Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Page 14
14 1LÖGUN afléttvíni ogþú sparar minnst 1.800 kr. ÁMAN ÁRMÚLA 21 * “”VIDEO“" OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 23 Kvikmyndamarkaðurinn Skólavörðustíg 19. Videokiúbburinn Stórhoki 1. Simi35450. VIDEO Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðsfcistofan Kbpparstfg Tímapantanir 13010 Tölvupappír Lagerpappír í öllum stæröum og gerðum Launaseðlar, bónusseðlar og allar sérprentanir IIII FORMPRENT Hverfisgötu 78, símar 25960 - 25566 __________________DV. MANUDAGUR18. JPLI1983. Bandaríkin og Mið-Ameríka: Mannréttindin og raunsæið 1 nóvember 1979 birtistd tímariti sem heitir Commentary, og er geflð út 1 Bandaríkjunum, grein eftir Jeane Kirkpatrick sem þá var prófessor við Georgetown University. I þessarí grein gagnrýndi Kirkpatrick mann- réttindastefnu Jimmy Carters en í anda þeirrar stefnu afnam Carter- stjómin eða dró mjög út aðstoö viö ýmsar ruddalegustu harðstjórnir Rómönsku Ameríku, þar á meðal stjómirnar i Guatemala og stjóm Somoza í Nicaragua. Ronald Reagan hreifst svo af þess- arí grein Kirkpatríck að hann skipaði' hana sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum eftir að hann náði kjöri sem forseti og síðan hefur hún verið mikilvægur talsmaður Reagan-stjórnarínnar um málefni Mið-Ameríku. I grein sinni sakar Kirkpatrick Carter um að hafa stuðlað aö falli bæði íranskeisara og Somoza og stjóma þeirra og bera þannig einhverja ábyrgö á tilkomu stjórna Khomeinis og sandinistastjómarinnar í Nicaragua sem em, að sögn Kirkpatríck, enn verri stjórnir fyrir íbúa þessara landa en hinar sem steypt var og þó fer hún ekki í launkofa með aö ýmislegt hafi mátt að þeim f inna. Hefðbundnar einrœðisstjórnir og byltingarsinnaðar Rök Kirkpatrick gegn stefnu Cart- ers fyrir því að Bandarfk junum beri aö styðja hægri sinnaðar harðstjórnir þrátt fyrir mannréttindabrot þeirra mágreinaitvennt. Annars vegar eru þessar stjómir vinsamlegar Bandaríkjunum en þeir sem ógna þeim em gjaman yfirlýstir óvinir Bandaríkjanna. Má þar nefna Kohmeini og fylgismenn hans í Iran og sandinistana í Nicaragua, þeir eru jafnvel skjólstæðingar ef ekki þý Sovétríkjanna. Hins vegar felast rök hennar í ákveðnum greinarmuni sem hún gerir á „hefðbundnum” einræðisstjórnum annars vegar og byltingarsinnuðum einræðisstjómum eöa alræðisstjórnum hins vegar. Hún orðar það svo: , ,Hefðbundnir einræðisherrar við- halda viðtekinni úthlutun auðs, valda, stöðu og annarra lífsgæða sem i flest- um rótgrónum samfélögum skapa auö- ugan minnihluta en halda fjöldanum i örbrigö. En þeir trúa á heföbundin goö og virða hefðbundin bönn. Þeir raska ekki fastmótaöri skiptingu vinnu og tómstunda, rótgróinni búsetu og hefð- bundnu formi f jölskyldu og mannlegra samskipta. Venjulegu fólki verður eymd daglegs lífs bærileg af þvi aö þaö þekkir hana og þar sem það er alið upp í þessu samfélagi lærír það að glima við hana, eins og börnin sem borin eru meðal hinna ósnertanlegu í Indlandi tileinka sér þá hæfileika og lífshætti sem em nauösynlegir til aö lifa af viö það auma hlutskipti sem þeim er skap- aö. Slík samfélög geta ekki af sér neina flóttamenn. Þaö gegnir algerlega öfugu máli um byltingarsinnuð kommúnistaríki. Þau skapa milljónir flóttamanna vegna þess að þau krefjast lögsögu yfir öllu lífi í samfélaginu og setja fram kröfur um breytingar sem brjóta niður rót- gróin gildi og venjur svo að íbúarnir flýja tugþúsundum saman í þeirri athyglisverðu trú að h'fshættir þeirra, gildi og markmið muni eiga betur heima í öðm landi en þeirra eigin föð- urlandi.” Þetta er óneitanlega eftirtektarverð kenning. Og vissulega vaknar sú spuming hverjir fyrst og fremst flýja land þegar snauður f jöldinn gerir bylt- ingu — hverjir ætli hafl flúið Nicara- uga eftir að Somoza-stjóminni var EinarÓlafsson steypt? Og hverjir skyldu hafa tök á að flýja lönd hinna „hefðbundnu” ein- ræðisstjóma? Kirkpatríck ber saman fjölda flóttamanna frá Kúbu og ýms- um öðrum löndum Rómönsku Ameríku en getur ekki þess f jölda fólks sem hef- ur reynt að flýja frá nágrannaeyju Kúbu, Haiti, til Bandaríkjanna en ver- ið snúið þaöan til baka meöan flótta- mönnum frá Kúbu var tekið opnum örmum. Og svo framvegis. En slikar vangaveltur vefjast ekki fyrir sendi- herra Reagans hjá Sameinuðu þjóðun- um. Jeane Kirkpatrick gerir ráð fyrir að sérhver uppreisn alþýðu gegn „hefð- bundnum” einræðisherrum muni leiða til vinstri ógnarstjómar og útbreiðslu sovéskra áhrifa en hvort það er ógnar- stjórn gegn almenningi, hinum snauöa f jölda, eða gegn blóðidrifinni klíku hins fallna einræðisherra sem veldur henni áhyggjum er annar handleggur. En alla vega ógnar uppreisn alþýðunnar hagsmunum Bandaríkjanna hvort sem Menning Menning Mennin NÝ HANDAVINNU- STOFA STÚLKNA 19. júnl, Arsrlt Kvenróttindafélags (slands 1983. RKsljóH: Jónfna Margrét Guönadóttlr. 19. júni er ætlað aö vera til fróöleiks og skemmtunar í ár eins og jafnan fyrr, en blaöinu virðist einnig og ef til vill ekki síst ætlað að vera konum til hvatningar og uppörvunar. Og ekki, veitir af ef að er gáð. I blaðinu er meðal annars sagt frá Kvennaathvarf- inu og sýnt að þörfin fyrir það er brýn á Islandi þó fullmargir hafl til skamms tima viljaö loka augunum fyrir þeirri staðreynd. Einn helsti málaflokkurinn sem tekinn er fyrir i blaöinu er svo vandi og vonleysi kvenna, sem vilja komast út á vinnumarkaðinn eftir að hafa aliö upp nýja kynslóð. I 19. júní er reynt aö benda á úr- lausnir fyrir þær konur sem snúa vilja út á vinnumarkaöinn að nýju. Rætt er við bandariskan ráðgjafa sem fæst við að liðsinna konum sem lokast hafa frá lifinu utan heimilisins með einum eöa öðrum hætti, talað við islenskan sál- fræðing sem heldur sjálfsstyrkingar- námskeið, rætt við fulltrúa málfreyju- samtaka og síðast en ekki sist fjallaö um innrætingu og mótun sem verður til þess að konur draga sig gjarnan í hlé úr athafnalíf i utan heimilanna. Slitrótt stunda- tafla barna Sérislensk ástæða fýrir því að konur — um ritið 19.júní Blöð og tímarit Solveig K. Jónsdóttir með böm á skólaaldri geta ekki unnið úti er slitrótt stundatafla barna. 119. júni gera þær Sigrún Gísladóttir og Valgerður Jónsdóttir úttekt á því hvers vegna börn þurfa að vera á sífelldu rápi miili skóla og heimilis og kemur sitthvað fróölegt í ljós í þvi sambandi. Einkum er húsnæðisleysi um að kenna og ilit til þess aö vita aö þaö skuli úti- loka konur meö stálpuö böm frá þvi aö sinna störfum utan heimilis, hafi þær áhugaáþvL Ýmislegt fróðlegt kemur líka auk- reitis fram í viðtölunum við skóla- mennina. Mest var ég hissa þegar ég las eftirfarandi línur i viðtali við Hjalta Jónasson skólastjóra Selja- skóla, þriðja stærsta skóla í Reykja- vík; en hann segir I umræðu um húsnæðismál skólans sins: „Enn eiga eftir aö rísa tvö hús á skólalóðinni. Þar munu handavinnustofur stúlkna verða til húsa...” Ekki uggði mig að enn ættu eftir aö rísa handavinnustofur stúlkna á Islandi. Það eru ekki nema tólf ár síöan ég lauk grunnskólanámi og ég man ekki betur en piltbörnin í mínum bekk, sem reyndar voru i miklum minnihluta i stúlknafansi, hafi bæði bróderað í koddaver og gripið í prjón rétt eins og þeir sem kvenkyns voru í bekknum. Systir min lauk grunnskóla- prófi frá sama skóla fyrir sex árum og slapp þaðan án þess að læra að festa tölu en dró heim bókahillur og aðra smiðisgrípi. Eg dreg ekki í efa að val- frelsi muni i handavinnunámi í Selja- skóla, en ég leyfi mér að efast um að vaskir grunnskólapiltar sækist sér- staklega eftir vistun í „handavinnu- stofu stúlkna”. Þannig er innrætingin i þjóðfélaginu þvi miður enn og vont að fólk lærí ekki að festa tölu eöa sinna öðrum bráðnauðsynlegum hannyrðum sem þarfar kunna að reynast i viölög- um. Þórunn Gestsdóttir hefur tekið saman þátt fyrir 19. júní um konur sem fást við sitt af hverju eins og að keyra öskubíl, semja leikrít, spila i popp- hljómsveit, semja doktorsrítgerðir eöa stjóma fréttastofum. Magdalena Schram f jallar um niu konur á Alþingi og i viðtali Guðrúnar Egilson viö Björgu Einarsdóttur er einnig fjallað um stjórnmálaþátttöku kvenna. Jafnróttisboð- skapur Biblíunnar Séra Auöur Eir Vilhjálmsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.