Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 24. JUNÍ1983. 9 Neytendur Neytendur Neytendur Hafa ekki fullreynt geymsluþol kjötsins — segir f ramkvæmdast jóri ísmats um hina nýju pökkunaraðferð Vörumarkaðarins „Við teljum ákaflega hæpið af þeim Vörumarkaðsmönnum að fullyrða að þeirra umbúðir séu betri en cryovac- umbúðirnar frá Ismat þar sem þeir hafa ekki fullreynt geymsluþol frysta kjötsins. Það höfum við aftur á móti gert,” sagði Gunnar Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri Ismats sf., vegna fréttar hér á síðunni um nýjar loft- tæmdar umbúðir sem Vörumarkaður- inn er nýbyrjaður að nota utan um fryst k jöt. Gunnar Páll sagði að geymsluþol frysts kjöts í cryovac-umbúðum væri mjög mikið og benti á aöSkúli Hansen, yfirmatreiðslumaöur á Amarhóli, hefði gefið lambakjöti, sem geymt hafði verið í tvö ár, sín bestu meðmæli. Cryovac pökkunaraðferðin byggir á því að kjötið er látið í þriggja laga plastpoka sem hafa sérstaklega góða vöm gegn súrefni. Pokarnir em loft- tæmdir allt niður í 20 millibör og þetta tvennt gerir það aö verkum að lítið semekkertsúrefnikemst aðkjötinu. Að síðustu sagðist Gunnar Páll vilja óska Vörumarkaðsmönnum til ham- ingju með nýju pökkunaraðferðina. Megrunarsamlokur frá Meistaranum Þeir sem em í megran hafa stundum átt erfitt með að finna hádegissnarl við sitt hæfi en nú ætti vandi þeirra að vera leystur. Þeir geta einfaldlega stokkiö « Samlokurnar fást með tvenns konar áleggi, kjúklingum og nauta- kjöti. DV-mynd: Þó. G. út í næsta söluturn og nælt sér í megr- unarsamlokur, sem lagaðar era sam- kvæmt svokallaðri Scarsdale-upp- skrift. Engum sykri eða feiti er bætt í samlokumar og þær fást meö tvenns konar áleggi, kjúklingum eða nauta- kjöti. Samlokumar eru allar með fersku salati og þær kosta 24 kr. í heild- sölu frá Meistaranum en 33,60 kr. í smásölu ef gert er ráð fyrir 40% álagn- ingu. -sa. Sjálfsali fyrir frímerkingarmiða Fyrirhugaö er í tiiraunaskyni að taka í notkun sjálfsala fyrir frímerk- ingarmiða síðar í mánuðinum. Verður sjálfsalanum væntanlega komið fyrir viö Póststofuna í Reykjavík. Sjálfsalinn er af gerðinni Frama og úr honum má fá frímerkingarmiða með ástimplaöri fjárupphæð fyrir mynt þeirri sem í hann er látin, allt að 93,40 kr. Miðarnir eru sem sagt ekki frímerki en gilda sem slik. Eru þeir límdir á póstsendingar sem um frí- merki væri að ræða. Að sögn forráðamanna Pósts og síma má búast við því aö fleiri sjálfsöl- um verði komið upp í f ramtíðinni verði reynslan af þessum góð. Tekiö skal fram að hægt verður að panta frímerkingarmiða limda á um- slög og stimplaöa með vanalegum dag- stimpli, 29. júní 1983. -sa. Sjálfsalinn verður settur upp v/O Póststofuna i Reykjavik en vonandi verður reynslan af honum það góð að fleiri verði settir upp viðs vegar um borgina. Kvartað yfir eggjum „Það er alveg vonlaust að ætla sér að borða hrá egg. Þau eru oft fúl og iðu- lega mjög gömul,” sagði kona sem leit inn hér á ritstjórnina. Hún sagðist vera orðin þreytt á þeim eggjum sem á boðstólum væru. Fyrir utan að þau væru fúl og gömul væri skurnin á þeim þaö þunn að hún brotnaði við minnsta hnjask. Oft væri hún brotin í bökkunum þegar eggin væra keypt. Eða þá að hún færi í sundur við suðu og eggin freyddu út um alla eldavél. Hluta af sökinni á þessu taldi konan eggjabændur eiga. Þeir geymdu eggin of lengi áður en þau væra send á markað og ælu hænsnin ekki á nógu góðu fóðri. Hluta taldi hún hins vegar kaupmenn ábyrga fyrir. Þeir geymdu eggin oft í háum stöflum í búðinni án þess að þau væra sett í kæli. Omögulegt væri að vita hversu lengi eggin væra búin að standa við slíkar aðstæður þegarþauværukeypt. Konan sagðist vera búin að kaupa egg frá ótal framleiðendum og öll væra þau svipuð. Maðurinn hennar fékk eitt sinn þær fyrirskipanir hjá lækni sínum aö borða alltaf hrá egg blönduð með rjóma á morgnana. Eftir að vera búinn að gera margar tilraunir gafst mað- urinn upp því ýmist voru eggin bragðvond eða honum varð hreinlega illtafþeim. Ljótt er ef satt er. Eggjabændur verða að taka sér tak og koma í veg fyrir það með öllum ráðum að neyt- endur fái skemmd egg. Margir þeirra telja að hið væntanlega eggjasamlag sem mikið hefur verið rætt um geti komið í veg fyrir slíkt. Aðrir segja að slíkt eigi ekki aö þurfa. Hvað sem satt er í þeim staðhæfingum eiga neyt- endur heimtingu á góðum eggjum þar til væntanleg stöð kemst upp ef af verður. Kaupmenn ættu líka að hugleiða hvort unnt er að koma eggj- unum betur fyrir þannig að þau skemmist síður í búöum. DS. rom-x ósýnilega vinnukonan sem hjáipar þér að halda bilrúðunum hreinum hvernig sem viðrar og um leið sparar rain-x bilþurrkurnar (þvi þær eru óþarfar nema í mjög mikilli rigningu, þá rennir þú þeim öðru hvoru yfir). Gleymdu ekki að bera rain-x á rúðurn- ar áður en þú leggur af stað i ferða- lagið. AUKIÐ ÚTSÝNIÐ, AUKIÐ ÖRYGGIÐ MEÐ RAIN X RAIN-X FÆST Á NÆSTU BENSÍNSTÖÐ. Þann 5. júní var fyrsti gjalddagi gjafabrélanna í landssöinun SÁÁ sem nú stendur yíir. Samkvæmt skilmáium bréfanna voru tíu þeirra dregin út hálfuin inánuði síðar. Hafi eigendur þessara bréfa greitt fyrstu afborgun skilvíslega, fá þeir í verð- laun vöruúttekt að verðinæti kr. 100.000. Vegna þeirra fjölinörgu, sem samþykktu bréf sín rétt lyrir gjalddaga og hafa ekki fengið gíróseöla í hendur nógu fljótt, hefur stjórn SÁÁ ákveöiö að framlengja skilafrestinn til föstudagsins 1. júlí nk. Allir, sem hafa greitt fyrstu afborgun að kvöldi þess dags, eiga því rétt til vinnings í fyrsta útdrætti. Vinningsnúmerin, sein eru innsigluð og geyind hjá borgar- fógetanuin í Reykjavík, verða væntanlega birt þriðjudaginn 5. júlí. Qólf og baðflísar + hreinlætistaeki frá Willeroy og Boch. ,rS Bióndunartaeki fró GROHE Greiðsfu- skifmáfar: Sftirstöðvar allt að átta mánuðir. Gólfteppin silkimjúku frá World CARPETS. BERBER ullar og ullar- blönduteppi í úrvali, stigagangateppi í mörgum litum. VERIÐ VELKOMIN AÐEINS GRVALS FRAMLEIÐSLGMERKI í VERSLCJN OKKAR Byggingavorur hf Reykjavikurvag %mm m m m%m s.mi 53140

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.