Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1983, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1983, Qupperneq 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 27. JULI1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Aðaluppskerutími rabarbarans: SULTUR, GRAUTAR OG ÁGÆTIR RÉTTIR —úrrabarbara Þó flestum finnist rabarbarinn nokkuð súr borðaði hún hann af bsstu lyst hún Jóhanna. DV-mynd Loftur. Nú er aðaluppskerutími rabarbar- ans. Þessi gómsæta jurt, sem svo margir rækta, stendur í blóma. Og þeir sem ekki rækta rabarbara geta fengið hann í búö fyrir um 16 krónur kílóið. Heildsöluverð er 12 krónur á kílóiö en meö fullri álagningu fer verðið upp í 16,80 krónur. Margt er hægt að búa til úr rabar- bara. Flestir þekkja hina frægu rabar- barasultu og ekki síður hinn fræga rabarbaragraut. En til er fleira. Hér á eftir fara nokkrar uppskriftir, héðan og þaðan, af réttum úr rabarbara. Því má skjóta hér inn að orðið mun þýöa jurt sem vex í landi barbara eða villi- manna. Svo segir Sigrún Davíðsdóttir að minnsta kosti í einni af matreiðslu- bókumsínum. Rabarbaragrautur 200 g rabarbari 1/21 vatn 1dlsykur 3 msk. kartöflumjöl 1 dl vatn Vatnið er látið í pott. Rabarbara- leggirnir eru þvegnir vel og brytjaðir í litla bita. Þeir eru látnir jafnóðum út í vatnið og soðnir þar til þeir eru komnir í mauk. Sykrinum er þá bætt í. Kartöflumjölið er hrært út með vatni Anna Heiðdal skrifar fyrir bönd Verð- bréfamarkaðar Fjárfestingarfélags- ins: Vegna greinar í neytendaþætti blaös yðar miðvikudaginn 20. júlí 1983, þar sem vitnað er í umsögn undirritaðrar er þess óskað að eftirfarandi mistök af hálfu blaöamanns yðar séu leiðrétt: — Þegar blaðamaöurinn nefnir verð- tryggð skuldabréf gerir hann slæma villu, þar eð hér var átt við verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs sem að jafnaði eru ekki seld með afföllum. Verðtryggð veðskulda- bréf eru hinsvegar ávaUt seld með afföUum. — Vinningar happdrættisbréfanna eru dregnir út einu sinni á ári, en ekkiööruhverju. — Fjárfestingarfélag Islands h/f birtir gengi verðbréfa i vikulegum auglýsingum sínum í Morgunblað- inu og Dagblaöinu, en ekki ööru hverju. — Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs eru seld með afföUum. — Nafnverð verðbréfa í gömlum krónum er að sjálfsögðu umreiknað yfir í nýkrónur. Auk þess má nefna, að við saman- burð á kaupmætti andvirðis spari- skírteina ríkissjóðs við matvöru, hús- gögn o.þ.h. verður að huga vel að því hvort verö, sem við er miöað, á kaup- og grauturinn þykktur með því. Suðan látin koma upp aftur. Sykri er stráð yfir grautinn þegar hann er borinn fram. Rabarbaraepla- grautur 150 g rabarbari 1-2 epU eftir stærð 1/21 vatn 3/4 dl sykur 1/2 dl salt 3 msk. kartöflumjöl 1 dl kalt vatn Vatnið er látið í pott. Leggirnir þvegnir og brytjaöir út í. EpUn eru þvegin, flysjuö og brytjuö út í. Soöiö þar til bitarnir eru komnir í mauk. Sykri og salti bætt í. Kartöflumjöliö er hrært meö vatni og grauturinn jafnaður með því. Sykri stráð yfir þegar grauturinn er borinn fram. Rabarbarasulta 1 kg rabarbari 750-800 g sykur eða þá 1/2 kg sykur og rotvarnarefni. Magn stendur á umbúðum. Hreinsið leggina vel og þerrið þá. Skerið þá í bita og látið í pott. Hellið og söludegi séu í jafnvægi. Jafnframt er nauðsynlegt, að dagsetningar í slíkum samanburði séu nákvæmar og verð þeirra hluta, sem bomir eru saman, séu frá sama degi. I þjóöfélagi með 60—100% verðbólgu sykrinum yfir. Setjið minnsta eða næstminnsta hita á eldavélarplötuna og hafið nokkra stund. Þegar vökvi fer að myndast í pottinum er óhætt að auka hitann. En gætið þess aö hræra vel í svo ekki brenni við. Látið sjóða í 1- 5 klst. Því lengur sem soöið er því þykkari verður sultan. Hafið ekki lok á pottinum. Setjið sultuna á krukkur sem hafa veriö hitaðar með vatni áöur. Lokið þeim strax. Kælið og geymið. Rabarbarasulta með sveskjum 11/2 kg rabarbari í þunnum sneiðum og tíðum gengisbreytingum er ljóst að viðmiðunarverð húsgagna, matvöru o.þ.h. er afar vandfundið og er því auðvelt að komast aö rangri niður- stöðu, sé ekki vandað til samanburð- arins, sérstaklega ef samanburðurinn 250 g púðursykur 250 g sveskjur (eða döðlur eða rúsínur) 2 sultuð engiferhýði 1dlhunang Skerið rabarbarann í bita og sveskj- urnar einnig. Engiferhýðið er skorið í litla bita og sett í stóra skál og geymt til næsta dags. Sett í pott og soðið við vægan hita í 1/2 til 1 klukkustund. Setjið á glös og lokið. Rabarbarasulta með víni nær y fir skamman tíma t.d. 2-4 ár. Miðað við áhættu og fyrirhöfn eru spariskírteini ríkissjóðs ein arðvæn- legasta fjárfesting, sem almenningi gefstkosturá. í sultuna er bætt 1 matskeið til 1 dl af víni. Vínið er sett í eftir að sultan er soðin. Eftir það má hún ekki sjóða, þá gufar það upp. Hægt er að nota romm, gin, koníak, brennivín, kirsuberjavín, sérrí eða önnur berja- eða ávaxtavín. Rabarbari í bitum (rabarbarakompott) lkgrabarbari 1-11/2 dl sykur Hreinsið og skerið rabarbarann í 4-5 sentímetra búta. Ef leggirnir eru mis- þykkir má kljúfa þá þykkustu. Leggið í eldfast mót og stráið sykri yfir. Leggið lok eða álþynnu yfir mótið. Bakið rabarbarann í miðjum ofni viö 225 stiga hita í 20 mínútur. Borið fram með steiktum kjötréttum eða með kornmat. Hentar einnig vel með þeyttum rjóma eöa ís i ábæti. Heit rabarbarakaka 1/2 kgrabarbari 11/2-2 dl púðursykur 1 finsöxuð sultuð engiferrót eða 1 tsk. rlflð, þurrkað engifer Lok: 2egg 1 dl sykur, gjarnan hrásykur 1 tsk. lyftiduft ldlhveiti 21/2 heilir heslihnetukjarnar Setjiö ofninn á 200 gráður. Skerið rabarbarann niður í bita eftir að hafa hreinsaö hann vel. Blandið bitunum saman við sykurinn og kryddið. Setjið í. smurt, ofnfast form og inn í ofn þar sem það á að vera í 10 mínútur. Utbúið þá lokið. Malið hnetukjarnana og blandið þeim saman við hin þurrefnin. Þeytið eggin ásamt sykrinum þar til blandan verður ljós og létt. Blandið þurrefnunum varlega saman við. Deiginu er hellt yfir rabarbarann og hvort tveggja bakað í ofninum i 20—30 mínútur, eða þar til lokið er bakað í gegn. Berið kökuna fram volga með þeyttum rjóma. Rabarbaraábætir með marsípani 3/4 kg hreinsaður vínrabarbari 100—125gsykur 11/2 msk. kartöflumjöl Marsípandeig: 4egg 125 g mjúkt marsípan eða konfekt- marsípan 3-6 msk. sykur 1 tsk. rifinn sítrónubörkur. Skerið rabarbarann í um þriggja sentímetra langa bita eftir að hann hefur verið hreinsaður. Látið hann í vel smurða sporöskjulaga ofnfasta skál. Blandið sykrinum og kartöflu- mjölinu saman og stráið því yfir rabar- barann. Blandiö vel saman. Látið lok eða álþynnu yfir skálina og bakið í 175 stiga heitum ofni í 20 mínútur. Kælið aðeins. Marsípandeig: Mýkið marsípanið og þeytið 1 egg saman við það þangað til kekkirnir eru alveg horfnir. Blandið 3 eggjarauðum, sykri og rifnum sítrónuberki saman við og þeytið þar til þetta er orðið að froðu. Stífþeytið eggjahvíturaar og hrærið þær varlega saman við. Hellið deiginu yfir raþar- barann og bakið ábætinn í skálinni í miðjum ofni í 20—30 mínútur við 200 stiga hita. Berið fram volgt eöa kalt. Þeyttur rjómi og ís ákaflega gott meö. DS. Anna Heiðdal. VIKULEG VERÐKONNUN: Tómatarnir upp, eggin niður Verð ó tómötum hefur hækkað töluvert síðan verðkönnun var gerð fyrir viku. Enn eiga þó tvær verslanir af fimm tómatana á gamla verðinu. Gúrkurnar eru líka að hækka í verði, misjafnlega fljótt. Á móti kemur að ein verslun hefur lækkað verð á eggjum verulega. Það vakti töluverða undrun að eggjaverðið hefur verið það nákvæmlega sama í öllum verslununum. Nú virðist samkeppnin ætla á stað aftur eftir eitthvert hlé. DS. Verðkönnun 25.7.1983: HAGKAUP S.S. GLÆSIBÆ VÍÐIR STARMÝRI J.L. HÚSIÐ STÓRMARKAÐURINN Epli, rauð Tómatar Gúrkur E00 Gulreetur (erl.) Hvítkál Nautahakk Kjúklingar Svínabógur, nýr Smjörvi 46 37.90 65,60 69 99.70 39,50 180.90 109 69.70 59,45 42,45 59 96,95 39 156 108 138 62,05 47,50 55 59.80 48 89 42,70 165 119 138 52.80 46.50 62.50 66 69 116 42,70 172 126 151 59.50 43.90 55 75.90 69 96,95 43,70 195 119 135 59,50 Alltaf er miflað vifl kílóverð nema á smjörva, þá er miflafl við 300 gramma öskjur. Sama uppskrift og hér aö ofan nema Athugasemd við grein um spariskírteini: AUÐVELT AÐ FÁ RANGA NIÐUR- STÖDU í ÓVÖNDUÐUM SAMANBURDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.