Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR24. JUNI1983. HUNDRAÐ ÍSLENDINCr AR í PÍLAGRÍMAFLUG —Flugleiðir verða með eina Júmbóþotu ogþrjáráttur Beðiö er eftir staðfestingu stjóm- valda í Alsír á stórum samningi um pílagrímaflug sem Flugleiðir hafa gert við Air Algérie. Samningurinn hljóðar upp á um tíu milljónir Bandaríkjadala. Samningurinn nú er að stærð svipað- ur þeim í fyrra, sem var sá allra stærsti pílagrímasamningur sem Flug- leiðir höfðu þá gert. Gert er ráð fyrir að 35 þúsund pílagrímar verði fluttir frá Alsír til Jedda og til baka á tímabil- inu frá 23. ágúst og fram í miðjan október. Flugleiðir munu þurfa aö taka á leigu tvær þotur frá SAS meö áhöfnum, Boeing 747 og DC-8. Félagið hyggst auk þess nota tvær af eigin DC-8 þotum til flugsins. Er búist við að um eitt hundraö Islendingar muni starfa við þetta verkefni. Flugleiðir hafa tekið að sér flug með pílagríma á hverju ári frá 1975. Félag- ið hefur tekið að sér stærra verkefni með hverju árinu. Er nú svo komið að þetta flug er orðið verulegur hluti af heildarstarfseminni. -KMU. Upprennandi knapi i jafnvægisæfingum. Reiðnámskeið og iþróttamót — adSigmundastööumHálsasveit Reiðnámskeið fyrir alla aldurs- hópa hafa staðið yfir í júní að Sig- mundastöðum i Hálsasveit. Krakkar, 8—12 ára, æföu jafn- vægisæfingar, fengu tilsögn í gerði við stjómun og ásetu, stunduöu út- reiðarauk íþrótta og leikja. Almennt námskeiö Reynis Aðal- steinssonar til undirbúnings Iþrótta- móts Faxa sóttu 30 Borgfirðingar. Dagana 17.—18. júní var haldið iþróttamót aö Sigmundastööum í 3ja sinn. Þar var boöiö upp á léttari keppnisgreinar, 4 gangtegundir og tölt fyrir lítt þjálfaða hesta og knapa. Ný keppnisgrein var á mótinu sem talin er henta öllum aldurshópum og flestum hestum. Riðin er ákveðin vegalengd og menn leysa þrautir á leiðinni sem koma fyrir i útreiðum og daglegri umgengni við hestinn. Einungis er dæmt hvort þrautin er leyst eða ekki. Kvöldskemmtanir hafa verið haldnar í tengslum við þessi mót. Þeir sem vilja hafa farið ríðandi frá mótsstað á dansleik. Að Sigmunda- stööum verða tjaldstæði og matur á boðstólum ef óskað er. -ÞR, Amheiðarstöðum. Boemg 474 þotan sem Flugleiðir tóku á leigu í fyrra vegna pilagrimaflugsins. Þotan er við hina glæsilegu flugstöð i Jedda, sem byggð er fyrir olíugróða Saudi- Arabíu. Myndin er úr tímaritinu Flug. Hana tók Ólafur Bragason. Tfu ár frá goslokum íEyjum: Flotaforíngjamessa frumflutt i Eyjum Frá Friðblrni Ó. Valtýssyni, frétta- ritara DV í Vestmannaeyjum: Kór Landakirkju í Vestmannaeyjum ásamt einsöngvurum og hljóðfæra- leikurum úr Sinfóníuhljómsveit Is- lands frumflytur Nelson-messu eftir þýska tónskáldið Joseph Haydn 3. júli næstkomandi, en þá eru liðin tíu ár frá því gosinu lauk hér í Heimaey. Landakirkjukórinn er skipaöur 40 söngvurum. Einsöngvarar verða þau Sigríður Gröndal, Anna Júlíana Sveinsdóttir, Siguröur Björnsson og Geir Jón Þórisson. Stjórnandi verksins erGuðmundur H. Guðjónsson. Að söen Kristínar Georgsdóttur, eins forsvarsmanns kórsins, hefur undir- búningur staðið yfir frá því í september síðastliönum. Æft hefur verið af krafti. Og nú í lokin á hverju kvöldi fram að flutningi verksins. Már Magnússon söngkennari hefur Að- stoðað við raddþjálfun. Nelson-messan er tileinkuð hinum fræga enska flotaforingja, Horatio Nelson, sem uppi var á síðari hluta átjándualdar. „Eg tel að flutningur þessa tónverks verði hápunkturinn á hátíðahöldum okkar eyjaskeggja, er við minnumst þess, að tíu ár eru liðin frá goslokum,” sagðiKristínGeorgsdóttir. -JGH Kór Landakirkju. Undirbúningur messunar hefur staðið frá því síðastliðið haust. TÓLFDAGA USTAVAKA íSTRANDASÝSLU — leikhús, upplestrar tónlist, myndlist o.fí. Tólf daga listavaka stendur nú yfir í Strandasýslu. Hófst hún 19. júní, þegar Hjördís Hákonardóttir sýslumaður opnaði myndlistarsýningu 11 kvenna á Hólmavík. Flutti sýslumaður ávarp, en Kristín Bjamadóttir leikkona las frumort Ijóð. Konumar sýna vefnað, grafik og leirlist. Hildur Hákonardóttir vefari valdi verkin og setti sýninguna upp. Flesta daga er eitthvað á boðstólum einhvers staðar í sýslunni. Þær Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari hafa haldiö tónleika i Trékyllisvík og aö Sævangi við Steingrímsfjörð. I kvöld verður efnt til Jónsmessu- brennu á Hóimavík og leikhús frá Reykjavík, Svart og sykurlaust, skemmtir við bálið. A morgun fara leikararnir í Arneshrepp og skemmta þar. A sunnudag veröa þeir á Laugar-' hóli í Bjarnarfirði. Sama kvöld koma þeir aftur til Hólmavíkur og verða með fullorðinsefni á skemmtun í félags- heimilinu. Meginkjami þeirrar skemmtunar verður þó flutningur Bergþóru Ámadóttur visnasöngkonu á frumsömdu efni. Leikhúsið Svart og sykurlaust lýkur hringferð sinni um Strandasýslu með viðkomu á Borðeyri kl. 16ámánudaginnkemur,27 júní. Það sama kvöld verður bókmennta- dagskráin. Ragnhildur fær að fljóta með frumflutt í samkomuhúsinu Ar-' nesi í Trékyllisvík. Efniö er einvörð- ungu ljóð og sögukaflar eftir konur sem ungt listafólk búsett í sýslunni hefur valið og flytur. Listafólkið er frá bæjunum Svanshóli og Bakka í Bjarnarfirði og höfundarnafnið er „Svansbakkablandiðafhjúpar....” „Ragnhildar-dagskráin verður endurtekin á Borðeyri þriðjudags- kvöldið 28. júní og flutt í þriðja og síð- asta sinn við slit listavökunnar á Hólmavík fimmtudaginn 30. júní. I tengslum við vökuna verða ís- lensku kvikmyndimar A hjara veraldar og Með allt á hreinu, enn- fremur norska bamamyndin Pabbi, mamma, böm og bíll, sýndar öðru hvom á Hólmavík. -IHH A listavöku Strandamanna er margt gert fyrir yngstu kynslóðina. Þessi mynd var tekin í hittifyrra, þegar börn frá Drangsnesi fögnuðu Vigdisi Finnbogadóttur forseta, en hún opnaði lisiavöku Strandamanna 1981. DV-mynd: Gunnar öra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.