Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1983, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 27. JULl 1983.
15
eiga fulltrúa á þinginu. En þótt
hóparnir hafi ekki orðið svo pólitískir
víðast hvar, þá hljóta þeir að hafa
nokkur áhrif í þeim löndum þar sem
kjamorkuvopnin eru framleidd og
staðsett. Olikt minni tilgangur er að
berjast fyrir fækkun kjamorkuvopna á
Islandi, sem er kjarnorkuvopnalaust,
og þar sem ríkisvaldið hefur lítil af-
skipti af hermálum, hvað þá af kjarn-
orkumálum. Islensku friðar-
hreyfingarnar verða því að taka tillit
til þessa.
Nýju f riðarsam-
tökin á íslandi
Fyrstu afsprengi hinna erlendu
friðarhreyfinga hérlendis voru e.t.v.
fundahöldin með almenningi sl.
sumar, þar sem fulltrúar nokkurra
stjórnmálaflokka komu fram. Ekki
leiddu þau til augljósra pólitískra
stefnubreytinga. Þó hafa þau verið
gagnleg til að vekja fólk til umhugs-
unar um kjamorkumál og um varnar-
mál yfirleitt.
Næst kom friðardagur kirkjunnar,
og var það nýnæmi að það frumkvæði
var ekki í augljósum tengslum við
stjórnmálaflokka. Var vígbúnaðar-
kapphlaupið kynnt í kirkjum, og hefur
það eflaust stuðiað að því að gera
slíkar umræður aö minna feimnismáli
en áður meðal almennings.
Þau stórmerki gerast að stofnuð eru
Friðarsamtök kvenna, meö fulltrúa
frá öllum stjórnmálaflokkum. Er
markmiö þeirra að berjast gegn
vígbúnaði almennt og gegn kjarnorku-
vopnum sérstaklega. Skal það gert
með starfshópavinnu, fyrirlestrum,
dreifingu upplýsinga, og með því að
senda bréf til stjómmálamanna.
Hin nýju samtök lækna gegn
kjamorkuvá eiga að starfa svipaö,
nema þau tengjast einnig læknisfræði-
legum rannsóknum á afleiðingum
kjarnorkustríðs, svo og undirbúningi
samvinnu við Almannavarnir ríkisins
um björgunarstörf í slíku stríði.
Af þessum samtökum þá eru lækna-
samtökin greinilega vænlegust til
árangurs: I þeim felst aukin samvinna
milli lækna og stjómvalda á sérsvið-
um, án þess að neinn aöilinn fórni
neinu teljandi. Það má vera að útkoma
þessa f yrir Islendinga verði að fleirum
verði bjargað eftir kjarnorkuárás.
Ekki er jafnljóst hverju Friðarsam-
tök kvenna geta fengið ágengt í kjarn-
orkumálum. Þau eru í svipaðri aðstöðu
og SHA að því leyti að þau virkja al-
mennan baráttuhug án þess að beina
honum í ákveðna pólitíska farvegi.
E.t.v. mætti ætla að fulltrúar Kvenna-
framboðs á Alþingi gætu orðið þeirra
málsvari, en þær loðnu yfirlýsingar
um vamarmál sem hafa komið fram
hjá þeim virðast ekki vænlegar til að
leiða til breytinga í kjarnorkumálum.
Friðarsamtök kirkjunnar, kvenna og
lækna vilja vera óflokkspólitísk. Þetta
er veikleiki því að í lýöræðisríki eru
það stjómmálaflokkarnir sem fara
með meginvaldið í meiriháttar
málum, og þar meö einnig í vamar-
málum. En friðarhreyfingar eru
auðvitað vamarmálahreyfingar, svo
aö ekki verður komist hjá að fara
stjórnmálaleiðina ef þeim á eitthvað
að ávinnast í varnarmálum.
Samstarf
við ríkið
Eðlilegast væri að tilraunir til að
hafa áhrif á gang kjarnorkumála, af
hálfu hreyfinga hérlendis, beindust að
fyrirætlunum sem gætu átt sér stað
hérlendis. Hér er ekki um margt að
ræða. Þaö má nefna annars vegar
áform Nato um að efla eftirlit með
ferðum Sovétmanna í kringum Island,
en það telst til eftirlits með kjamorku-
vopnum. Hins vegar eru áformin um
að Islendingar taki sjálfir að sér meiri
sjálfstjóm um gæslu er viökomi eftir-
liti með kjarnorkuvopnum við Island á
friðartímum, er fram líða stundir.
Mér þykir þessi kostur vænlegastur,
því að þar væri fyrst og fremst við ís-
lenska ríkið að ráöskast.
Nato-andstæðingar myndu e.t.v.
svara þessu sem svo að öll aukin
gæsluumsvif hér á landi gætu einnig
komið Nato til góða. Meiru máli held
ég þó að skipti að við höfum okkar
eigin umsjón með að Isiand sé kjam-
orkuvopnafrítt. Þannig erum við
ábyrgari, og við því trúverðugri ef til
kjarnorkustríös kemur, og Sovétmenn
hugleiða aðsenda á okkurskeyti.
Ef hins vegar kjarnorkuandstæðing-
ar hérlendis vilja breytingar án þess
að taka á sig einhverja ábyrgð í her-
málum, þá er vandséð hvernig þeir fá
nokkru áorkað. Nato-kerfið verður
áfram hér á Islandi um ófýrirsjáan-
lega framtíð. Þess vegna getur okkar
eini raunhæfi kostur verið sá að finna
okkur stað innan þess sem við getum
sættokkurvið.
Onefndur er sá kostur að styðja Al-
mannavamir ríkisins við að undirbúa
björgunaraðgerðir fyrir næsta strið.
En ég held að hugur flestra friðarsinna
standi miklu fremur til þess að reyna
heldur að f yrirbygg ja slíkt strið.
I öllu falli ber því að fagna að með til-
komu fleiri íslenskra friðarhreyfinga
eru nú þegar orðin tímamót í vamar-
málasögu landsins, því að þeim hefur
nú fjölgað sem vilja axla ábyrgð í
vamarmálum, og það er í sjálfu sér
merki um aukinn félagsþroska.
Tryggvi V. Líndal
kennari.
Menning
Vinsælustu bíltæki í heimi
KP4230 útvarpskassettutæki. FM/MW/LW.
PNS truflanaeyðír. Spflar báðum megin.
ATSC öryggiskerfi „Loudness” 6,5w.
Verðkr. 8.470.
KP3230 útvarpskassettutæki. Sambyggt,
FM/AM/LW. Hraðspólun í báðar áttir. Sjálf-
virk endurspflun.
Verðkr. 7.110.
KE4300 útvarpskassettutcki. FM/MW/LW.
Fast stöðvaval. ARC kerfi stjómar móttöku-
styrk. Spilar báðum megin. „Loudness”. 6,5
w. Verð kr. 12.230.
KE7800 útvarpskassettutæki. FM/MW/LW.
Fast stöðvaval. Lagaleitari. Spilar báðum
megin. ATSC öryggiskerfi. „Loudness”. 6,5w.
Verðkr. 10.510.
BP320 kraftmagnari 2 x 20 w.
Verðkr. 2.300.
BP720 sambyggður kraftmagnari og tónjafn-
arl. 60—10.000 Hz. 20 w. „Echo”.
Verðkr. 7.290.
j [ Ka lWv«io>i ) )
N ;\O..DSöTr
KP707G „Component”.
„Metal, Dolby” kassettutcki.
Tveir tónstillitakkar. „Loud-
ness”.
Verðkr. 9.660.
GM120 „Component”. 2X60 w
magnari. 30—30.000 Hz. Bjögun
0,4%.
Verðkr. 6.280.
TS-106 hátalarar, innfelldir, 20
w. Passa í flestar gerðir bif-
reiða.
Verðkr. 1.760 parið.
TS1611 hátalarar, niðurfelldir
„Coaxial”. Tvöfaldir.
Verðkr. 1.060.
KP313G „Component”. „Metal
Dolby” kassettutœki. Tveir
tónstillitakkar. „Loudness”.
Sjálfvirkur lagaleitari.
Verðkr. 8.720.
T .0. 0,.,
* GEX 63 útvarpskassettutcki.
FM/AM/LW. Tölvustýrður
móttakari. Fast stöðvaval.
APC móttökustyrksjafnari.
Verðkr.11.1
TSM 2 hátíðnihátalarar, stttl-
anlegir. Má líma á mclaborð.
450-20.000 Hz. 20 w.
Verðkr. 930.
TS 2000 hátalarar „Cross-
Axial”, þrefaidir. Niðurfelldir.
30—21.000 Hz. 60 w.
Verð kr. 4.110.
GM4 „Component”. 2X20 w
magnari. 30—30.000 Hz. Bjögun
0,06%.
Verðkr. 2.780.
CD 5 tónjafnari, 7 banda. Jafn-
vægisstillir á 2 magnara og 4
hátalara. 60—10.000 Hz.
Verðkr. 4.790.
TS1644 hátalarar, niðurfelldir,
tvöfaldir, „Coaxial”. Sérstak-
lega þunnir (4 sm). 20—20.000
Hz. 25 w.
Verðkr. 1.810.
TS 202 hátalarar, innfelldir,
tvöfaldir 20-20.000 Hz. 60 w.
Verð kr. 3.570.
HVERFISGOTU 103
HUOM-HEIMILIS-SKRIFSTOFUTÆKI SÍMI 25999