Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Qupperneq 40
40 DV. MÁNUDAGUR12. SEPTEMBER1983. Andlát Benjamin Jónsson rafvirkjameistari, Víðimel 58, lést aö heimili sínu 29. ágúst sl. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurlaug Jóhannsdóttir, Ránargötu 1 Reykjavík, lést í Landspítalanum þann 8. september sl. Jón Kjerúlf Guðmundsson, Hrafnistu Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. sept- emberkl. 13.30. Eiríkur Kristinsson flugumferðar- stjóri, Efstalundi 10, verður jarösung- inn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 14. september kl. 13.30. Sigríður Hjördís Jónsdóttir, Álftamýri 18, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 12. september kl. 13.30. Tilkynningar • Háls-, nef- og eyrnalæknir á ferð um Húsavík. Einar Sindrason, háls-, nef og eymalæknir, ásamt öörum sérfræðingum Heymar- og tal- meinastöövar Islands, veröa á ferö á Húsavík dagana 16. og 17. sept. 1983. Rannsökuö veröur heym og tal og útveguð heymartæki. Félag einstæðra foreldra Vetrarstarf Félags einstæðra foreldra hefst í kvöld, mánudagskvöld 12. september, meö kaffi og kynningarkvöldi i Skeljahelli, Skelja- nesi 6, en þar er ný og notaleg félagsaðstaða FEF. A kaffíkvöldinu mun Bergþóra Árna- dóttir syngja og spila og á staðinn kemur spá- kona og les í spil og bolla fyrir gesti sem þess óska. Þá verður spjallað um vetrarstarfið og á boðstólum verða veitingar á hóflegu verði. Nýir félagar eru hvattir til að koma og mæta stundvislega kl. 21. Þann 17. september verður barnabingó í Skeljahelli kl. 3 e.h. og verða þar góðir vinn- ingar í boði og gosdrykkir og kex fyrir börnin og molasopi fyrir fullorðna fólkið. Helgina 24.-25. september heldur FEF svo sinn glæsilega haustflóamarkað og mun hann verða nánar auglýstur síðar. Á kaffikvöldinu verða seldir happdrættis- miðar FEF en nú er að hefjast lokatörn í skyndUiappdrættinu Sumarbætir og fer drátt- ur fram þann 20. sept. Vinningar eru girnileg- ir og nýstárlegir, m.a. heilsuvika, ljósböð og líkamsræktamámskeið, útigrill og tölvunám- skeið svo að eitthvað sé nefnt. Félagsbréf er væntanlegt um mánaðamótin september október og fljótlega upp úr því koma jólakort FEF á markaðinn en þau eru með nýju sniði og líkleg til að vekja nokkra at- hygU. Áætlun Akraborgar Frá Akranesi kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 20.30 Kvöldferðir Frá Reykjavík kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 22.00 Október, sunnudagar. Nóvember—apríl, engar kvöldferðir. FRÁ S JÁLFSB JÖRG, Reykjavík og nágrenni. Blaða- og merkjasöludagur Sjálfsbjargar er 25. sept. Þeir sem vilja aðstoða við blaða- og merkjasölu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband viö skrifstofu félagsins í síma 17868. LÍMMIÐAPREIMTUIM Prentum sjálflímandi miða og merki til vörumerkinga, vöru- sendinga og framleiðslumerkinga. Allt sjálflímandi á rúllum, í einum eða fleiri litum og gerðum. LÍMMERKI Síðumúla 21 —105 Reykjavík. síini 31244. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðmu á fasteigninni Njarðvik- urbraut 2, neðri hæð, í Njarðvík, þingl. eign Snjólaugar Sveinsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og Hafsteins Sigurðssonar hrl. fimmtudaginn 15. sept. 1983 kl. 10.45. Bæjarfógetinn í Njarðvík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Smiðjustíg 2, (Þórukot) í Njarðvik, þingl. eign Bjöms Stefánssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Einars Viðars hrl., Hafsteins Sigurðssonar hrl., Olafs Gústafssonar hdl., Jóns G. Briem hdl. og Vilhjálms H. Vil- hjálmssonar bdl. fimmtudaginn 15. sept. 1983 kl. 10.30. Bæjarfógetinn i Njarðvík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteignunum Básvegi 5 og 7 í Keflavik (hraðfrystihús «g fiskverkunarhús), þingl. eign Heim- is hf., fer fram á eignunum sjálfum að kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl., Jóns G. Briem hdl. og Jónasar A. Aðalsteinssonar hdl. föstudag- inn 16. sept. 1983 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Faxabraut 25B, Keflavík, tal. eign Jónasar Páls Guðlaugssonar, fer fram á eign- inni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Jóns G. Briem hdl., Jóns Finnssonar hrl. og Brunabótafélags tslands föstudaginn 16. sept. 1983 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á f asteigninni Kirkjuvegi 42, neðri hæð, í Keflavík, þingl. eign Halldórs Páissonar en talin eign Guðna Pálssonar o.fl., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Kristjáns Ólafssonar hdl. miðvikudaginn 14. sept. 1983 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Keflavík. Um helgina Um helgina Útvarpið hefur vinninginn yfir sjónvarpið Sjaldan eða aldrei hefur sjónvarpsdagskrá helgarinnar veriö jafn óspennandi eins og um þessa helgi. Það var í rauninni ekkert sem vakti áhuga minn. Otvarpið aftur á móti bauð upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá þegar heildin er tekin og verður sjónvarpið að fara að bæta sig heldur betur í efnisvali ef útvarpið á ekki að kaffæra það. 1 sjónvarpinu á föstudaginn var þáttur í beinni útsendingu þar sem blaðamenn ásamt stjórnanda spuröu þingmenn stjórnarandstöðunnar spjörunum úr. Eg sá nú ekki nema síðustu mínúturnar en þaö var mér alveg nóg, greinilegt var að þáttur- inn var kominn út í hreina vitleysu og orðinn aðstandendum hans til skammar. Kvikmyndin á föstudagskvöldið Me Nathalie, var hin sæmilegasta afþreying en ekki meira. 1 útvarpinu á föstudagskvöldum er þáttur frá útvarpinu á Akureyri er nefnist Náttfari og er þar á ferðinni hin ágætasta skemmtun með tónlist, símtölum og rabbi í góðri stjórn Gests Einars Jónassonar. Ættu sem flestir að finna eitthvað fyrir sig í þessum dagskrárlið. Og fýrir þá sem fara seint að sofa er Ásgeir Tómas- son Á næturvaktinni með góðan tónlistarþátt í léttum dúr og fáir búa yfir eins miklum fróðleik úr poppheiminum eins og Asgeir. Knattspyrnulýsingar útvarpsins hafa tekið miklum framförum í sumar. Farið er að lýsa tveim leikjum í einu og þriöji fréttamaður- inn er í stúdióinu og segir önnur úr- slit. Sannarlega skemmtilegt að hlusta á íþróttir í þessum dúr. Iþróttaþáttur sjónvarpsins var að meginefni landsleikur Hollands og Islands og þar mátti sjá hvernig knötturinn leikur sér að músinni. Og það þarf varla að taka það fram að Hollendingar voru í líki kattarins. Annað efni sjónvarpsins á laugar- dagskvöld vakti engan áhuga hjá mér. Á sunnudagseftirmiðdögum er annar ágætur þáttur í útvarpinu frá Akureyri, er það Sporbrautin, skemmtiefni og fróðleikur í fyrir- rúmi. Sjónvarpið á sunnudag var sama ládeyðan og kvöldin á undan. Eg horfði að vísu á sænska framhalds- flokkinn í þetta skiptið og fannst lítið koma til hans. Sem sagt, útvarpið vann sjónvarpiö með miklum yfir- burðum þessa helgi. Hilmar Karlsson. Strengjasveitin á snældu (Jt er komin 60 mínútna krómsnælda í dolby með Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík, stjórnandi er Mark Reedman. Helstu verk á snældunni eru Antice Danze ed Arie eftir Respighi og Simpie Symphony eftir Britten, einnig verk eftir Hindemith og Purcell. Verkin eru flest þau sömu og sveitin lék í alþjóðlegri tónlistarkeppni strengjasveita í Belgrad í Júgóslavíu sl. sumar en þá hafnaði Strengjasveitin í 4. sæti og vakti mikla athygli fyrir frammistöðuna. Otgefandi er Fermata. Hitaveitubilanir Reykjavík og Kópavogur sími 27311, Sel- tjarnames sími 15766. BBC tölvunotendur athugið Stofnfundur BlBlS (félag BBC notenda) verð- ur haldinn laugardaginn 17. sept. kl. 14 í húsi Félags Bókagerðarmanna, Hverfisgötu 21. Allir velkomnir. Ný störf Hinn27.apríll983 veittiheilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytiö cand. odont. Sigurði Björgvinssyni leyfi til þess að stunda tannlækningar hér á landi. Hinn 3. ágúst 1983 veitti dóms- og kirkjumálaráðuneytið Þorsteini Péturssyni leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hinn 5. ágúst 1983 var hr. Kazim Miinir Hamamcioglu skipaður kjörræðis- maður Islands með vararæðisstigi við aðalræðisskrifstofuna í Istanbul. Skák Taflfélag Seltjarnarness: September: Æfingamót alla fimmtudaga kl. 8,5 mín. mót, þrenn verðlaun. Október: Æfingamót alla fimmtudaga kl. 8,5 mín. mót, þrenn verðlaun. Nóvember: Æfingamót alla fimmtudaga kl. 8,7 mín. mót, þrenn verðlaun. Desember: Æfingamót alla fimmtudaga kl. 8,7 mín. mót, þrenn verðlaun. Ath. að í desember verður aðeins teflt tvo fimmtudaga, 1. og 8. des. September: Hraðskákmótið verður haldið fimmtud., 15. sept., kl. 8, þrenn verðlaun. Október: Hraðskákmótið verður haldið fimmtud., 13. okt., kl. 8, þrenn verðlaun. Nóvember: Hraðskákmótið verður haldiö miðv.d., 16. nóv., kl. 8, þrenn verðlaun. Desember: Hraðskákmótið verður haldið fimmtud., 15. des., kl. 8, þrenn verðlaun. Firmakeppnin hefst þriðjud. 6. sept. kl. 8. T.S. sendir sveit í 1. deild — 2. deild og ungl- sveit í 3. deild og hefst keppnin í Rvík 16. sept. Berjumst tll sigurs. Fjöltefli við Islands- meistarann Hilmar Karlsson verður haldið laugardaginn 24. sept. kl. 14. Unglingaæfingar verða á laugardögum frá kl. 1—3. Leiðbeinendur verða Jón Pálsson og Jón B. Lorange. Skákkennsla verður haldin í september, ef næg þátttaka fæst. Leiðb. verður Jón Pálsson. Námskeiðið stendur í 4 kvöld, frá 8—11, og greiðist við innritun fyrir öll kvöldin í einu, kr. 300 fyrir félagsmenn og kr. 400 fyrir aðra. Lágmarksþátttaka er 8 manns. Jólahraðskákmótið hefst fimmtud. 29. des. kl. 8, þrenn verðlaun. Haustmót ungiinga hefst laugard. 15. okt. kl. 14. Haustmót fullorðinna hefst 1. nóv. kl. 7.30. Teflt verður á þriðjud. og fimmtud. kl. 7.30 og laugard. kl. 2. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi. Veitt verða verðlaun fyrir fegurstu skákina, kr. 500. Haustmót — hraðskák og og verðlaunaaf- hending verður þriðjud. 22. nóv. kl. 7.30. Gjaldþrot Með úrskurði skiptaréttar uppkveðn- um 21. júlí 1983, var bú Þaks hf., Reykjavík, tekið til g jaldþrotaskipta. Með úrskurði skiptaréttar uppkveðn- um 21. júlí 1983 var bú Halldórs Péturssonar, Keldulandi 11, Rvík, sem rak einkafirma, verslunina Jónsval, Blönduhlið 2, Reykjavík, tekið til g jaldþrotaskipta. Með úrskurði skiptaréttar uppkveðn- um 21. júlí 19834 var bú Elíasar H. Snorrasonar, Vitastíg 8a, Reykjavík, tekiðtil gjaldþrotaskipta. Með úrskurði skiptaréttar uppkveðnum 21. júlí 1983 var bú Jens R. Ingólfssonar hf., Brautarholti 2, Reykjavík, tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrirlestrar Fyrirlestrar um tölvufræði Dr. Tim O’Shea frá Open University í Bret- landi, forstöðumaður „Micros in Schools” verkefnisins, heldur tvo fyrirlestra á vegum Félagsvísindadeildar og Verkfræði- og raun- visindadeildar Háskóla Islands. I kvöld mánudaginn 12. sept., kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi, um Tölvur í skólastarfi og þriðju- daeinn 13. sept. kl. 17.15, í stofu 101 í Lögbergi um Tölvuvit (Artificial Intelligence). Fyrirlestramir verða fluttir á ensku og era öllum opnir. Happdrætti Útdregnir vinningar í bíl- beltahappdrætti umferðar- ráðs 7. sept. 1983: Nr. 36263 Endurryðvörn á bil/Ryðvarnarskál- inn kr. 3.000 Nr. 4069 „Klippan” barnabílstóll/Veltir hf. kr. 2.370 Nr. 24139 Mótorstilling/Sveinn Egilsson hf. kr.1500 Nr. 23202 „Bílapakki” til umferðarörygg- is/bifreiðatryggingafélögin kr.1.163 1 ” kr. 1.163 ” ” kr. 1.163 ” ” 1.163 " kr. 1.163 ” ” kr. 1.163 .Gloría” slökkvitæki og skyndi- Nr. 39606 Nr. 31108 Nr. 48489 Nr. 14724 Nr. 18158 Nr. 36154 hjálpar- púði RKl/olíufélögin Nr. 46197 ” Nr. 14069 ” ” Verðmæti samtals Fjöldi vinninga 12. kr.811 kr. 811 811 kr.16.281 Árnað heilla '80 ára afmæli. Mánudaginn 12. september verður áttræö frú Guðmunda Jónsdóttir, öldugötu 53, hér í Reykjavík. Þar hefur hún búið ásamt eiginmanni sínum, Steindóri Árnasyni fyrrum togaraskipstjóra, í hartnær hálfaöld. Þing um f rumulíff ræði Þing um frumulíffræði, hið fýrsta sinnar tegundar hér á landi, verður haldið á Landsspítala þriðjudaginn 13. september næstkomandi. Þingið hefst klukkan 11 fyrir hádegi. Því lýkur væntanlega um klukkan 17. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Allmargir íslenskir vísindamenn, meðal annars frá rannsóknarstofnun rikisspítala og Háskólans, frá Tilraunastöðinni á Keldum og Krabba- meinsfélaginu, flytja erindi á þinginu og skýra frá rannsóknum sínum. Aðalviðfangsefni verða hjartavöðva- frumur, taugafrumur, æxlisfrumur, einfrumungar, ór.æmisfrumur og erfðamörk. Þingið fer fram í aðalfundarsal í Hjúkrunarskólanum við Eiríksgötu. Undirbúning þess hefur annast frumulíffræðideild Rannsóknarstofu HáskólansviðBarónsstíg. -KMU. Á mölinni mætumst' með bros á vör — efbensíngjöfin er tempruð. J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.