Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Side 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 28. JtJLl 1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Reykvíkingar eru að breytast: Hjónabandiö úr tísku — einbýli kemur í staðinn Sambýlishættir eru mikiö að breytast í Reykjavík um þessar mundir. I staö þess aö börnin alist upp í foreldrahúsum og fari úr þeim um og upp úr tvítugu til þess aö stofna heimili meö sinni eigin fjöl- skyldu eru bömin lengur heima og gifta sig síður. Þau sem þó gifta sig skilja oft og Iifa þá ýmist ein eöa með börnum sínum. Þetta kemur meöal annars fram í ákaflega fróölegri skýrslu sem Bjarni Reynarsson landfræðingur tók saman fyrir Borgarskipulag Reykjavíkur. Skýrslan nefnist: Ibúar og húsnæöismál. Skýrslan hefur þann megintilgang aö draga saman á einn staö upplýsingar um þróun íbúa og húsnæðismála i borg- inni. Aöalskipulag er nú runnið út og, til þess aö gera nýtt þarf aö reyna að átta sig á þvi hvernig fólk kemur til meö aö búa í höfuöstaönum næstu áratugina. Er þetta fólk, sem vill margar og litiar íbúöir, margar og stórar, fáar og litlar eöa fáar og stórar? Þetta er aðeins hægt aö finna meö því aö gera sér grein fýrir því hvernig fólk býr í borginni núna og hvemig, miðaö viö þaö fólk, sé liklegt að íbúar breytist. I skýrslunni kemur fram aö íbúar í Reykjavík eru nú um 25 þúsundum færri en gert var ráð fyrir árið 1967. Ástæður fyrir því aö fjölgunin var ekki eins ör og gert var ráð fyrir em einkum tvær. Hin fyrri er sú að konur eignast ekki eins mörg börn hver og þær gerðu áður. I staö þess að hver kona átti að meðaltali 4 böm á árunum í kringum 1960, á hún aðeins 2,1 bam núna. Hin ástæðan er sú aö mikill f jöldi f ólks hef ur flutt frá Reykjavík. Milli áranna 1966 og 1982 fluttu rúmlega 8 þúsundum fleiri burt úr borginni en til hennar. Þetta eru aöallega börn og ungt fólk. Fóik sem flyst til borgarinnar er aftur á móti helst miðaldra og eldra f ólk þótt töluvert af ungu fólki flytji enn til Reykjavíkur. Reykvfkingar að eldast Meöalaldur Reykvíkinga hefur verið stööugt að hækka siöastliöin 20 ár. Áriö 1960 var41% bæjarbúa innan við tvítugt. Núer aðeins 31% íbúanna innan við tvítugt. Á hinn bóginn hefur gamla fólkinu fjölgað. Ibúum, sem em orðnir 65 ára, hefur fjölgað Úr7%áriðl960íl3%nú. Vegna þess aö aldursskiptingin hefur veriö að breytast hefur þörfin fyrir húsnæöi líka veriö aö breytast. Eftirspum eftir svonefndu sérbýli hefur aukist. Þetta eru einbýlis- og raöhús. Þrátt fýrir þetta hefur mest verið byggt af blokkum. Þó að fólkinu hafi fjölgaö minna en gert var ráö fyrir, hefur þörfin fyrir húsnæöi ekki minnkað. Þaö búa einfaldlega færri í hverri íbúö. Byggðin í borginni hefur verið að færast æ austar. Um 1960 var miö- punktur bæjarins, ef miöað var viö íbúa, á móts viö Kjarvalsstaöi. Nú er hann á mótum Grensásvegar og Miklubrautar. Eins og sagöi í upphafi gifta menn sig seinna nú á dögum en fyrrum. Meöalaldur brúöhjóna hefur hækkaö um 1—2 ár síöan 1970. Brúöir em nú að meðaltali 25,3 ára og brúðgumar 27,5 ára. Hjónavígslum fóiks innan viö 25 ára aldur hefur fækkað talsvert síðustu árin. En hvaö gerir þetta fólk áður en þaö giftir sig? Svarið er að þaö býr ýmist heima hjá foreldrum sínum eða það leigir sér herbergi eða íbúð. Fólk sem býr eitt eöa heima hjá for- eldrum sínum eftir 16 ára aldur er orðið37,4% borgarbúa. Hefur fjölgað Úrl5%fráárinul964. Þó aö foreldramir varpi ugglaust öndinni léttar þegar bömin þeirra eru gengin út eftir aö hafa heyrt þessa staðreynd, er ekki þar meö sagt að börnin veröi gift þaö sem þau eiga eftir. Hjónaskilnuðum hefur nefnilega fjölað geysilega. Um heil 125% siöan árið 1961. Þeir em nú 11,2% af öllum hjónavígslum, vom áöur 4,9%. Reykjavfk framtíðarinnar Ymsar spár hafa verið gerðar á undanförnum ámm um þaö hvernig Reykjavík muni líta út á næstu árum og áratugum. Bjami telur líklegt aö um næstu aldamót verði Reykvík- ingar orðnir 7—15 þúsundum fleiri en þeir eru nú. Nákvæmar treystir hann sér ekki til að setja töluna vegna sveiflna sem hann telur liklegar í flutningum manna. Mestu fjölgunar á hann von á hjá aldurshópnum 30— 50 ára og í hópi eldra fólks. Hann heldur aö litlu heimilunum muni halda áfram að fjölga og því sé brýn þörf á að byggja litlar íbúðir. En þessar ibúöir þurfi ekki endilega aö vera í blokkum. Eins megi byggja lítil einbýlis- og raðhús og þau þurfi ekki að vera svo miklu dýrari. Bjarni leggur áherslu á að stefnt verði aö fjölbreytni í íbúðabyggö. Sjálfsagt sé að hafa byggðina þétta til aö skapa skjól og spara land. Jafnt og nægilegt lóöaframboð sé nauösynlegt til þess aö þetta geti gengið. DS. BORDUM TÍFALT MEIRA SALTEN NAUÐSYN KREFUR — af leiðing meðal annars hár blóðþrýstingur Salt er hverjum manni nauðsynlegt. En flestir menn fá allt of mikiö af því. Flestir liklega margfaldan nauðsyn- legan skammt. Salt er nauösynlegt til þess aö jafnvægi vökva haldist í líkamanum. Of mikið salt veldur hins vegar of háum blóðþrýstingi. Hvers konar salt sem selt er, þó það heiti hafsalt, jurtasalt eða einhverjum nýjum nöfnum, er skaðlegt í of miklum mæli, þó að mælt sé með jurtasalti í kost handa þeim sem vilja minnka við sig salt. Gamalt máltæki segir að vanti menn salt þá vanti þá allt. Salt hefur alltaf haft og hefur enn mikla þýðingu fyrir manninn. Á árum áður var það nauðsynlegt til geymslu á matvælum. Hægt var að salta bæði kjöt og fisk til heils árs í einu. Nú á dögum er þessi þáttur í salt- neyslu mun minni. Þótt menn borði enn saltkjöt og saltfisk er það eingöngu af því að þeim finnst slíkur matur góður. Ekki af því að aðrir möguleikar á geymslu séu ekki fyrir hendi. FrystÞ kistan hefur tekið við sem aðal- geymslustaður matvæla og niöursuöa tíðkast i auknum mæli. Salt er hins vegar orðið aðalkryddið sem menn nota. Salt, og þá er átt við venjulegt borð- salt, er tvö frumefni. Það eru natrium (Na) og klóríð (Cl). Þessi efni hafa bæði mikiö að segja i starfsemi lik- amans. Natríum er nauðsynlegt tll þess aö halda salt- og vökvajafnvægi líkamans. Klóríö í rauninni líka, en er því til viðbótar nauösynlegt fyrir melt- inguna og sýrumyndun likamans. Nýrun eru þau líffæri sem vinna mest úr saltinu. Nokkuð af salti tapast auk þess við að menn svitna. Við erfiða vinnu eða í miklum hita getur salttapiö verið verulegt. Þá er ekki aðeins nauösynlegt að drekka mikinn vökva heldur að bæta einnig við sig salti. Líkaminn tapar stöðugt nokkru af salti. Því er nauðsynlegt að við fáum nokkuö af því í matnum. En flestir fá mun meira salt en þeir þurfa. Rannsóknir hafa sýnt að saltnotkun er nauðsynleg fyrir blóðstreymið. Tómatsúpa bmiheldur um það bil 30 sinnum meira salt en ferskir tómatar. Tómatsósa inniheldur um það bil 50 sinnum meira af salti en ferskir tómat- ar. Hvernig það má vera er mönnum reyndar ekki alveg ljóst ennþá. Hversu mikið er nauðsynlegt? Vökvajafnvægi likamans er mjög flókið. Bæði hormónar og stjómstöðv- ar tauganna hafa á þaö áhrif. Stjómun er flókin og látum við okkur nægja að taka bara dæmi af stjórnuninni á natrí- uminnihaldi blóösins. Natríum er sá hluti saltsins sem menn hafa verið mest varaðir við. Á mjög einfaldaðan hátt er hægt að segja að aukið natriummagn í blóðinu og annars staðar í líkamanum valdi því að líkaminn safnar auknum vökva. Líkaminn getur ekki geymt salt án þess að geyma vökva líka. Meðal annars þess vegna eykst blóð- þrýstingurinn. Ef hann er stöðugt of hár í langan tíma verður álagið á hjartaö mikið. Þaö veröur aö vinna af meira afli við þaö að koma blóðinu út um líkamann. Hár blóðþrýstingur er einn af þeim þáttum sem geta orsakaö hjartasjúkdóma. Mönnum hefur ekki alltaf komið saman um það hversu mikið salt viö þurfum. Margir þekkja það ugglaust aö þá hungrar í salt. Þetta getur verið merki um það að likamann skorti salt. Oftast er þó ekki svo. I flestum tilfell- um er þetta salthungur ekkert annaö en afleiöing af undangenginni ofneyslu á salti í langan tíma. Ef menn venja sig á að salta allan mat verður ósaltað- ur matur smátt og smátt alveg bragð- laus. Margt bendir til þess að við borðum margfalda þörf okkar af salti á hverj- um degi. Erlendar rannsóknir benda til þess að saltneyslan geti verið fimm til tífali meiri en nauðsynlegt er. Við þurfum þetta eitt til tvö grömm á dag en f áum um það bil 10. Þó aö ekki sé nákvæmlega vitaö um það hversu mikið salt við þurfum er gott að vita hvaðan við fáum megniö af því sem við borðum. Ef við vitum það getum við minnkað magnið ef við vilj- um eða okkur finnst það nauösynlegt heilsu okkar vegna. Margir geta valið um það að minnka fremur saltið eða taka hjartalyf og oft getur verið nauö- synlegt að minnka saltneysluna þó að þaulyfséutekin. Salt er salt. Um það bil helmingurinn af því salti sem við borðum daglega er falið aug- um okkar. Það er í pylsum, tómatsósu, súkkulaði, brauði, i stuttu máli sagt i Kartöfluflðgor og laltatar hnetur ern óskaplega saltrfk fæða. Af þeim ættl ekki að borða mikið. unnum matvælum. Saltið er sett í við vinnsluna. Magn þess er sjaldan eða aldrei tilgreint. Varan er í besta falli merkt með því að hún innihaldi salt, ekkert er sagt um það hversu mikið það er. Gera má ráð fyrir að þvi meira : sem maturinn er unninn, því saltari sé hann. Saltsalar hafa tekið upp á því í seinni tíð að kalla salt eitthvað annað en salt. Með því eru þeir að reyna að telja fólki óbeina trú um að það sé eitt- hvað ööruvísi en venjulegt salt. Svo er ekki. Borðsalt, sjávarsalt, hafsalt, kryddsalt og jurtasalt er þrátt fyrir nafngiftina aðeins salt. Mælt er með jurtasalti í rétti handa þeim sem vilja minnka við sig salt. En það er eldri hollt ráð. Aöeins er hægt aö minnka saltmagnið með þeirri ein- földu ráðstöfun að salta minna. Jurta- og kryddsalt er að 95 hundraðshlutum natríum klórið. Það má því nota örlítið meira af því en venjulegu salti, en munurinn er hverfandi. Best er að minnka bæði saltið sem sett er í þegar maturinn er búinn til og eins þegar hann er borðaður. Miög saltan mat er best að reyna að forðast. Joði hefur verið bætt í nokkrar teg- undir af salti. Joð er snefilefni sem er mikilvægt í efnaskiptunum. Ef menn fá ekki nægilega mikið joð, fá þeir hörgulsjúkdóm sem nefnist struma. Besta joðuppsprettan er sjávarfiskur. Betra er að borða meira af fiski en að bæta við sig joðblönduöu salti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.