Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1983, Blaðsíða 36
^fC.O^c((t 8<þ. ARMÚLA 38 REYKJAVÍK, SÍMI 82186 OG 83830. Ferðamannagjaldeyrir: Álagið varla fellt niður fyrst um sinn Til'.aga um niöurfellingu 10% álags á gjaldeyriskaup feröamanna veröur væntanlega lögö fram á fundi ríkis- 'stjómarinnar á morgun. Samkvæmt heimildum DV er ólíklegt aö hún nái samþykki þá þegar. Hins vegar er al- mennur vilji fyrir hendi í ríkisstiórn- inni fyrir því aö afnema álagið sam- hliöa því aö ýmsar aðrar kerfisbreyt- ingar veröi geröar. Formlega er tillagan frá Matthíasi A. Mathiesen viðskiptaráöherra en studd af Albert Guömundssyni fjár- málaráöherra og mun hann væntan- lega leggja tillöguna fram í ríkisstjórn- inni. Ráðherrarnir Halldór Ásgrímsson og Alexander Stefánsson vildu lítið tjá sig um þetta mál í morgun. Þeir sögðu það hafa komið til tals. Alexander kvaö þaö eiga samleiö meö ýmsum öðrum kerfisbreytingum sem væru til umræðu. En sjá yröi fyrir spamaö í ríkisrekstrinum eða aðrar tekjur ef fella ætti þetta álag niður sérstaklega. Það lægi ekki fyrir. Áætlaö var aö álag- iö á ferðamannagjaldeyrinn gæfi ríkis- sjóöi 75 milljónir króna í ár. -HERB. Utanríkisráðherra Danmerkur: í skoðunar- ferð um Skaftafell og Eyjar Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráö- herra Danmerkur, fór í morgun ásamt fylgdarliði í skoðunarferö um þjóð- garðinn í Skaftafelli. Hann gisti í nótt ásamt konu sinni í sumarbústaö Erjends Einarssonar, forstjóra SlS, og eiginkonu hans, Margrétar Halldórsdóttur, í Hraunbúðum í Land- broti. Fyrr um daginn haföi ráðherr- ann rennt fyrir sjóbirting í Grænalæk. I dag fer ráöherrann til Vestmanna- eyjaog verðurflogiöþaöantilReykja- víkur um fimmleytið. I kvöld halda Uffe Ellemann^Jensen og eiginkona hans, Alice Vestergaard, kvöldveröarboð fyrir gestgjafa sína í danska sendiráðinu. Hinni opinberu heimsókn ráðherra- hjónanna lýkur í fyrramálið en þá haldaþauafturtilDanmerkur. -EA. LOKI Menn skattyrðast mjög í dag. 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR—AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ1983. Hættulegur leikur með loftriffla í Garðabæ: Fólksbfll fór f imm veltur í Kömbunum ökumaður fólksbifreiðar, sem hafði ekið aftan á bifreið í Kópa- voginum um kvöldmatarleytið í gær en stungið af, var fluttur á slysadelld Borgarspítalans eftir að hafa velt bifreið sinni efst í Kömbunum rétt fyrir klukkan hálfníu í gærkvöldi. Fór bíllinn fimm veltur. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur. Hann mun ekki hafa meiðst alvarlega, samkvæmt uppiýsingum lögregl-; unnarímorgun. Þaö var um klukkan átta aö maöurinn ók bifreið sinni aftan á annan bíi á gatnamótum Digranes- vegar og Vallartraðar í Kópavogi. Sá árekstur var ekki harður, en maður- inn stakk af. Gat ökumaður hinnar bifreiðarinnar gefið upplýsingar um bílinn. Um hálftíma síðar velti hann bif- reið sinni efst í Kömbunum. Þeyttist bíllinn út af veginum og fór fimm ■ veltur. Bíllinn er talinn mjög iiia far- inn,efekkiónýtur. Bifreiðin er úr Arnessýslu. -JGH Islenskir læknar munu kynna sér bæklunarlækningar í Sovétríkjunum: HÖFUM EKKIGETAÐ MÆLT MEÐLENGINGARAÐGERÐUM - vegna upplýsingaskorts frá Sovétríkjunum, segir Gunnar Þór Jónsson læknir „Það er ekki hægt aö ráöleggja fólki að fara út í tímafrekar og dýrar aðgerðir án þess að hafa fengið aö lesa um þær í vísindalegum tíma- ritum. Ef prófessor Ilzarov hefði starfaö annars staðar, til dæmis í Evrópu, hefði hann skrifað um niður- stöður lækninga sinna. Þá hefðu menn getað kynnt sér hver væri áhættan við að fara í slíkar lækn- ingar og fleira sem nauðsynlegt er að vitaum.” Þetta sagði Gunnar Þór Jónsson, læknir á bæklunardeiid Land- spítalans, er DV bar undir hann um- mæli Oskars Einarssonar í blaðinu í gær. Oskar er faðir Helga, sem gekkst undir lengingaraögerð í Sovétríkjunum. Alítur Oskar aö ís- lenskir læknar hafi „skammarlega lítinn áhuga” á þeim aðgeröum sem framkvæmdar eru erlendis og geri ekkert til að kynna sér þær leiöir sem þarstandatilboöa. „Það er ekki alls kostar rétt skilið h já honum að við höfum ekki áhuga á að kynna okkur þessi mál,” sagði Gunnar Þór. „Eg hef stundað Helga og þegar til stóð að hann færi austur í aögerð skrifaði ég og bað um afrit af visindalegum greinum sem hefðu verið skrifaöar um þetta efni. Eg treysti mér ekki til aö mæla meö hlutum sem ég vissi ekki um. Ég fékk engin afrit, en hins vegar barst mér boð um aö sækja ráðstefnu sem haldin verður um þessi mál í september nk. Þangað hyggst ég fara ásamt öðrum lækni, Halldóri Baldurssyni. Þau tæki, sem prófessor Ilzarov notar við þessar lengingar, eru ekki ný af nálinni. Þau hafa verið notuð í áratugi. Hins vegar hafa slíkar að- gerðir ekki verið gerðar á dverg- vöxnu fólki fyrr. Vitaskuld er þessi möguleiki mjög mikilvægur fyrir þetta fólk. En við höfum fram til þessa ekki getað ráðlagt því að fara í aðgeröir í Sovétríkjunum án þess aö kynna okkur þær áður,”sagði Gunnar Þór. -JSS. Undanfarna daga hefur verið leik- inn ljótur leikur með loftrifflum í Garðabæ. Hefur verið skotið með kraftmiklum riffli eöa rifflum á hús eitt, svo þaö hefur stórskemmst. Er mesta mildi að ekki skuli haf a hlotist slys af svo gáleysislegri meðferö loftriffla. Það var ljót sjón sem biasti við fréttamönnum DV. er þeir iitu inn í umrætt hús í Garöabænum. Rúða i stofuglugga var sundurskotin, og einnig hafði verið skotiö á litaö gler viö útidyrahurð og á rúðu í bílskúr. Allar voru rúðurnar ónýtar. „Eg geri ráð fyrir að ég fái glerið bætt, þar sem ég er með glertrygg- ingu,” sagði eigandi ibúðarhússins, en hann óskaðí eftir aö nafns hans yrði ekki getið. „En það er ekki mál- ið. Þetta er stórhættulegur leikur, sem nærri má geta, þegar þeir hafa verið að skjóta í kringum útidyrnar hjámér.” Eigandinn hefur kært málið til rannsóknarlögreglunnar í Hafnar- firöi. Sveinn Bjömsson rannsóknar- lögreglumaður sagði í samtali við DV að ekki hefði náðst til þeirra enn sem þarna hefðu veriö að verki. Hann ítrekaði að þama væri um stór- hættulegan leik að ræða og þyrftu foreldrar að vera vel á verði, vegna þeirrar hættu sem stafaöi af kraft- miklumloftrifflum. Sveinn sagði ennfremur að ekki hefði borið mikiö á notkun slíkra skotvopna að undanförnu. Þó heföi verið skotið á bíl á Seltjarnamesi fyrir skömmu. Þeir sem þar áttu í hlut hefðu náðst fljótlega og ætti hann von á aö málið í Garðabæ upp- lýstistinnantiöar. -J88.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.