Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Síða 43
DV. MANUDAGUR12. SEPTEMBER1983.
43
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
■m a
Engin
miskunn
Albert Guðmundsson fjár-
málaráðherra er ákveðlnn
maður með afbrigðum. Eins
og fram hefur komið hefur
ekki gengiö andskotalaust að
koma saman fjárlögum. Al-
bert vildl nefnilega skera og
skera niður en samráðherrar
hans kepptust um að verja
ráðuneyti sta, að þvi er sagan
segir. A fundi, sem ríkis-
stjórnln hélt nýlega á þriðju-
degi, lagði Albert svo fram
tlllögor sem hann taldi miða
að því að ná jöfhuði i ríkis-
sjóði. Ekki leist samráðherr-
um bans alls kostar á þær
uppskriftir, svo að nú upp-
hófst nokkur þæfingur í
stjórnarllðtau. Lauk fundta-
um án þess að nokkuð miðaði
i fjárlagagerð. Var fyrirhug-
að að stjórnin kæmi þá saman
næsta fimmtudag tÚ að ræða
málin frekar. Þegar sá fund-
ur var að hefjast komu skila-
boð frá fjármálaráðherra.
Sagðist hann álíta að hann
hefði ekkert á fundtan að
gera þar sem samráðherr-
arnir virtust ekki geta tekið
ákvarðanir um þær tillögur
sem fyrir lægju. Að öðru leyti
visaðl hann til aðstoðar-
manna slnna um fjárlaga-
gerð.
Svo fór Albert i lax.
Aukafundur
Þótti samráðherrum
Alberts nú komið í slikt óefni
að ákveðiö var að boða til
aukafundar stjóraarlnnar
snemma morguntan eftir.
Þar vora svo teknar ailar
meiriháttar ákvarðanir. AÖ
þvi búnu ræsti forsætis-
ráðherra jeppabifreið sina og
renndi austur fyrir fjall til
fundar við Albert.
Segir svo ekki frekar af
fjárlagagerð.
Oft ratast
kjöftugum ...
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, hve tíðarfarlð í sum-
ar hefur leikið margan lands-
manninn grátt. Til dæmis
mun kartöfiuuppskera vera
með efadæmum léleg, svo
elstu menn muna vart annað
eins. Lítið er undir grösum og
kartöflurnar smáar.
En sem betur fer geta
menn ennþá séð skoplegu
hliðarnar á málunum. 1 hópi
manna bar kartöflumál á
góma og þá meðal annars
hvort bændur væru almennt
farnir að taka upp. Þá gall
etan grtaarinn vlð:
„Já, þeir eru víst farnir að
taka upp — og pakka niður í
ópalpakka.”
Víðaeru
hræringar
Mikill viðbúnaður er nú
uppi f Sjálfstæðisflokknum.
Eru menn komnir í start-
hoiuraar ef svo skyidl fara að
Geir Hallgrímsson gæfi ekki
kost á sér til formennsku eitt
kjörtímabillð til viðbótar.
En það er víöar hrært i
pottum en hjá íhaldtau. Nú
gengur sá orðrómur að marg-
ir kratar getl hugsað sér að fá
nýtt blóð í formennsku Al-
þýðuflokkstas. Eru getur
leiddar að því að Kjartan
Jóhannsson muni bráðlega
standa upp úr formannsstóta-
Umsjón:
Jóhanna Sigþórsdóttir.
um og jafnframt fullyrt að
hann verði frelsinu feginn.
Etas og jafnan þegar slíkt
hægindi iosnar eru margir
kailaðir en féir útvaldir. Er
þó sagt að kratar horfi etak-
um til Eiðs Guðnasonar al-
þtagismanns sem verðandi
formannsefnis. Elnnlg hafa
heyrst raddir meðmæltar J6-
hönnu Sigurðardóttur.
4.
Kvikmyndir Kvikmyndir
Fj órmenntagamlr á yngri árum skála fyrir velgengni.
Laugarásbíó—Ghost Story
MARTRÖÐ FJÖGURRA
ÖLDUNGA
Heiti: Chost Story.
Leikstjóri: John Irvin.
Handrit: Lawrence D. Cohen eftir skáldsögu
Peter Straub.
Kvikmyndun: Jack Cardiff.
Tónlist: Phílippo Sarde.
Aflalhlutverk: Fred Astaire, Melvyn Douglas,
Douglas Fairbanks jr., John Houseman, Craig
Wesson og Alice Kríge.
Ghost Story er byggð á frægri bók
eftir Peter Straub og hefur það verið
samdóma álit þeirra er bæði hafa
lesið bókina og séð myndina að kvik-
myndin sé lítils virði miðað við
skáldsöguna. Þar sem ég hef ekki
lesið bókina þótti mér nokkuö tii
myndarinnar koma og hafði sérstak-
lega gaman af að s já gömlu mennina
einu sinni enn en þetta var síðasta
mynd hins ágæta leikara Melvyn
Douglas.
Ghost Story er saga um fjóra
aldna herramenn er hafa haldið
hópinn í fimmtíu ár. Það er ekki.
aðeins vinskapur er bindur þá saman
heldur hafa þeir á samviskunni morð
á ungri stúlku er þeir voru aliir
hrifnir af.
Þegar myndin byrjar fara að ger-
ast undarlegir og hrollvekjandi at-
buröir í kringum þá. Þeir fá allir
miklar martraðir og sonur eins
þeirra lætur lífið á voveiflegan hátt.
Þá fer heldur betur aö fara um þrjá
þeirra þegar sá f jórði lætur lífið fyrir
eigin hendi að því er sýnist. Til
sögunnar kemur sonur þess látna og
hefur hann orðið fyrir þeirri reynslu
að hitta og vera með hinni löngu
látnu stúlku.
Það borgar sig ekki að fara meira
út i söguþráðinn því að myndin
byggist á hinu óvænta en þess má
geta aö einn kafli myndarinnar
fjallar um þann atburð er öldung-
arnir, þá fimmtíu árum yngri, urðu
stúlkunni að bana.
Það er kannski helst að finna að
Ghost Story að efnið, eins og það
birtist okkur, er nokkuö samhengis-
laust og er greinilegt að handrits-
höfundur hefur lent í vandræðum
með að koma boðskap bókarinnar til
skila. Eins er um myndir eins og
þessar að áhorfandinn býst við að
hrökkva við af og til en í Ghost Story
veit maður yfirleitt hvað skeður eftir
að fyrstu senurnar hafa komið á
óvart.
En það er einnig margt ágætt við
Ghost Story. Leikur hinna öldnu
leikara er skemmtilegur á að horfa
og þrátt fyrir aldurinn hafa þeir
engu gleymt. Craig Wasson, sem lék
svo eftirminnllega í mynd Arthur
Penn, Fjórir vinir, er sýnd var hér
fyrir stuttu, stendur sig vel í hlut-_
verki sonarins er kemur gömlu
mönnunum til hjálpar. Kvikmynda-
takan er oft á tíðum góð og kemur
myndefninu vel til skila.
Sjálfsagt hefði verið hægt að gera
miklu betri mynd úr þessum efnivið
en þó er þarna sannariega um
draugasögu að ræða, enda þótt ekki
sé hún eins og við Islendingar þekkj-
um úr þjóðsögunum.
Ghost Story er ekki í sama klassa
og tvær aðrar nýlegar draugamyndir
er ég man eftir þessa stundina, sem
sé The Fog og Poltergeist, en er þrátt
fyrir það hin ágætasta skemmtun.
Hilmar Karlsson.
Kvikmyndir Kvikmyndir
------VIDEO"“
OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 23
Kvikm yndamarkaðurinn
Skólavörðustig 19.
Videoklúbburinn
Stórhottí 1. Simi35450.
I- -
MYNDUSTA-
OG HANDÍÐASKÓU
ÍSLANDS
NÝ NÁMSKEIÐ HEFJAST
VIÐ MYNDLISTA- OG
HANDÍÐASKÓLA ÍSLANDS
26. SEPTEMBER 1983.
1. Kennsla fyrir börn og unglinga, í teiknun, málun
og leir.
2. Teiknun og málun fyrir fullorðna. Byrjendanám-
skeið og framhaldsnámskeið.
13. Bókband.
Námskeiðin hefjast mánudaginn 26. september. Innrítun fer fram
daglega á skrífstofu skóians, SkiphoHi 1.
Námskeiðsgjöid greiðist við innritun.
SKÓLASTJÓRI.
Reykjavík, Skipholt 1, Sími 19821
TRULOFUNARHRINGAR
GULL KÆRLEIKANS
Sendum litmyndalista
- » Laugavegi 70,
JON og OSKAR,
’ sími 24910.