Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR 24. JtJNl 1983. 15 Lesendur Lesendur Kissaödáendurnir vilja helst af öllu fá Kiss á næstu Listahátíð en til vara stinga þeir upp á að Kissinyndin verði endursýnd í kvikmyndahúsi eða í sjónvarpi. Kissmyndina í sjónvarp FÖSTUDAGSKVÖLD í Jl! HÚSINUI i Jl! HÚSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 10 í KVÖLD ra' KYNNIIMGARVERÐ Á KODAK-FILMUM FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTA MATVÖRUR FATNAÐUR -----------3..... RAFLJOS húsgögn á markaðsverði reiðhjól Allt fyrir útigrillið 5í[JfnKJ Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála /A A A A A A *- k □ cgö: cjeu'].i ii_eicscljíj ' inaj\\ utjpgj-n^ lUHnunilHHilÍllllh. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 SK ogÞS skrifa: Ég vildi koma fram þeirri ósk að fá bandarísku þungarokkshljómsveitina KISS á listahátíð ’84. Það væri miklu viturlegra heldur en að fá Duran Duran, Culture Club og fleiri svoleiðis nýrómantíkhljómsveitir. Væri ekki hægt að endursýna KISS bíómyndina sem var sýnd í Austur- bæjarbíói fyrir nokkrum árum. Ef Austurbæjarbíó gæti það ekki mætti sjónvarpið þá ekki sýna hana ? Hljómsveitina skipa: Gene Simmons, bassi og söngur, Paul Stanley, gítar og söngur, Eric Carr trommur og Vinnie Vincent sólógítar. Farangur týndist — hver er ábyrgur? Sóley Loftsdóttir hringdi: Sonur minn stundaði nám i Reyk- holtsskóla í vetur. Er hann hélt frá Reykholti til Reykjavíkur 16. maí í vor, með rútu, gerðist það að taskan hans hvarf úr rútunni. I töskunni voru allir þeir hlutir sem hann hafði með sér í skólann, öll hans föt, tölva og margt fleira verðmætt. Ef einhver hefur tekið töskuna í misgripum er sá hinn sami beðinn um að koma henni til BSI. Verðmæti þess sem drengurmn tap- aði er eflaust ekki undir 35 þúsund krónum og er þetta gífurlegur skaði fyrir hann. Mér er spurn, hver er ábyrgur fyrir þessu? Er ekki augljóst að sérleyfis- hafinn beri ábyrgð á farangri sem hann flytur? Mér þætti vænt um að fá svar við þeirri spurningu. Hver ber ábyrgðina þegar taska týnist í langf erðabif reið? INNLENT FERÐABLAÐ FYLGIR Á MORGUN EFNISYFIRLIT: Inter: Bílaleiga Akureyrar, flug og bíll. 4X4: Ferðaklúbburinn 4X4, fjórhjóladrifsbílaeigendur. Jeppi: Viðtal við hjón sem hafa ferðast um óbyggðir á jeppa. Reykjanes: Skemmtilegar akstursleiðir yst á Reykjanesi. Þórsmörk: Þórsmörk — Ferðamannaparadís. Malarvegir: Skemmdir á bílum vegna steinkasts og varnir gegn því. Útivist: Sagt frá ferðaprógrammi sumarsins. Hestaferð: Sagt frá ferðum á hestum sem boðið er upp á. Útsýnisflug: Skoðunarferðir með litlu flugfélögunum. Sæluhús: Um sæluhús Ferðafélagsins. Akureyri: Ferðafélag Akureyrar, sagt frá starfseminni. Ferðafélagið: Sagt frá ferðum og starfsemi Ferðafélags íslands. Hengillinn: Sagt frá útivistarsvæðinu umhverfis Hengilinn. Leiga: Sagt frá íslensku hestaleigunni sf. Edduhótel: Sagt frá Edduhótelum og þjónustu þar. Lögmál: Umgengnisreglur fyrir ferðamenn. Sagt frá búnaði sem Gísli Jónsson hf. býður fyrir ferðalög. Veitingar: Sagt frá matsöluhúsum í Reykjavóí. Gisting: Hótel Loftleiðir, ódýr hótelgisting í Reykjavík. Tjald: Sagt frá útleigu á viðlegubúnaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.