stóriðja er áhættumikU hvað snertir fjárhag, orku og síðast en ekki síst umhverfi. Mengun, byggða- röskun, atvinnuuppbygging og heilsufar eru allt þættir sem skipta máU varðandi stóriðju. Mengun umhverfis er óhjákvæmileg þegar um efnaiðnað er að ræða. Hvaða langtímaáhrif hef- ur hún? Er gætt nægUega að slíkum þáttum þegar stórið juver eru byggð? Stóriðjan hefur oft í för með sér byggðaröskun, hún mótar atvinnu- uppbyggingu og stýrir orkunotkun. Vegna þess hve mikU orka og fjár- magn fara í uppbyggingu stóriðju þá kemur það í veg fyrir að hægt sé að byggja upp á öðrum stööum samtím- is og ekki síst að hægt sé að byggja upp aðra þætti atvinnulífs á sama stað. Hér komum við aftur aö ósveigjanleikanum sem verður óhjá- kvæmilega afleiðingin þegar við er- um með svo dýrt og sérhæft fyrir- bæri í höndunum sem stóriðja er. Stóriðja veitir ekki atvinnu í sam- ræmi við tilkostnaö. Vert er að íhuga tegund atvinnu og framleiðslu sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.