Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Síða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 24. JUN! 1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bretland: Var fall Lak- ersöðrum flugfélögum að kenna? Bandarikjaþing hefur brotið stjórnarskrárlög á forsetanum að mati hæstaréttar. Þingiö hefur brot- /ð lög á forsetum Tímamótaúrskurður hjá hæstarétti Bandaríkjanna Búist er viö að bresk stjórnvöld muni banna tveim breskum flugfélögum að taka þátt í rannsókn bandarískra stjómvalda á tildrögum gjaldþrots Lakers flugfélagsins. Rannsóknin í Bandaríkjunum beinist aö því hvort flugfélög hafi bundist samtökum um undirboð á flugfargjöldum til þess að koma flugfélagi Sir Freddie Lakers á hausinn. Ekki er búist við öðru en bresku flugfélögin tvö, F.ritish Airways og British Caledonian, bregðist vel við banni breskra stjórnvalda en umsjón- armenn með þrotabúi Laker flugfé- lagsins hafa ásakað þessi tvö flugfélög um sama glæp. Umsjónarmenn þrota- búsins hafa höfðað mál á hendur flug- félögunum tveim og fjórum öðmm vegna þessa máls og fara fram á 900 milljón doUaraskaðabætur. Bann breskra stjórnvalda byggist á lögum um verndun verslunarhags- muna sem sett voru 1980, eftir að bandarískir dómstólar fóm aö sekta erlend fyrirtæki samkvæmt bandarísk- um lögum um auðhringamyndanir. Bandarískum þingmönnum brá heldur í brún í gær þegar hæstiréttur úrskurðaði aö um 50 ára bil hefðu þeir brotið stjómarskrárlögin með því að beita neitunarvaldi gegn forseta- ákvörðunum þegar skoðanir rákust á. V arö uppi fótur og f it meöal þingliðsins til þess að undirbúa breytingar á lög- unum. Þessi hæstaréttardómur þykir hinn mikilvægasti og í ljósi hans getur þingið til dæmis ekki kallað Banda- ríkjaher heim frá átökum erlendis ef forsetinn hefur teflt hemum fram þótt Bandaríkin séu ekki opinberlega í styrjöld. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu, að það stangaðist á við stjómar- skrána aö þingið samþykkti lög sem legðu forseta og stjórnarstofnunum í hendur völd sem þingið síðan aftur skerti með neitunarvaldi. Þessi úrskurður þykir geta snert yfir 2001agagreinar. 7 hæstaréttardómarar greiddu þessari túlkun atkvæði en 2 skiluðusér- atkvæði. Warren Burger, forseti hæstaréttar, skrif aði í greinargerð með dómnum að þingið yrði sjálft að lúta því valdi sem það hefði útdeilt öðmm. Fiðlarinn á þakinu í næstu viku verður endurvakinn á sviði í London söngleikurinn „Fiðlarinn á þakinu” og leikur þar aðalhlutverkið ísraelski leikarinn Topol sem einmitt sló í gegn í hlut- verki Tveyeh fyrir 16 árum. Topol, sem nú er 47 ára gamall, sagðist vera hreykinn af því að hafa leikið þetta hlutverk. Sýningin sem er byggð á upphaf- legu uppfærslunni verður í London í tólf vikur. Topol lék í fyrstu upp- færslunni 1967 og lék einnig aðal- hlutverkið í kvikmyndinni sem gerð var eftir söngleiknum, 1971. Sovétríkin: Vantraust á bandamönnum Kremlverjar efast svo stórlega um áreiðanleika pólska hersins, komi til stríðs í Evrópu, að ákveðið hefur verið að breyta áætlunum um liðsflutninga vestur á bóginn frá Sovétrík junum, svo þær liggi ekki um Pólland. Þessu held- ur Henry Jackson, öldungardeildar- þingmaður í Bandaríkjunum, fram en hann er meðlimur í þeirri nefnd þings- ins sem hefur með eftirlit með leyni- þjónustunni aö gera. Jackson sagði í viðtali nýlega að samkvæmt áliti Bandaríkjamanna yrðu 45% herafla Sovétmanna á landi samsettur af sveitum frá öðrum ríkj- um Varsjárbandalagsins. En í ljósi þeirra átaka sem orðið hefðu í Pól- landi, segir Jackson, geta Sovétmenn ekki búist við sliku nú. Pólland hefur yfirleitt verið álitið hliðið sem herir austurblokkarinnar myndu fara gegnum, komi til stríðs, en samkvæmt frásögn Jacksons, sem ekki vildi nefna heimildir sínar en sagði þær áreiðanlegar, munu nú áætl- anasmiðir Sovétmanna vinna að breyt- ingum á fyrirhuguðum herflutninga- leiðum, svo nú sé reiknaö með stórum krók suður á bóginn, um Tékkóslóva- kíu. Jackson sagði einnig að lykil- ástæða fyrir því að Sovétmenn vildu nú bæta samband sitt viö Kína væri sú að með því mætti flytja herafla frá landa- mærunum þar vestur til Varsjár- bandalagsríkjanna og með því treysta böndin sem binda þau við Sovétríkin. Þessar yfirlýsingar Jacksons koma í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um sundrungu innan Varsjárbandalags- ins. Einn læknanna í hungurverkfaliinu í ísrael hneig niður við skurðarboröið og sést hér kominn sjálfur í s júkrarúmið. Sjúkrahús fyllast af læknunum sjálfum Nokkrir ísraelskir Iæknar eru nú hafðir í gjörgæslu en sjúkrahúsin eru knúin til þess að vísa frá flestum sjúkl- ingum vegna læknaverkfallsins. Sumir læknamir eru búnir að vera 11 daga í hungurverkfalli. Samningaviðræöur við lækna stóðu langt fram á nótt, en heilbrigðisráð- herrann íhugar að kveða til herlaskn- ana til starfa á hinum almennu s júkra- húsum. Nær helmingur þeirra 7 þúsund lækna sem starfa á vegum þess opin- bera (utan hersins þó), er kominn í hungurverkfall til þess að fylgja eftir kröfum um 100% hækkun á byrjunar- launum (sem eru lægri en meðal- mánaðarlaun í Israel). Deilan hefur staðiö í f jóra mánuði. Einn læknanna, sem liggur í gjör- gæslu, fékk hjartakvilla upp úr föst- unni. Veröa heríögin numin iir gildi í Póllandi? Við brottförina frá Póllandi i gær skoraði Jóhannes Páll páfi á yfirvöld að leyfa verkamönnum að njóta sjálfs- virðingar og sagði að þá fyrst mundu þeir leggja sig fram við sín störf. Páfinn flaug beint til Páfagarðs frá Krakow þar sem hann lauk heimsókn sinni með einkafundi pieð Lech Walesa. Um þeirra viðræður hefur ekkert verið látið uppi en Walesa hefur boðað að hann muni í dag eða á morgun hitta blaðamenn að máli og skýra frá samræðum hans og páf ans. I Krakow hafði páfi einnig hitt öðru sinni Jaruzelski hershöfðingja, æðsta valdamann Póllands en fyrir því hafði ekki verið gert ráð. Jerzy Urban, aðaltalsmaður pólsku stjórnarinnar, lét eftir sér hafa að margt jákvætt hefði veriö við heim- sókn páfans en í sumu hefði þó ríkt skoðanamunur hjá páfa og pólsku stjóminni. Einn nánasti ráðgjafi Jaruzelski, Wieslaw Gornicki majór, sagði að stjórninni gremdist stuðningsyfirlýs- ingar páfans við Einingu og réttindi verkalýðsins. En hann sagði að heim- sókn páfans gæti greitt götu þess að herlög yrðu að fullu numin úr gildi. Nefndi hann í því sambandi, að slikt gæti komið til greina 22. júlí næstkom- andi sem er þjóðhátíðardagur Pól- lands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.