Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR12. SEPTEMBER1983.
Háskóli íslands:
Norðlenskir
mjólkurdagar
Mjólkurdagar verða haldnir í
íþróttahöllinni á Akureyri helgina 23,—
25. september. Sem fyrr er það
mjólkurdagsnefnd sem stendur fyrir
þessum kynningardögum á mjólkur-
vörum, en þetta mun í fyrsta skipti
sem þeir eru haldnir utan höfuðborgar-
svæöisins.
Alþjóðlegir mjólkurdagar eru yfir-
leitt haldnir í maí en hér eru þeir jafn-
an í september til nóvember.
Tilgangurinn er alls staðar að vekja at-
hygli á mjólk og mjóJkurvörum. Mjólk-
urdagsnefnd hefur skipulagt mjólkur-
dagana hér á landi og einnig staðið
fyrir ýmiss konar annarri starfsemi til
að vekja athygli á þessari vörutegimd.
Nefna má útgáfustarfsemi, samstarf
við skólayfirvöld, göngudaga og
trimmdaga. Sýningar sem haldnar
hafa verið á mjólkurvörum hafa ávallt
verið vel sóttar og vakið athygli. Þá
tvo daga sem sýning stóð í Reykjavík í
fyrra komu rúmlega 9.400 manns, svo
dæmi sé nefnt.
Sýningin á Akureyri verðurí anddyri
íþróttahallarinnar og verður því og
svæðinu að áhorfendapöllum skipt
niöur í sýningarbása og þar fara ýms-
ar kynningar fram. Einnig verður sér-
stök myndbandasýning þar sem sýnd
er starfsemi í tveim mjólkurbúum.
Þeir sem skoða sýninguna munu sjá
allar helstu mjólkiu-vörur sem eru á
markaðnum og hægt verður að bragða
á þeim. Seldir veröa líka kynningar-
pakkar með margvíslegum mjólkur-
vörum, ostum,.G-vörum og Emmess-
ís, svo dæmi sé tekið. Þá á að selja á
vægu verði bæklinga með völdum mat-
aruppskriftum.
Opnunardaginn 23. september verða
settar á markaðinn tveggja lítra mjólk-
urumbúðir meö sérstökum skreyting-
um í tilefni mjólkurdaganna. Á þeim er
reynt aö segja sögu mjólkuriðnaðarins
á Islandi og kynna framleiðsluvörur
hans. Þessi kynning nær til landsins
alls. Stefnt er aö því að nokkrar nýj-
ungar í mjólkuriönaði líti dagsins ljós
á mjólkurdögunum á Akureyri.' Þar
má nefna kotasælu meö ananasbragði
og aðra með kryddi og grænmeti, nýja
osta, ídýfur og sósur.
Mjólkurdagamir hefjast kl. 17 þann
23. sept. í íþróttahöllinni og er þá
opiö til 21.00. Laugardag og sunnudag
verður opið frá 13—21.00. Aögangur er
ókeypis.
-JBH/Akureyri.
Slysavarnamenn
til Skotlands
— til að kynna sér ný tæki og tækni
við björgun úr sjávarháska
Stór hópur manna úr Slysavarnafé-
lagi Islands hélt til Skotlands fyrir
Metsala hjá
Rauðanúpi
Togarinn Rauðinúpur frá Raufar-
höfn seldi afla í Hull í Englandi þann
6.9. síðastliðinn. Skipið sigldi með 110
tonn og 900 kíló og fengust fyrir aflann
77.706 sterlingspund. Aflinn var bland-
aður og ekki nema 10.000 pund af
þorski.
-SLS.
helgina til aö kynna sér tæki og fleira
við b jörgun manna úr s já varháska.
Verða Skotar með mikla æfingu nú
næstu daga og buðu þeir Islendingun-
um að vera með í henni. Verða þama
til sýnis ýmis ný tæki, þar á meðal ný
gerð af slöngubátum sem vakiö hafa
mikla athygli við björgunarstörf. Þá
verður kynnt ný tækni við björgun og
margt fleira sem vert er fyrir slysa-
varnafólk að sjá og kunna.
Þeir sem fóru utan voru allt
frammámenn í Slysavamafélaginu en
auk þess fór einn maöur frá Landhelg-
isgæslunni meö í ferðina. .felp-
Verða að greiða dagvexti áður
en þeir fá að sjá reikninginn
Sparisjóðir og aöildarbankar Visa-
sland hafa gefíö út nýja reglugerö um
nnheimtu á Visa-reikningum sem
fakiö hefur reiði meöal margra hand-
lafa Visa-kreditkorta.
Þessar nýju reglur voru sendar út nú
vikunni og létu margir þegar í sér
UMwn «.* W.U. K.X______|__l.t___
sparisjóöirnir og aöildarbankarnir
settuá.
Til þessa hefur sú regla gilt meö
Visa-kortin að viöskiptavinurinn hefur
haft 14 daga til aö greiöa reikninginn
eftir aö hann hefur veriö sendur til
hans. Eftir þaö hafa verið lagöir drótt-
arvextir á upphæðina.
vininum 5. dag hvers mánaöar. Dag-
vextir séu reiknaöir fyrstu sjö dagana,
á eftir en síöan komi dráttarvextir hafi
reikningurinn ekki verið greiddur.
Handhöfum kortanna finnst þetta
mjög svo óréttlátt og margir, sem
blaðiö haföi samband viö í gær, töldu
vafasamt aö þetta væri löglegur
aö greiöa dagvexti áöur en hann sjái
reikninginn eða hafi vitnesk ju um hvaö
UK>hæöin, sem hann ó aö greiöa, sé há.
Ef reikningurinn væri settur í póst 5.
hvers mánaðar væri öruggt aö hann
kæmi ekki til viðkomandi fyrr en tveim
til þrem dögum siöar. A meöan tæki
bankinn dagvexti fyrir þessa þjónustu
Fréttín i DV um innheimtu dagvaxta hjá Visa-lsland.
„Komum ekki til með
að taka upp dagvexti”
Endurmenntun
fyrir háskólamenn
I haust hefst á vegum Háskóla
Islands og fleiri aðila endurmenntun
fýrir háskólamenntað fólk.
Er fyrirhugað að staöið verði fyrir
fjölbreyttri viöbótar- og endur-
menntun fyrir háskólamenn og aðra
sem áhuga hafa, í samvinnu viö
deildir Háskólans, Tækniskólans og
fleiri aðila. Auk þess er fyrirhugaö
að kynna þaö úr almennu kennslu-
framboði H.I. og T.I. sem hentað
getur sem endurmenntun og veita
upplýsingar um endurmenntun er-
lendis, einkum á Norðurlöndum.
Fyrsta námskeiðiö um tölvur og
gagnavinnslu hefst í lok september.
Það er byrjendanámskeið þar sem
kynnt verða helstu hugtök, aðferðir
og tæki sem notuð eru við sjálfvirka
gagnavinnslu. Þá verður í október
m.a. námskeið um tölvur og notkun
þeirra í iðnaöi og í nóvember
námskeið sem nefnist Ljósleiðara-
tækni.
Margrét S. Bjömsdóttir
þjóðfélagsfræðingur hefur verið
ráðin starfsmaöur endurmenntunar-
nefndar og hefur hún aðsetur í
húsnæði H.I. í Nóatúni 17.
Upplýsingar um hvert námskeið
munu birtast í blaði Bandalags
háskólamanna og fréttabréfum
félaga tæknifræöinga og verkfræð-
inga, sem öll koma út um miöjan
september.
-JSS
— segir Gunnar Bæringsson,
framkvæmdastjóri Kreditkorta sf.
Eins og við sögöum frá í blaðinu á
dögunum hafa aðildarbankar og spari-
sjóðir Visa-Island ákveðið aö inn-
heimta dagvexti frá og með þeim degi
sem reikningar Visa-kortanna eru
sendir út, þ.e.a.s. 5. hvers mánaðar.
Hafa fjölmargir handhafar Visa-
kortanna mótmælt þessu og telja að
það sé óréttlátt að innheimta þessa
dagvexti áður en þeir hafa séð
reikninginn sem þeir eiga að borga.
Við spuröum Gunnar Bæringsson,
framkvæmdastjóra Kretitkorta sf.,
sem er hinn stóri aöilinn í kretitkorta-
viðskiptunum hér á landi, Eurocard,
hvort fyrirtæki hans myndi taka upp
sams konar innheimtu á dagvöxtum og
Visa-Island.
„Það hefur mikið verið spurt um
þetta síðan fréttin í DV kom,” sagði
hann. ,,Svarið er einfalt nei. Við
höldum sama fyrirkomulagi og verið
hefur við innheimtu hjá þeim liðlega
6000 handhöfum Eurokorta. Eftir að
reikningurinn er sendur út hafa þeir 10
til 15 daga greiðslufrest, en eftir það
eru innheimtir dráttarvextir. Dagvexti
höfum við aldrei veriö með og komum
ekki til með aö taka þá upp,” sagði
Gunnar. -kip-
lorskói
ÓLAFS GAUKS
INNRITUN er hafin og fer fram daglega i skólanum, Stórholti 16, kl. 2-5, sími
27015. UPPLÝSINGAR ð öflrum tíma í sima 85752.
BYGGINGAVORUR
HRINGBRAUT 120:
Byggingavörur
Golfteppadeild
Simar: Timburdeild................. 28-604
28-600 Malningarvörur og verkfæri. 28-605
.28-603 Flisar og hreinlætistæki... 28-430
HRINGBRAUT 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu)