Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Blaðsíða 26
DV. FÖSTUDAGUR24. JtJNl 1983. 34 Andlát Þóröur Þorsteinsson á Sæbóli er látinn. Hann var fæddur 29. mars 1902 í Vigur við Djúp. Foreldrar hans voru Jensína Guömundsdóttir og Þorsteinn Olafs- son. Þórður lauk fiskimannsprófi frá' Stýrimannaskólanum eftir eins vetrar skólagöngu og stundaöi sjóinn um skeiö. Eftirlifandi eiginkona Þóröar er Helga Sveinsdóttir. Þeim varð fjög- urra bama auöið. Árið 1936 stofnuðu þau hjónin nýbýlið Sæból. Þar komu1 þau upp gróðurhúsum og stofnuðu síðan blómaverslun þar. Þórður var hreppstjóri í Kópavogi árin 1948—55, og i hreppsnefndinni sat hann um ára- bii fyrir Alþýðuflokkinn. Otför hans verður gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 13.30. Anna Johannessen er látin. Hún fæddist á Seyðisfirði 2. nóvember árið 1900. Foreldrar hennar voru hjónin Jósefina Lárusdóttir Blöndal og Jóhannes Jóhannesson. Anna giftist Haraldi Johannessen, en hann lést árið 1970. Þeim hjónunum varð þriggja barna auðið. Anna var ein af sto&i- endum félags austfirska kvenna í Reykjavík og var hún varaformaður frá 1942—1966 og formaður frá 1966— 1978. Hún var kjörin heiöursfélagi í félaginu á 75 ára afmælisdegi sínum 2. nóvember 1975. Otför hennar var gerð frá dómkirkjunni í morgun kl. 10.30. Valgeir Bjömsson lést 16. júní sl. Hann fæddist að Dvergasteini við Seyöisfjörð 9. september 1894. For- eldrar hans voru séra Björn Þorláks- son og Björg Einarsdóttir. Valgeir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1913 og byggingarverkfræð- ingur frá Polyteknisk Læreanstalt 1921. Árið 1924 varð Valgeir bæjarverk- fræðingur og lóöaskrárritari hjá Reykjavíkurborg og hélt því embætti til ársins 1944 er hann tók við starfi hafnarstjóra, en þvi starfi gegndi hann uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í febrúar 1965. Eftirlifandi eigin- kona hans er Eva Thomasardóttir. Þeim varð f jögurra barna auðið. Otför Valgeirs verður gerð frá Dómkirkj- unni i dag kl. 13.30. Eiríkur Jónsson er látinn. Hann fæddist í Prestbakkakoti 8. september 1891. Foreldrar hans voru hjónin Hall- dóra Eiríksdóttir og Jón Einarsson. Eiríkur kvæntist Elínu Einarsdóttir. Voru þau fyrst í húsmennsku í Hruna en síðar byggöu þau sér þar bæ. Þau eignuðust eina dóttur. Arið 1947 flutt- ust þau hjónin til N jarðvíkur. Elín and- aðist 14. febrúar 1969. Seinustu miss- erin dvaldi Eirikur á Sólvangi. Otför hans verður gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag kl. 15.00. Gústaf Loftsson lést 13. júni sl. Hann var fæddur 9. október 1891 í Kolabæ í Fljótshlíð, sonur Lofts Loftssonar og Sigríðar Bárðardóttur. Gústaf kvænt- ist Svanhvíti Sigurrós Samúelsdóttur, en hún lést árið 1961. Þeim fæddist ein dóttir en ólu upp þrjú fósturböm. Arið 1940 fluttustu þau hjónin að Kjóastöð- um til dóttur sinnar og tengdasonar. Síðastliöið ár dvaldi Gústaf hjá dóttur- syni sínum í Hveragerði. Otför hans verður gerð frá Haukadalskirkju í dag. Björgvin Bjamason útgerðarmaður, Flókagötu 69, Reykjavík, lést í sjúkra- húsi í Danmörku 6. júní sl. Otför hans hefur farið fram í kyrrþey að eigin ósk. Eiríkur Ingimundarson, Tunguvegi 12 Njarðvík, lést af slysförum 20. júní sl. Jarðarförin fer fram frá Innri-Njarð- víkurkirkju föstudaginn 24. júní kl. 15. Guðrún Jóhannsdóttir frá Frambæ, Eyrarbakka, Hófgerði 18 Kópavogi, er lést 14. júní, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 25. júníkl. 14. Ágústa Kristin Sigurbjömsdóttir frá Höfn Homafirði, til heimilis að Hjarð- arslóö 3D Dalvík, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 25. júní. Tilkynningar Orlofsdvöl húsmæöra í Garðabæ verður á Laugarvatni vikuna 11.—17. júlí. Nánari upplýsingar gefur Kolbrún Lorange í sima 42526 eftir kl. 19.30 á kvöldin. Kvenfélagið Seltjörn minnir á ferð með eldri bæjarbúum austur í Fljótshlið 25. júní. Lagt af stað kl. 11 frá fé- lagsheimilinu á Seltjamamesi. Útivistarferðir Símsvari: 14606. Sumarleyfisferð nr. 1. Við Djúp og Drangajökul. Jónsmessuferð 23.-26. júní. Fuglaparadísin Æðey. Kaldalón og Möngufoss. Drangajökulsganga ef vill. Góðgisting. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför litlu dóttur okkar ALDÍSAR ÓSKAR, Garðavegi 6, Keflavík. Berglind Ósk Sigurðardóttir, Guðmundur Hilmarsson. í gærkvöldi í gærkvöldi SMEKKLAUST LEIKRIT Eg held að enginn ætti að geta kvartaö yfir því að dagskrá útvarps- ins í gærkvöldi hafi ekki verið fjöl- breytt. Þar var sannarlega eitthvað fyrir alla, sígild tónlist og létt, leik- rit, gamanþáttur og ljóö með ævi- sögubroti. Hvað vilja menn fleira? Eg verð þó að játa það á mig að eftir kvöldfréttirnar, sem ég hlustaði vandlega á, steinsofnaði ég út frá allri þessari fjölbreytni. Undanfam- ar „haust”rigningar hafa þau áhrif á mig að ég gæti sofið allan sólarhring- inn. Eg missti því af þætti þeirra Auðar og Valdísar. Fyrri þættir þeirra stallnanna hafa verið nokkuð misjafnir. Oft hef ég hlegið svo að ég var komin með í magann. En stundum varla brosað. Þeir sem hafa verið það sem af er þessu sumri hafa því miður fallið í síðari flokk- inn. Ánnað hvort er ég farin að tapa kímnigáfunni eða þeim farið að förlast. Eg vaknaði nógu snemma til að heyra leikrit um tvo kokkálaöa eigin- menn sem ætluðu að fremja sjálfs- morð. Sérlega smekklaust útvarps- efni, fannst mér. Leikritiö var lfka' allt hiö undarlegasta. Elisabet Erlingsdóttir söng að því loknu. Enn vil ég ítreka þá kvörtun mína að söngvarar og hljóðfæraleik- arar em ekki kynntir áður en þeir byrja að miðla list sinni. Kannski má segja að Elísabetu þurfi ekki aö kynna. En þetta ætti að vera föst regla því sífellt er nýtt fólk að byrja að hlusta og mér finnst það almenn kurteisi af útvarpinu að kynna þá sem það hleypir inn á hvert heimili. Jafnvel þó ætla megi að gestgjafar þekki eitthvað til gestanna. Elísabetu fylgdi tónlist af léttara taginu og síðan fréttir. Engar nýjar fréttir heyrði ég frá því úr 7 fréttun- um. Kannski ekkert hafi gerst í heiminum á þeim tíma. Hjálmar Olafsson var í lokin með dagskrá um Stein Steinar . Ljúf og f alleg dagskrá í tónum og tali. Eg má til með að fara ögn út fyrir efnið og að hinum ríkisf jölmiðlinum. Mig langar að lofa tvennt og lasta eitt. Lofið hljóta þeir Halldór og Ari Trausti fyrir öldungis alveg frábæra jarðfræöiþætti. Mér finnst að þegar þeim er öllum lokið ætti sjónvarpið aö leggja undir þá heilan laugardag og sýna alla saman fyrir þá sem misst hafa þátt og þátt úr. Þeir eru sannarlega þess virði. Hitt lofsverða atriðið eru auglýsingar um bætta umferð. Meira af slíku. Lastið hljóta allir þeir sem syngja á okkar ylhýra máli um kattamat, málningu, pakkamat og kartöflur. Þetta er hreint að segja ömurlegt. -DS. Ferðafélag íslands Helgarferðir 24.-26. júní: 1. Hagavatn—Jarlhettur—Geysir. Gist í sæluhúsi við Hagavatn. Gönguferðir með far- arstjóra, Tryggva Halldórssyni. 2. Þórsmörk. Gist í sæluhúsi. Gönguferðir með fararstjóra. ATH.: Miðvikudaginn 29. júní verður fyrsta ferðin fyrir þá, sem óska að dvelja milli ferða í Þórsmörk. Leitið upplýs- inga á skrifstofunni og kaupið farmiða í ferð- irnar. Sumarleyflsferðir í júní og byrjun júlí: 23.-26. júní (4 dagar): Þingvellir—Hlöðu- vellir—Geysir. Gönguferð með viðleguútbún- að. Gist í húsum/tjöldum. 1.—10. júlí (10 dag- ar): Hvítámes—Þverbrekknamúli—Þjófa- dalir. Gönguferð. Gist í húsum. 1 þessari ferð verður farið í Karlsdrátt, gengið á Hrútfell, Fjallkirkjuna og víðar. Homstrandir: 2.-9. júlí (Bdagar): Homvík—Homstrand- ir. Gist í tjöldum. Gönguferðir frá tjaldstað með fararstjóra, Gísla Hjartarsyni. 2.-9. júlí (8 dagar); Aðalvík—Homvík. Gönguferð m/viðleguútbúnað. Fararstjóri: Hjalti Kristgeirsson. 2.-9. júli (8 dagar): Aðalvík—Hesteyri. Gist í tjöldum og famar dagsferðir um ná- grennið. 2.-9. júli (8 dagar); Borgarfjörður eystri — Loðmundarfjörður. Flogið til Egilsstaða, þaðan með bíl tU Borgarf jarðar. Gist í húsum. Fararstjóri: Tryggvi Halldórsson. Leitið upp- lýsinga um nánari tilhögun ferðanna á skrif- stofunni, öldugötu 3. Ferðafélag Islands. Dagbúðir skáta vifl Lækjarbotna verða ekki I sumar stóð til að starfrækja dagbúðir uppi í Lækjarbotnum. En af þeim verður ekki (í sumar). Er það vegna mikilla krafna sem við gátum ekki orðið við fyrir tiltekinn tíma. Haldið verður áfram i sumar að koma skála og umhverfi í fullkomið ástand fyrir næsta sumar. Og verður þá stefht að því að opna búðimar í júní næsta sumar. Dregifl í Lands- happdrætti Sjálfstæðis- flokksins Síðastliðinn laugardag var dregið í Lands- happdrætti Sjálfstæðisflokksins hjá borgar- fógetanum í Reykjavík. Dregið var um 26 ferðavinninga til ýmissa landa og komu upp eftirtalin vinningsnúmer: 1. Nr. 86841 14. Nr. 85628 2. Nr. '71092 15. Nr. 25696 3. Nr. 66889 16- Nr-59431 4. Nr. 84846 17. Nr. 2230 ' 5. Nr. 91244 18. Nr. 78557 6. Nr. 34161 19. Nr. 60323 7. Nr. 80605 20. Nr. 5416 8. Nr. 70127 21. Nr. 60753 9. Nr. 18193 22. Nr. 72452 10. Nr. 60715 23. Nr. 69610 11. Nr. 41583 24. Nr. 7240 12. Nr. 86887 25. Nr. 64974 13. Nr. 81522 26. Nr. 12236 Handhafar ofangreindra vinningsmiða framvísi þeim í skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins, Valhöll, Háaleitisbraut 1. 50 ára er í dag, 24. júní, Bragi Þórðar- son bókaútgefandi, Dalbraut 17 á Akranesi. Ibúi iKambaseH: Nýju trjáplönturnar hans étnar niður í nótt Helstu verkefni Arnarflugs árifl 1982 — Helstu verkefni flugfélagsins Arnarflugs á árinu 1982 voru þessi: — Áætlunar- og leiguflug innanlands. Fluttir voru rúmlega 28 þúsund farþegar og um 180 tonn af vörum. — Áætlunarflug til Amsterdam, Diisseldorf og Ziirich. Fluttir voru rúmlega níu þúsund farþegar og rúm 60 tonn af vörum. — Leiguflug milli Isiands og annarra landa. Fluttir voru um 23 þúsund farþegar og um 40 tonn af vörum. — Leiguflug fyrir Britannia Airways í Bret- landi. Fluttir voru um 32 þúsund farþegar, aðallega milli Bretlands og sólarlanda. — Leiguflug fyrir Libyan Arab Airlines í Libýu frá Irlandi, Belgíu og víðar úr Evrópu. Flutt voru rúmlega 15 þúsund tonn af vörum, einkum matvælum. Þá flaug Amarflug einnig einstakar ferðir eða í stuttan tíma fyrir önnur flugfélög, þ.á m. Flugleiðir, Braathens í Noregi, Air France, Redcoat Air Cargo og Air Gabon. Yfir háannatímann hafði félagið tíu flug- vélar í rekstri: Tvær Boeing 707 vöruflutn- ingaþotur, eina Boeing 720 farþegaþotu, eina Boeing 737 fárþegaþotu, eina Lockhead Electra vöruflutningavél og til innanlands- flugs voru notaðar tvær Twin Otter flugvélar, ein Piper Cheyenne flugvél, ein Piper Chieftain flugvél, sem síðan var skipt fyrir nýja Cessna 402 flugvél, og ein Cessna Conquest skrúf uþota sem leigð var inn um há- annatímann. Starfsmenn félagsins voru í árslok 1982 90 talsins en höfðu verið nokkuð á annað hundrað um sumarið. Heiidarlaunagreiðslur námu um 23 milljónum króna. „Veiðþjófar” á ferð við Elliðaár Nokkrir piltar voru gómaöir við veiðar án leyfis í Elliðaánum um klukkan hálfníu í gærkvöldi. Piltarnir voru meö fremur frum- stæðan útbúnaö við veiðar sínar, sem voru undir Höfðabakkabrúnni. Ekki höfðu þeir gert sér nægilega grein fyrir að veiðar þeirra voru bannaðar. Veiðarfærin voru ekki gerð upptæk ogaflivar enginnsvovitaðsé. -JGH. Hross og kindur gera íbúum í Árbæn- um og Seljahverfi í Breiðholti lífið leitt vegna átroðnings og skemmdarverka í görðum þeirra. Nú síðast í morgun þegar einn íbúi í Kambaselinu vaknaði höfðu kindur Eftir tiltölulega fáa árekstra að undanfömu í Reykjavík fór árekstra- talan nokkuð upp á viö í gær en þá urðu alls 27 árekstrar. 1 einum þeirra var um meiðsl á fólki að ræða. Það var í árekstri, sem varð á gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar, I gær fór aftur að þykkna í lofti í Bela Crkva eftir nokkurra daga heiðrík ju og skipti engum togum að baráttuandinn efldist að nýju við skákborðin og jafn- teflumfækkaði. Islensku strákarnir áttu geysigóðan dag. Jón L. Arnason hafði svart gegn Insam frá Austurríki og tefldi Ben-Oni vörn. Austurríkismanninum varð smá- vegis fótaskortur í byrjunarfræðunum og neyddist til þess aö láta skiptamun til að létta á stööunni en þá varð Jóni hægur eftirleikurinn og sigraði örugg- lega. étið niður tré sem hann hafði nýlega plantaö. , Eins og DV hefur skýrt frá háfa hross og kindur valdið verulegu tjóni í görðumþessarahverfaívor. -JGH. rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Þar rákust á tveir bílar og voru farþegi og ökumaður í öörum þeirra fluttir á, slysadeild Borgarspítalans. DV er ekki kunnugt um hve meiðsli þeirra eru mikil. Annar bílanna er mikið skemmdur. -JGH. Margeir Pétursson vann griska alþjóðlega meistarann Skembris án mikillar fyrirhafnar, Karl Þorsteins og Elvar Guðmundsson unnu sínar skákir og Jóhann Hjartarson lækkaði rostann í efsta manni mótsins, júgóslavneska stórmeistaranum Rakic. Hafði Jóhann hvítt og náði betra tafli en tókst þó ekki að knýja fram vinning og sömdu kepp- endur þá um jafntefli. Eftir sex umferðir eru Rakic og Martinovic efstir meö 5,5 v. en fast á hæla þeim koma Jón L., Margeir og Jóhann meö 5 v. -BH. Árekstrum fjölgar: Næstum þrjátíu árekstrar í gær Skákmótið íBela Crkva: JÓHANN LÆKKAÐI ROSTANN í RAKIC

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.