Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Síða 21
: DV. MANUDAGUR18. JOU1983. 21 (þróttir (þróttir íþróttir (þróttir Blikamir náðu jöfnu gegn Val þrátt fyrir að Valsmenn tef Idu f ram hálfgerðu varaliði vegna meiðsla lykilmanna Hákon Gunnarsson sést hér vera i þann veglnn að renna knettinum i markið hjá Val i gærkvöldi. DV-myndir S. Ármenningar á ný í 1. deild Breiðabliksmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki hlotið bæði stlgin i viðureign sinni gegn Val i Kópavogi í gsrkvöldl. Leiknum lauk með jafntefli 2—2 eftir að staðan í lelk- hléi hafði verið 1—1. Um gang leiksins er það hsgt að segja í stuttu máli að Blikarnir sóttu mun meira framan af en er þeir höfðu náð forystu 2—1 í s.h. slökuðu þeir á og orsakaði það öðru fremur að Valsmenn höfðu rétt stolið sigrlnum i lokin, gerðu þá harða hrið að marki Blikanna sem voru eins og viðvaningar í vörninni. Hittu þeir ekki knöttinn er þelr bugðust spyrna frá marki sinu og allt annað var i svipuðum dúr. Valsmenn mættu til leiksins með hólfgert varalið. Meiðsli hrjá nú um helming þeirra leikmanna sem hafa verið fastamenn í liöinu í sumar. Þar má nefna þá Hörö Hilmarsson, Guð- mund Þorbjörnsson, Val Valsson og Dýra Guðmundsson Tveir ungir leik- menn léku með Valsliðinu í þessum leik, þeir Bergþór Magnússon og Guðni Bergsson Guðnasonar handknattleiks- manns fyrrverandi. Það var einmitt Guðni sem skoraði fyrsta mark leiks- ins á 2. minútu og kom þaö eins og köld vatnsgusa framan í Blikana og áhang- endur þeirra. Með fyrstu snertingu sinni sendi Guðni knöttinn í markið eftir að hafa f engið knöttinn eftir auka- spymu sem tekin var á miðjum vallar- helmingi Blikanna. Blikarnir létu þetta mark þó ekki setja sig úr jafnvægi þvi á 22. minútu jöfnuðu þeir leikinn og eins og svo oft i sumar var Sigurður Grétarsson maöurinn á bak við það mark. Stakk hann sér inn fyrir vörn Valsmanna og gaf vel fyrir á Hákon Gunnarsson sem ekki þurfti að gera annað en að ýta knettinum innfyrir marklínuna. Fleira markvert átti sér ekki stað i fyrri hálf- leik og staðan i leikhléi var því 1—1. Síðari hálfleikur var vart hafinn þegar besti maður vallarins í þessum leik, Siguröur Grétarsson, komst einn inn fyrir Valsvömina og átti þessi snjalli leikmaður ekki í vandræðum með aö skora. Bjuggust núflestir, i það minnsta allt Breiðabliksliðið, við sigri Kópavogsliðsins en annað átti eftir að verða uppi á teningnum. Smátt og smátt gáfu þeir Valsmönnum eftir miðju vallarins og við það náðu Vals- menn að skapa sér hættuleg marktæki- færi og úr einu slíku skoraði Ingi Bjöm af miklu öryggi. Hilmar Sighvatsson gaf hnitmiðaða sendingu fyrir markið á Inga Bjöm sem var algerlega óvald- aður í vitateignum og fallegur skalli hans sigldi óhindrað í Blikamarkiö. Staðan því enn jöfn og níu mínútur til leiksloka. Allur vindur virtist úr leik- mönnum Breiðabliks og Valsmenn voru nær því að skora. Ingi Bjöm fékk til dæmis ákjósanlegt færi en Guö-' mundur náði aö ver ja gott skot hans. Blikarnir léku oft vel í þessum leik en það verður að segjast eins og er aö sofandaháttur þeirra á köflum varð þeirra banabiti í leik þessum. Bestur var Sigurður Grétarsson en einnig vom þeir góðir Jóhann Grétarsson og Jón Gunnar Bergs. Þrátt fyrir að Vals- liðið hafi náð stigi út úr þessari viöur- eign var leikur liðsins hrein della langtímum saman og hjálpast þar margt að. Lykilmenn meiddir, þeir yngri vart tilbúnir til að taka við og svo er að minnast á liðsuppstillingu þjálf- arans. Hún hefur reyndar oft verið furðuleg í sumar og er það undarlegt í meira lagi að þjálfari sem er með liðið annaö áriö í röð skuli ekki enn vera bú- inn að finna út hverjir ellefu Valsmenn séu sterkastir. Grétar Norðfjörð dæmdi leikinn og hann sýndi þeim Sigurði Haraldssyni, Guðmundi Kjartanssyni og Sigurjóni Kristjánssyni gula spjaldið. Liðin voru þannig skipuð: BREIÐABLIK: Guðmundur, Úmar, Benedlkt, Ölafur, J6n Gunnar, Sigurjón, Vignir, Trausti (Björn), Hákon (Sœvar Þór), Slgurður Grétarsson og JóhannG. VALUR: Sigurður H., tjlfar H., Grimur, Guðmundur, Þorgrimur, Bergþór M., (Valur V.), Magni, Ingi Björn, HOmar H., Hilmar S., Guðnl Bergsson. MAÐUR LEIKSINS: Sigurður Grétarsson, Breiðablik. -SK. — urðu sigurvegar- arí2. deildar- keppninni ífrjálsum íþróttum um helgina Glímufélagið Armann, sem féll í 2. deild i frjálsum íþróttum í fyrra, hafði þar ekki langa viðdvöl. Um helgina var 2. deildarkeppnin haidin i Kópavogi og þar slgruðu Armenningar og endur- heimtu þar með ssti sitt i 1. deild. Tvö efstu félögin fsrast upp í 1. deild og það var UM5K sem hafnaði i öðru ssti og tekur félagið þar með þátt í 1. deild- ar keppninnl nssta sumar. Armenningar sigruöu með nokkrum yfirburðum, hlutu 150,5 stig en UMSK hlaut 128,5 stig og réöust úrslit um þaö hvaða Uö fylgdi Armenningum i 1. deild ekki fyrr en eftir síðustu grein mótsins, svo jöfn var keppnin. Þaö voru Borgfirðingar sem veittu UMSK svo harða keppni og mátti vart á milli s já hvort liðiö var sterkara. Besta afrek mótsins var að sjálf- sögðu spjótkast afreksmannsins Eln- ars Vilhjálmssonar. Hann kastaði 81,78 metra sem er lengsta kast sem Islend- ingur hefur náð hér á landi. Arangur í öðrum greinum var frekar slakur enda veður slæmt báöa keppnisdagana, rigning fyrri daginn og sföan leiðinda- rok í gær. Þar meö náöist ekki góöur árangur í hlaupagreinum en þó má maöur til með að geta árangurs 13 ára telpu úr UMSK. Friða Þórðardóttir heitir hún og sigraði nokkuð óvænt i 1500 metra hlaupi á tímanum 5:28,4 mín. sem er mjög góður timi hjá 13 ára telpu. „Eg byrjaði að æfa í júni í fyrra og hljóp þá á um 6:30,0 min. Eg átti ekki von á því aö vinna en það var gaman,” sagði hún eftir keppnina. I þriðja sæti i 2. deild urðu sem sagt Borgfirðingar með 126 stig og fjórðu Ungmennasamband Austur-Húnvetn- inga með 101 stig. Tvö neðstu félögin HSK (75,5 stig) og USVH (67,5 stig) féllu í 3. deild. -SK. ^ * - -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.