Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1983, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLl 1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Israel: Ódæðisverk á vesturbakka Israelski herinn á vesturbakka Jórd- anár er nú í viöbragösstööu og býr sig undir aö takast á við mótmælaaögeröir Palestínumanna eftir mestu ofbeldis- aögerðir gegn aröbum á hernumdu svæöunum í áraraöir. Þrír voru felldir og 33 særöir er dul- búnir menn hentu handsprengjum og skutu á stúdenta í i slamska háskólan- umíHebronígær. Israelska ríkisstjómin hét því aö gera allt sem í hennar valdi stæöi til aö handsama ódæðismennina. Fáum stundum eftir voðaverkið fóru flokkar Palestínumanna um götur, kyrjuðu slagorö og grýttu ísraelska hermenn. Tvítug, palestínsk kona var skotin til bana í borginni Nablus. Aö sögn frétta- manns Reuters „var hún skotin til bana af ísraelskum hermönnum. Voru þeir aö reyna að bjarga hermönnum sem voru króaðir inni af múg sem kastaðiíþágrjóti”. Hernum í Hebron barst mikill liös- auki eftir ódæðisverkið. Hafa þeir lok- aö vegum til og frá borginni og lýst yfir útgöngubanni. Síöastliöna mánuöi hefur Hebron veriö vettvangur árekstra öfgasinn- aöra ísraelskra landnema og arab- ískraibúa. ELSALVADOR: Æ fleiri lát- ast af völdum ofbeldis Fjöldi óbreyttra borgara sem hef- ur látist í borgarastríöinu í E1 Salva- dor hefur aukist aö undanförnu. Þetta kemur fram í skýrslum sem unnar hafa verið í bandaríska sendi- ráöinu í E1 Salvador og þykir þetta ganga í berhögg við opinberar yfir- lýsingar Bandaríkjastjórnar um aö mannréttindabrotum fari fækkandi. Tölur sendiráðsins, sem eru að miklu leyti byggöar á upplýsingum úr dagblööum, sýna aö þeim borgur- um sem látist hafa af völdum póli- tísks ofbeldis hefur fjölgaö um 9% á fyrra helmingi þessa árs miöaö viö seinni helming ársins 1982. Mannréttindasamtök segja þessar upplýsingar benda til þess aö aöferð- ir Reaganstjórnarinnar við aö lýsa yfir batnandi mannréttindaástandi séutæpar. Bandaríska þingiö krefst þess aö stjórnin staöfesti aö mannréttinda- ástandið farí skánandi, til þess aö E1 Salvador fái hemaðar- og efnahags- aöstoö. Lögum samkvæmt verður stjómin á 6 mánaöa fresti aö kveöa á um aö E1 Salvador stjómin vinni aö því aö auka virðingu fyrir mannréttindum og draga úr af brotum öryggissveita. I skýrslu um mannréttindi í E1 Salvador, sem kom út í síðustu viku, segir George Shultz utanríkisráð- herra aö færra bendi til þess en áður að árangur náist í að minnka of- beldi gegn almennum borgurum en bætti við aö stjórnin gerði sitt til þess aö bæta mannréttindaástandiö. Mið-Ameríka verður akki nýtt Vfetnam, sagði fíeagan á blaðamannafund- inum og hafði síðan sitt fram i þinginu i nótt. Myndin sýnir forsetann við trjárækt á setri sínu. Ólympíuleikarnir: Rússargjalda ekki líku líkt — segirforsvars- maður mótshaldara „Rússar em of sniöugir til aö taka ekki þátt i sumarólympíu- leikunum i Los Angeles 1984,” sagði Peter Ueberroth, forsvars- maöur mótshaldara, um helgina. Hann sagöi þetta vegna oröróms um aö Sovétríkin og ríki þeim fylgisspök myndu ekki mæta til leiks á ólympíuleikana í Los Angeles 1984 til að hefna fyrir fjar- veru Bandaríkjanna og ýmissa Vesturlanda á ólympíuleikunum í Moskvu 1980. Ueberroth sagöi að fjarvera Bandaríkjamanna þá heföi veríö heimskuleg. 65 þúsund sækja um þúsund störf 65 þúsund manns sóttu um 1000 stööur viö sorphirðu sem heilbrigðisyfirvöld í New York auglýstu fyrir tveimur vikum. Heilbrigðisyfirvöld segja umsóknir enn streyma inn. Margar konur eru meðal um- sækjenda en reglum um sorp- hirðu í New York hefur nýverið verið breytt á þann veg að ráða má konur í þessi störf. Allur samanburður við Víetnam er fjarstæða — sagði Reagan á blaðamannafundi og bar sigur úr býtum við atkvæðagreiðslu þingsins í nótt um málefni Mið-Ameríku „Mér finnst aö menn hafi gert of mikið veður út af þessum varnarvegg sem viö höfum verið að reyna að koma upp,” sagöi Reagan Bandarikjaforseti á blaðamannafundi seint í gærkvöldi. Hann átti við tilraunir Bandaríkja- manna til þess aö bægja burt ásælni Kúbu, Nicaragua og Sovétríkjanna frá E1 Salvador og öörum ríkjum Mið- Ameríku. En þessar tilraunir hans hafa mætt öflugum andbyr heima fyrir enda kvíða því margir aö afskipti Bandaríkjamanna í þessum löndum séu upphafið aö nýju Víetnam-ævin- týri. „Allur samanburöur við Víetnam er tóm fjarstæða,” sagði Reagan, „og þaö er engin sh'k þróun á ferðinni. Viö erum ekki að áforma styrjöld og ég held ekki aö það sé nein hætta á henni. Slíkt væri mér mjög á móti skapi. Við viljumfrið.” Nokkur styrr hefur staöiö um heræf- ingar Bandaríkjamanna í Miö-Ame- ríku til sjós og lands, en Reagan kvað þar aöeins um aö ræða venjulegar æf- ingar samkvæmt áætlun og væri engin sérstök ógnun þar að baki. Reagan vék aö sovéska flutninga- skipinu Ulyanov sem væri á leiöinni til Corinto-hafnar í Nicaragua, hlaöiö vopnabúnaði. Bandarískir embættis- menn hafa áður skýrt frá því að herinn sé vel í stakk búinn til þess aö setja hafnbann á Nicaragua en þar sé hætt- an mest á því aö Sovétmenn komi á land þeim vopnum sem síðar verði beitt gegn stjómvöldum í E1 Salvador 350 ÞUSUND SAU DÍÖNU ROSS í CENTRAL PARK — ólæti á eftir Diana Ross lætur eins og hross. Umsjónarmaður Central Park í New York segist ætla aö halda áfram aö halda ókeypis popptónleika í. skemmtigaröinum þrátt fyrir óeirðir sem uröu þar á föstudag er Díana Ross hélt þar tónleika. „Viö gefumst ekki upp fyrir villingunum. New York veröur ekki ógnaö af smáum hóp andfélagslega sinnaös fólks,” sagði Henry Stem, umsjónarmaður á blaðamannafundi. Á milli 200 og 1000 manns létu öll- um illum látum eftir tónleika Díönu Ross, réöust í hópum aö fólki og létu ófriðlega. 84 ungmenni voru handtekin. Stern vildi ekki segja neitt um hvort hljómsveitir, sem líklegar eru til aö laða aö sér „andfélagslega sinnaö fólk”, fengju aö leika ókeypis í garðinum. Næstu hljómleikar í garöinum eru meö Fílharmóníusveit New York- borgar. Um 350 þúsund manns sóttu tón- leika Díönu Ross á föstudagskvöld. Álíka fjöldi hlustaði á hana kvöldiö áöur á sama staö en eftir skamma stund varö aö aflýsa tónleikunum vegna úrhellis. og öörum ríkjum þar um slóðir, vin- veittum Bandaríkjunum. Reagan sagöi aö Bandaríkin yröu áfram „útvöröur friðarins” í Mið- Ameriku og heræfingarnar væru til marks um andstöðu ríkisstjómar hans gegn vopnavaldi. Hann lét vel yfir orö- færi valdamanna á Kúbu og í Nicara- gua upp á síðkastið og vonaðist til þess að efndir fylgdu fögrum oröum svo aö draga mætti úr spennu og koma á friöi á þessum svæðum. I gærdag, fyrir blaðamannafundinn, sendi Reagan bréf til forseta Mexíkó, Panama, Kolumbíu og Venezúela, en þessi fjögur lönd hafa gert með sér svonefnt „Contadora friðarbandalag”. I bréfi þessu mun forsetinn hafa vísaö á bug öllum samningaviöræðum viö Kúbu og Nicaragua meöan núverandi ástandríkti. Skömmu eftir að blaöamannafundin- um lauk gekk bandariska þingiö til at- kvæða um tillögu þess efnis að meina forsetanum aö senda hersveitir til Mið- Ameríku. Tillagan var felld meö mikl- ummun, 259 atkvæðum gegn 165. Einnig var borin upp tillaga í þá veru að fjöldi bandarískra ráögjafa í E1 Salvador yröi ekki meiri en 55, en sú tillaga var einnig felld með svipuðum atkvæðamund. I dag mun þingið taka til umræðu á nýjan leik hvort ráð sé að skeröa framlög til uppreisnarmanna, sem hafast við í Honduras og bíða fær- is aö steypa stjórn sandinista í Nicara- gua. Reagan ósam- mála Gemayel Reagan Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi aö hann vonaöist til aö ákvöröun Israelsmanna um að flytja hersveitir sínar frá Mið-Líbanon væri fyrsta skrefið til þess aö allir erlendú- herir yröu á brott frá Líbanon. Forsetinn sagðist vera ósammála túlk- un Gemayel Líbanonforseta um aö flutningurinn hefði í för með sér skipt- ingu Líbanons.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.