Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Blaðsíða 1
i TVEIR HERMENN í HALDIÁ KEFLA VÍKU RFLUG VELLI: Grunaðir um að hafa kveikt i herflugvél Herflugvélin afgirt á Keflavíkurflugvelli í morgun. Menn voru um borð að rannsaka. Flugvélin brann aðallega að innan. Slökkvifroða varði skrokkinn að utan. DV-mynd: GVA. æði Tveir bandarískir hermenn á Kefla- víkurflugvelli eru í varðhaldi, grunaðir um að hafa kveikt í herflugvél um helgina, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk frá blaðafulltrúa varnarliðsins, W.W. Clyde. Um klukkan hálfsex að morgni laugardags var tilkynnt að eldur logaði í herflutningaflugvél af gerðinni C— 118 Liftmaster, sem almenningur þekkir undir heitinu DC—6. Flugvélin stóð inni í stærsta f lugskýli Keflavfkur- flugvaUar. Innan hálfrar klukkustundar hafði slökkvUiði flugvallarins tekist að ná tökum á eldinum. Sjálfvirkt úðunar- kerfi flugskýUsins hjálpaöi tU. Það úðaði froðu yf ir flugvélina. Þaö er talin hin mesta mUdi að tak- ast skyldi aö bæla eldinn áður en hann næði eldsneytisgeymum í vængjum flugvélarinnar. FlugvéUn brann aðal- lega að innan og sér ekki mikið á henni að utan. Hún er samt taUn ónýt. Engar skemmdir urðu á flugskýUnu né tveimur björgunarþyrlum, sem einnig voru þar mni þegar eldurinn kom upp. Þær voru dregnar út. Flugleiðir hafa hluta skýUsins tU af- nota. Engin vél félagsins var inni. Rannsókn stendur enn yfir á bnm- anum. Margir hermenn voru yfir- heyrðir vegna hans. Yfirheyrslurnar leiddu til handtöku mannanna tveggja. Hervélm hefur verið notuð tU að flytjahermenn. -KMU. Hvað segir gagnrýnamHim umNýttlíf? — sjábls.43 Hótelopnað við Bláalómð — sjábls.4 ♦ m £ - M fi Venja að fólk standi upp fyrir forseta íslands — sjá lesendur, bls. 16-17 Kolhotnsló Víkingút — sjá íþróttir, bls. 21-28

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.