Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Side 15
DV. MANUDAGUR18. JOLI1983. 15 í kjölfar hennar fylgir ófrelsi og ógnar- stjóm í likingu viö stjórn Khomeinis i Iran eöa Pol Pots í Kampútseu eöa stórkostlega bætt kjör alþýöu eins og á Kúbu og í Nicaragua. Það er raunar eftirtektarvert aö Bandarikin viöurkenna stjórn Pol Pots löngu eftir aö henni hefur veriö steypt og ný stjórn tekin við sem hefur hlotiö viðurkenningu fjölmargra rikja. Þó börðust Bandaríkin með eldi og brenni- steini gegn því aö stjóm Pol Pots yröi til á sinum tíma og ef einhver stjórn gengur upp í kenningu Kirkpatrick þá er þaö hún. En sú stjórn sem viö tók er hliöholl Sovétrík junum og á meiri sam- stöðu meö frelsishreyfingum, verka- lýðshreyfingunni og sósialistum viöa umheim. Mannróttindi — hugtak sem ber að haf na I kosningabaráttunni áöur en Reagan var kosinn forseti lét hann semja stefnuskrá um afstööu Banda- ríkjanna tii málefna Rómönsku Ameríku. Þessi stefnuskrá hefur verið nefnd Santa Fé- skýrslan. Þar má lesa eftirfarandi yfirlýsingu um mannréttindi: „Mannréttindin — hugtak sem er menningarlega og pólitiskt afstætt og núverandi stjóm (þ.e. Carter-stjórnin) notar sem átyllu til að skipta sér af pólitískum breytingum í löndunum í okkar heimsálfu — hafa neikvæð áhrif á friöinn, stööugleikann og öryggið á þessu svæöi. Þaö ætti aö visa þessu hugtaki á bug og setja í staðinn stefnu sem hafnar íhlutun, pólitiskt og sið- ferðilegt raunsæi. Við getum tekið dæmi af Argentínu, Chile og Brasilíu um hiö menningarlega og siðferðilega afstæöa eöli sem hugtakið mannrétt- indi hefur. I þessum ríkjum þykir það ógeðfellt aö Bandaríkin, sem finnst ekkert athugavert við morð meira en milljón ófæddra ár hvert, skuli guma af því að þeim finnist sér siðferðilega misboðiö vegna morðs eins hryöju- verkamanns sem meö sprengjum sin- um og vopnum drepur saklausa borg- ara. Hvað eigum við að segja — er spurt þar — um mannréttindi fórnar- lamba hryðjuverka vinstri öfgastefn- unnar?, Þeir sem eru ábyrgir fyrir stefnu Bandaríkjastjórnar verða að varpa frá sér þeirri hugmynd að nokkur sá sem kastar bensínsprengju i nafni mannréttinda eigi mannréttindi skilið. Þar fyrir utan er ekki víst að há- vær gagnrýni á stofnanir eöa stjórn einhvers lands þjóni hagsmunum meirihlutans.” Ýmsum hefur fundist þessi kenning nokkuö tormelt enda hefur Reagan átt í erfiðleikum með að fá þingið til að samþykkja aukna aðstoð við stjómina í E1 Salvador og hafa þingmenn borið við hinum miklu mannréttindabrotum stjórnarinnar. Bandaríkjastjóm hefur þess vegna neyðst til að þrýsta lítils- háttar (en aðeins lítilsháttar) á að dregið verði úr mannréttindabrotum og aö undanförnu hefur Regan gert mikið úr framförum í mannréttinda- málum, t.d. myrða hægri sinnaðar öryggissveitir nú aðeins (!) 100 óbreytta borgara á viku í stað 250 árið 1980 (Time, 9.maí). 27. apríl sl. kvaddi Reagan þingið á sérstakan fund til að ræða málefni Miö-Ameriku. Slfkt gerist mjög sjald- an og ekki nema brýn ástæöa sé til. A þessum fundi færði Reagan rök fyrir íhlutun í Nicaragua og aukinni aðstoð við stjórn E1 Salvador. Þessi rök eru gamalkunn og mjög í anda Jeane Kirkpatrick. I fyrsta lagi em efnahagslegir og hemaðarlegir hagsmunir Bandarikj- anna í veði þótt Bandaríkin eigi ekki verulegra hagsmuna að gæta í sjálfu E1 Salvador. „Tveir þriðju hlutar allra utanríkisviðskipta og oliu fara um Panamaskuröinn og Karabíska hafið,” sagði Reagan á fundinum. „Komi upp alvarlegt ástand i Evrópu fer a.m.k. helmingur þess sem við leggjum Atlantshafsbandalaginu til sjóleiðina umþessarslóðir.” I öðru lagi er hér ekki um að ræða alþýðuuppreisn gegn harðstjóm, órétt- læti og ójöfnuði, heldur er þama á ferð útþenslustefna Sovétríkjanna og heimskommúnismans gegnum Kúbu ogNicáragua. Og í þriðja lagi em uppreisnar- mennimir í Mið-Ameríku ekkert annað en ofbeldisseggir og hryðjuverkamenn sem eiga engin mannréttindi skilin eins og segir í Santa Fé-skýrslunni. A þingfundinum 27. apríl sagöi Reagan: „Ofbeldi hefur verið mikilvægasti út- flutningur Nicaragua til umheimsins.” Og hann sagði einnig að hernaði skæm- liða i E1 Salvador væri „stjómað frá höfuöstöðvum í Managua, höfuöborg Nicaragua.” Alþjóöahyggja auflstóttarinnar Það sem liggur aö baki þessum mál- flutningi er vitaskuld það sem Jeane Kirkpatrick segir nánst hreint út í grein sinni: Það stjórnarfar og sú sam- félagsskipan sem má búast við í kjöl- far uppreisnar gegn „hefðbundnum” einræðisstjórnum raskar „viðtekinni úthlutun auös, valda, stöðu og annarra lifsgæða, sem „hefðbundnir einræðisherrar viðhalda”. Slík upp- reisn ógnar hagsmunum þeirræstéttar sem Kirkpatrick, Reagan og banda- risk stjórnvöld hafa alltaf verið aö verja, og samkvæmt kenningu núver- andi stjómar Bandarikjanna verður að víkja hugtakinu mannréttindi til hliðar þegar slík ógnun steðjar að auð- stéttinni. Siðferðilegar grillur verða þá aö víkja fyrir raunsæi. „Við viljum ekki að Mið-Ameríku- ríki verði kommúnistaríki fyrir augun- um á okkur,” er haft eftir einum starfsmanni Regans. Undir það tekur sjálfsagt obbinn af þingmönnum á bandaríska þinginu. En spurningin er hvemig skuli verjast þvi og þá koma upp bæði siðferðileg álitamál og raun- sæið leiðir lika til mismunandi niður- staðna. Christopher Dodd öldungar- deildarþingmaður, einn helsti tals- maður demókrata, svaraði Reagan á fyrmefndum þingfundi og svar hans ber ekki vott um það pólitíska og sið- ferðilega (!) raunsæi sem farið er fram á í grein Jeane Kirkpatrick og Santa Fé-skýrslunni. , Jíf Mið-Amerika væri ekki þjökuð af örbirgð væri ekki um neina byltingu að ræða þar. Ef Mið-Ameríka væri ekki þjökuð af hungri væri ekki um neina byltingu að ræða þar. Ef Mið-Ameríka væri ekki þjökuð af óréttlæti væri ekki um neina byltingu aðræða þar.” Einar Ólafsson rithöfundur. ||| „27. apríl kvaddi Reaganþingið á sérstak- an fund til að ræða málefni Mið-Ameríku. Slíkt gerist mjög sjaldan og ekki nema brýn ástæða sétil.” Menning Menning Svava Jakobsdóttir. 19. júní flytur skemmtilegt viðtal við hana, tekið af Rannveigu Jónsdóttur. DV-mynd: GVA 'skrifar skemmtilega grein undir fyrir- sögninni Kristur krefst jafnréttis. Auðvitað lagði hann gott til jafnréttis- mála, en það læðist að lesanda 19. júní sá gmnur aö furðu lítið hafi verið gert úr jafnréttisboðskap Biblíunnar alveg fram á þennan dag. Sem betur fer ætlar þetta að lagast með kvenna- guðfræðinni. Guðrún Kristinsdóttir félagsráðgjafi f jailar í 19. júní um fóstureyðingarlög- in, en eins og fram hefur komiö í fréttum að undanförnu hefur reynsla síðustu ára sýnt að islenskar konur grípa einungis til fóstureyðinga í neyðartilfellum. Oskandi væri að afturhaldsmenn, sem agnúast út í lögin eins og þau eru, hættu að brýna gogginn, örfáum ilia stöddum konum tilarmæðu. Enn er ótalið mikið efni i 19. júní og má nefna bókmenntagagnrýni. Þar er ítarlega f jaliað um bækur sem út komu á siðasta ári eftir þær Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Olgu Guðrúnu Arnadóttur. Eins er í blaðinu að finna opnu um leirkerasmiðinn Elísabetu Haraldsdóttur með myndum af verkum hennar án nokkurrar eigin- iegrar umfjöllunar um listmunina. Rétt er að minnast á stórskemmtilegt viðtal Rannveigar Jónsdóttur við Svövu Jakobsdóttur. Satt best aö segja var þaö sú grein i blaðinu sem ég hafði einna mesta ánægju af aö lesa einkum fyrir þá sök að hún sýnir vel hver reginmunur er á reynslu kvenrithöf- unda og karlrithöfunda. I 19. júní er að þessu sinni saman kominn mikili fróðleikur fyrir konur jafnt sem karla en blað Kvenréttinda- félagsins á auðvitað erindi til beggja kynja og alira aldurshópa, þvi aö „kvennamál” eru og verða „karla- mál” og öfugt. -SKJ FARANGURSGRINDUR í ÚRVALI AÐSTOÐUM VIÐ ÁSETNINGU • Teygjurfyrir farangursgrindur • Ferðapokar • Yfirbreiðslur ALLT í BÍLINN ifflmnaustkf SÍDUMÚIA 7-9 • SIMI 82722 REYKJAVIK 1 Áttu: VASADISKÚ _ | | FERÐAKASSETTUTÆKI7 5 2 FJARSTÝRÐAN BÍL " 3 u. > J eða annað tæki fyrir rafhlöður sem þú 2 notar mikið. ^ § Ef svo er þá eru Sanyo-cadnica o •g rafhlöðurnar og hleðslutækið fyrir þig. ^ Meira en 500 hleðslur. Gerið verðsamanburð. SPARNAÐUR - ÞÆGINDI FÆSTIVERSLUNUM UM LAND ALLT OG ESS0 BENSÍNSTÖÐVUM. CADNICA DIESELVÉLAR HF., SUÐURLANDSBRAUT 16, SÍNll 35200. RÍKISSKIP Sími: 28822 BROTTFARARDAGAR FRÁ REYKJAVÍK: Alla fimmtudaga austur, alla þriðjudaga vestur og norður, annan hvern laugardag vestur og norður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.