Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1983, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 27. JOU1983. 13 nokkru sinni áður. Á þennan hátt m.a. nær nýhugsun að vekja áhuga sem síðan leiðir til betra þjóðf élags. Peter Drucker og Japanir Það er óneitanlega kyndugt að sjá auglýst námskeið á Islandi þar sem á að kenna islenskum stjórnendum japanskar aðferðir í framleiðslustjóm, að ekki sé nú talað um „japanska fyrir- brigðið” sem kallast gæðahringir. Gæðahringir em bandarísk hug- mynd, upphaflega frá Drucker komin, en eins og hann segir sjálfur hafa eng- ir hlustað á boöskap hans með jafn- miklum áhuga og árangrí og Japanir. En hvers vegna skyldu Japanir vera sérstaklega opnir fyrir nýhugsun á borð við þá sem Drucker hefur kynnt í sambandi við stjómun fyrirtækja? Drucker svarar því sjálfur í áöur- nefndu viðtali. Vegna þess að Japanir eru allt öðru visi innrættir, einstaklingshyggjan er þeim fram- andi, þar er það hópeflið sem ræður og Japaninn spyr ávallt fyrst að þjóðhagslegum hagsmunum; þjóðin kemur alltaf á undan fyrirtækinu; fy rirtækið á undan einstaklingnum. Ástæðan fyrir því að Japanir ná árangri með gæðahringum er sú að þeir em að leita leiða til þess að styrkja og efla efnahag Japans, það þarf t.d. ekki að bjóða japönskum verkamönnum neinn bónus eða auka- hlunnindi til þess að þeir fáist til sam- starfs um að auka gæði framleiðslunn- ar. Aukin gæði em þjóðhagslegt mark- miö í sjálfu sér og fullnægir því þörf Japanans til aö láta gott af sér leiða; vinna landi sínu gagn. Hvemig í dauðanum menn ætla sér að koma Islendingum inn á þessa braut er of vaxið mínum skilningi. Ekki síst þegar það er haft í hug að við eram einstaklingshyggjufólk að því marki að nálgast keltneska þráhyggju. Þaö er því byrjað á öfugum enda þegar farið er að sækja þessi vísindi til Jap- ans, sérstaklega þegar vagga þeirra er vestur í Kalif orníu. Hins vegar mætti leiða hugann að því hvers vegna Japanir eru svo fljótir að tileinka sér og aðiaga hugmyndir í stjómun að sínu aldagamla hugsana- kerfi. Það skyldi nú ekki standa í ein- hverju sambandi við þá staðreynd að meðalgreind Japana (miðaldra og yngri) er talin mest allra þjóöa sam- kvæmt niðurstöðum könnunar sem unnið er að við breska háskóla? Hér eru ekki bornar brigður á gagnsemi námskeiða um stjórnun heldur ýjað að því að ef til vill sé farið y fir lækinn eftir vatninu. Nýhugsun er ef til vill ekki sterkasta hliðin á japönsku atgervi. Hins vegar, segir Drucker, hafa Japanir frá alda öðli sýnt makalausa hæfni til að sætta sig við raunveruleikann en Vestur- landabúar hafa vanmetið Japani leynt og ljóst í 75 ár. A sama hátt og með Parkinson er ekki hægt aö meta áhrif né árangur Peter Druckers á nokkra mælistiku. 1 Japan er hann nánast 1 guðatölu og á Vesturlöndum hefur nýhugsun hans leitt til skilnings á því aö stjórnun fyrirtækja má læra, rétt eins og önnur f ræði, þótt hafa beri i huga að þótt hægt sé að læra að spila á fiðlu er ekki þar með sagt að allir geti orðið snillingar. Buckminster Fuller — nútímahugsuður Buckminster Fuller er látinn í hárri eili (d. 2/7 ’83). Séu bandarískir háskólaborgarar spurðir um árangur þeirra kenninga sem Buckminster Fuller hefur viðrað á a.m.k. hálfri öld kann að verða fátt um svör. Sé hins vegar spurt hvort Fuller hafi haft áhrif yrirleitt stendur ekki á svörum. Fár, ef nokkur, einstaklingur hefur lagt meira af mörkum til að efla og hvetja til sjálfstæðrar vísindalegrar hugsunar í bandariskum háskólum og Buckminster Fuller. Hann hefur í ára- tugi verið óþreytandi við fyrirlestra umöllBandaríkin. Megininntakið í kenningum Fullers er að með sjálfstæðri hugsun sé unnt að virkja lögmál náttúrunnar til þess að gera lífið á jörðinni bærilegra. Hann víiaði heldur ekkert fyrir sér að hugsa fram i tímann og eiginleiki hans til þess að tjá sig á einfaldan og skilmerkilegan hátt gerði honum kleift að ná til milljóna manna. Sjónvarpsfyrirlestrar hans hafa komiö þúsundum Bandaríkjamanna til að beina hugarorku sinni inn á hagnýt- ar brautir sjálfum sér og þjóðfélaginu til gagns. Ungt fólk byggir sér ódýr og skemmtileg hús eftir hugmyndum Fullers, sveitarfélög hafa notað hugmyndir hans með ótrúlegum árangri á sviði endurvinnslu og orku- spamaðar svo að eitthvað sé nefnt. Sá þáttur nýhugsunar Buckminster Fullers sem án efa hefur skilað mestum árangri er ómælanlegur en þó óumdeilanlegur; honum hefur tekist að beina lifi fjölda fólks inn á nýjar brautir og forðað því frá vonleysi og örvilnan. Einn fyrirlestur hjá Fuller virtist oft vera allt sem þurfti. Fólki varð ljóst að hver einstakling- ur býr yfir hugarorku sem auðvelt er að virkja og aö allir hafa til þess ein- hvem metnað að gefa lífi sínu gildi, — gildi sem metið er af öðrum, — en per- sónuleg umbun fólgin í þeirri tilfinn- ingu að vera metinn að verðleikum. Fuller setti gjaman fram þá kenn- ingu að ailir gætu fundið lífi sínu farveg á farsælan hátt með því að hugsa s jálf- stætt, læra að hugsa sínar eigin hugsanir i stað þess að lifa eftir lög- málum annarra, hugsa annarra hugsanir o.s.frv. IMýhugsun á íslandi Einhver kann að segja að lítið fari fyrir nýhugsun hér á Fróni. Vissulega eigum við enga stærri spámenn á borð við þá þrjá sem hér hefur verið rætt um, enda varla von i svona putalandi þar sem búa jafnfáar sálir, eða hvað? Gæti það verið að við sæjum ekki skóg- inn fyrir trjánum? Eiga t.d. Banda- ríkjamenn og Bretar jafnmörg nóbels- skáld á hverja 230 þúsiuid íbúa? Eða stórmeistara í skák? og eflaust mætti tína fleira til í þessum dúr. Líklega höfum við beint andlega at- gervinu inn á allt aðrar brautir en nýhugsun. Þegar við ræðum um rannsóknir og vísindastarfsemi er okkur gjarnt að taka sérstaklega fram aö við eigum við „hagnýtar rannsóknir”. Nýhugsunin er ekki þróaðri en svo að við ætlumst til þess, af óraunsæi, að öll þekkingarleit sé vegin og borin saman af þykkt þeirra seðlabúnta sem hún gerir kleift að skapa á einn eða annan hátt. Nýhugsunin er í smáu broti enn sem komið er en það örlar á henni, þjóðinni til hagsbóta. Tökum sem dæmi morgunútvarpið í vetur, þáttinn „Gull í mund”. Eg er áreiðanlega ekki einn um það að hafa þótt meira gaman að vakna á morgnana í vetur en áður og mér kæmi ekki á óvart þótt þessi þáttur hefði haft töluverð áhrif á mannlífiö í landinu, aukið vinnugleði og ánægju fólks og þannig lagt sitt af mörkum — jafnvel í þjóðhagslegu til- liti. Þessi þáttur er nýhugsun og það mætti gjarnan vera meira af henni. Hljómsveitin Mezzoforte hefur selt 400 þúsund plötur erlendis sem er mikið afrek. Er útflutningur tónlistar ef til vill angi þeirrar nýhugsunar sem getur með tímanum forðað frá efna- hagslegum áföllum vegna þverrandi fiskstofna? Þeir eru til sem hlæja að þessu, því miður, en það er ekki nema með nýhugsun sem við komumst út úr þeim vítahring ofnýttra auðlinda sem viö erum nú í, nýhugsun á öllum sviðum þar sem megin-markmiðið er að finna nýjar leiðir til að skapa verðmæti í landinu og gera þjóðfélagið betra og landið byggilegra. Þótt illa ári um sinn og smásálar- skapur efnishyggjunnar geri jafnvel greindustu menn að hugmyndasnauð- um hópsálum skulum við hafa það hugfast að þá fyrst, þegar enginn þorir lengur að hætta nokkra til á grandvelli nýrra hugmynda, þá eram viö á vonar- veli. Þótt sparsemi sé ef til vill dyggö þá f ramleiðir hún ekkert. Aukin verðmætasköpun, aukin fram- leiöni, nýjar framleiðslugreinar, auk- inn útflutningur, auknar rannsóknir í þágu atvinnuveganna og auknar kröfur í menntakerfinu, — þannig væri rökrétt að bregðast við núverandi 1 efnahagsástandi. Leó M. Jónsson tæknifræðingur. og jafnvel gert kjarasamninga sem voru verri en þeir sem áður giltu. Og meira en það — stjómmálaflokkarnir hafa allir brugöist, aliir átt þátt í að skeröa kjör fólks. Fólk er líka einhvem veginn orðið vonlaust um að það geti haft nokkur áhrif á gang mála. Er þaö nema von? Þegar hinn almenni maður setur formann Sjáifstæðisflokksins í vonlaust sæti á lista og fellir hann svo út af þingi — þá verður sá sami maöur utanrikisráðherra landsins. Og þegar hinn almenni maður rassskellir Fram- sóknarflokkinn I kosningum fyrir lélega frammistöðu verður sá sami flokkur forystuafl nýrrar ríkis- stjómar. Glappaskot fyrri ára Eg er ekki aö halda því fram aö vantraust fólks á forystunni sé verð- skuldað. Eg held nefnilega að augu forystumannanna séu að opnast. Mér sýnist á yfirlýsingum þeirra síðustu vikurnar að þeir séu að átta sig á því aö þeir hafi gert glappaskot á liðnum áram. Það hafi verið rangt af þeim að treysta flokkum sínum betur en öðrum. Með því að sætta sig við og grípa ekki til harðra aðgerða gegn kjaraskerðingum ,,sinna” flokka hafi þeir skapaö þau fordæmi sem gerðu afturhaldinu kleift nú að reiða stór- sleggjuna til höggs. I nýútkomnu fréttabréfi Verkalýðsfélags Borgar- ness segir formaður þess, Jón Agnar Eggertsson, sem jafnframt er fulltrúi Framsóknarflokksins í sveitarstjórn- inni þar, eftirfarandi: „I öllum stjóm- málaflokkum era öfl sem vilja draga úr áhrifum verkalýðshreyfingarinnar. Þar er einnig að finna áhrifamenn sem vilja eigna sínum flokki samtök launa- fólks og beita verkalýðshreyfingunni til að berjast fyrir ábyrgðarlausum stjómmálastefnum.” Jón Agnar talar auðvitað af reynslu. Og ég efast ekki um að sjálfstæðismaöurinn Bjöm Þór- hallsson.varaforseti BSRB, og alþýðu- bandalagsmaöurinn Haraldur Stein- þórsson, varaforseti ASI, alþýðu- flokksmaðurinn Jón Helgason, for- maður Einingar við Eyjafjörð, getf tekið undir þessi orð, hver fyrir sinn flokk. Þessir menn og margir Ðeirl verkalýösforingjar era áreiðanlega i hjarta sínu verkalýðssinnar, hlynntir hagsmunum verkafólks, þótt þeir hafi látiö blekkja sig til vondra verka. Það er vegna þessara mistaka og vegna þægðar sinnar við flokka sina sem þeir hafa verið harðlega gagnrýndir á undanfömum árum af baráttusinnum innan hreyfingarinnar. Ekki vegna þess að þeir væru vondir menn eða ættu sér ekki góðar óskir í hjarta. Og það er einmitt vegna þessara mistaka sem hinir almennu félagar hafa misst traust á þeim og standa nú eins og staðir klárar þegar forystan blæs til átaka. Brjótumst út úr flokksræðinul Þetta er vandi forystunnar í hnot- skum. Hún hefur séð aö sér og vill nú rísa upp til átaka en nýtur hvorki trausts né stuðnings hinna almennu félaga. Eigi það aö vera til einhvers að reyna að staulast á fætur og halda áfram að slást, áður en andstæðingn- um verður dæmdur sigur, þarf Guðmundur Sæmundsson forystan að endurheimta traustið. Ekki með gamalkunnum f undayfirlýs- ingum, blaðagreinum, sérfræðiálitum eða uppsögnum samninga. Forystan þarf að sýna það í verki undanbragða- laust að hún hafi slitið sig úr viðjum flokksræðis og sé nú frjáls og óháð og berjist fýrir hag hins vinnandi fólks. Best væri auövitað að þeir forystu- menn hreyfingarinnar sem í augum alls almennings eru nátengdir stjórn- málaflokkunum gengju úr þeim og segðu þeim stríð á hendur. Ef af því að ég á síður von á aö það gerist, þar sem svo margt annað hangir á þeim spýtum, er ég hér með tillögu. Hún gengur út á þaö að forystumennimir viðurkenni fyrri mistök sín og horfist i augu viö ábyrgð sína og þá staðreynd að þeir njóta ekki nægilegs trausts. Að þeir rými þess vegna sæti sín — að minnsta kosti um stund — og aðrir kcmi í þeirra stað. Þessir „aðrir” verða þá að vera einhverjir sem ekki eru flokksmerktir í augum hins almenna félaga. Eg tel fyrst og fremst þörf á þessu á vettvangi stærstu heildarsamtakanna, Alþýðusambands Islands, og jafnvel að einhverju leyti Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. En þetta væri ekki síður gagnlegt í landssamböndunum innan ASI og í ýmsum hinna stærri félaga. Eg gæti bent á nöfn margra í æðstu forystunni sem þyrftu þannig að draga sig í hlé. Og ég gæti auðveldlega bent á jafn- marga hæfa einstaklinga til aö taka viö störfum þeirra. En það er ekki mitt að tilnefna fólk til forystu. Heppilegast væri að mínu viti að bæði ASI og BSRB boðuðu til aukaþinga snemma í haust í tiiefni hinna hrikalegu kjaraskerðinga og þar yrðu þessi mál leidd til lykta. I einstökum félögum mætti fara þannig að, að til að fjalla um kjaraskerðing- arnar og baráttuna gegn þeim yrðu kosin sérstök barátturáð sem í sætu ekki þeir forystumenn sem tengjast opinberlega einhverjum ákveðnum flokkum. Það athugist að þessar hugmyndir eru ekki settar fram til að klekkja á einum eða neinum, enda treysti ég því að fráfarandi forystumenn yrðu hinum nýju innan handar í þvi erfiöa starfi sem framundan er. Verkalýðshreyf- ingunni yrðu þá áfram not af reynslu þeirra og þekkingu. Og ég er líka viss um að einhverjir þeirra gætu aftur síðar tekið við ábyrgðarstörfum í hreyfingunni, þegar þeir væru búnir að temja sér nýjar baráttuaðferðir og ávinna sér traust fólksins á ný. Baráttuna til fólksins! En þetta er ekki nóg. Farsæl lausn forystuvandamálsins innan hreyf- ingarinnar leysir ekki allan vandann. Flokksræðið hefur áorkað því innan hreyfingarinnar aö þar er allt of mikil miöstýring. Allt of miklum störfum og valdi er hlaðið á örfáa einstaklinga. Þetta á ekki aöeins við um uppbygg- ingu hvers einstaks félags heldur ekki síður um það hvernig samningamál hreyfingarinnar í heild era rekin. Eigi forystan að ávinna sér traust á ný verður hún að sýna hinum almennu félögum að hún meti skoðanir þeirra og sé tilbúin aö lúta vilja þeirra. Hlut- verk forystunnar ætti jú að vera að þjóna félögunum en ekki öfugt. Mér dettur í hug eitt ágætt ráð í núverandi stöðu. Að f orystumenn allra verkalýðs- félaga efni nú til fundaherferðar á öllum vinnustöðum. Hitti fólk og skýri málin út fyrir því, e.t.v. með aðstoð sérfræðinga og starfsmanna ASI og BSRB sem hafa allar tölur og annað slíkt á hreinu. Síðan verði i lok hvers sliks fundar kosin baráttunefnd á vinnustaðnum. Hlutverk hennar verði annars vegar að bera boð og hug- myndir á milli fólksins á vinnu- staðnum og forystunnar og vera þannig stöðugt í sambandi viö forystu- menn félagsins. Hins vegar eigi nefndin svo fulltrúa í barátturáði félagsins sem hafi með að gera öll viðbrögð við og baráttu gegn aftur- haldsaðgerðum ríkisvaldsins. Þetta gæti verið til bóta. Ekki satt? Svar óskast. Guömundur Sæmundsson verkamaður, Akureyri. A „Eigi forystan að ávinna sér traust á ný ^ verður hún að sýna hinum almennu félög- um að hún meti skoðanir þeirra og sé tilbúin að lúta vilja þeirra.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.