Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Qupperneq 4
4 DV. MÁNUDAGUR18. JULl 1983. Elliheimili meö fæðingaraðstöðu Elli- og hjúkrunarheimili hefur verið starfandi á Hö&i í Homafirði síðan 1974. Þaö voru sýslusjóður Austur- Skaftafellssýslu og Hafnarhreppur sem festu kaup á tveim viðlagasjóðs- húsum. I þeim hefur heimilið verið og fæðingarheimili einnig. Fyrir rúmum mánuði var síðan tekin í notkun álma sem tengir þessi hús saman og bætir alla aðstöðu margfaldlega. Akvöröun um byggingu tengi- álmunnar var tekin árið 1980 og var þá þegar hafist handa. Byggingin er á tveim hæðum. A efri hæðinni er setu- stofa og herbergi fyrir vistmenn en í kjallaranum fæðingardeildin. Eld- húsið og matsalurinn eru í vestara hús- inu ásamt nokkrum herbergjum en í eystra húsinu er meðal annars deild fýrir hjúkrunarsjúklinga. Eftir þessar breytingar er heimiliö um 900 ferm að flatarmáli. Það er nokkru minna en flest nýju elli- heimilanna sem risið hafa víða um land á undanfömum árum en mun engu að síöur rúma 40 manns. Flestir eru í 2ja manna herbergjum. Fer- metrafjöldi á mann er 18, en 40—50 víða annars staöar. Engin eldunarað- staða er í herbergjum heimilisfólksins. Við Elli- og hjúkrunarheimiliö starfa 25 manns í 18 stöðum. A fæðingardeild- inni geta legið 2—3 konur og ljósmóöir er Vilborg Einarsdóttir. Forstöðu- maður heimilisins er Amalía R. Þorgrímsdóttir en ráðsmaður Asmundur Gíslason. Að sögn Asmundar hefur reksturinn á heimilinu verið þungur. Fæöingarað- staðan hafi einkum verið fjárhags- legur baggi. Annars sé vel búið að fólk- inu þó iðju- og sjúkraþjálfun vanti til- flnnanlega. JBH. Sigriður Gísladóttir bjó áður á Borg á Mýram í Austur-Skaftafellssýslu. Nú er hún á Elli- og hjúkninarheimilinu á Höfn og unir sér vel. „Ég held að það geti alls ekki verið betra,” sagði hún. „Mér virðist gert það sem hægt er til að láta fólkinu líða vel.” Sigriður eignaðist 7 syni og 4 dætur. Hún fluttist 1972 til Hafnar en hefur verið á heimilinu rúmt ár. Með þvi að tengja viðlagasjóðshúsin tvö saman hafa Hornflrðingar eignast ágætis elli- og hjúkrunarheimili—með f æðingaraðstöðu fyrir yngri konur. Setustofan er hin vistlegasta. Þar gt.ar gamla fólk'4 íátið sér líða vel við lestur, handavinnu eða bara spjall utr lífið og tilveruna. Þarna er líka sjónvarp fyrir þá sem þaðkjúsa. DV-myndir GVA. Svo mælir Svarthöfði________ Svo mælir Sva/thöfgi Svo mælir Syarthöf ði Þegar náttúrunni verður ekki mútað Við höfum eignast mikla peninga á undanförnum árum og ber vlð, að nokkurt rikidæmi þjóðarinnar hafi leitt tii þess, að stjóramálamenn hafi viljað sigrast á náttúranni með pen- ingunum einum. Nú í miðjum júli segir veðurstofan okkur að snjóa muni í fjöU norðanlands, en það þykja ekki mikU tíðindi við norðan- vert tsafjarðardjúp, þar sem fanna- þekjur iiggja niður að sjó, þótt túnin hafi víðast komið undan fönn. Ekki er viðUt að álíta að þar hafi nokkur úthagl komið upp fyrir sauðfé. Hér í I Reykjavik sitja svo landbúnaðar- spekingar, sem álíta samkvæmt ára- tuga stefnumiðum, að hægt sé að gera þau kaup við náttúruna, og láta krónur fyrir, að þaraa sé byggUegt. En eins og kunnugt er hafa hvorki bankaf jármál eða ríklskassi neitt að segja gegn harðindum. Veðurstofan, sem er gagnmerk stofnun, einkum þegar kemur að atómsprengjum, ætti að reyna að hafa vit fyrir land- búnaðarherrum og gera spár um meðalhita, en við lækkun á honum er ljóst, að ekkl verður hægt að kaupa mannlíf í útsveitum á íslandl í fram- tíðinni við nokkru verði. VUji hins vegar þeir bændur, sem sitja á sæmi- legum jörðum og í lágsveitum, una því tU frambúðar að mflljónagróði sé greiddur tU þeirra í fáránlegu land- búnaðarverðl, vegna afkomu þelrra 18% bænda, sem ekki geta Ufað á jörðum sinum hvað sem i boði er, þá eru þelr fólk sem þyrfti að fara tfl sérstakrar rannsóknar. Þá þyrfti m.a. að kanna hvaða þátt rUtu bændurair ættu i þvi að við- halda 18% bændastéttarinnar við hungurmörkln tU að þeir geti látið verðleggja i frlðl, og samkvæmt meðaltalsreglu, búvöra sina langt yflr aUri skynsemi. Einhvers staðar að hlýtur sú pólitik að vera runnin, að halda verði öUum jörðum í byggð þótt snjóa leysi ekki af útjörð aUt ár- ið, og þótt slydduél geri í júlimánuði með kólnandi veðurfarl, sem Veður- stofan hefur ekki tima tU að gera grein fyrir. Búsetuánauðin á tslandi er hneyksli, sem blaslr við augum manna, sem fara um afskekktar sveitir landsins á þessum árstima, þar sem fólk er enn að vonast eftlr sumrinu. Hún er í gUdi tU að við- halda hagstæðum útreikningum handa þeim, sem geta búið og efnast nokkuð ríflega á fáránlegum útreUm- ingum. Þannig er 18% bændastéttar- innar fóraað fyrir hina riku. Þeir era látnir sitja i sumarsnjónum og lifa á byggðakjaftæði, sém náttúran hefur dæmt ómerkt og viU ekki skUja þrátt fyrir áætlanir og kuldastyrki. Séu Vestfirðir teknir sérstaklega, þá kom þar tU svonefnd Vest- fjarðaáætlun tU bjargar landbún- aðl. Hlöður voru byggðar á hæð við tveggja hæða blokkir. Þær fennti sumstaðar i kaf á Uðnum vetri. Tún era kalln ár eftlr ár og lítið þar að hafa nema arfa, þegar og ef snjóa leysir. Koml annar vetur eins, á fólk á þessum svæðum ekki annað fyrir hendi en flytja burt frá hlööunum og f járhúsunum. Og það eru allar likur á því að náttúran verði ekki mUduð að sinnl með fjárgjöfum. Þetta ástand minnir á fólksflóttann tU Ameriku á sinum tíma og forsendur hans. Hér eru hlns vegar þau þræla- lög í gUdi, að fólk sem verður að flýja harðindi fer af jörðum sfnum slyppt og snautt nema það deyi í húsum sín- um. Hér má aUs ekki koma við þelrri regiu, að flýjandi fólki sé tryggt lág- marksverð fyrir búin, svo það geti komið sér fyrir í t.d. tveggja herbergja' ibúð á þægllegri stöðum eftlr hina hörðu útivlst. Við getum hins vegar gefið fé tU Tlmbuktu hvaða dag sem kólerufaraldur kemur þar upp. Það versta er að bændasamtökin og nautshausarnir þar standa þvert gegn aUri neyðarhjálp við fóUt sem getur ekki annað en flúlð undan snjónum — ef ekki i ár, þá næsta ár. Við höfum oft lifað vonda harð- indatima. Þá hefur fóik teklð sig upp og leitað skárri staða. Nú er því hald- ið við neyðina með lygum. Það eru harðindi i landinu, jafnvel svo að tivoli-gleðskapurinn á Klambratúni getur ekkigengið. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.