Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR12. SEPTEMBER1983. 3 \ Bifrewaíþróttaklúbbur Reykjavíkur stóð fyrir rally cross-keppni á sunnudag og var keppnin haldin á nýrri braut í Mosfellssveit. Keppnin var liður í íslandsmeistara- keppninni í rally cross. Þessi nýja braut var mjög laus í sér og dró það mikið úr hraða bílanna, sérstaklega í beygjunum. Úrslit urðu þau að Þórður Valdimarsson sigraði örugglega en Erik Carlsen varð í öðru sœti og Birgir Bragason í þriðja sœti. Þórður er nú með örugga forystu í keppninni um íslandsmeistaratitilinn, en Þórður ekur sern kunnugt er VW sem er sérútbúinn fyrir rally cross-keppnir. DV-mynd Árni Bjarnason. Viðar Eggertsson leikari gerir það gott: Hefur fengið tilboð um að starfa með heimsþekkt- um erlendum leikhópum — í kjölfar frábærra viðtaka sem einþáttungur hans „Ekki ég—-heldur” fékk á leiklistarhátíð í Edinborg fyrir skömmu Viðari Eggertssyni leikara hafa borist allmörg tilboð frá þekktum leik- húsum erlendis í kjölfar þeirra frá- bæru viðtaka sem leiksýning hans á Edinborgarfestivalinu hlaut, en þeirri leiklistarhátíð lauk fyrir fáum dögum. Eins og komiö hefur fram í fjöl- miðlum sýndi Viðar þar einþáttung sinn „Ekki ég — heldur” sem hann vann upp úr einu leikverka meistara Bertholds Brechts. Leikgerð Viðars er fimmtán mínútna langt eintal sálar- innar, og úti í Edinborg var sá óvenju- legi háttur hafður á sýningum verksins að aöeins einn áhorfandi fékk að sjá flutnings verksins hverju sinni. Alls urðu sýningar Viðars hundrað og tutt- ugu, og fengu þær sem fyrr greinir ein- róma lof, jafnt almennings og gagn- rýnenda. Ymis þekkt leikhús vestan hafs og Vlðar Bggertsson Mkarí. austan hafa nú sýnt áhuga á aö fá Viðar til liðs við sig. Má þar nefna Brighton-festivaliö svonefnda sem er afar viðurkennd leiklistarhátíð og veröur næst haldin i maímánuði á næsta ári. Þá hafa aðilar í New York boðið Viðari að koma til sín, svo sem eins og hið heimsfræga leikhús Lamama. Hafa forsvarsmemi þess áhuga á að fá Viðar til að sýna einþátt- ung sinn í leikhúsinu þar næsta haust. Viðar sagði að hann væri nú að velta fyrir sér þessum tilboðum. Hann kvað allar h'kur á að hann tæki að minnsta kosti þessum tveimur tilboðum, sem nefnd eru hér að ofan. Viðar sagði ennfremur að hann væri afar ánægður með viðtökur einþátt- ungsins í Edinborg. Þær hefðu verið framar vonum. Hann nefndi að fjöldi fjölmiðla heföi haft viö sig viötöl, til dæmis þrjár sjónvarpsstöövar og jafn- margar útvarpsstöðvar, aukreitis sem um fimmtán blaöamenn víðs vegar að úr heiminum, meðal annars frá News- week, heföu tekið við sig ítarleg viðtöl. -SER. Broncojeppinn á myndinni sat kirfilega fastur í mýrlendi eftir að eigandi hans hafði ekið honum utan vegar vestan rnegin við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi seinni- hluta laugardagskvölds. Þegar séð var að jeppinn nœðist ekki upp var núrnerslaus Willysjeppi sóttur til að draga hann upp, en Broncojeppinn sat áfrarn fastur. Að lok- urn náði kranabíll honurn upp. Að sögn lögreglunnar á Seltjarnarnesi urðu þó nokkur spjöll á landi eftir þessar aðfarir og aðspurður urn tilgang ferðarinnar sagðist eigandi Bronco jeppans aðeins hafa verið að leika sér. SlS/DV-rnynd S. Fynr dömur og herra Litir: blátt eða grátt ieður. Verðkr. 1.165,- Póstsendum. Skóverslun Þórðar Pétursscmar Laugavegi 95, sími 13570, Kirkjustræti 8, sími 14181. Litur: reimaðir, svart leður. Verðkr. 1.098,- Litir: óreimaðir, svart eða brúnt leður. Verðkr. 1.098,- Litir: blátt eða brúnt teður með loðfóðri. Verðkr. 1.565,- ✓

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.