Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Qupperneq 9
DV. MÁNUDAGUR12. SEPTEMBER1983. Útlönd Útlönd 9 Útlönd Utlönd BIFREIÐ FORSETA GRÝTT Bifreiö Zia U1 Haq, forseta Pakistan, var grýtt þegar hann kom í heimsókn til bæjarins Dadu í Sind-héraöi á laug- ardag, aö sögn sjónarvotta. Munu mótmælendur hafa grýtt bílalest for- setans og sent honum tóninn en engar skemmdir uröu á bifreiöunum og eng- inn meiddist. öllum verslunum í bænum var lokað og þrjár bifreiðar brenndar í mótmæl- um sem hrjáð hafa bæinn þær fjórar vikur sem mótmæli gegn ríkisstjóm Haqs hafa staðið í Sind-héraöi. Að minnsta kosti 31 maður hefur látið lífið í þeim mótmælum, víðs vegar í hérað- inu. Mótmælendur komu í veg fyrir að þyrla forsetans gæti lent á flugvellin- um í Dadu og varð hann að fljúga beint til fundar þess sem hann hafði komið til þess að ávarpa. Þar beittu lögreglu- þjónar kylf um til að halda mótmælend- um í burtu og sveitir lögregluþjóna fóru um bæinn viðbúnar öllu, meðan forsetinn stóö við. Þetta eru fyrstu mótmælaaðgerðirnar þar sem komið hefur til ofbeldis f rá því Zia hóf för sína um héraöið fyrir fjórum dögum. Hreyfingin fyrir endurreisn lýðræðis stendur fyrir mótmælunum og er helsta krafa mótmælenda sú að Zia segi af sér og efni til kosninga. Noregur: KOSNINGARIDAG I dag er gengið til kosninga í Noregi og kosið til bæjar- og fylkisstjórna. Búist er við, samkvæmt nýjustu skoð- anakönnunum, að Verkamannaflokk- urinn vinni eitthvað á en Hægri flokk- urinn, flokkur Káre Willoch forsætis- ráðherra, tapi lítillega. Miðflokkarnir tveir sem sitja með Hægri flokknum í ríkisstjórn muni hinsvegar eiga að tapanokkrufylgi. Samkvæmt skoðanakönnunum má búast við að Framsóknarflokkurinn norski, sem er skattaniðurfellingar- flokkur svipað og flokkur Glistrups í Danmörku verði sigurvegari í kosning- unum. Mest spenna er talin verða í Osló og Þrándheimi en þar gætu völdin færst milli flokka. Búist er við góðri kjörsókn og er það talið víst að því betri sem kjörsókn verður því betur komi það sér fyrir Verkamannaflokk- inn. JEG/Osló Óeirðirnar i Sind-hóraði i Pakistan hafa nú staðið i fjórar vikur og er talið að minnsta kosti 31 hafi látist / átökum milli lögreglu og mótmælenda. Hór sjást mótmælendur i bænum Moro standa fagnandi yfir líki eins lögregluþjóns sem lóst þar i átökum fyrir tveim vikum. N-írland: Sjö grunaðir ÍRA félagar kærðir Sjö manns voru dregnir fyrir rétt á N-Irlandi á laugardag og kærðir fyr- ir ýms glæpaverk og mun helsta vitn- ið gegn þeim vera Robert Lean, fyrrum annar æðsti yfirmaður IRA í Belfast. Lean þessi er þritugasti liðs- maður IRA sem fellst á að bera vitni gegn fyrrum félögum sínum gegn því að hann fái lögregluvernd. Þá hefur hann einnig fengið loforð um að hann verði ekki sóttur til saka. Framburður hans verður eini vitnis- burðurinn gegn hinum ákærðu. Hinir sjö handteknu eru kærðir f yr- ir að eiga aðild að IRA, sem og fyrir ýmis glæpaverk, svo sem morðtil- ræði. Þeir hafa neitað öllum ákær- um. Fyrsti Norðmaðurinn deyraf AIDS Frá Pétri Ástvaldssyni í Noregi. Þrjátíu og fimm ára gamall maður lést í sjúkrahúsi í Osló sl. föstudag af völdum Aids, áunninnar ónæmisbækl- unar. Hér er um að ræða fyrsta dauðs- fallið í Noregi af völdum sjúkdómsins en alls hafa þrír Norðmenn fengið sjúkdóminn til þessa. Talið er að hinn látni hafi smitast af sjúkdómnum í Bandaríkjunum. DANS-NÝJUNG nefnum við skólann okkar. Hann býður ykkur upp a að setja saman dansana, sem við kennum ykkur, í sýningar- dansa og svo keppum við í hópum um brons — silfur — og gull. ALVÖRUDÖMNEFND • GAMAN GAMAN • ALLIR MEÐ Kcer kveðja, VIÐ BYRJUM AÐ KENNA FIMMTUDAGINN 22. SEPTEMBER, INNRITUN I SÍMA 46219 og 76261 KL. 10—12 OG 1—5 NEMA SUNNUDAGA. KENNSLA FER FRAM í TÖNABÆ, FELLAHELLI OG ÞRÖTTHEIMUM. KRAKKAR OG AT.T.TR UNGLINGAR Nú loksins eru Kolla og Hebba byrjaðar að kennal -\yf SPLUNKUNYJU FORMI, Yf FRÁBÆRA DANSA, II ALLT EINS OG ÞIÐ OG VIÐ VILJUM HAFA ÞAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.