Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 28. JULI1983. Útlönd Útlönd Hryðjuverkamennirnir sprengdu sig í loft upp Hjónamiðlun og kynning er opin alla daga. Sími 26628. Geymið auglýsing- una. KRISTJAN S. JÓSEFSSON. Armenskir hryöjuverkamenn grönd- uðu s jálfum sér og tveimur öðrum eftir að tiiraun þeirra til að taka tyrkneska sendiráðið í Lissabon mistókst. Fimm hryðjuverkamenn réðust á sendiráðið. Skutu þeir og særðu lög- reglumenn fyrir utan sendiráðið en öryggisverðir hindruðu þá í að komast inn. Tóku þá skæruliðarnir það til bragðs aö fara inn i sendiráðsbústaði við hlið sendiráðsins. Er barátta þeirra viö lögreglu sem umkringdi bú- staðina var orðin vonlaus ákváðu þeir að fremja sjálfsvig. Sprengdu þeir handsprengjur sínar og létust allir. Auk þeirra lést lögreglumaður og kona staðgengils sendiherrans í sprenging- unni. Þetta var þriðja árás svokallaös armensks byltingarhers á sendiráð Tyrkja í þessum mánuði. Diplómat var myrtur í Brussel 14. júlí og daginn eftir sprakk öflug sprengja viö skrifstofur tyrkneska flugfélagsins á Orly við París og féllu þar 7 manns. Til leigu miðsvæðis í borginni. Til leigu um 250 m2 salur á 4. hæð á Hverfisgötu 105. Salurinn er til sýnis alla virka daga á milli kl. 9 og 16. Til greina kemur langtímaleiga. Nánari upplýsingar í síma 17500 eða á staðn- um. Austur-Þjóðverjar leita að fjársjóði Görings — eftir korti f rá Gerd Heidemann ÍSAFJÖRÐUR FÓSTRUR Auglýst er til umsóknar starf forstööukonu viö leikskólann við Hlíðarveg. Ennfremur vantar tvær fóstrur við sama leikskóla. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Upplýsingar gefur undirritaður í síma 94-3722 eða á bæjar- skrifstofunni Isafirði. BÆJARSTJÓRINN tSAFIRÐI. Austur-Þjóðverjar leita nú fjársjóðs sem var í eigu nasistaforingjans Hermans Görings. Þetta þætti ef til vill ekki í frásögur færandi ef það hefði ekki birst á síðum hins virta þýska dagblaðs Bild Zeitung. Að sögn Bild keyptu Austur-Þjóð- verjar kort af blaðamanninum á Stern sem blekkti heimsbyggðina hressilega með dagbókum Hitlers á dögunum. Bild segir að blaðamaðurinn Gerd Heidemann hafi afhent austur-þýskum yfirvöldum fjársjóðskort sem sýnir hvar Herman Göring lét fjársjóði að verðmæti 100 milljarða þýskra marka, sökkva á botn stöðuvatns. Að launum átti Heidemann að fá helming góðmálma sem kynnu að finn- ast og fá leyfi til að fylgjast með og ljósmynda leitina. Auk góðmálma hafði f jársjóðurinn að geyma postulín og málverk. Heidemann hefur verið í varðhaldi síðan upp komst að dagbækur Hitlers voru falsaðar, í maí síðastliðnum. Bild segir að Austur-Þjóðverjar leiti fjársjóðsins i Stolpsee vatninu, 60 kíló- metrum fyrir norðan Berlín. Bild gefur ekki upp heimildir fyrir fréttinni en segir að eigendur Stern viti um samning Heidemanns við Austur- Þjóðverjana. Talsmenn eigenda Stern segja samninginn vera einkamál Heidemanns. Samkvæmt frásögn Bild borgaði Heidemann hermanni vel yfir 100 þús- und mörk fyrir kortið. Hermaðurinn tók þátt í að sökkva fjársjóðnum í lok seinna stríðs og laumaðist til að gera uppdrátt af staðnum. Heidemann keypti þrjá aðra uppdrætti af her- manninum en lét Austur-Þjóöverja að- eins fá einn. Heidemann fékk vestræna aðila til að leggja fram fé til að standa undir kostnaði og áttu þeir að fá í skiptum einhvern hluta auðæfanna sem Heide- mann vonast til að fá er Austur-Þjóð- verjar finna fjársjóöinn. Alls fékk Heidemann á þennan hátt 1,4 milljónir þýskramarka. PANTANIR SÍMI13010 X HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.