Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Blaðsíða 2
DV. MANUDAGUR12. SEPTEMBER1983.
Ólafur BJömsson.
Ólafur Björnsson, út-
gerðarmaður í Kef lavík:
„Skárri
útkoma með
þorskinn en
éghafði
búist við”
Ölafur Björnsson, útgerðarmaöur í
Keflavik:
• „Þetta er ugglaust þeirra besta yfir-
sýn og því lítiö um þessa skýrslu aö
segja. En ef þetta er rétt hjá þeim meö
þorskinn er þaö skárra en ég haföi
búist við miðað viö síðustu vertíð.
Annars er máliö ekki þetta. Það er
veriö aö drepa hér allan smáfisk og svo
er safnað liöi allt frá Ástrah'u til að
krukka í þessa bútunga. Það tekur því
varla oröiö fyrir þessa fáu þorska sem
eftir eru í sjónum samkvæmt skýrslum
fræðinganna aö hrygna þegar fiskur-
innfærekkifriðtilaövaxa.” -klp-
GísH Konréðsson.
Gísli Konráðsson,
framkvæmdastjóri
Otgerðarfélags
Akureyringa:
„Þetta er
Ijótt útlit”
„Þetta er ljótt útht ef svona er, sér-
staklega ef þorskurinn er aö hverfa
með öllu af miðunum. Maöur vonar aö
skýrslan sé ekki rétt en hvorki ég né
aðrir geta hrakiö þaö sem sér-
fræöingarnir segja. Þetta er þeirra fag
og þeir vita örugglega hvað þeir eru aö
segjaoggera.” -klp-
HörðurJónsson,
skipst jóri á Heimaey VE:
„Ekki svona
svartsýnn
einsogþeir”
„Eg veit ekki hverju maður á að
trúa. Þeir finna aldrei neitt þessir
fiskifræðingar — hvorki fisk í sjónum
né hvaö þá heldur seiöi. Nú er hér allt
aö kafna í ufsa — bátamir og togar-
amir koma inn drekkhlaönir, en þaö
hefur samt aldrei verið talaö um að
neinn ufsi sé í sjónum.
Eg er ekki svona svartsýnn eins og
þeir. Þessi fræði þeirra er eitthvað
götótt. Þaö er alltaf fiskur þótt þeir
segi eftir hverja rannsóknaferð af ann-
arriaðástandiðsémjögslæmt.” -klp-
Ekiarsson.
Ágúst Einarssonffulltrúi
hjá Landssambandi
íslenskra útvegsmanna:
„Átti von á
{iessum
régnum”
, ,Þetta er langt f rá því aö vera góö tíö-
indi. Þaö sem mér finnst alvarlegast í
þessari skýrslu er hvaö lítiö hefur
fundist af karfaseiöum. Karfinn hefur
mikiö veriö inni í veiði togaranna og
gert útgerðum þeirra kleift aö halda
þeim úti.
Það góöa viö þessa skýrslu er að út-
breiðsla og fjöldi grálúöuseiöa hafi
veriö meö mesta móti í Grænlandshafi
og við Austur-Grænland.
Eg átti annars von á þessum
fregnum því s jórinn hefur verið kaldur
og skilyrðin í sjónum því slæm. Þrátt
fyrir aö ég ætti von á þessu, varö ég,
eins og flestir Islendingar hljóta að
verða, fyrir miklum vonbrigöum meö
þessitíöindi.” -klp-
Höröur Jónsson.
ÞRESTIR A VIK-
INGAHÁTÍÐ
í SKOTLANDI
Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði
er nú staddur í Skotlandi þar sem
hann tekur þátt í Víkingahátíð, sem
haldin er i ferðamannabænum Largs
í nágrenni Giasgow. Stendur hátíðin
yfir dagana 10.—18. september.
Víkingahátíðin, sem nú er haldin í
þriöja sinn, nýtur þegar viðurkenn-
ingar sem önnur tveggja alþjóðlegra
hátíöa í Skotlandi. Tónleikar og aðrir
listviðburðir eru daglega, en auk
þess íþróttakappleikir og siglingar.
Vemdari hátíðarinnar er Magnús
Magnússon útvarpsmaöur og rithöf-
undur.
Karlakórinn Þrestir ásamt ein-
söngvurunum Ingu Maríu Eyjólfs-
dóttur og John Speight mun koma
fram á tvennum tónleikum á há-
tíöinni. Verður útvarpað og sjón-
varpað frá öðrum þeirra. Einnig
syngur kórinn við hátíðarguðsþjón-
ustu. Þá munu kórinn og einsöngvar-
ar halda sjálfstæöa tónleika i tengsl-
umviöhátíöina.
Stjórnandi Þrasta er John Speight.
Undirleikarar í förinni eru Svein-
björg Vilhjálmsdóttir og Olafur
Vignir Albertsson.
-JSS.
Skýrsla Haf rannsóknastof nunarinnar eftir
ágústleiðangrana
ASTANDIÐ ALLT ANN-
AÐ EN GLÆSILEGT
Hinum áriegu ágústleiðöngrum
Hafrannsóknastofnunarinnar er nýlok-
ið og skýrsla um niðurstöður verið
send út. Þessum ágústrannsóknum er
einkum ætlað að gefa fyrstu vísbend-
ingu um árgangsstærð þorsks, ýsu,
loðnu og karfa. Þá voru ýmsar aðrar
rannsóknir gerðar í þessum ferðum
m.a. mælt hitastig sjávar, safnað
gögnum til aldursgreiningar, berg-
málsmælingar á kolmunnastofni, og
loðnu og ýmislegt fleira.
Margir biðu spenntir eftir skýrsl-
unni um seiðarannsóknirnar. Þær eiga
að segja til um hvemig ástandið er og
hvernig það verður í náinni framtíð
með hina ýmsu fiskistofna. Samkvæmt
skýrslunni er ástandið allt annað en
glæsilegt, en þar kom m.a. þetta fram:
Þorskur — Ýsa
Fjöldi þorsk- og ýsuseiða reyndist
með minna móti. Útbreiðslan var hins
vegar umtalsverð enda þótt nær ekkert
hefði rekið vestur um í átt til Græn-
lands. Mest var af þessum tegundum á
grunnslóð á Breiðafirði og í flóum og
fjörðum norðan- og norðaustanlands,
en minnkaði víðast ört er f jær dró land-
inu. Þegar á heildina er litið virðist lík-
Iegast að 1983 árgangur þorsks og ýsu
muni reynast í slöku meðallagi er fram
í sækir.
SmyglíRauðanúpi
Smygl fannst í togaranum Rauða-
núpi frá Raufarhöfn seinnipart laugar-
dags. Togarinn var að koma úr sölutúr
frá Hull í Englandi og fundust við leit
um borð 43 kassar af bjór og 62 flöskur
af áfengi. Smyglgóssinu hafði ve.rið
komið fyrir í fiskikössum í fiskilest og
reyndust tveir skipverjar eiga þaö allt
saman.
-SLS
Loðna
Loðnuseiði voru einkum út af Norður-
landi og Vestf jörðum og hafði nær ekk-
ert af þeim rekið vestur um haf að
þessu sinni. Að því er varðar fjölda
loðnuseiða flokkast yfirstandandi ár
með hinum lélegu árgöngum seinni
ára. Þó má geta þess að mikill hluti
loðnuseiðanna var óvenjusmár og trú-
lega árangur hrygningar sem staðið
hefur lengra fram eftir vori en venju-
legt getur talist. Enda þótt erfitt sé að
byggja framtíðarspár um stærð ár-
ganga á fjölda loðnuseiða virðast þess-
ar aðstæður ekki gefa til kynna aö bú-
ast megi við sterkum árgangi að þessu
sinni.
Karfi
Mjög lítið var um karfaseiði í Græn-
landshafi og við Austur-Grænland að
þessu sinni og hefur aldrei verið jafn-
lítið um þau síðan þessar seiðarann-
sóknir hófust árið 1970. Karfaseiði var
einkum að finna um miðbik Græn-
landshafs, en sáralítið fannst af þeim á
austur-grænlenska landgrunninu, þar
sem annars hefur veriö mest um þau á
undanförnum árum. Það er því ljóst að
seiðin frá gotinu í vor hafa að verulegu
leyti farið forgörðum. Nærtækasta
skýringin á þessu er hið óvenjulega
ástand sjávar á þessu hafsvæði í ár.
Grálúða
Útbreiðsla og fjöldi grálúðuseiða
var með mesta móti í Grænlandshafi
og við Austur-Grænland. Hlns vegar
var sáralítið um önnur fiskseiði, sem
finnast þar þó að jafnaði í nokkrurn
mæli, eins og t.d. seiði hrognkelsis og
blálöngu.
Kannað var magn og útbreiösla
smákarfa viö Austur-Grænland en þar
eru helstu uppeldissvæði karfans. Virt-
ist minna um hann þar en oftast áður.
Hinsvegar bar nokkuð á kolmunna á
svæðum þar sem hans hefur lítiö orðið
vart áður.
Sjávarhiti í Grænlandshafi og við Is-
land var mjög lágur í ágústmánuði en
þó ekki eins og 1975,1979 og 1981. Hef-
ur það sitt aö segja fyrir fiskinn eins og
sumar fyrri rannsóknir hafa sýnt að
áliti Hafrannsóknastofnunarinnar.
Ekki eru samt allir á einu máli um
það frekar en annað í sambandi viö
þessar rannsóknir. Kemur það best
fram í viðtölum sem DV átti við nokkra
kunna menn tengda sjávarútvegi og
eru hér á síðunni.
-kip-
PéturSigurðsson,
skipst jóri á
Bjarna Benediktssyni:
„Það hefur
áður annað
komið i Ijós”
„Eg hef mínar efasemdir um þessa
skýrslu. Eg ber virðingu fyrir starfi
fiskifræðinganna en finnst þeir oft vera
of afdráttarlausir í yfirlýsingum sín-
um miðað við þann tækjabúnað og að-
stöðu sem þeir hafa til rannsókna.
Það er ekki hægt að treysta þessum
rannsóknum í blindni eins og sumir
gera. Það hefur áður komiö annað í
ljós en þeir hafa fullyrt, og ég held ég
trúi þessari skýrslu og yfirlýsingum
þeirra ekki alveg út í ystu æsar frekar
enáður.”
-klp-