Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Síða 26
26
RYÐVÖRN sf.
SMIÐSHOFÐA 1, S 30945
BlLARYÐVÖRN
UNDIRÞVOTTUR
MÓTORÞVOTTUR
DÖMU- OG HERRA
PERMANENT
Stripur i öllum litum. Litanir,
lagningar, klippingar, blðstur,
djúpnæring og glansskol.
Erum aðeins með fyrsta flokks
vörur. Vinnum aðeins úr fyrsta
flokks efni. Ath. Opið fimmtu-
daga til kl. 20.00.
Vandiátra val er
Opið laugardaga.
Hárgreiðslustofa
EDDU & DOLLÝ
Æsufelli 6 — Simi 72910.
Tölvupappír
Lagerpappír í öllum stæröum
og geröum
Launaseðlar, bónusseölar
og allar sérprentanir
Ími formprent
Hverfisgötu 78, simar 25960 - 25566
DV. MANUDAGUR12, SEPTEMBgR 1933.,,
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Gordon Strachan er á hátindi knattspyrnuf erils síns:
,Vona að Strachan
Gordon Strachan — leikmaðurinn
snjalli hjá Aberdeen.
Mörg fræg félög hafa haft auga-
stað á skoska landsliðsmanninum
Gordon Strachan eftir að hann sló í
gegn með skoska landsUðinu í_HM-
keppninni á Spáni þar sem hann var
.besti leikmaður skoska liðsins. Mjög
snjall miðvaUarspilari. Þessi rauð-
hærði, smávaxni leikmaður er mjög
fljótur og leikinn og um tíma benti
allt til að hann yrði arftaki Paul
Breitner hjá Bayern Miinchen. Ekk-
verði áfram
hjá okkur’
— segir Alex Ferguson,
f ramkvæmdast jóri Aberdeen, sem
mætir Skagamönnum á miðvikudaginn
ert varð þó úr því þar sem hann er
samningsbundinn hjá Aberdeen tU
1984 en félagið keypti hann frá
Dundee United 1977 — þá 17 ára.
— Gordon mun leika með okkur út
þetta keppnistímabil en síöan er það
undir honum sjálfum komiö hvað
hann gerir. Auðvitað vil ég að hann
.verði áfram hjá okkur, sagði Alex
Ferguson, framkvæmdastjóri Aber-
deen, sem hefur sjálfur skrifað undir
nýjan fimm ára samning við félagið
sem gefur honum 240 þús. pund í vas-
ann.
— Það væri mikið áfall fyrir okkur
ef Gordon færi. Hann er frábær leik-
maöur á heimsmælikvarða. Við
höfum þó séð á eftir snjöllum leik-
mönnum áður án þess að þaö hafi
komið niður á leik okkar. Þegar
Steve Archibald var seldur til Tott-
enham 1980 hélt fólk að Aberdeen
myndi daia. Svo fór ekki því að við
áttum marga snjalla leikmenn sem
fylltu upp í það skarð sem Archibald
, Frábær hópur
á Pittodrie’
— segir Gordon Strachan, hinn kunni
miðvallarspilari Aberdeen
Einn af snjöllustu leikmönnum
Aberdeen er hinn smávaxni Gordon
Strachan, sem Bayern Miinchen
viidi kaupa til að taka hlutverk Paul
Breitner. Strachan vakti geysilega
athygli í HM-keppninni á Spáni og
var þar talinn besti ieikmaður
skoska landsliðsins. Hann er taiinn
lykilmaður Aberdeen og maðurinn á
bak við velgengni félagsins.
— Nei, þaö hefur ekki verið leikin
eins manns sýning hér í Aberdeen og
fjarstæða að segja að leikur liðsins
byggist upp á einum eða tveimur
leikmönnum. Þaö er liðsheildin sem
ræður hér ríkjum — við leikum fyrir
hver annan og um leið fyrir sjálfa
okkur. Það er frábær hópur knatt-
spyrnumanna saman kominn á Pitt-
odrie og varamennirnir hjá okkur
væru í byrjunarliði hjá hvaða liði
sem er hér í Skotlandi, sagði Strach-
an.
Strachan sagði aö Alex Ferguson
hefði unnið stórkostlegt starf hjá
Aberdeen — og hann hefur verið að
byggja þetta lið upp sl. fjögur ár.
Uppskeran hefur veriö eins og hann
hefur sáð, sagði Strachan.
Samvinnan stórkostleg
Stuart Kennedy, einn af hinum
reyndu leikmönnum Aberdeen — 30
ára landsliðsmaður, sagði að andinn
væri hreint stórkostlegur á Pittodrie.
— Það vinna allir fyrir hver annan
og ef eitthvert mótlæti kemur upp þá
tökum viö allir á því sem einn maöur
og það er ekki gefið eftir fyrr en búið
er að sigrast á vandamálinu. Viö
erum eins og stór fjölskylda.
Það er valinn maður í hverju rúmi
hjá Aberdeen og það fáum við aö sjá
á Laugardalsvellinum 14. september
þegar Evrópumeistararnir mæta
Skagamönnum.
Stórsigur hjá IFK Gautaborg
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
manni DV í Svíþjóð:
— Leikmenn IFK Gautaborg, sem
hafa ekki verið á skotskónum síðan
Dan Corneliusson var seldur til Stutt-
gart, sýndu heldur betur á sér
klærnar þegar þeir mættu toppiiðinu
Malmö FF.
Gautaborgarliðið vann stórsigur
6—1 í Gautaborg í gær. Tommy
Holmgreen, sem átti mjög góðan leik
með sænska landsliðinu á Laugar-
dais vellinum — lék þar sem hægri út-
herji, skoraði tvö mörk.
AIK frá Stokkhólmi, sem hefur
komið skemmtilega á óvart, gerði
jafntefli 1—1 gegn Elfsborg enöster
tapaöi 2—3 í Halmstadt.
AIK er efst með 28 stig, Malmö FF
er einnig með 28 stig. Þá kemur
öster með 26 stig og IFK Gautaborg
með 25 stig. Það bendir allt til að
þessi félög leiki í aukakeppninni um
Svíþjóðarmeistaratitilinn.
-GAJ/-SOS
Alex Ferguson.
skildi eftir. Þannig er knattspyman
— maður kemur í manns stað, sagöi
Ferguson.
Þótt Ferguson vonist eftir að
Strachan verði áfram hjá félaginu er
hann byrjaður að búa sig undir að
fara. Ferguson hefur keypt Billy
Stark frá St. Mirren á 70 þús. pund og
hann hefur gefiö hinum unga Ian
Porteous tækifæri til að reyna sig í
leikjum. Báðir eru þetta stór-
efnilegir miövallarspilarar og hefur
Stark leikið með skoska landsliðinu
— skipað leikmönnum undir 21 árs.
Ferguson ætlar aö undirbúa þessa
leikmenn vel til að taka við hlutverki
Strachan ef hann fer.
Á eftir að verða betri
/ — Við höfum aldrei lagt stein í götu
leikmanna ef þeir vilja fara og reyna
eitthvað nýtt. Strachan vill víkka
sjóndeildarhring sinn og er það vel
skiljanlegt. Hann er nú á hátindi
knattspymuferils síns og ef hann fer
frá okkur þá mun það félag sem hann
gengur til liðs við fá að njóta hans
allra bestu ára. Strachan er nú
aöeins 26 ára og á því sín bestu ár
eftir sem knattspymumaður, sagði
Ferguson.
-SOS.
STAÐAN
2. DEILD
Staðan er nú þessi í 2. deildar-
keppninni;
Reynir-Fram 0-1
Njarðvík-KA 1—2
Sigluíjörður-Víðir 1-0
Einherji-Völsungur 1-3
KA 18 10 5 3 31—21 25
Fram 17 9 6 2 29—17 24
Víöir 18 7 6 5 14-12 20
FH 16 6 7 3 26—18 19
Vöisungur 18 7 3 8 19—18 17
Njarðvík 18 7 3 8 18—18 17
Einherji 18 5 7 6 17—21 17
Siglufjörður 18 5 7 6 16—18 17
Fylkir 17 3 4 10 14—24 10
Reynir 18 1 8 9 9—26 10
Fylkir leikur gegn FH í kvöld og á
laugardaginn kemur leikur Fram
gegn FH.
Markhæstu menn:
Hinrik Þórhallsson, KA
Guðmundur Torfason, Fram
Gunnar Gislason, KA
Pálmi Jónsson, FH
10
9
9
9
Iþróttir
Iþróttir
íþróttii