Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Blaðsíða 38
38 DV. MANUDAGUR18. JUli 1983. Ensk módel i vikingaklæðum. A öldum áður kynntust ensUr vfklngunum og t þeirra tisku þegar norrænlr menn fóru ruplandl og rænandl um lendur þeirra. VEISLUFONG a vœgu veröi ÁMAN ÁRMÚLA 21 IMotaöir lyftarar Sýnum og seljum næstu daga rafmagns- og dísil- lyftara á gamla genginu. Lyftararnir eru til sýnis hjá okkur að Vitastíg 3. Simar 91-26455 91-12452. Opið nk. laugardag. u K. JÓNSSON & CO. HF VORULISTI KOMINN Nær 1000 blaðsíður troð- fu/lar af stórglæsilegum vörum á góðu verði. Listinn kostar kr. 130.- + burðargjaid. Pantaðu Grattan listann * strax og við sendum þér að auki glæsilegan nýjan tísku- lista, ókeypis, meðan birgir okkar endast! OPIÐ TIL KL. 22:00 f KVÖLD mi91) 43766 Ein ung úr Tungunum í London: VILL RYÐJA BRAUT NÝRRI TÍSKU FYRIR EFNAÐRIPÖNK- ARANA - VÍKINGATÍSKUNNI „Eiginlega fór ég til London til að gerast leikkona," sagði Asta Eyvind- ar, 24 ára, ættuð úr Tungunum, en hef- ur síðari árin búið á Selfossi. Asta stundaöi nám í 3 vetur í Mynd- lista- og handíöaskóla Islands og tvo vetur í Central School of Art and Design i London. Leikkonudrauminn hefur hún lagt á hilluna í biii að minnsta kosti, en einbeitir sér þess i staö að fatahönnun. Tiskuna sem hún hefur unnið að þvi aö kynna í vetur og vor kallar hún vikingatískuna. „Þessi hugmynd varð þannig til að ég gerði mér búning héma heima, not- aði gærur i flfkina, síðhærðar gærur, mjög frumlegur og pönkaður búning- ur. Þegar ég kom til London leist öllum svona óskaplega vel á flikurnar sem ég hafði gert. Mér datt þá í hug að gera meira og reyna að selja í tiskubúðir í London. Mér veitti svo sannarlega ekki af því að þama var maður vita pen- ingalaus og enga atvinnu að fá. Nú, ég rölti af stað í múnderíngunni og fór i ELLE sem er ein tiskubúð i mikilli verslanakeðju, verslun í dýrari kantinum. Mér var tekiö þama með kostum og kynjum af verslunarstjór- anum og starfsfólki hans. En þau vildu fá að sjá meira. Eg sagði aö það væri nú vandalaust, það gæti ég sýnt fljót- lega. Nú, ég pantaði fleiri gærar frá Is- landi og fékk þær. En þá vom þetta „..öggklipptar gæmr, sem breytti öllu dæminu. En ég byrjaði samt með það sem ég hafði fengið, hannaði alls konar Qíkur, kjóla, kápur, pils og vesti og fleira, alls 8 mismunandi fh'kur. Svo fór ég til Elle og í Harrod’s sem líka er dýr verslun. Eg fór líka víðar og þetta líkaði mjög vel. Hins vegar var ég fullseint á ferðinni. Innkaupastjór- arnir vom búnir að gera sín innkaup fyrir næsta vetur. Núna er ég að fara aftur til London til að ræða við þessar verslanir. Það sem ég þarf núna fyrst og fremst er einhver framleiðandi, ég mundi aldrei geta ráðið við aö fram- leiða sjálf. En ég held að búðimar séu talsvert spenntar fyrir þessu. Ríka fólkið er aÚtaf að leita sér að einhverju frumlegu til að klæðast — og þessi klæðnaður verður ekki við allra hæfi, svodýrerhann.” Ásta býr í Brixton-hverfi Lundúna en þar urðu miklar kynþáttaóeirðir á síð- asta ári. Asta sagði að það hefði verið erfiöur tími en hún hefði ekki orðið fyr- ir teljandi vandræðum. Hún hefur stundað sitt myndlistamám, unniö sem módel við fatasýningar og reynt að ryðja braut hugmynd sinni um The Viking Collection of Iceland, víkinga- tiskunni. Asta segist ekki nota teikningar við hönnun sína. Hún segist vinna þetta eins og skúlptúrverk, laga skinnið að h'kamanum og finna hvemig þaö leggst best að honum þannig aö flík- urnar fari vel og veiti eigandanum þægindiogvellíðan. SMÁ- AUGLÝSING I \ r Ásta í flíkum, sem hún hannaði eftir eigln hugmyndum og kallar víkingatfskuna. Eigum vlð eftir að hitta Lundúnapönkarana í íslenskum gæram? tslenskar peysur og gæruflíkur samkvæmt víkingatiskunnl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.