Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Page 10
DV. FIMMTUDAGUR 28. JULI1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Árni Snævarr Arabaheimurinn: VINIR SOVÉTMANNA í DAG GETA VERIÐ ÓVINIR Á MORGUN „Viö vitum aö aðalbandamenn okkar í arabaheiminum í dag, Palestínumenn og Sýrlendingar, eins og Egyptar áður fyrr, bíöa aöeins eftir merki frá Bandaríkjamönnum og þá munu þeir svíkja okkur. Þeir styðjast aöeins viö okkur vegna þess aö þeir hafa ekkert skárra. Viö gerumokkurengargrillur... ” Sovéskur diplómat í arabaheim- inum í samtali viö blaðamann Le Monde. Frá því aö Sovétmenn hófu að blanda sér í stjómmál fyrir botni Miðjarðarhafs hefur gengið á ýmsu í samskiptum þeirra við arabíska stjórnmálamenn. Þeir hafa tengst ýmsum löndum á þessum slóöum hagsmunaböndum en tæpast vináttuböndum. Hent út úr Egyptalandi Snemma á sjöunda áratugnum geröi Nasser Egyptalandsforseti vin- áttusamning viö Sovétmenn. Jafnvel þá heyrðist háttsettur egypskur stjórnmálamaður segja: „Efi Israelsmenn myndu aöeins skipta viö okkur á bandamönnum þá myndum viö gefa Sovétmenn upp á bátinn með mikilli gleði.” Og það geröi Sadat eftirmaöur Nassers rúmum áratug síöar. Snilli- gáfa hans var fólgin í því að finna rétta augnablikið til aö halla sér að Könum og rífa jafnframt í tætlur orö- spor forvera síns á forsetastóli. En þetta er ekki eina skiptiö sem Sovét- menn hafa verið sviknir af aröbum. Sama sagan geröist í Irak. Þar sáöu Sovétmenn miklu en uppskáru lítiö. Miklu sáð — lítið uppskorið Allt frá því að konungsveldinu í lrak var hrundið árið 1958 hafa Sovét- menn haft gott samband viö vald- hafa þar, allt þar til á allra síðustu mánuöum. Þeir lokuöu augunum er kommúnistaflokkur landsins var upprættur í blóðugri hreinsun og komu ár sinni vel fyrir borö þrátt fyrir hvert valdarániö á fætur ööru í landinu. Og svo var komið árið 1966 aö her- inn í Irak var nær eingöngu búinn sovéskum vopnum. Sovétmenn töldu sig hafa endanlega tryggt sér Iraka hinn 9. apríl 1972 er þeir skrifuöu undir „vináttu- og samvinnusátt- mála” en það haföi ekkert arabaland gert áöur. I augum ráðamanna í Moskvu koma Irakar í staö Egypta sem vörpuöu Rússum á dyr um þetta leyti. Næstu þrjú árin varö samvinna landanna á sviði viöskipta og hernaö- ar æ nánari. Rússar aðstoðuðu viö rafvæðingu og kjamorkuvæðingu traka og hjálpuöu þeim aö bæla niður uppreisn Kúrda svo dæmi séu nefnd. írakar fjarlœgjast Moskvu En Irakar höfðu um þetta leyti (1975) aldrei veriö auðugri. Þeim tóku aö berast tilboð úr vestri á viö- skipta-, tækni- og hemaöarsviöi og það notfærðu þeir sér. Á árunum 1978—1981 tók að bera á ósætti milli stjómar Saddam Husseins og Kreml- verja. Stríð í Erítreu og Afganistan og Genfarráðstefna um Mið-Austurlönd urðu ásteytingarsteinar. Og síöast en ekki sist stríð Iraka og Irana. Irökum fannst Sovétmenn reka rýting í bak sér er þeir fengu ekki þau hergögn og aðstoð sem þeim bar samkvæmt vináttusamkomulaginu frá 1972. Gátu Irakar bent á í því samhengi aö Frakkar heföu staöiö viö sína samninga og sent þeim 4 Mirage vélar. Á síöasta ári skánaöi sambúöin eitthvaö ef marka má heimsóknir háttsettra embættis- manna landanna og bresk blöð hafa skýrt frá einhverjum vopnasend- ingum frá Sovétríkjum til Iraks, en samt virðist uppskera Sovétmanna í Irak harla rýr. Sómalía Sovétmenn fóru miklu verr út úr samskiptum sínum viö Sómalíu- menn. Árið 1961 gerðu löndin meö sér vináttusamning og upp frá því dældu Sovétmenn fjármagni inn í landið. Fengu flotaaðstööu í Berbera og komu upp skotpöllum fyrir lang- drægar eldflaugar. Sovétmenn ving- uðust viö stjórn Mengistu í Eþíópíu árið 1977. Sómalíumenn gátu ekki sætt sig við þaö og hentu rússneska birninum út og vinguðust viö Bandaríkjamenn sem tóku þeim opnum örmum. Sýrland Meira aö segja Sýrlendingar, sem í fljótu bragði virðast traustustu bandamenn Sovétmanna sem völ er á, hafa tvívegis veriö aö því komnir aö slíta sambandi við þá. Árin 1974 og sérstaklega 1977 (eftir aö Sýrlendingar gripu inn í borgara- stríöið í Líbanon) munaöi minnstu aö þeir segöu rússneska kærastanum upp. Þeir sendu Könum gylliboð en afbiýðisamir Israelsmenn tryggöu að Sýrlendingar yrðu áfram á mála hjá Sovétríkjunum. I Vestur-Þýskalandi eru vísbend- ingar um allt að 3,0% árlegan hag- vöxt 1983—’87 eöa allnokkru hægari en á öndverðum áttunda áratugnum og ívið hægari en 1974—’80 og um leið um hægt vaxandi atvinnuleysi, sem kann aö taka til 8% vinnuafls 1987 í stað6%1981. Viðskipti við útlönd Viðskipti Vestur-Þýskalands við útlönd skipa lykilstöðu í efnahags- málum þess eins og svo margra ann- arra iðnaðarlanda. Og hefur út- flutningur þess numið um 30% af vergri þjóöarframleiöslu á undan- förnum árum. Allt fram á siðasta ár, 1982, var hann í örum eða allörum vexti, um 4,3% á ári að meðaltali 1974—80 og 8,3% 1981. Þrennt mun hafastuðlaðaöþví: 1. ) Gengisskráning marksins ívilnaði útflutningi síðustu þrjú ár. 2. ) I stækkandi mörkuðum olíusölu- landa var hlutdeild þýskra vara stór. 3. ) Fundnir voru nýir markaðir fyrir þýskar vörur, þegar að þeim þrengdi heima fyrir. Nú hefur meðbyrinn hins vegar lægt. Giskað er á. að árlegur vöxtur vestur-þýsks útflutn- ings verði um 3,5% á ári 1983—’87. A áttunda áratugnum óx innflutningur aö jafnaði um 7% á ári eða mun hraöar en útflutningur, meira en tvöfalt hraðar en þjóðar- framleiðsla. Gagnstætt því sem verið hefur síðustu þrjú undanfar- andi ár ívilnaði gengisskráning marksins innflutningi fram eftir átt- unda áratugnum, að allnokkru á kostnað innlendra vara. Stóran hlut að vexti innflutnings átti þó verð- hækkun orkugjafa því að andvirði Hiö nána samband Sovétmanna og Sýriendinga á upphaf sitt að rekja til sjötta áratugarins. Fyrsti hernaðar- sáttmáli þjóðanna var gerður 1956. 1967 styrktu Sovétmenn samband sitt við Sýrlendinga og er Hafez el- Ássad komst til valda 1970 erfði hann raunverulegt bandalag við Sovét- ríkin. Sýrlendingum var gert kleift að heyja októberstríðið viö Israel 1973 með miklum vopnasendingum frá Sovétrikjunum og sömuleiðis að bæta sér upp hið mikla vopnatap. Hriktir í stoðum bandalagsins Það hrikti þó i stoöum bandalags- ins árið 1974 er Kissinger kom á sam- komulagi milli Sýrlendinga og’ Israela um að flytja heri frá landa- mærum ríkjanna. Enn og aftur varð samkomulag landanna stirt er Sýrlendingar skár- ust í leikinn í borgarastriöi Libanons 1975—76 í óþökk þarlendra vinstri manna og Palestínumanna. Sovétmenn leyfðu Sýrlendingum að komast upp meö þessa sjálf- stæðistilburði einungis vegna þess að eftir „tap Egyptalands” voru þeir vinafáir á þessum slóðum. Assad fór á fund Carters á Genfarráðstefnuna 1977 en eftir samkomulag Israela og Egypta flaug Assad enn á ný í faðm Kremlverja. Og í þetta sinn upp- skáru Sovétmenn samkomulag um vináttu og samvinnu (1980) sem Sýr- lendingar höfðu ekki viljað gera fyrr. þeirra hækkaði mjög þrátt fyrir orkuspamaö. Nú em ábendingar um að úr vexti innflutnings dragi svo að hann nemi um 3,0—3,5% árin 1983— ’87. Á greiðslujöfnuði Vestur-Þýska- lands varð mikill halli 1981, f 8,4 milljarðar, og aftur verulegur halli 1982, $ 2,9 milljarðar, en 1975—’80 var hann að meðaltali $ 0,6 millj- aröar á ári. Samt sem áöur hafa vömskipti verið Vestur-Þýskalandi mjög hagstæð, að meðaltaii um $ 13,4 milljarðar á ári 1974—’80. En þótt þau verði enn hagstæðari fram til 1978, eða um $ 23—24 miiljarðar á ári, verða metin ekki jöfnuð. Halli á þjónustuliðum og millifærslum mun að líkindum nema lítið eitt hærri upp- hæð, eöa um $ 14,0 milljörðum á ári. Mun það vera meginástæða aðildar Vestur-Þýskalands að lögn jarðgas- leiðslunnar frá Ráðstjómarríkjun- um því að jarðgasið mun verða ódýr- ara öðrum innfluttum orkugjöfum, eftilvillum 11-12%. Fjármál Á fjárlögum Vestur-Þýskalands hefur verið halli frá miðjum áttunda áratugnum, sem að meöaltali hefur numið um 3,5% vergrar þjóðarfram- leiöslu. Verður hann ósennilega minni á næstu ámm. I þeim efnum vegur þyngst aö ríkið ber kostnað af atvinnuleysi og þarf líka við því að sporna. Þannig hefur gengið á bóta- sjóði atvinnuleysistrygginga, svo að hækka þarf framlög til þeirra, en þriðjungur ríkisútgjalda fer nú til al- mannatrygginga ýmiss konar. Þá er i ráöi aö endurskoða lögin um elli- tryggingar 1985. A dagskrá er líka að Lítil hrifning Þrátt fyrir þann sáttmála ríkir hjá hvorugum aðilanum hrifning í garð hins. Sýrlendingar urðu fyrir álits- hnekki í innrás Israels i Líbanon. Kenndu þeir lélegum vopnum Sovét- manna um skakkaföll sín þar en Sovétmenn kenndu um lélegri her- mennsku Sýriendinga. Sovétmenn hafa aldrei verið sérstaklega hrifnir af Palestínu- mönnum og telja þá vera veika fýrir ameríska frændanum rétt eins og Egyptar vora áður fyrr. Það er ekki fyrr en árið 1969 sem samúðar í garð palestínskra skæraliða fer að gæta hjá Sovétmönnum. Meira aö segja þaö ár má sjá þá kallaöa á síðum Prövdu „öfgasinnaða ævintýra- menn, í raun bandamenn heims- valdasinna”. Bitur reynsla Arafats Dauöi Nassers (1970) flýtti fyrir vinskap en það er ekki fyrr en þremur árum seinna að samband þeirra og Palestínumanna breytist úr gagnrýnum stuðningi í samkrall. 3. ágúst 1974 viðurkenna Sovétmenn PLO sem .Jiinn eina lögmæta fulltrúa palestinsku þjóðarinnar”. Borgarastríöið í Libanon sýndi svo hversu takmarkaöur stuðningur Sovétmanna var í raun. Vegna stefnubreytingar Sadats (Camp David samkomulagið) verður samband Sovétmanna og Palestínu- draga úr stighækkun skatta. A hinn bóginn lagði ríkisstjórnin snemma árs 1982 fram áform um fjár- festingarstyrk, að 10%, til atvinnu- fyrirtækja, stórra og miðlungs stórra, og lán á vildarkjöram til lítilla atvinnufyrirtækja. Þau áform féllu ekki fyrir borð við stjórnar- skiptin í fyrrahaust þótt endur- skoðuð væru. Verðbólga hefur á undanfömum árum verið minni í Vestur-Þýska- landi en flestum viöskiptalöndum þess eða að meðaltali 4,4% á ári 1974—’80. Sú er meginorsök hækk- andi gengis marksins. Og dregur væntanlega úr verðbólgu á næstu árum, því að verð á innfluttum vörum mun síður en áður þrýsta upp verðlagi. Sennilega hækkar þess vegna gengi marksins enn , þótt gengisskráning innan Efnahags- bandalagsins sé nú samkomulags- mál aðildarríkja þess. Vextir i Vestur-Þýskalandi hafa að allmiklu leyti farið eftir vöxtum á alþjóölegum lánamörkuðum, einkum i Bandaríkjunum, jafnvel þótt vextir, hærri markaðsvöxtum, hafi verið greiddir af útlendum skammtímalánum og útlendu vörslufé i bönkum. Vextir hafa farið lækkandi síðustu 12—15 mánuði en þess er ekki vænst, að þeir fari á næstu árum niður fyrir 8% eða raunvextir verði með öðrum orðum undir3—4%. Framleiðsla og atvinna I aldarfjórðung, frá uppbyggingu "vestur-þýsks iðnaðar eftir stríðið, var aðstaða hans til samkeppni á manna svo aftur náið. En Arafat er ætíö á varðbergi er viðkvæm mál koma upp því hann veit að hann getur ekki treyst í blindni á að rússneski björninn fylgi sér. Hann hefur bitra reynslu af því, samanber svik Sovétmanna við Palestínumenn í innrás Israelsmanna í Líbanon. Og enn fær Arafat að reyna að ekki þýðir að reiða sig á Sovétmenn nú er uppreisn hefur brotist út í liði hans. Sovétmenn fórna ekki sambandi sínu við Sýrlendinga nú frekar en 1976 og styðja því í raun uppreisnar- mennina í A1 Fatah sem Sýrlend- ingar hafa virkjað gegn Arafat. Ekkert betra býðst Eitt er vist, ef eitthvert riki í arabaheiminum treystir Sovét- mönnum þá er það Suður-Yemen. Það dugði ekki einu sinni til að skemma sambandið er Abdel Fatah Ismail „Moskvumanninum” var komið fyrir kattarnef 1973. Aðrir .Jdoskvumenn” komu í hans stað og þó ríkið sé hvorki auðugt af olíu né nálægt Israel er hið trausta samband við Moskvu mikilvægt. Landið er háð Sovétmönnum um flest. Arabar sem fylgja Moskvu að málum gera það ekki fagnandi heldur einfaldlega vegna þess að það býðst ekkert betra. En sagan sýnir okkur að allra veðra er von. Vinir Sovétmanna gætu orðið óvinir þeirra á morgun. ás (byggt á Le Monde) alþjóðlegum mörkuðum góð. Fjár- festing í iönaði var hins vegar tiltölu- lega lítil á áttunda áratugnum og upptaka tæknilegra nýjunga með hægara móti. Aldur vélakosts þykir nú fremur hár og þörf endumýjunar. Að öllum líkindum fer fjárfesting í iðnaöi þess vegna vaxandi á næstu árum, að nokkra vegna forgöngu ríkisins en iðjuhöldar gera sér líka vonir um nokkra hækkun arðs ef fer sem horfir. Launakröfur era frekar miðaðar við verðbólgu en þjóðarframleiðslu. Og hafa kaupkröfur vestur-þýskra verkalýðsfélaga numið lægri tölum en verkalýðsfélaga í flestum öðrum löndum Efnahagsbandalagsins. Engu að síður hefur hlutdeild laun- þega í þjóðartekjunum hækkað úr 70,7% 1973 upp í 73,7% 1981. En vafi leikur á, að þeir haldi þeirri hlutdeild óskertri, eins og atvinnuástandi er komiö. Fjöldi Vestur-Þjóðverja á vinnu- markaði vex um 600.000 á ári 1983— ’87, í stað 200.000 árin 1974—’80. A til- svarandi aukningu á mannahaldi í atvinnu eru ekki horfur. I landinu er mikill fjöldi útlends verkafólks. Osennilegt er, að það verði sent heim. Það vinnur mörg störf, sem landsmenn sækjast ekki eftir. Og af heimsendingu þess hlytust pólitísk og jafnvel viðskiptaleg vandkvæði. Ottast er þess vegna að liðlega 2 milljónir manna verði án atvinnu 1978 eða um 8% vinnuafls, jafnvel þótt verg þjóðarframleiðsla fari vax- andi um allt að 3% á ári. A þessa leið er hagspá háskólans í Hamborg. Haraldur Jóhannsson tók saman. Horfur í vestur-þýskum efnahagsmálum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.