Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR12. SEPTEMBER1983.
13
Allt þetta er þó fýsilegra en aö við
yröum fyrir það öflugri kjamorku-
sprengju að allir á Islandi þurrkuðust
út. Flestar heimildir um íslenska
menningu mundu þá sennilega einnig
farast með okkur.
Á rás afstýrt?
Af þessu ætti aö verða ljóst að bar-
áttan um hemámið og þátttöku í hern-
aðarbandalögum er ekki fyrst og
fremst barátta um dægurmál, flokks-
mál, þjóðernismál eða lýðræði, heldur
baráttan um að verja Islendinga fyrir
stórfelldu mannfalli, heilsutjóni og lífs-
gæðamissi, í kjölfar árásar. Allir Is-
lendingar eiga hér hagsmuna að gæta.
Allir vilja forðast innrás, menn greinir
bara á um leiöir.
Það er erfitt fyrir Nato-sinna að
berjast fyrir friði með ógnarjafnvægi
að vopni. Það hlýtur alltaf í eðli sínu að
vera eins konar „rússnesk rúlletta”,
þar sem líf og heilsa þjóðar er sett í veö
fyrir réttmæti kenningar sem er sögu-
leg, sálfræðileg og tæknileg í bland.
Aldrei hefur hugmyndafræði verið
treyst fyrir svo stóru hlutverki, og er
því hræðilegt að verða að taka þá
áhættu. Við þetta bætist ógnunin um aö
fólk sem þorir að hjálpa við að styðja
við Nato og jafnvel aðrar f riðartilraun-
ir muni trúlegast verða látið eialda
þess af Sovéttum ef til innrásar þeirra
kemur.
Eru friðarhreyfíngar
lausn?
Til em þeir Nato-sinnar sem trúa því
að Nato þurfi meira á kjarnorkuvopn-
um og kjamorkuógnun að halda en
Sovétríkin, af því hefðbundinn her
Nato geti ekki staðist hefðbundnum
her Sovétmanna snúning að neinu
leyti.
Andstæö uppskrift fyrir friði er að
bíða og sjá hvort hinar þokukenndu til-
raunir friðarhreyfingar til gagn-
kvæmrar afvopnunar hafi einhver já-.
kvæð áhrif.
Mín skoðun er sú að þáð sé eðlilegra
fyrir lýðræðisriki að hafa forgöngu um
friðarviðræður heldur en einræðisríki,
sér í lagi ef lýðræðisríkin eru stærri og
einræðisríkin hræddari. Eg held að
Iýðræðiskerfi okkar sé enn það sterkt
að það sé þess megnugt að afbera þaö
að leyfa almenningi að prófa leið
friðarhreyfinganna.
Tryggvi V. Líndal
kennari.
um ferskar hugmyndir?
Þegar ríkisstjórnin opinberaði trú-
lofun sína og tillögur í efnahags-
málum, voru undirtektir almennings
yfirleitt góðar. Stjórnmálamenn, emb-
ættismenn og fjölmiðlar höföu vikum
saman birt ógnvekjandi reikninga sína
og spádóma um hmn íslenzka lýðveld-
isins hinn 1. júní. Þjóðinni var sagt að
hún hefði skemmt sér heldur hressi-
lega og gerzt of djarftæk til veizlufang-
anna og nú væri röðin komin að
timburmönnunum. Fólk tók þessar
umvandanir til sín og það var eins og
menn fyndu til svolítillar iðmnar, líkt
og oft gerist eftir góðar veizlur. Ábúð-
armiklir og þungbúnir forystumenn- ■
irnir létu þess alltaf getið, að höfuð-
vandinn væri vegna launa fólksins.
Laun, sem væru svo og svo stór hluti
framleiðslukostnaðar. Laun, sem
hækkuðu sjálfvirkt. A endanum var
þjóðin að drepast úr samvizkubiti yflr
háu laununum sínum og þaö sjónarmið
varð ofan á, að „eitthvað yrði að
gera”. Þetta var á sinn hátt þjóöholl
afstaða og lýsti vilja fólksins til að axla
byrðar til að koma lagi á efnahags-
málin.
Þannig sættu menn sig möglunarlítið
við að vera sviptir atkvæðisrétti um
kjör sín, eins og hreppsómagar
forðum, og samþykktu með þögninni
að gefa stóran hluta vinnulauna sinna
til endurreisnar efnahagslíf inu.
En þetta var gert í þeirri góðu trú, að
svokallaðar mildandi aðgerðir myndu
í raun skipta máli fyrir þá, sem erfið-
ast eiga, að hækkunum á vöru og þjón-
ustu yrði haldið í skef jum og að strax
yrði hafizt handa um breytingar á f jár-
festingarstefnu og atvinnuháttum.
Fólk mótmælti ekki kjaraskerðing-
aráformunum vegna þess að það vildi
trúa og treysta ráðherrunum til að
nýta kjarafómirnar til raunverulegra
efnahagsráðstafana. Hér átti að vera
sameiginlegt átak allra landsmanna
og allra þjóðfélagshópa.
En hvað hefur gerzt? Ríkisstjórnin
hefur algerlega brugðizt traustinu.
,,. . . Morgunblaðið. . . auglýstííloiðara aftir ráðherrum með ferskar hugmyndir."
Kjallarinn
Guðmundur Einarsson
Einu sinni enn hafa stjórnmálamenn
lofað og svikið. Kaupið stendur i stað
en allt verðlag hækkar aðhaldslaust.
Ekkert bólar á endurskipulagningu
fjárfestingar, þar sem milljónatugir
fara í súginn. Sólskinsbændur fylla
hlöðumar af votviðrastyrkjum og
sjávarútvégurinn gerir út á millifærsl-
urnar. Dýmstu og ótrúlegustu bygg-
ingaframkvæmdir Islandssögunnar
eru hafnar á Arnarhóli og á Keflavík-
urflugvelli. Þjóðinni er skipaö með
nauðungarlögum aö láta af hendi mat-
arpeningana sína og þeim er eytt í
fáránlegar Versalahallir og skýjaborg-
ir fyrir Seölabanka og flugstöð.
Á hverjum degi átta fleiri og fleiri
landsmenn sig á blekkingarleiknum.
Ríkisstjórnin hafði aldrei neitt fram að
fwa í glímunni við efnahagsdrauginn.
Hún notfærði sér 1. júní hræðsluna til
að ræna kaupinu. Síðan hafa aðgerðir i
efnahagsmálum lýst sér í gagnslausu
poti, s.s. tollalækkunum á örfáum
vörutegundum, vísitöluheilabrotum og
undanþágum frá stimpilgjöldum.
Þetta krukk kemur vafalaust örfáum.
• „Kannski stefnubreytingin verði gerð
þegar nefnd Tómasar Arnasonar lýkur
endurskoðun á störfum Tómasar Árnasonar í
Framkvæmdastof nun. ’ ’
til góða, en þetta er langt frá átakinu í
efnahagsmálum sem beðið var eftir.
Kannski stefnubreytingin verði gerð
þegar nefnd Tómasar Árnasonar lýkur
endurskoðun á störfum Tómasar Arna-
sonar í Framkvæmdastofnun. Hugsan-
lega telur sá fyrrnefndi, að ástæða sé
til að breyta skipulaginu hjá þeim
síðamefnda. Ekki er ástæða til
bjartsýni.
Meira að segja Morgunblaöinu
blöskraði hin andlega fátækt ríkis-
stjómarinnar og auglýsti í leiðara eftir
ráðherrum meö ferskar hugmyndir
Einn stakk þá upp á að leysa vandamál
í landbúnaði með því að fella niður
tolla af landbúnaðartækjum. Var
einhver að tala um ferskar hug-
myndir?
Það er spurning, hvemig Morgun-
blaðið metur þennan ferskleika.
Fólkið í landinu er hins vegar búið að
gera upp sinn hug. Fundur húsbyggj-
enda í Sigtúni var fyrsta ábendingin
um úrskurðinn, og ef verkalýðsforyst
an talaði mannamál, hefði önnur
ábending komið 1. september.
Guðmundur Einarsson,
alþingismaður í
Bandalagi jafnaðarmanna.
Var einhver að tala
^ „Svona leiftursókn gegn líf skjörum— þótt
hún sé gerð í þeim góða tilgangi að stöðva
verðbólgu — gengur ekki upp í lífinu þótt hún
geri það á pappírnum. Það geta stjómmála-
menn, sem fást við lifandi fólk, sagt hagfræð-
ingum, sem fást við tölur.”
verðbólgunnar „aðeins” 35—40%
hraöa: Hversu lengi halda menn að
„jafnvægi” haldist sem byggist á, að
fólk sætti sig til frambúðar við
ástand þar sem 40% launahækkun
skortir til þess að ná kaupmáttar-
stigi síöastliðins árs? Átta menn sig
á hv'ílíka lífskjarabyltingu slíkt
boðar? Halda menn, að íslenskur
almenningur séu reiðubúinn til þess
að una því um nokkurra missera
skeiö að gerbreyta svo öllum
neysluvenjum sínum? Viö búum ekki
í lokuðu landi. Fólk er frjálst ferða
sinna og hefur samanburö við aörar
þjóðir. Norðurlöndin eru sameigin-
legur vinnumarkaður. Sjá menn ekki
hvað gerist er ætlast verður til, að
Islendingar sætti sig til frambúðar
við lífskjör, sem eru kannski 1 til 2
áratugum á eftir því, sem gengur og
gerist í nágrenninu?
Viðskiptahrun
Jafnvel þótt fólk vildi umbera slíka
stjómarstefnu þá er hún ekki
framkvæmanleg. Flestallir lands-
menn hafa tekið á sig skuldbinding-
ar, sem miðast við það lífskjarastig,
! sem við höf um verið á og neysluvenj-
ur nútímaþjóðfélags. Ef reynt er að
stíga á einni nóttu skref aftur á bak
um 10 ár þá einfaldlega brestur
greiðslugetan. Halda menn að sam-
félag standist, þar sem t.d. 50. hver
f jölskylda er með eigur sínar á upp-
boöi? Hvað verður um atvinnu- og
‘ viðskiptalíf í þjóðfélagi þar sem
enginn getur borgað? öll viðskipta-
og þjónustustarfsemi hér í
höfuðborginni byggist á að selja fólki
þarfir nútíma neysluhátta hvort sem
þær em nú algóðar eða alslæmar.
Gangi menn bara niður Laugaveginn
og líti í kring um sig. öll þessi starf-
semi hrynur til gmnna ef
kaupmáttarskerðingin verður um
hríð eitthvað nálægt því, sem ríkis-
stjómin áformar.
Farið hefur
fó betra?
Farið hefur fé betra, en þessar
tuskubúðir, segja sumir. Eitthvað
má nú missa sig af öllum þessum
veitingahúsum, segja aðrir. Það
skaöar nú ekki stórt þótt einhverjir
hljómtækjasalar fari á hausinn eða
ferðaskrifstofunum fækki eitthvað,
segja hinir þriðju. Það má rétt og
satt vera. En því aðeins, að eitthvað
annað komi þá í staðinn í viöskiptum
og þjónustu eða annarri starfsemi.
Við þær aðstæður, sem ríkisstjórnin
er að skapa, kæmi hins vegar ekkert
í staðinn. Ur rústunum rís nákvæm-
lega ekki neitt. Og tuskubúöunum,
veitingahúsunum og ferðaskrif-
stofunum fylgir í fallinu önnur at-
vinnustarfsemi, sem menn mundu
e.t.v. meira sjá eftir. Islenskur
iðnaður þolir ekkert betur en önnur
starfsemi að fólk hætti að geta borg-
að.
Ekki f ramkvæmanlegt
Svona leiftursókn gegn lífskjörum
— þótt hún sé gerð í þeim góða til-
gangi að stöðva verðbólgu — gengur
ekki upp í lífinu þótt hún geri það á
pappírnum. Það geta stjómmála-
menn, sem fást við lifandi fólk, sagt
hagfræðingum, sem fást við tölur.
Vegna þess, að úrræði ríkisstjómar-
innar bygg jast á því að menn umberi
stórfellda lífskjaraskerðingu lengi,
munu þau ekki duga. Eitthvað hljóta
jafnvel tomæmustu menn að geta
lært af reynslunni.
Svikalogn í lægðarmiðju geta
menn hins vegar notað til þess að
gera ráöstafanir til þess að styrkja
hús sín og búa þau undir komandi
fárviðri svo þau fjúki ekki af
'grunninum. Þannig hafa íslenskar
ríkisstjómir, aðrar en viðreisnar-
st jórnin, þó aldrei haft vit eða getu til
þess að nota skamvinnt svikalognið,
sem þær hafa búið sér til með afnámi
veröbóta á laun. Núverandi ríkis-
stjóm er þar engin undantekning.
Stefnu- og kerfisbreytingamar, sem
gera þarf í atvinnu-, efnahags- og
stjómkerfismálum, em ekki aðeins
óundirbúnar heldur að mestu
óhugsaðar hjá ríkisstjórninni og með
öllu óræddar. Löngu áður en nokkur
niöurstaða verður í þeim málum
fundin verður tími svikalognsins lið-
inn og fárviðrið skollið á, sem feykja
mun þessari ríkisstjórn úr stjómar-
ráðinu eins og hænsnafiðri.
Sighvatur Björgvinsson.