Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Blaðsíða 31
•S8si paaM3Tqág si HiKiArnm/.M vn DV. MANUDAGUR12. SEPTEMBER1983. 31 f)£ Hér kemur sigurvegarinn í tölti og fjórgangi, Hans-Georg Gundlach á Skolla. Skolli er rauður aðlit undanSvip K(SH) 580 og Glóu K(SH) H296. farið útí sjálfstæða ræktun á íslenska hestinum, ef þeir hefðu fengið aö kaupa hér heima þaö sem þeir vildu. Þeir halda því fram, að Islendingar séu lélegir kaupsýslumenn, tími aldrei að selja bestu hestana og þess vegna verði útlendingar einfaldlega að reyna ræktun sjálfir, ef þeir eigi að fá góða hesta. Þeir benda á óhemju vinsældir íslensku hestanna meðal almennings, sem þeir segja að hluta til sprottnar af glæsilegum sýningum gæðinga, sem hafi hreinlega heillaö áhorfendur og þeir hafi fengiö sér íslenskan hest. Þetta hefði auövitað aldrei verið hægt ef aldrei hefði komið góður hestur fram erlendis til sýninga. Margir Islendingar telja þó þetta sjónarmið frekar léttvægt, vegna þess að alltaf hafi farið út í bland miklir gæðingar, þótt auðvitað hafi það sjón- armið verið til að losna við ruslið á markað. Þeir segja útlendingana bara mikla kaupsýslumenn sem vilji ein- faldlega ekki lengur neina samkeppni héðan frá Islandi í hestasölum. Þessir Islendingar telja einnig það rangt aö selja góða kynbótagripi út, vegna þess aö þannig séu Islendingar smám saman að eyðileggja sinn eigin mark- að og vegna ríkidæmis útlendinganna geti svo farið um síðir að bestu Islands- hestana sé að finna erlendis. Utlendingarnir halda því þó stíft fram að mikil tregða sé aö fá keypta bestu hestana frá Islandi og Islending- ar megi ekki gleyma þeirri gífurlegu landkynningu og vináttu á íslandi sem hinn almenni áhugi á íslenskum hestum leiðir af sér. Markaðurinn sé í rauninni ótæmanlegur og Islendingar geti alltaf selt vel tamda góðhesta, að hluta til vegna hins mikla starfs, sem erlendu ræktendumir leggja á sig við kynningu og auglýsingu á íslenska hestinum. Þetta hjálpi Islendingum á svo mörgum sviðum og þótt ein og ein sala tapist á hesti, þá sé það hreint aukaatriði, miðað viö svo margt annað sem leiöir af þessu og Islendingar fá í sinn hlut. T.d. benti dr. Walter Gueldn- er, forseti þýska Islandshestasam- bandsins, á að á næsta ári ferðuðust um þúsund Þjóðverjar til Islands einungis vegna áhuga á hestunum. Þessir ferðamenn sæktust sérstaklega eftir íslenskum vörum, t.d. ullarfatn- aði og þeir myndu allir muna eftir ís- lenskum útflutningsvörum, ef þeir sæjuþæríbúðum. Hvort sem þetta er rétt eða ekki. var það altalað á hestamótinu að tískan í ár væri knapi í lopapeysu á íslenskum hesti með hund með hringað skott lall- andiáeftir sér. -G.T.K. „Deutschland, Deutschland iiber alles,” stendur þar og hvað sem varöar öllum texta, pa er víst að tónlistin er hin sama og þjóðsöngur Þýskalands hljómaði oft á mótinu, enda voru Þjóðverjar mjög sigursælir. Hér eru þær Mady Schwoerer og Daniela Stein úr þýsku keppniss veitinni sem f ánaberar við mótssetninguna. „La grandeur de la France”, franska keppnissveitin ríður inn á svæðlð. Vlnlr vorir frá Austurriki mæta til leiks. Það eru hinir kunnu bræður í hestamennskunni, Piet og Johannes Hoyos frá Gratz, sem eru fánaberar. Eyjólfur tsólfsson og Krákur urðu í öðru sæti Evrópumeistarakeppninnar í e anlögðum flmmgangi. Islenska keppnissveitin ríður inn á svæðið. Fánaberar eru hinir iandsfrægu hestamenn, Aðalsteinn Aðalsteinsson, er þýski þulurinn þekkti greinilega betur undir nafninu Alli og Eyjólfur tsóifsson. Milli þeirra er svo gott dæml um norræna samvinnu í reynd, en það er norska stúlkan Olil Amble, sem keppti fyrir tsland og stóð sig með stakri prýði, skaust m.a. upp í annað sætið í Evrópumeistarakeppninni í samanlögðum f jórgangi. Ljósm.: G.T.K./K.H.G.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.