Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Side 14
14 DV, MÁNUDAGUR12. SEP.TEMBER 1983. Menning Menning Menning Menning anda gera, leika hinar aöskiljanleg- ustu kúnstir. Ekki hafa menn síður brúkað hin fjölbreytilegustu lýsingarorð um blásaralið þessarar erkihljómsveitar. Mince hefur þótt snillingur í að gera fólk almennt snarruglað, Butterfield þótt hæfa sem hirðtrómetari og tóni Tates gjarnan líkt við ljúfastan drykk ihinna skosku heiöa. Að þekkja sinn vitjunartíma Hvað sem öllum lýsingum líður þá komumst við, gestir í sveifluveisl- unni miklu, að því að þessir heiðursmenn hafa engu gleymt. Neistinn er hinn sami og áður þótt elli kerling hafi séð um að taka kúf- inn af orku og úthaldi kappanna. Enn einu sinni hefur Jazzvakning þekkt sinn vitjunartíma og brást ekki ís- lenskum jassgeggjurum þegar mikið lá við. Swingið stendur fyrir sínu um aldur og ævi, en þaö fer að verða hver síðastur að njóta snilli stór- menna þess gullaldarskeiös i jass- sögunni. Swinggeggjurum (en eins og kunnugt er, er swinggeggjun dýpsta stig jassgeggjunar) var með veislu þessari gert hátt undir höföi og lengi mun verða munuð hingaðkoma átta stórmenna klassíkur jassins. EM Tónleikar Jazzvakningar í Gamla Blói 7. september. Flytjendur: Red Norvo, vibrafónleikari, Buddy Tate, saxófónleikari, Teddy Wilson, planóleik- ari, Avríl Shaw, bassaleikari, Billy Butterfield, trompetleikari, Johnny Mince, klarínettuleik- ari, Tal Farlow, gítarleikari og Sam Woodyard, trommuleikari. Átta stórmenni Hvað gera menn þegar stórmenni, og þau átta í hóp, ber að garði? Jú — slá upp veislu, og þeim góða sið fy lgdi Jazzvakning þegar hinir miklu meistarar sveifiunnar komu að.hús- vitja miövikudagskvöldið sjöunda september. Og hvaö veldur, að menn sem áttu sitt blómaskeið fyrir hart- nær hálfri öld, skuli fylla Gamla bíó? Og það án nokkurs fyrirvara. Heimsóknina virtist bera að ófor- varandis — tónlistarvertíðin ekki komin í gang og f jölmiölakynning í lágmarki. Líkast til er ein megin- ástæðan sú, að þessir heiöurskarlar eru fulltrúar klassíkurinnar í jass- sögunni. Þess tímabils þegar jassinn> var vönduö skemmtitónlist, par excellence,” hverjum manni auð- skilin, útheimti litlar sem engar „pælingar” og flestum var auðiö að greina á milli hvað vel væri og hvað illa gert. I spunanum jafnan höföað til melódíunnar og sveiflan slfk að orkaði á allan kroppinn, enda jassinn á þeim tíma ein vinsælasta tegund dansmúsíkur. Erkihljómsveit Menn hafa áður eytt löngu máli til að lýsa því hvemig Wilson láti slag- hörpuna ganga líkt og velstillta gufu- vél, hvernig Woodyard geti með trommum sínum þyrlað heilli stór- hljómsveit upp í háloftin og Shaw rekið þá sömu áfram líkt og hjörð með bassa sínum. Eða hvemig Norvo líði yfir víbrafóninn líkt og andinn úr lampa Alladins og Farlow með gítar sínum láti þann sama Franskar bækur koma nær allar út í París. I París koma nær engar bækur út í ágúst. Allir eru í sumarfríí og feröamenn ganga um götur borgarinnar undir augum og ávarpi auðnuleysingja og fáeinna verka- manna. En borgin vaknar til starfa með haustinu sem er hlýtt og bjart. I Frakklandi er haustbókaflóð en ekki jólabókaflóð. Þessa dagana streyma bækur hratt um prentvélar og fara þaöan á borð á miðju gólfi búða svo að allir taki eftir: „nýjungamar,” gjörið svo vel. Næstu vikur koma út mörg hundruð bækur og verður vandiaðvelja. Ritgerðir og fræðibækur Það er kreppa í Frakklandi eins og víðar. Haustbækur bera þess merki eins og annað. Mikið er skrifaö um kreppuna, heilmargar bækur em þýddar úr bandarísku og litlu færri eru samdar á frönsku. Kreppan er skilgreind og skýrð, leitað er lausna og varpaö upp framtíðarsýn, fagurri eða síöur en svo. Efnahagsvandræð- in eru þó ekki allt^ ofbeldi og ófriður eru annað: fræðimenn gefa út nokkr- ar bækur í haust þar sem þeir reyna að komast fyrir orsakir ofbeldis og illsku í heiminum. Ekki minna en tvær kortabækur um hernað og her- mennsku verða gefnar út. Sovétríkin og gyðingahatur og fjömiðlar verða tekin fyrir og viöhorf Evrópubúa vestanmegin til lífsins og heimsins. Tvær bækur verða gefnar út um einstaklingshyggjuna, sem þykir fara í vöxt og veldur áhygg jum. Sálfræðingar láta ekki sitt eftir liggja. Þýdd veröur nýleg bók Bruno Bettelheim um lestur bama og lestrarkennslu og birtar rannsóknir á áfengisneyslu unglinga. Sálkönnuðir skrifa um þunglyndið, ástina og hugarórana. Ekki verður leitað huggunar við böli nútímans hjá sagnfræðingum. 1 Franska haustbókaflóðið haust gefur Michel Vovelle út sögu dauöans á Vesturlöndum frá fjórt- ándu öld til nútímans, og Jean Delumeau skrifar um syndina og ótt- ann: sektarkennd Vesturlandabúa. Seinni heimsstyrjöldin er vinsæl og gefin verður út bók um valdaránið í Chile fyrir tíu árum. Stjómmálamenn hafa hægt um sig og aöeins einn ráðherra gefur út bók í haust. Landvamaráöherrann Hernu skrifar: „Að verja Frakk- land”. Nokkrir þekktir heimspeking- ar gefa út í haust, þar á meðal Michel Foucault, Gilles Deleuze og Michel Serres. Bréf Sartre frá árunum 1926—1962 veröa gefin út og ERLENDAR BÆKUR MárJónsson I Frakklandi er haustbókaflóð en ekki jólabókaflóð. Teikning: Berenice Cleeve Raymond Aron birtir æviminningar sínar. „Hugsaö um stjórnmál í hálfa öld”. Bókmenntir Mest spennandi er þaö á haustin að fylg jast með hvað kemur út af skáld- sögum. Verst er að franskar bók- menntir nú um stundir em svo léleg- ar og höfundarnir ómerkilegir. Þetta em atvinnumenn sem oftast starfa einnig við fjölmiðla, bókaútgáfur og iháskóla, og skrifa skáldrit jafn- auðveldlega og hægt er að skrifa grein í dagblað og semja erlenda frétt í útvarpið. Fyrir vikið er þetta allt eins og þaö á að vera og allt saman eins og ekki neitt; æsku- minningar eða raunsæjar nútímalýsingar með galsabrag, þunnt en þægilegt og þokkalegt, lág- kúra og lélegt. Reglan er bók á ári, atvinnan er tryggð og afkoman góö. Eitt hundraö og sextíu skáldsögur verða á boðstólum í haust, jafnmargar og í fyrra. Þriðjungur þeirra er eftir konur. Stórt hundrað höfundanna hefur gefið út bók eða bækur áöur, og er þá oft að þeim orðstír, sem þegar hefur tekist að vinna, er beitt til að selja bókina og afla góðra dóma. Bókmennta- verðlaun, sem veitt em í október, fimm eða sex að tölu, era keppikefli allra höfunda og forlaga. Þau geta þýtt sölu fimmtíu til hundrað þúsund eintaka, en flestir verða að láta sér nægja fimm til tíu þúsund eintök seld. Utgáfan miöar við verðlaunin ogstefnteráþau. Það er erfitt að gefa út fyrstu skáldsögu í Frakklandi, bókaforlögin eru treg til aö taka áhættuna, kannski selst bókin alls ekki neitt. Ertgu aö síður fá um fjörutíu nýgræðingar að spreyta sig í haust, og guö má vita hve mörgum hefur verið hafnað. Flestum handritum er víst hent, og það eru frekar litlu út- gáfufyrirtækin sem slá til. Á haustin er litið gefið út af erlendum bókmenntum; þýðingum. Þær keppa ekki til verðlaunanna og eru geymdar til annarra árstíöa. Glaumur og gleði Þó kannski sé fátt um merkar bækur í haustbókaflóði Frakka er vafalítiö að mikiö verður um dýrðir meöal franskra bókmenntafrömuða á næstunni, lesið og talað, skálað og iskrifað. Við Islendingar getum sam- glaöst úr f jarska, fegnir að eiga ekki á hættu að sjá eina einustu þessara bóka og kát í biö eftir okkar eigin bókaflóði fyrir jól. (Heimild: Le Monde 26.8. ’83) ÍTHEKUN OG ÁRÉTTING Tónleikar Þorsteins Gauta Sigurðssonar á Kjarvalsstöðum 6. september. Efnisskrá: Clementi: Sonata op. 40 nr. 2; Debussy: 3 Prelúdíur; J.S. Bach: Toccata f c- moll; Muczynski: 3 Prelúdfur op. 6. Það er ekki lengra síðan en í vor, að Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanistinn ungi, debuteraöi svo glæsilega hjá Tónlistarfélaginu í Austurbæjarbíói. Nú var hann mætt- ur til leiks á ný, að þessu sinni með eigin, sjálfstæða tónleika á Kjarvals- stööum og áætlar aö endurtaka þá í menningarmiðstöðinni í Geröubergi. Það fór ekki á milli mála, að pilt- urinn sem debuteraði svo glæsilega í vor, væri stórpíanistaefni og það áréttaði hann svo aö ekki varð um villst meö leik sínum á Kjarvalsstöð- um. Prógrammið var greinilega vaUð þannig að þaö gæfi vel tU kynna hæfni og góöa tækni flytjandans. Dá- lítið ööruvísi og skemmtilega á snið við þær aUiæfu og hefðbundnu e&iis- skrár, sem hinn íslenski tónleika- gestur á að venjast. Varð þaö tU að auka ferskleikablæ tónleikanna aö mun. Og sat þó ferskleikinn í fyrir- rúmi í leik hins unga píanista. Skýr, persónuleg stílmótun Clementi var dáUtið harður í með- förum Þorsteins Gauta. Nokkuð sem ég held að kenna megi gUmuskjáifta, Tónlist Eyjólfur Melsted sem greinUega varð vart í byrjun. Þegar svo Debussy kom var greini- lega engan bUbug á Þorsteini Gauta að finna og stórglæsUega lék hann Prelúdíurnar þrjár úr fyrsta hefti. En munandi Clementi, hélt ég aö hann yrði kannski eUítið harðhentur á Bach. Svo reyndist þó ekki og raun- ar kom persónuieg stílmótun Þor- steins Gauta hvaö gleggst fram ein- mitt í Toccötunni. Það er erfitt að koma Bach til skUa á píanó, svo að viðsættanlegt sé, en það tókst Þor- steini Gauta. Og að lokum, í hinum örstuttu, dunandi prelúdíum Muczynskis var pilturinn í núklum ham. Svo gaukaði hann einum Utlum Rachmaninoff aukreitis að harð- ánægðum áheyrendum, sem fjöl- mennt höfðu tU að hlýða á hinn unga snUUng. Tónleikar þessir vora bæði ítrekun og árétting þess sem gefið var til kynna í vor — að í Þorsteini Gauta eigum við stórpíanistaefni. Að sönnu ekki fuUmótaðan og aUs ekki lausan úr viðjum skólans, en Uka um leiö merkUega lausan við vélrænu í leik sínum og með óvenju skýra Unu í mótun síns músíkalska persónu- leika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.