Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Blaðsíða 42
42 DV. MANUDAGUR 3. OKTOBER1983. Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tiðarandinn Tíðarandinn þegar örverpin koma til skjalanna örverpin fara vel i lófa eins og sjá má. Skermurinn er býsna lftill og það kann að hafa viss áhrif á gerð sjónvarps* þátta þegar stundir liða. Meginkostur örverpanna er vita- skuld stærðin, eða réttara sagt smæðin. Þau eru aðeins 14 sentímetr- ar á lengd og 9 á breiddina, fara býsna vel í brjóstvasa og viti maður af einhverju áhugaverðu í dag- skránni, er ekkert auðveldara en seilast í vasann, draga upp örverpið og sjá hverju fram vindur á skján- um. Japanskir framleiðendur hafa þeg- ar á boðstólum þægileg ferðasjón- varpstæki með smáskjá, um það bil 5 sentímetra löngum, en örverpi Sin- clairs hefur ýmislegt framyfir hina japönsku keppinauta. Fyrst er að teija að örverpin eru talsvert minni en japönsku tækin og þar af leiðandi þægilegri í meðförum. Myndskjárinn sjálfur er hins vegar ámóta stór og myndin þykir bæði bjartari og skýr- ari og liggur þeim gæðum til grund- vallar ný og fuilkomnari gerð af myndlampa. Þessum kostum til við- En þá vaknar sú spuming hvort þessi ágætis tækninýjung muni leiða til einhverra umtalsverðra breyt- inga á dagskrá sjónvarpsstöðvanna á Vesturlöndum og það má hæglega leiða rök að því að svo muni fara. Nærtækt er þá að rifja upp sem snöggvast hvernig fór þegar hand- hægu ferðaútvarpstækin komu til sögunnar á sínum tíma. Menn gátu þá haft með sér tækin í feröalög, komið þeim fyrir í bifreiðum, stungiö þeim í vasann og haft þau við höfða- lagið á baðströndinni og þannig mættiáfram telja. Vitaskuld uröu útvarpsstöðvamar að taka þessa stórfelldu breytingu með í reikninginn og taka tillit til hennar í dagskránni. Það er ærinn munur á því að sitja heima í stofu sinni að kvöldi dags meö kaffiboUa í hendi og hlusta á útvarp, þeysast á fleygiferð í bifreið eftir þjóðvegum varpsdagskrána þegar fram liða stundir. Almenningur mun kjósa sér ríkulegri afþreyingu, söng og hljóm- list, tíðari og gagnorðari fréttatíma og það er heldur ekki ólíklegt að aug- lýsingastofur geti hugsað með eftir- væntingu tU framtíðarinnar hvað sjónvarpið áhrærir. Tækni og dagskrárúrval Það má sem sagt gera því skóna að örverpin hans Sir CUve Sinclairs muni hafa sín áhrif á framvindu sjónvarpsdagskrárinnar, að minnsta kosti í löndum þar sem eitthvert tUUt er tekið til óska almennings í þessu efni. En jafnvel hinar frábærastu tækni- nýjungar koma fyrir ekkert og verða að gjalti þegar mannsandinn er of forhertur í heimsku og þvermóðsku tU þess að nýta þær tU hinna betri verka. örverpin munu vsntanlega bafa sín óhrif ó sjónvarpsdagskróna þegar fram líða stundir, en jafnvel glæsUegustu tækniframfarir mega sfn lítils þegar róðamenn setja metnað sinn í að bafa dagskróna sem allra leiðinlegasta, samanber f ramhaldsþættina voðalegu um Fontamara. SiÓNVARPH) SKANAR Mun örverpi Sir CUve Sinclairs umbreyta dagskrá sjónvarpsstööva á Vesturlöndum þegar fram í sækir og sífellt fleiri koma höndum yfir þessi örsmáu og handhægu sjón- varpstæki? Viö greindum í fréttum fyrir skemmstu frá þessari skemmtUegu, bresku tækninýjung sem í gamni og alvöra hefur öðlast heitið örverpi á íslenskri tungu, hvort sem sú nafn- gift á eftir að loða við gripinn eða víkja fyrir annarri hversdagslegri. bótar kemur svo að örverpin verða næsta ódýr; þau munu kosta 2.500 krónur í Bretlandi þó aö væntanlega verði sú fjárhæð farin upp í einar 6.000 krónur þegar tækin verða kom- in í verslanir á Islandi. IMý tækni, ný dagskrárgerð Það er margt sem leggst á eitt að gera örverpin fýsilegan grip til eign- ar og þaö má búast við því að þau veröi almenningseign þegar tímar liða. eða flatmaga í góðum hópi á suð- rænni ströndu og láta viðtækið malla. Ferðaútvarpið kallar á léttari dag- skrá, meiri tónlist, líflegri talanda, styttri og tíðari fréttir, og framþróun í útvarpstækni á öragglega sinn þátt í því að dagskrá vestrænna útvarps- stöðva hef ur yfirleitt þokast í einmitt þessastefnu. Það er líka tæplega ofsagt að ör- verpin munu valda einhverjum svip- uðum breytingum varðandi sjón- Þegar þannig er ástatt um dag- skrárgerð að myndir og þættir virð- ast gagngert valdir til þess eins að auka ömurleika tilverannar, sem er þó vissulega ærinn fyrir, þá er til lít- ils að hampa nýrri tækniog heimta skárra efni. Sú manngerð sem ekki skirrist við að setja illa gerða og hrútleiðinlega framhaldsþætti á borö viö Fonta- mara á einn besta sýningartíma vik- unnar lætur sér ekki segjast við ör- tölvur og flata myndlampa. Sjónvarpið er mlkll hetmfllsblessun þegar sæmflega tekst tfl um dagskróna, sjónvarpstæklft er iðulega fyrsta heimilistæki ungu hjónanna en nú gefst þeim kostur á smærri tækjum og ódýrari. Sú manngerð sem býður þreyttri þjóð upp á aðra eins hörmung og efnahagsvanda frönsku hástéttar- kellingarinnar hér á dögunum lætur sér yfirleitt ekki segjast við neitt, hvorki tækniframfarir eða mannleg sjónarmið. Einfaldari myndgerð Ekki er ólíklegt að örverpin muni koma til leiðar ýmsum breytingum á gerð sjónvarpsþátta, myndatöku og klippingu. Það er alkunnugt að ekki hentar samskonar myndataka fyrir kvik- myndir bíóhúsanna og leikna mynd fyrir sjónvarp. Þetta er atriði sem ieikstjórar þekkja og taka ýtrasta mið af. Kvikmyndatjaldið er geysilega stórt um sig og mannsaugað fer létt með að greina á því f jölmarga hluti, hreyfingar og litbrigöi. Sjónvarps- skjárinn er hins vegar svo smár í sniðum að ekki er hægt að koma fyrir á myndinni mörgum atriðum, svo að myndgerðin sjálf verður öll einfald- ari ef rétt er að verki staðið. Það er spurning hvort örverpin muni ekki herða enn á þessari þróun því að 5 sentímetra langur mynd- skjár, þótt bjartur sé, leyfir engin smáatriði og það er trúlegt að sjón- varpsefni sem er beinlinis saman sett með hann i huga verði ennþá ein- faldara og kannski dálítið hrárra en nú er almennt talið við hæfi. Auðvitað eru þetta aðeins getgát- ur, sem hér hafa veriö fram settar, en fróðlegar eru þær samt því aö ævinlega sannast að ný tækni gerir meira en að þjóna undir þau mark- mið sem fyrir eru — hún breytir þessum markmiðum og skapar önnur og oft er betra aö sjá slíka þró- un fyrir heldur en að skilja hana eftir á. Málakunnóttu islensku þjóðarhmar er þannlg farið að skýringarteztum með útlendum myndum er iðulega ofaukið í s jónvarpinu og kæmi þar fyrir utan að engu haldi á myndskjó örverpanna. Sjónvarp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.