Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Blaðsíða 41
DV. MÁNUDAGUR18. JULI1983.
41
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Vinsæll
ökuníð-
ingur
David Essex þekkja sjólfsagt þeir er
leggja eyrun við sætmullu. David
hefur auðgast vel á öllu saman og var
alveg tilvalið að nota eitthvað af þeim
aurum í eitt stykki sportbíl. Þvílíkt
tæki keyra menn ekki í fyrsta gír og
David þeysti beint út á næstu hraö-
braut og nánast rak bensínfetann
niður úr gólfinu. Aður en menn gátu
áttað sig var bíllinn kominn upp i 220
km per. klst. En á sekúndubroti
skaust David inná radar réttvísinnar,
og voru vælandi sírenur umsvifalaust
settar í gang. Kauði var umsvifalaust
látinn punga út stórri sekt, sem hann
nú reyndar fór létt með, en því miður
fékk ökufanturinn að halda ökuskír-
teininu.
Aðgangsmet
Dægurlagaflytjandinn frægi, hann
Barry Manilow, er gríöarlega vinsæll í
h malandi sínu Ameríku, og líklega í
fleiri löndum. Hann afrekaði það, eða
r ' ttara sagt aðdóendur hans, að allir
miðar ó fimm tónleika hans seldust
upp á tveim tímum. Þetta þykir vel að
verki staðið, sérstaklega vegna þess að
Barry fær í sinn hlut nokkra tugi millj-
óna, sem ábyggileta koma sér vel. Það
fylgdi einnig frétu'nni að fyrir þetta
kæmist Barry í he msmetabókina, en
sjálfsagt finnst houum meira til að-
gangseyrisins koma.
Kosningar
afstaðnar
Vinsældakosningar ýmiskonar eru
mjög tíðkaðar erlendis. Ein slfk var
haldin i Ameríku fyrir skömmu og
voru þeir vinsælustu og óvinsælustu
valdir. Það vakti athygli að þaö voru
ekki Ameríkanar sem voru taldir vin-
sælastir, heldur Pólverji einn og ensk
kona, nánar tiltekiö Jóhannes Páll páfi
og Díana prinsessa. En það sem vakti
ennþá meiri athygii var það að þeir
óvinsælustu voru báöir Bandaríkja-
menn en þeír sem börðust um botn-
sætin voru þeir Ronald Reagan og
tenniskempan John McEnroe.
Önefnd bréfdúfa vitjar heimaslóða.
ENN KLIÚFA BRÉF-
DÚFUR LOFTIN
Hvorki þeir bréfdúfnamenn né dúf-
urnar þeirra láta deigan síga um
þessar mundir, því hver stórkeppnin
rekur aðra. I byrjun þessa mánaðar
var enn eitt kappflugið, og í þetta
sinn flogið frá Vestmannaeyjum og
flugu dúfumar á þöndum vængjum
vonarinnar 125 kílómetra leið, í
heilar tvær klukkustundir með rok
og lemjandi rigningu i fangið alla
leið. Þó ekki hafi borist nákvæm
tiöindi hvaöa fuglar hafi staöiö sig
best þá má ætla að þar sem fuglar
þeirra Steindórs, Einars og Björns
fró Bræðraparti í Laugardal urðu í
þrem efstu sætum, að þá hafi E.T.,
Skító og Silfri tyllt sér í efstu sætin. I
4.-6. sæti urðu fuglar Jóns
Guðmundssonar, Alfabrekku. I 7.
sæti fugl Reynis Lútherssonar frá
Mosfellssveit og í 8.—10. sæti fuglar
Guðmundar Olafssonar frá Njarð-
vík.
-SLS.
Til sios
með
Væna
Það eru fleiri en John Lennon
sem eiga erfitt með að hverfa af
jarðsviöinu. Nafni hans, leikarinn
John Wayne, er enn á ferli, ekki í
kvikmyndum sem kúastrákur eöa
hermaður heldur um borð í skútu
sem hann ótti, en var seld þegar
hann lést fyrir fjórum árum síðan.
Skúta þessi heitir „Gæsin”, og
segir nýi eigandi skútunnar aö
bæði sé hægt að finna fyrir og sjá
„Stóra Jón” um borð í skútunni, og
skelfí það alla upp úr skónum.
Dæmi þessa eru, að nótt eina fyrir
skömmu, þegar eigandinn lagði sig
til svefns þá hafi hann heyrt fóta-
tak ofan af dekki, og gekk skó-
hljóðaeigandinn hring eftir hring.
Þegar hann k vartaöi næsta dag var
honum sagt að einmitt þennan
hring hafi hann Wayne rölt á
hverju kvöldi. Eins og aödáendur
„Væna” muna þá var hann með
stærri mönnum og átti hann í erfið-
leikum, er hann rölti um skipiö, aö
hann var sífellt að reka sig upp-
undir lampa sem héngu hist og her
um skipið. Þeir voru teknir niöur
meðan John var á lífi. Eftir lát
hans voru þeir settir upp aftur, og
það var eins og við manninn mælt,
menn fóru aö heyra hljóð, keimlík
því þegar einhver rekur sig upp-
undir.
Þetta allt saman, auk annars,
hefur leitt til þess aö skíthræddur
eigandi skútunnar hefur ákveðið að
selja hana. Því liggur hún þessa
dagana við bryggju með skilti
hangandi, þar sem stendur:
,ySkúta til sölu, draugur fylgir í
kaupbæti.”
FJÖLSKYLDUSKEMMTUN AÐ TJÖRNESI
Fró Ingibjörgu Magnúsdóttur,
fréttaritara DV á Húsavík.
Kvenfélagiö Aldan gekkst fyrir
fjölskylduskemmtun í og viö félags-
heimilið Sólvang á Tjömesi föstu-
dagskvöldiðB. júlí.
I hreppnum eru 102 íbúar, 54
mættu á samkomuna. Var það fólk á
öflum mögulegum aldri sem lék sér
saman af hjartans list. Farið var í
boðhiaup i iila passandi fötum og
pokum, konumar ráku nagla en karl-
amir þræddu nál, relptog var og fót-
boltaleikur milli karia og kvenna.
Enginn vann því dómarann vantaði.
Að síðustu voru frábærar kaföveit-
ingar seldar á mjög vægu verði.
Félagið haföi áöur haldiö svona
samkomu fyrir tveim árum. Næsta
verkefni félagsins verður að taka á
móti kvenfélagskonum á skemmti-
ferð úr Fljótum í Skagaörði.
Núverandi formaöur kvenfélags-
ins er Margrét Bjartmarsdóttir.
-JBH.
DV-myndir IM.
Kvenfólklð hamast við að reka títommuna í bjálka.
Sigtry ggur Bjarnason þræðir nál af miklum móð.