Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Side 36
36 DV. MANUDAGUR18. JÚLI1983. Andlát Guðmundur Halldórsson fró Isafiröi lést í Hrafnistu í Reykjavík 15. júlí. Klara Gisladóttir frá Bíldudal, Máva- Wíð 29, verður jarösungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 19. júlíkl. 15. Kristinn Sumarliðason, Háagerði 43 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bú- staöakirkju mánudaginn 18. júli kl. 13.30. Tilkynningar Frá Vestfirðinga- félaginu í Reykjavík Styrklr til Vestíirðtnga. Eins og undanfarin ár verða veittir styrkir til vestfirskra ungmenna úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku til framhaldsnáms sem þau geta ekki stundaö í heimabyggöinni. Forgang hafa: I. Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu sína, föður eða móður. II. Konur, meðan ekki er fullt jafnrétti í launum. III. Vestfirðingar búsettir á Vestf jörðum. Vestfirðir eru allt félagssvæði Vestfirðinga- félagsins (Isafjörður, Isafjarðarsýslur, Stranda- og Barðastrandarsýsla). Umsókn skal senda fyrir lok júlí og skal vottorð fylgja frá skólastjóra eða öðrum sem þekkir viðkomandi, efni hans og aðstæður. Umsóknir skal senda Sigriði Valdimarsdóttur, Hrafns- eyri við Amarfjörð, 465 Bildudalur. Fundur Verð- lagsstofnunar A fundi sinum 11. júli 1983 samþykkti Verðlagsráð eftirtaldar hækkanir á verði vöru og þjónustú: 1. Bensin hækkaði um 13,5%, úr 19,30 kr. hver h'tri í 21,90 kr. eöa um 2,60 kr. Mestur hluti hækkunarinnar rennur til ríkissjóðs eða 2,07 kr. en 0,33 kr. er vegna hækkunar innkaups- verðs. 2. Gasolía hækkaði um 2,4%. Verð frá leiðslu var 8,40 kr. hver lítri en verður nú 9,60 kr. Verðhækkunin 0,20 kr. er vegna hækkunar ínnkaupsverðs. 3. Svartolía hækkaði um 0,7%. Hvert tonn kostar nú 7.000 kr. en kostaði áður 6.950 kr. Orsök hækkunarinnar er aukið framlag til innkaupajöfnunarreiknings. 4. Brauð hækkuðu um 10—19%. Sem dæmi má nefna að 500 g franskbrauð kostaði áður 11,95 kr. en kostar nú 14,15 kr. og sigtibrauð (normalbrauð) kostaði 11,25 kr. að hámarki hver 625 g en kostar nú 12,35 kr. Orsakir hækkunarinnar eru hráefnahækkanir í kjölfar gengisfellingarinnar 27. maí sl. 5. Borðsmjörliki og jurtasmjörliki hækkaði um rúmlega 5%. Er hækkunin heimiluð vegna breytinga á hráefnaverði eftir áðumefnda gengisbreytingu. 6. Þjónustugjöld skipafélaga, þ.e. upp- og út- skipunargjöld og geymsluleiga, hækkuðu um 21,0%. Þessi gjöld hækkuöu síðast 28. apríl en síðan þá hafa orðið hækkanir á rekstrarkostn- aði vinnuvéla, rekstri fasteigna og launum. Eru þessir liðir meginorsök heimilaðrar hækkunar þjónustugjaldanna. Verðhækkanir á brauðum, smjörlíki og þjónustugjöldum vegna gengisbreytingarinn- ar 27. maí hafa ekki áður komið fram í verði. Telur Verðlagsstofnun að áhrif gengis- fellingarinnar séu nú að mestu komin fram í vöruverði. Kirkjuritifl Ut er komið Kirkjuritið — 49. árgangur 2. befti 1983. Meðal efnis er Kirkja og myndlist, kirkju- leg og trúarleg list á Islandi, dr. Gunnar Kristjánsson; Um kirkjulist á Kjarvalsstöðum og þátt trúar í list samtímans, Halldór Björn Runólfsson; „Hér stend ég...”, kafli úr ævi- sögu Lúthers eftir R.H. Bainton; Barátta Alkirkjuráðsins gegn kynþáttamisrétti, sr. Bemharður Guðmundsson; Myndir af uppgerðum kirkjum og margur annar fróðleikur. Kvenfélagasamband íslands Landsþing Kvenfélagasambands Islands, hiö tuttugasta og fimmta, var haldið að Hrafna- gili í Eyjafirði daganna 11. til 13. júni 1983. Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, vemdari samtakanna, sat þingið og meðal annarra gesta voru frú Joan Coady, forseti Alþjóðasambands húsmæðra , A.C.W.W., As- geir Bjamason, forseti Búnaðarfélags Islands, og kona hans, frú Ingibjörg Sigurðar- dóttir. Fyrirlesarar þingsins voru þær Sigríður Thorlacius, fv. formaður K.I., er hélt erindi um friðarhreyfingu íslenskra kvenna og Elsa E. Guöjónsson safnvörður er hélt erindi um störf Þjóðbúninganefndar. Landsþingsfulltrúar þáðu boð Kaupfélags Eyfirðinga, bæjarstjórnar Akureyrar og hinna þriggja héraðssambanda Eyjafjarðar, sem og stóðu fyrir þinghaldi að þessu sinni, en undanfarið hafa landsbyggðarsamböndin haldið landsþing til skiptis. Landsþingið ræddi mörg mál. Mestur áhugi var á að auka starf Leiðbeiningar- stöðvar húsmæðra, sem K.I. hefur rekið um langt árabU. Ennfremur að komið verði á leiöbeinendastarfsemi úti á landi, héraös- ráðunautar verði ráðnir tU farkennslu. Stefnt skuli að aukningu starfsUðs K.I. úr hálfu stöðugUdi i þrjú og stjóminni faUð að sækja um fjárstyrk tU þess úr ríkissjóði. Friðarmál voru og rædd og samþykktu þingfuUtrúar áskorun á aUar islenskar konur að stofna með sér friðarhópa og vinna mark- visst að þvi að komandi kynslóöir geti Ufað i heimi friðar og frelsis. Varðveisla hmna íslensku þjóðbúninga var talin of brýnt erindi til þess að búa við fjár- svelti, þar er mikið verkefni framundan sem ekki getur beðið lengur og skora konur ein- dregiö á Alþingi að veita þessu mikla verk- efni, vemdun þessa þjóðararfs, fastan árleg- an fjárstyrk. ÞingfuUtrúar samþykktu áskorun á ríkis- stjóm Islands aö hraöa undirbúningi sam- feUds lifeyriskerfis fyrir aUa landsmenn, þannig að lífeyriskerfið tryggi öUu fóUci sömu réttindi. Mörg önnur mál voru rædd og biða úr- vinnslu nýrrar stjómar, en hana skipa: María Pétursdóttir formaður, Stefanía Maria Pétursdóttir varaformaður, Sólveig Alda Pétursdóttir ritari. Varastjóm skipa: Helga Guðmundsdóttir, Unnur Schram Agústsdóttir og Þórunn Eiriksdóttir. Ferðalög Ferðir á Hornstrandir I sumar mun Djúpbáturinn á Isafirði halda uppi ferðum á Homstrandir svo sem verið hefur undanfarin ár. Ot hefur verið gefin áætlun, sem sýnir á töflu ferðir þær sem fara á og tíma þann sem ráðgert er að vera á hin- um ýmsu viðkomustöðum bátsins. Nú þegar er orðið ljóst að þessi áætlun mun riðlast eilítið og hafa upplýsingar um það veriö send- ar þeim aðilum sem selja í ferðir bátsins. Breytingar þær sem um er að ræða snerta litt fyrr auglýsta brottfarartíma bátsins frá Isa- firði heldur fremur viðkomustaði og tíma þar. Því vill hf. Djúpbáturinn benda fólki á að leita sér upplýsinga um þessar breytingar um leið og itrekað er að nauðsynlegt er að fólk bóki sig í ferðirnar með nokkrum fyrirvara, því ferðir geta verið felldar niöur eða breytt ef ekki er bókað í þær eöa á viðkomandi staði. (Einkanlega á þetta við um þær ferðir sem eru áætlaðar aðra daga en föstudaga.) Bókun og sölu í ferðir bátsins annast Ferðaskrifstofa Vestf jarða á Isafirði og aðrar almennar ferðaskrifstofur. Sumarleyfisferðir: 6. 19.-25. júli (7 dagar): Barðastrandar- sýsla. Gist í húsum. 7. 20.—24. júli (5 dagar): Tungnahryggur — Hólamannaleið. Gönguferð með viöleguút- búnaði. 8. 22.-26. júlí (5 dagar): Skaftáreldahraun. Gist að Kirkjubæjarklaustri. 9. 22.-27. júlí (6 dagar): Landmannalaugar ■ — Þórsmörk. Gönguferð milli sæluhúsa. UPPSELT. 10. AUKAFERÐ. Landmannaiaugar — Þórs- mörk. 29. júli — 3. ágúst. Nauðsynlegt að tryggja sér farmiða i sumarleyfisferðirnar timanlega. Allar upplýsingar á skriðstofunni, öldugötu 3. Ferðafélag lslands. — VIÐ EIGUM “ SAMLEIÐ íþróttir íslandsmeistaramót aldursflokkanna 14ára(69)ogyngrií frjálsfþróttum 1983 Meistaramót Islands 14 ára (1969) og yngri 1 frjálsíþróttum 1983 fer fram í Reykjavík dag- ana 23. og 24. júli i umsjá frjálsiþróttadeildar IR. Keppt verður á frjálsíþróttavellinum í Laugardal. Keppnisgreinar eru: Laugardaginn 23. júli: Piltar: Hástökk, kúluvarp og 4X100 m boðhlaup. Telpur: Langstökk, 800 m hlaup og 4X100 m boðhlaup. Strákar: 60 m hlaup, hástökk og kúluvarp. Stelpur: 60 m hlaup, hástökk og kúluvarp. Sunnudaginn 24. júlí: Piltar: 100 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk og spjótkast. Telpur: 100 m hlaup, hástökk, kúluvarp og spjótkast. Strákar: 800m hlaup, langstökk og 4X100 m boðhlaup. Stelpur: 800 m hlaup, langstökk og 4X100 m boðhlaup. Félög mega senda 3 þátttakendur í hverja grein en þó fleiri ef allir hafa náö 800 stigum eða meira i greininni, samkvæmt stigatöflu FRI fyrir börn og unglinga, miðað viö aldur keppenda. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Hafsteins Oskarssonar IR eða á skrifstofu FRI á þar til gerðum keppniskortum ásamt 20 kr. þátttökugjaldi fyrir hverja einstaklings- grein og 50 kr. fyrir boðhlaupssveit í síðasta lagi að kvöldi laugardagsins 16. júli. Fyrirtæki Jón V. Olafsson, Barbara Armanns, Amar Jónsson og Vignir Jónsson Lerkilundi 31, Akureyri reka sameign- arfélag á Akureyri undir nafninu Beta- leigan sf. Tilgangur félagsins er út- leiga á myndböndum, myndsnældum, tölvum og leiktölvum. Sveinn Magnússon, Háeyrarvöllum 22, Eyrarbakka og Höröur Jónsson, Há- eyrarvöllum 42, Eyrarbakka reka i sameiningu fyrirtæki undir nafninu Bakkavélar sf. Tilgangur meö rekstr- inum er rekstur vinnuvéla, lánastarf- semi og rekstur fasteigna. Heimili firmans er aö Háeyrarvöllum 22, Eyr- arbakka og vamarþing á Eyrarbakka. örn Magnússon, Túngötu 15, Súðavík og Siguröur Sigurösson, Stóragerði 26, Reykjavík reka i Reykjavík sameign- arfélag undir nafninu Stálvöm sf. Til- gangur er sandblástur og málmhúöun á skipum, tönkum og öörum mann- virkjum. Margrét Ingólfsdóttir, Hverfisgötu 54 Reykjavík hefur gerst eignaraöili aö 1/3 Wuta í Morkinskinnu sf. Gunnlaugur V. Gunnlaugsson, Skógar- lundi 6, Garöabæ, hefur selt Olafi Gunnari Glíslasym Söluturninn aö Vesturgötu 27 þann 4. mars 1983. Halldór Sigurðsson, Heynesi, Innri- Akraneshreppi, rekur fyrirtæki á Akranesi, aö Sandabraut 2, undir nafn- inu Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar. Starfsemin er fólgin í útleigu tækja og vinnuvéla. Eyþór Heiðberg, Brúnalandi 18, Reykjavík rekur í Reykjavík einka- fyrirtæki undir nafninu Feröaskrifstof- an Flugferðir-Sólarflug. Tilgangur er rekstur feröaskrifstofu. Guömundur Halldórsson hefur selt þeim Reyni Finnbogasyni, Austur- bergi 2, Reykjavik, Páli V. Einarssyni, Langholtsvegi 102, Reykjavík og Olafi Sigurðssyni, Bollagörðum 37, Seltjam- arnesi hlut sinn í Bilasölu Garðars sf. þannl.ágúst 1982. Úlfar Þormóösson, Grjótagötu 9, Reykjavík, rekur í Reykjavik einka- fyrirtæki undir nafninu Spegillinn. Tilgangur er útgáfa blaös undir sama nafni. Ragnar Halldórsson, Haukshólum 2, Reykjavík og Þórður Kr. Sigurðsson, Þingaseli 5, Reykjavík reka í Reykja- vik sameignarfélag undir nafninu Belco sf. Tilgangur er umboðs- og heildverslun. Einar Amalds, Drafnarstíg 2, Reykja- vík hefur gengið úr fyrirtækinu Faktor Company. Jafnframt hefur Einar af- salað Eyþóri Amalds, Asvallagötu 26,. Reykjavflc eignarhlut sinum. Garöar H. Svavarsson, Hæðarbyggð 22, Garöabæ, hefur lýst því yfir aö Jónas R. Jónsson Sörlaskjóli 40, Reykjavík varð einkaeigandi Kjöt- verslunar Tómasar Jónssonar hinn 1. janúar 1983: Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtlngablaðinu á fasteignlnni Gerðavegi 14A í Garöi, þingl. eign Ingimars Kr. Þorsteinssonar, fer fram á eign- inni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og Veðdeildar Landsbanka tslands fimmtudaglnn 21.7.1983 kl. 14. 45. Sýslumaðurinn í GuUbringusýslu. Sveinn Fjeldsted, Prestbakka 7, Reykjavík og Lúðvík R. Kemp, Rauða- læk 11, Reykjavík reka í Reykjavík, sameignarfélag undir nafninu Sveinn og Lúðvík sf. Tilgangur er rekstur vél- smiöju. Ólafur Thoroddsen, Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, rekur í Reykjavík einkafyrirtæki undir nafninu Kjúkl- ingastaðurinn v/Tryggvagötu. Tilgangur er vinnsla og sala kjúklinga. Ólafur Ægisson, Hlíðarbyggð 43, Garðabæ, rekur í Reykjavík einka- fyrirtæki undir nafninu Hár-gallerí. Tilgangur er rekstur hársnyrtistofu. Bjöm Bjömsson, Miðvangi 109, Hafn- arfirði og Birgir Ottósson, Neshaga 14, Reykjavík reka í Reykjavík sameign- arfélag undir nafninu Bjöm og Birgir sf. Tilgangur er umboös- og heildversl- un. Eysteinn Þórir Yngvason, Kleppsvegi 40, Reykjavík og Bergijót Viktorsdótt- ir, sama stað, reka í Reykjavík sam- eignarfélag undir nafninu Dynur sf. Tilgangur er smiði og sala á háþrýsti- vatnsdælum og búnaði og sem verktaki á háþrýstispúlun og sandblæstri. Valdheiöur Valdimarsdóttir, Rauða- gerði 55, Reykjavík rekur i Reykjavík einkafyrirtæki undir nafninu Laugar- nesti. Tflgangur er rekstur btöskýlis að Laugamesvegi 2, Reykjavík. Jóhannes Guðmundsson, Garðbraut 78, Garði, hefur selt eignarhlut sinn í Miöhúsum sf., Garði. Vilberg Þór Jónsson, Vogagerði 25, Vatnsleysustrandarhreppi og Magnús Guðbjartsson, Langeyrarvegi 18, Hafnarfiröi reka sameignarfélagið Virki sf. Tilgangur félagsins er húsbyggingar, verktakastarfsemi og skyldur rekstur. Agnes Jóhannsdóttir ritar ein nafn firmans Kistan, sem eigandi, en frá Snjóaði nióur ífjöll Veður til útivistar var allt annað en skemmtilegt um helgina. Fjöldi fólks sem ætlaði í útivem sneri við, enda allt annað en fýsilegt að dvelja i tjaldi eöa illa upphituöum bústööum i kuldanum semþávar. Rokiö og kuldinn var svo að segja um allt land. Á Norðurlandi snjóaöi t.d. niöur í miö fjöll og í byggð á Vest- fjörðum var sums staöar slydda á laugardagskvöldið. -klp- Bráðkvaddur fbátámiðri Reykjavíkur- höfn Menn sem leið áttu um Reykjavikur- höfn i morgun tóku eftir þvi að lítill fiskibátur var úti á miöri höfninni og keyrði þar hring eftir hring. Hafnsögubáturinn sem var aö fara út í skip á ytri höfninni fór og kannaði hvað þarna væri um að vera. Kom þá í ljós að látinn maður var um borð i bátnum. Er taliö að hann hafi orðið bráðkvaddur við stýrið, en hann var einnábátnum. -klp- tilkynningardegi fellur brott nafn Guðrúnar Njálsdóttur. Jakob Jónsson, Guðmundur Guömundsson, Hafþór Sigurðsson, Rósa M. Sigursteinsdóttir, Baldur Reynisson, Hróðmar Sigurðsson, Eiríkur Ingi Björnsson, Þorgrímur Pálmason, Páll Ingþór Kristinsson, Guðmundur Sæmundsson, Ottó Finns- son, Guðný Sigurðardóttir, Lárus Jóns- son, Þormar Kristjánsson, Hilmar Kristjánsson, Emil Þorbjömsson og Þórður Pálmi Þórðarson reka sameignarfélag á Blönduósi undir firmanafninu Starfsmannafélag Stíg- anda. Tilgangur félagsins er að útvega félagsmönnum, skv. pöntunum, góðar vörur á kostnaðarverði. Björn Valdimarsson, Markarflöt 53, Garðakaupstaö rekur innrömmun á myndum að Markarflöt 53, Garða- kaupstaö undir firmanafninu Virkni. Stofnaö hefur verið sameignarfélag- ið Búbót, sultugerð sf., til heimilis að Efstalundi 10, Garöabæ. Stofnendur félagsins eru Eiríkur Kristinsson Efstalundi 10, Garðabæ og Axel Ingi Eiríksson, s. st. Tilgangur félagsins er framleiösla og sala á sultu og saft. Árnað heilla Gullbrúðkaup eiga i dag, mánudaginn 18. júli, hjónin Rannvelg Hjaltadóttir og Guðráður Sigurðsson, Sunnubraut 31 Kópavogi. Þau eru stödd aö Laugum í Þingeyjarsýslu. 85 ára er i dag, mánudaginn 18. júlí, Jón Katarinusson frá Arnardal viö Isa- fjörð. Afmælisbarnið ætlar að taka á móti gestum sínum í dag, sunnudag, á heimili sinu i Stigahlíð 20 hér i Reykjavflc. ÓK Á STAUR Það óhapp varð á Suðuriandsbraut- inni siöastliðið laugardagskvöld aö ökumaður missti stjóm á bifreið sinni með þeim afleiöingum að hún hafnaði á ljósastaur. Bifreiöin hringsnerist umhverfis staurinn og rifnaöi síðan frá. Staurinn gekk allt inn að fremra farþegasæti bifreiðarinnar og þykir mesta mildi að enginn skyldi hafa setið þar. ökumaður var einn í bílnum þegar óhappið átti sér stað og mun h'tið slasaður samkvæmt upplýsingum DV. DV-mynd: S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.