Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Side 1
Barátta í húsnæðismálum að bera árangur: STEINGRÍMUR LOF- AR 50% LÁNUM líkleg niðurstaða ríkisstjórnarfundar á morgun „Ríkisstjórnin stefnir aö því aö veita 50% lán af kostnaði staðalíbúð- ar til húsbyggjenda og íbúðakaup- enda og munu þær nýju reglur taka gildi um nk. áramót,” sagði Stein? grímur Hermannsson forsætisráð- herra m.a. á fundi sem hann átti með baráttumönnum i húsnæðismálum nú fyrir nokkrum dögum. Miöast þessar nýju reglur fyrst og fremst við þá sem eru að hef ja framkvæmd- ir í fyrsta sinn en þeir sem fóru af stað eftir að verðtrygging útlána tók gildi 1979 munu fá sambærilega lána- fyrirgreiðslu. Einnig sagði forsætis- ráðherra að næstu fjóra mánuði, eða fram að áramótum, yrðu bankar eöa aðrir aöilar að hlaupa undir bagga og hjálpa fólki. Er fastlega gert ráö fyrir að þetta verði niðurstaða ríkisstjómarfundar sem haldinn verður snemma í fyrra- málið og er búist við aö hann veröi langur því auk vandamála húsbyggj- enda verður álmálið einnig á dag- skrá. Nú í morgun gengu baráttumenn í húsnæðismálum á fund félagsmála- ráðherra með nánari útfærslur á kröfum sínum enda veitir ekki af að búa vopnin vel í hendur ráðherra, því innan rikisstjómarinnar eru hávær- ar raddir sem kyrja þann söng að engir peningar séu til og því lítið til ráða, aðsögn baráttumanna. Félags- málaráöherra hefur fram að þessu 'sýnt vandamálum húsbyggjenda og íbúðakaupenda mikinn skilning og nú hefur Steingrímur Hermannsson einnig bæst í þann hóp. Eru orð for- sætisráðherrans ein helsta trygging baráttumannanna fyrir því að niður- staða ríkisstjómarfundarins á morg- un verði þeim í hag. -EDt S/ökkviliðsmenn og lögreglumenn við húsið á Oddagötunni þar sem eldur varð óviðráðanlegur íeldhúsinu. D V-mynd S Nágranninn réðst á eld- inn með garðslöngunni Töluverðar skemmdir urðu á einum prófessorbústaðnum við Oddagötu í Reykjavík í gær þegar eldur kom þar upp í eldhúsi. Ein kona var í húsinu og tókst henni að komast út og gera slökkviliðinu við- vart. Nágranni kom henni til hjálpar og réðst að eldinum með garðslöngu og hélt honum í skefjum þar til slökkvilið- iö var komið á staöinn. Reykkafarar fóru inn í húsið og náðu þeir að ráða niðurlögum eldsins á. skömmum tíma. Var mikill reykur í húsinu en eldurinn var aðeins í eldhús- inu. Þar urðu mestu skemmdimar en einnig urðu skemmdir af vatni og reyk á fleiri stööum. -klp Sáeiniá Vestfjörðum - sjá Sviðsljós bls.45 SkýrslaHaf- rannsóknar- stofnunareftir ágústleiðangur -bls.2 Veiðivon bls.4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.