Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Side 45
DV. MÁNUDAGUR12. SEPTEMBER1983. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið HLUTA- VELTA ER EKKI TÓM BÓLA — afgreiddi bensín og beljur og hélt síðan „tombólu” Þaö hljóta aö vera dálítil viðbrigði aö hafa afgreitt bensín og beljur í sveitinni og rjúka svo til síns heima og afgreiða á „tombólu” í kjallara. Hún Bryndís Viöarsdóttir, ellefu ára ljóshærö hnáta í Árbænum, af- rekaöi þetta þó á dögunum. Ekki var hún einsömul í „tombólunni”, slíkt væri tóm bóla, heldur voru þær tvær, hún og besta vinkonan, Hanna Sólrún Antonsdóttir. Og Hanna er alveg aö verða ellefu ára eins og hún sagði okkur skælbrosandi. Þær Bryndís og Hanna eru táp- miklar og voru ekki í vandræðum meö aö safna í „tombóluna”. Gengu bara á fund nágrannanna í Ar- bænum. Og takk fyrir, plötur og styttur og margt fleira lenti á „tombólunni”. Þegar upp var staðiö höföu safn- ast rúmar 250 krónur, aðeins á klukkustund. Peningana fóru þær meö til Sjálfsbjargar, og þær litu inn Bryndis Viðarsdóttir, tH vinstrí, og Hanna Sólrún Antonsdóttir, tvœr friskiegar hnátur úr Árbænum. Þær fóru lótt meö að halda „tombólu" tilstyrktar Sjálfsbjörg. DV-mynd: S. hjá okkur til að minna fólk á aö stjórnarskrifstofum DV án þess aö styrkjagottmálefni. lenda í myndatöku. Og hér birtast Slikar valkyrjur sem Bryndís og þær brosandi í Sviösljósinu. Hanna sleppa hins vegar ekki út af rit- -JGH. DV-mynd K.F. SÁ EINIÁ VESTFJÖRÐUM Fréttaritari DV á Bolungarvík, Kristján Friöþjófsson, sendi þessa mynd af símaklefa. Menn geta svo sem spurt hvað sé svona merkilegt við einn símaklefa. Svariö viö þeirri spurningu er sú aö þetta er eini símaklefinn á Vestfjörðum og á hann því fyllilega skiliö aö af honum sé birt mynd. Kristján sagöi aö fólkið á staönum væri mjög ánægt með síma- klefann og væri þetta sérstaklega til bóta fyrir aðkomusjómenn sem kæmu að landi hvenær sólarhrings sem væri og ættu ekki greiöan aðgang að síma. Höföu menn þaö jafnvel á oröi aö viss stórborgar- bragur væri kominn á Bolungarvík með tilkomu símaklefans. Rakarastofan Kiapparstíg Sími 12725 HárgreiósJustofan Kiapparstíg Tímapantanir 13010 Til húseigenda og garðeigenda Steinar fyrir bílastæði og innkeyrslubrautir Gangstéttarhellur 10 gerðir, kantsteinar, steinar ■ bílastæði, vegghleðslusteinar, margar gerðir, til notkunar utanhúss og innan. Komið, skoðið og gerið góð kaup. Greiðsluskilmálar. Opjð til kl. 16 laugardaga HELLU 0G STEINSTEYPAN VAGNHOHM 17. SlMI 30322. REYKJAVlK STlLHREIN OG ÓDÝR HÚSGÖGN Áklæði f fimm litum. Verðkr. 14.100,- Kjör sem allir ráða við. Sendum í póstkröfu. VALHÚSGÖGN HF. Ármúla 4. Simi 82275. Þar bjóðum við upp á það nýjasta í snyrtimeðferð frá Frakklandi. Andlitsböð, húðhreinsun, bak- hreinsun ásamt ýmsúm meðferðarkúrum, hand- snyrtingu, fótsnyrtingu, andlitssnyrtingu (make up), litanir, plokkun og vaxmeðferð. Einnig fóta- aðgerðir, réttingu á niðurgrónum nöglum með spöng, svæðanudd og alhliða líkamsnudd. Einnig bjóðum við upp á Super Sun sólbekki og gufubað. Við vinnum með hinar þekktu snyrtivörur frá Sothys og Stendhal. Verið velkomin. Steinfríður Gunnarsdóttir, snyrtifrceðingur. Vinsamlegast pantið tíma í síma 31717.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.