Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Blaðsíða 20
20
DV. MÁNUDAGUR 3. OKTÚBER1983.
RYÐVÖRN sf.
SMIÐSHOFÐA 1. S 30945
BÍLARYÐVÖRN
UNDIRÞVOTTUR
MÓTORÞVOTTUR
Sakleysinginn
skemmtir sér
Nyjarplötur
Sú var tíðin að beðið var með nokk-
urri óþreyju eftir nýrri plötu frá Billy
Joel. Hann var einn fárra ungra
manna í Bandarikjunum sem átti auð-
velt meö að semja lipra söngva i tónum
og tali, einn síöasti barpianistinn meö
lög og texta á hraðbergi, lunkinn laga-
smiður með afbrigðum og sérdeilis
næmur á grípandi melódíur; en aukin-
heldur stórgóður textahöfundur sem
gat dregið upp hjartnæmar sögur úr
hversdagslíf inu og gætt þær líf i.
En með árunum þvarr hugmynda-
auðgin, plötur hans urðu æ minna
spennandi og hann sýndist ráðvilltur.
Platan frá því í fyrra var til dæmis
áberandi mislukkuð, The Nylon Cur-
tain, með þeirri undantekningu þó að á
henni er að finna eitthvert áhrífamesta
lag Billy Joels hvað snertir efni, inni-
hald og umgjörð: lagið Goodnight
Saigon, uppgjör hans við Víetnam-
stríöið ort í orðastað hermanns á víg-
vellinum.
Með þessari nýju plötu sem hér er til
umsagnar, An Innocent Man, hefur
fBilly Joel sumpart endurvakið fyrri
vinsældir sinar, einkanlega í Banda-
ríkjunum þar sem lagið Tell Her About
It náöi efsta sætinu og þessi breiðskifa
ekki fallið af topp tiu frá þvi aö hún
kom út. Þó er Tell Her About It hreint
ekki dæmigert lag fyrir plötuna, rokk-
lag af því tagi sem einkenndi Glass
House, en aöeins eitt annað lag á plöt-
unni er í þessum dúr: Christie Lee.
Obbinn af lögunum er af gamla skólan-
um, einhverskonar American-Graffiti-
stíll frá árunum um og yfir 1960, —
fjarskalega óspennandi við fyrstu
hlustun en vex við frekari kynningu,
eins og raunar verður að segja um
plötuna í heild.
I þessum lögum kemur berlega í ljós
hæfni Joels til þess að semja lög; meló-
diurnar eru svo fisléttar og grípandi að
helst hvarflar að manni gleymd „hit”-
lög frá fyrri árum. Léttleikinn situr í
fyrirrúmi ásamt rómantíkinni og þó að
útsetningar séu gamaldags er einhver
ferskleiki við lögin, — og eitt er víst:
Billy Joel hefur ekki lengi skemmt sér
jafnvel. Hvort okkur er eins skemmt
verður hver og einn að dæma fyrir sig
en vissulega er hægt að eiga góðar
stundir meö Joel og saklausa mannin-
um. Titillagið er til dæmis eftirminni-
legt en þó sérstaklega ballaðan Leave
A Tender Moment Alone sem hlýtur að
verða vinsæl einhvern tíma á næstu
vikum.
Billy Joel hefur gert betur, An Inno-
cent Man er býsna köflótt plata og
metnaðarfull er hún engan veginn —
en hún er góð afþreying, hlýleg og per-
sónuleg eins og flest það sem Billy Joel
sendir frá sér.
-Gsal.
NÝTT
Stórhnútað garn,
acryl, bómull
Mikið
úrval
af bóm-1
ullargarni
og alullar-
garni
AUK ÞESS MIKIÐ ÚRVALAF
PRJÓNUM
SMÁVÚRUM
TILBÚNUM DÚKUM OG
SMYRNA.
SJÓDIER SÖGU RÍKARI
PÓSTSENDUM DA GLEGA
HOF
- INGÖLFSSTRÆT11
E
Símj 1676^,
BÓL5 TR un -BRPiPhoL Ti
HOLCLbegQl J,P
S íma R 'JS‘020 - 7/53á>
QJJLo. JDa-s*.
• K,**ja
EPDUÆKLOL&otm Oi-L
á/? Le&zeí — Piussí o$uu.Q*t.
\/o/?,c/uS \/f/ih(x ufS. Ajdr
BólSTfitcn
£>j&/?NCL ^vJ/r?ccs?c?sso/jct/f.
FLEETWOOD MAC STJARN-
AN FER EIGIN LEIDIR
Það hefur verið siður meðlima Fleet-
wood Mac að á milli þess sem hljóm-
sveitin gefur út plötur, hefur hver meö-
limur fyrir sig farið af stað og gefið út
sólóplötur og hafa gæðin verið svona
upp og ofan hjá þeim. Besta sólóplatan
frá þeim hefur mér fundist plata
Lindsey Buckingham sem kom
út fyrir um það bil tveimur árum en
vinsælasta plata einstaklings i Fleet-
wood Mac er örugglega Bella Donna
með Stevie Nicks, er kom út um svipaö
leyti. Fór hvert lagið af öðru inn á vin-
sældalista og seldist platan mjög veL
Nú hefur Stevie Nicks sent frá sér
aðra plötu og nefnist hún The Wild
Heart og hafa orðið litlar breytingar á
tónlist hennar frá Bella Donna. I sann-
leika sagt hljómar hún næstum eins og
fyrri platan og þar sem lögin á Bella
Donna voru nokkuð einföld og lík hvert
öðru verður ennþá verra að sætta sig
við The Wild Heart.
Stevie Nicks nýtur sín einfaldlega
miklu betur innan um félaga sina i
Fleetwood Mac þar sem hún er hinn
drífandi kraftur sem hefur sett mikinn
svip á tónlist hljómsveitarinnar hin
síðariár.
Það er eitthvað við sólóplötur hennar
er gerir þær fráhrindandi. Kannski er
það rödd hennar, sem er nokkuö sér-
stök, er ergir mann. Alla vega finnst
mér besta lagið á The Wild Heart, I Will
Run To You, þar sem hún syngur dúett
með Tom Petty, þar nær rÖdd hennar
að vera heillandi, og einnig nær hún
góðum tökum á rólegu lagi er nefnist
Beauty And The Beast.
Sem lagahöfundur nær hún ekki
gæöum félaga sinna úr Fleetwood
Mac, Lindsey Buckingham og Christ-
ine McVie, og kemur það best i ljós
þegar tekið er mið af báðum plötum
hennar og borið saman við tónlist
Fleetwood Mac, þá er auövelt að sjá
hvað líkt er með öllum lögum hennar.
Fjölbreytnin er lítil.
Það er mikið lið góðra tónlistar-
manna Stevie Nicks til aðstoðar á The
Wild Heart. Tom Petty ér mættur
ásamt hljómsveit sinni The Heart-
breakers, en hann var einnig til staðar
á Bella Donna, en þrátt fyrir alla snill-
ingana til aðstoöar gera þeir lítið til að
hjálpa upp á. Stevie Nicks er það sjálf-
stæður tónlistarmaður að það breytir
enginn hennar lögum með undirspili
nema hún vilji það.
The Wild Heart er í raun ekki slæm
plata, það er bara það að ef hlustand-
inn hefur áður heyrt Bella Donna hefur
hann það á tilfinningunni aö hann hafi
heyrt þetta allt áður. Stevie Nicks er
þegar orðið mjög þekkt í poppheimin-
um og kannski stefnir hún á sólóferil,
en að mínu mati á þaö betur við hana
að vera virkt afl í stórhljómsveitinni
Fleetwood Mac.
-HK.
RÍKISSKIP
Sími: 28822
BROTTFARARDAGAR
FRÁ REYKJAVÍK:
Alla fimmtudaga austur,
alla þriðjudaga vestur og norður,
annan Kvern laugardag vestur og norður.