Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Blaðsíða 12
DV. MANUDAGUR12. SEPTEMBER1983. 12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjómarformaðurogOtgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó^ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI8M11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgretósla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11.SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áksriftarverð á mánuði 230 kr. Verö í lausasölu 20 kr. Helgarblaö 22 kr. Röskun ergóð Islendingar eru stöðugt á faraldsfæti. Þeir kippa sér ekki upp viö að taka saman föggur sínar og flytjast til annarra landshluta eða milli landa. Þeir hlusta ekki á lé- lega fræðinga, sem harma þessa röskun á háttum manna. Um 60% þjóðarinnar eða samtals um 124.500 manns hafa flutzt búferlum milli landshluta á síðustu tólf árum. Hefur þetta síðasta tímabil samt þótt fremur rólegt í samanburði við fyrri áratugi aldarinnar þegar þjóðin flúði á mölina. Athyglisvert er, að hinn hægfara flutningur fólks úr strjálbýli í þéttbýli og af landsbyggðinni til suðvestur- hornsins er ekki nema brot af hinum gífurlega flutningi fólks milli landshluta, sem mældur var í tölum hér að ofan. Tökum Vestfirði sem dæmi. Þeir töpuðu bókhaldslega séð 1.166 manns á þessum tólf árum. En í rauninni töpuðu Vestfirðir 7.687 manns og fengu 6.521 í staðinn. Niður- stöðutalan upp á 1.166 manns segir ekki nema brot af allri sögunni. Við getum sagt sem svo, að Vestfirði hafi skort að- stæður til að halda 7.687 manns. En þeir hafa líka haft að- stæður til að krækja í 6.521 manns, því að sá mikli fjöldi hefur auðvitað verið að sækjast eftir einhverju. Sumt af þessu er líklega sama fólkið, sem flyzt oft bú- ferlum. En það breytir því ekki, að íslendingar eru að meðaltali afar fúsir til að flytja sig um set og freista gæf- unnar á nýjum stað, fjarri fyrri rótum. Ef til vill er þetta sögulegur arfur þjóðarinnar. For- feður okkar tóku sig upp í öðrum löndum fyrir ellefu öldum og lögðu í tvísýna ferð yfir úthafið til að setjast að í ókunnu landi. Það var gífurleg röskun á högum þeirra. I þá daga sóttust ungir Islendingar líka eftir því að komast úr landi um árabil til að afla sér fjár og frama, áður en þeir komu aftur til að setjast í helgan stein. Sú röskun þótti sjálfsagt uppeldisatriði. Konan Guðríður Þorbjarnardóttir sló þó öllum við með því að halda heimili í Ameríku, Grænlandi og Islandi og hafa samt tíma til að heimsækja Rómaborg. Enginn jarð- arbúi var jafnvíðförull á þeim tíma og þessi íslenzka kona. Brezki sagnfræðingurinn Arold Toynbee hefur tekið Is- lendinga sem eina röksemd kenningar sinnar um, að röskun sé einn helzti hvati eða þróunarvaldur menningar- sögunnar. Hlutirnir gerist, þar sem fólk sé á faraldsfæti. Hann telur, að ritlist Islendinga á miööldum hafi blómstrað sem afleiðing röskunarinnar að fara yfir út- hafið, — að brjóta allar brýr að baki sér, — að yfirgefa norska eða brezka heiðardalinn og halda á vit hins ókunna. Enn á okkar tíma eru Islendingar að flytjast. Námsfólk lætur sér fátt um finnast, þótt það þurfi að yfirgefa ætt- ingja og vini og halda meö eina eða tvær ferðatöskur til ókunnra landa til margra ára námsvistar. Og innanlands flytja menn sig um set í samræmi við breyttar aðstæður og nýja möguleika. Á meðan einn er að fara úr sveit á möl og annar af mölinni á suðvesturhornið eru tveir aðrir að fara þessa slóð í hina áttina. Við skulum ekki trúa lélegum fræðingum, sem segja þessa röskun óholla. Við skulum hallast að hinum, sem segja, að stöðug röskun lífshátta okkar sé ein helzta for- senda efnahagslega og menningarlega öflugs þjóðfélags á Islandi. Jónas Kristjánsson. Frumkvæði fríð- elskandi fólks Mér sýnist aö óttinn viö kjarnorku- stríð sé aö færast á hærra stig. Hann virðist vera að taka okkur á taugum, líkt og gerðist með Víetnem-stríðið forðum, þegar það dróst á langinn. Eg hef heyrt aldraö fólk í strætó tala um yfirvofandi kjamorkustríð líkt og það væri líklegra til að verða því að aldur- tila en ellidauðinn sjálfur. Og á bið- skýlisvegg hafði trúlega einhver ungl- ingurinn skrifað þessa kjamyrtu setn- ingu: „SS-20?”. Eg vil vona að það sé ekki merki um aö óttinn um aö unga fólkiö eigi sér ekki framtíð sé að ná til unglinga hérlendis. Annars verður erf- iðara fyrir þá að tileinka sér langtíma- sjónarmið fullorðinna. Friðarsamkomur eru nú orðnar þaö almennar að mér virðist sem almenn- ingur hafi tekið frumkvæðið í friðar- málum frá stjómmálaflokkunum, a.m.k. í bili. Því finnst mér nú aukið tilefni til að minna á að við Nato-sinnar eigum þaö sameiginlegt meö öðrum Is- lendingum, að við erum líka hræddir við stríð og vilj um frið. Nato villfríð Viö í Varðberg-SVS og í Sjálfstæðis- flokknum erum í okkar innsta eðli jafn- friðelskandi og aðrir Islendingar: Við viljum fá frið til að ala igip böm <*kar, byggja hús okkar, sjá menningarlífið dafna og kemba hærur okkar. Eg held að almenningur sé nú að verða fær um að skilja að þótt ýmislegt annað hangi á spýtunni hjá vamarbandalögum austurs og vesturs, þá er mikilvægasta málið hjá okkur öUum aö forðast árás eða innrás þeirra sem vUja taka líf okkar. TU þess er ÖU þessi gagnkvæma kjarnorkuógnun fyrst og fremst. Ognarjafnvægið er síst auðvelt fyrir Kjallarinn Tryggvi V. Líndal ráðamennina. Þar sem er vitað mál að alhr töpum við einhverju, ef tU kjam- orkustríðs kemur, þá gefur augaleið að það hlýtur aö vera skelfilegt fyrir ráðamenn okkar að hugsa um að taka þátt í þessu ógnarjafnvægi. Það má Ukja þvi við þá tUfinningu að bera byssu að höfði sér og taka í gikkinn, þótt maður viti að öryggið sé á. Það er því ekki að furða þótt fáir geti hugsað æsingalaust um kjamorkujafnvægið nema þeir sem hafa atvinnu af varnar- málum. Allir eru hræddir Eg vil minna á hverjar em líklegar afleiðingar þessa kjamorkutauga- stríös. I besta lagi sleppum við með skrekkinn, þótt skrekkurinn geti verið nokkuð slæmur. I næstbesta lagi verður stríð mUU risaveldanna, en við sleppum við það að ööm leyti en því að viö munum verða fyrir barðinu á kreppunni, sem er Ukleg til að hrjá striðsmædd viðskiptalönd okkar eftir stríðið. Verra er þó ef við lendum í hefðbund- inni sprengjuárás. Þá munu mörg mannslíf og byggmgar fara forgörð- um. Enn verra væri ef landiö yrði her- numið af Sovétmönnum. Þá má búast viö að margir Islendingar yröu hneppt- ir i endurhæfingarbúöir, og að margt fyrrum flokksbundið fólk yrði gert at- vinnulaust og að mikiU hluti þess fólks sem er virkur í stjómmálum nú yrði tekinn af Ufi. MikUl hluti bókmennta okkar yrði tekinn úr umferð. Efnahag- urinn mundi rýrna stórum. Snöggtum verra væri ef við yrðum fyrir kjamorkusprengju og margir myndu deyja, en sumir lifa af. Slæm heUsa og bæklun yrði þá útbreidd og sjálfsmorð trúlega tíö. Efnahagur og menningarUf yrði bágborið. Börn myndu fæðast vansköpuð. • „Það er erfitt fyrir Nato-sinna að berjast fyrir friði með ógnarjafnvægi að vopni. Það hlýtur alltaf í eðli sínu að vera eins konar „rússnesk rúlletta”. SVIKALOGN Ekki er þaö ný uppfinning, að hægt sé að lækka verðbólgu tímabundið með því að skerða verðbætur á laun. Auövitað dregur úr víxlhækkunum verölags og kaupgjalds ef áhrifum verðhækkana er veitt fram hjá kaup- gjaldi. Þeim mun meira og oftar sem sUkt er gert þeim mun meira hægir á veröbólguhraðanum. Áhrifin af sUkum aðgeröum eru líka auðþekkt. Þau koma að sjálf- sögðu fram í minnkandi kaupmætti. Því lengra sem gengið er í þá átt að banna verðbótagreiðslur á laun við ríkjandi aöstæður þeim mun meira lækkar kaupmátturinn. Þessi einfalda aðgerð gerist upp í launa- umslaginu. Urræðið er einasta að leyfa ekki launum fólks að hækka í taktviðverðlagið. Skammvinn „sæla" Hvað gerist svo þegar launafólk telur orðið óhjákvæmilegt að bera hönd fyrir höfuö sér og sækja aftur sín fyrri kjör með því einasta úrræði, sem launafólk hefur — peninga- launahækkunum? Þá fellur allt einfaldlega í sama farið aftur. Auðvitað! „Urræðið” var aldrei annaö en lækkun launa. Um leið og launin hækka aftur er „úrræðið” þrotið. Ríkisstjórnin áætlar, að gerist ekk- ert óvænt geti verðbólgan verið komin niður í 35—40% um nk. ára- mót. ASI og BSRB áætla, að vegna aðgerða ríkisstjómarinnar verði þá svo komið, aö peningalaun þurfi að hækka um 40% svo náð verði kaup- Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson mætti ársins 1982. Þarf frekari vitna við? Allur árangurinn stendur semsé og fellur meö kauplækkuninni. Hversu lengi árangurinn endist fer eftir því hversu lengi launafólk sættir sig við kaupmáttarskerðingu sem er svo mikil, að allur þorri landsmanna verður aö gerbreyta lifnaöarháttum sínum og sætta sig viö lakara lífskjarastig en í nálægum löndum. Hversu varanlegur halda menn að sá „árangur” sé, sem þannig er fenginn? Sama, gamla lumman Ráöstafanir af þessu tagi eru ekki nýjar af nálinni á Islandi. Þetta er nánast hið eina, sem ríkisstjómir hafa fengist til þess að gera mörg undanfarin ár. Allar svokallaðar „efnahagsráöstafanir” um margra ára skeiö hafa við það eitt miðast að fresta eða fella niður greiðslur verð- bóta á laun. Aftur og aftur er hægt að blekkja almenning með slíkum aðgerðum og telja honum trú um að hér sé nýtt á feröinni. Aftur og aftur lætur almenningur blekkjast. Eru Islendingar svona auðtrúa? Eða heldur fólk, að það sé sársauka- minna að lifa í blekkingunni vegna þess, að hana kannast menn við en eru hræddir við nýjar ráöstafanir, sem sæmilega skynsamir og upplýst- ir menn vita að verður að gera? Eini munurinn á þeim ráðstöfun- um, sem núverandi rikisstjórn grípur til og þeim, sem ítrekað hafa áður verið gerðar, er, að í þetta sinn er verðbótaskerðingin miklu meiri en áður hefur orðið, tímabundin áhrif kaupskerðingarinnar á mælan- legt víxlgengi verðlags og kaup- gjalds að sama skapi meiri en kjara- skeröingin um leið þeim mun stærri. Svikalogn I lægöarmiðju fellibyls getur verið slík stilla, að ekki bærist hár á höfði. Stormurinn kemur engu að síður. Það er jafnvíst og aö tvisvar sinnum tveir eru fjórir. Þaö er einmitt slíkt svikalogn, sem ríkisstjórnin er nú að búa til. Jafnvel þótt verkalýðshreyfingin bæri ekki á sér á næstu mánuðum þannig að um nk. áramót sýni vindhraðamælir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.